Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 1
verk, í nábýli við nánustu samverka- menn og hörðustu keppinauta — í meira en tuttugu ár! En þá er að athugá hinn einstæða og ótrúlega lífskraft, og hann er ekkert smáræði; því meira að segja siðasti ára- tugurinn fyrix fjögurra alda afmælið hefur fært oss enn nýjar sannanir fyrir hinni furðulegu endingu' Shakespeares. Síðan styrjöldinni lauk hefur stofnun leikhúsa og ledkhópa, sem eru fær um að sýna leikrit hans með víðtækum tii- • raunum til nýunga, iærrdómi og dýpt, valdið stórfe-ngiegri endurfæðingu í hin- um enskumælandi heimi. fætlingar okkar eiga sitt „EiízabetarfA- lag klassiskra leikrita". Um allan heún er sami áhuginn á Shakespeare, kring um fjögurra alda afmæiið, svo að eng- an á sinn líka að víðfeðmi og hugsan- lega einnig að magni, síðan á dögum hans sjálfs. E, SHAKESP Nú er ár Shakespeares — inn- an leikhúss og utan. í Englandi er fjögurra alda afmælis „mesta anda, sem mannkynið hefur nokk umtíma af sér fætt“ — svo not- uð séu orð Coleridge — mi.nnzt allt 'árið með sýningum á leik ritum hans, og ýmisleg hátíða- höld — með leiksýningum og á annan hátt'— eru í Undirbúningi um heim allah. í þessari grein ræðir brezki rithöfundurinin Bar- bara Ward eiginleika þá, er gerá verk hans eiiíflega mikilvæg í mannlegu lífi, og aldrei meir en nú á dögum — því að sannarlega lifum við á margan hátt í „heimi Shakespeares“. m egar William Sihakespeare fædd- ist í Stratford við Avon, 23. apríl fyrir 400 árum, spáði uppruni hans og ætt- erni á engan hátt fyrir um frægð þá er hann átti eftiir að öðlast. Faðir hans, sem var efnaður borgari og hanzka- gerðarmaður að atvinnu, hafði gengið að eiga Mary Ardem, sem var af góðu fólki komin, og flutti drjúgan heiman- mund í búið, en hann varð að bíða eftir því, að sonur hans útvegaði honum skjaldarmerki og titil góðborgara. . Og meira að segja var þessari efn.amennsku og boigarastöðu hans lokið þegar Willi- am var þrettán ára að aldri. Faðir hans komsit í skuldabasl og missti um leið virðingarstöður sínar í bæjaxfélaginu. Og menntun hans var svo sem ekki neitt að státa af heldur. Hann gekk í . latínuskólann á staðnum, ásamt öðrum iðnaðarmannasonum. Kennarar hans voru læa-ðir menn með próf frá Oxford, og vafalaust hefur þetta „litla í latínu og minna í grísku“, verið rækilega bar- ið inn í hann. En þá meðferð fengu fleiri — og hvað er eftir af þeim? Emn hafa ekki þolinmóðustu — og getspökustu — Shakespeare-fræðingár getað grafið upp, hvernig hann komst til Lundúna og -að leikhúsinu, en víst er um það, að þar voru heillaspái-nar sízt betri. Sem tilvonandi leikxitahöfundur lenti hann í félagsskap hinna skæðustu keppi- nauta. Menn með ágæta menntun — (háskólavitringarnir — höfðu flætt leik- evið Elízabetartímans og reyni að dæla einhverju af giæsileik endurreisnartíma bilsins inn í hin gömlu, rudda.legu sið- gæóisleikrit. Nemandina frá Stratford s. íðan í nóvembermánuði síðastiiðn um hefur Bretiand átt sér arftaka Old 400 ÁRA AFMÆLI' hafði aldrei nærri neinum háskóla kom- ið, og fyi’stu tilraunir hans virtust svo mjög stæla verk samtímamanna eins og Lilys eða Kyds eða Peeles, að einn þeirra, Robert Greene, gerði harða hríð að honum o,g kallaði hann „puntaða að- Eftir Barböru Ward skota.kráku“, þ.e. gaf í skyn, að hann skreytti sig annarra fjöðrum. Auk þessa var hann seint á ferðinni. Sennilega hefur hann ekki samið „Hinr- ik VI“ fyrr en hann var orðinn hálf- þrítugur — og þetta var slæmur drag- bítur í starfi, þar sem menn komust sjaldnast yfir þríbugt. Drepsóttir, drykkjuskapur og áflog ollu því, að ungu mennirnix gáfuðu hurfu, hver ■ á fætur öðrum, inn í