Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 13
sem ég er, slcal veita mér líf.“ Þar sem • eðlilegar hömlur á samúðina koma fram — andjúðskan í Feneyjakaupmanninum og kynþáttavandamálið í Othello — eru erfiðleikarnir ekki skágengnir eða yfir þá breitt. Hin kristilega fyrirlitning hefur gert Shylock að grimmdarsegg. Othello er í vafa um stöðu sína í hvítramannaheim- inum í Feneyjum. En mannlegar tilfinn- ingar, innst inni, hjá hinum fyrrnefnda leyna sér ekki: ,,Á ekkí Júði sér augu? Á ekki Júði hendur, líffæri, stærð, skiln ingai-vit