skuggaheiminnt Það var engin ástæða til að halda, að sveita- drengurinn frá Warwickshire yrði mikið endingarbetri — einkum þó ef á það er litið, að jafnframt leikrituninni var hann leikari og sendill og hlýtur því að hafa verið hræðilega -útþrælkaður. X firleitt voru lífsskilyrði þau, er hann átti við að búa, svo lygileg, að margir hafa harðneitað því, að hann hafi nokkurntíma sjálfur samið þa.u meistaraverk, sem við hann eru kennd. Menn hafa tilnefn.t Francis Bacon, sem og var líklegastur úw hópi aðalsmann- anna á þessum tima, og jafnvel Mar- lowe, á þeim grundvelli, að morðið á honum hafi verið gabb og hann hafi lifað óþekktur lengi eftir það. En i þess um kenningum virðist mönnum sjást yfir eina óvefengjanlega staðreynd — fyrstu fólíó-útgáfuna á verkum Shake- speares, sem kom út rétt eiftir andlát hans. Tveir leikarar, starfshræður hans, Heming og Condell, skeyttu leikritin saman úr fyrri gerðum, hvíslarabókum, hlutverkaheftum og — að eigin sögn — skjölum Shakespeares sjólfs. Og aðal- keppinautur hans á sviði ieikritunar, Ben Jonson, ritaði hollustutjáningu, svo innilega drengilega, að setningar úr henni eins og „Ijúifi svanur frá Avon“, og „hann tilheyrði ekki mannsaldri held ur öllum aldrj“ — hafa sjálfar fylgt verkum Shakespeares æ siðan. Hver sá, se.m kynnzt hefur leikhús- heiminum — þar sem samvinnan er svo náin, bæði á æfingum og sýningum, þar sem grimmdarleg öfund ríkir, svo og rifrildi og endalausar slúðursögur — mun geta gert sér það ljóst, hve óhugs- andi það hetfur verið starfandi ieikrita- höfundi að edgna sér annarra manna Vics — fyrsta fonmlega Þjóðleikhúsið, sem hóf starfsemi sína — auðvitað — með því að leika „Hamlet“. Og líklega er bezta sveit Shakespeare-leikara í heimi í Stratfoxd við Avon — sveit, sem einnig sér um uppfærslu klassískra leik- rita í Lundúnum og hefur auk þess ferð- azit um meginland Evrópu og fleiri álfur. Stratford í Ontario og Strattford I Connecticut hafa einnig komdð á fót Shakespeare sýningum í nýja heiminum. Slhake- speare er einnig leikinn í Central Park og er einn helzti þátturinn meðal verk- efna Sir Tyrones Guthries í leikhúsi hans í Tvíburaborgunum. Hinir fjarlægu and In þá er spurningin: Hversvegna? 1 einum skilningi verður þeirri spurn- ingu ekki svarað, af því að snilligáfan gefur engin svör við slíkri spurningu. „Aðrir verða áð þola spurningar okkar, en þú ert frjáls“, var ályktun Mathews Arnolds. Þó má klífa hinar lægri hlíðar spuxningarinnar. Ýmislegt gefur bend- ingar og hálfkveðin svör. Á móti ó- ljósu og óvissu umhverfi Shakespeares vegur það, að hann fæddist á þessum sérstöku tíma.mótum, þegar ensk tunga náði hámarki innihalds og áherzlu. Það er sagt, að kvæði Hómers hafi verið ort á samskonar tímamótum í Grikklandi og að Dante hafi samið sín ve'rk á fyrsta blómatíma ítölskunnar. Tungumálið er fætt og hefur tekið á sig mynd, en skortir enn lokamótunina. Það er sveigá anlegt og breytilegt. Það má móta það og breyta því. Shakespeare gerist rit- höfundur á slíkum tímaimótum. Sama gerðu Marlowe, Kyd og Peele, en hann fór bara fram úr þeim öllum og varð i bókstaflegum skilningi skapari tung- unnar. En svo var líka leikhús Elízabetar- tímabilsins í einum hrærigraut and- stæðra en skapandi áhrifa — þar voru gömlu „eiginda“.-leikritin, ný fræði- mennska endurfæðingartímabilsins, hin nýfundnu rómversku leikrit Senecu og Plautusar, nýr skilningur á enskri sögu í „Króníkum“ Holinsheds, útþensla mann legrar þekkingar með stækkandi þekkt- Framhald á bls. 12 Þessi mynd af Shakespeare birtist í fyr stu íólíóútgáfumii af leikiitum hans ar- ið 1623.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.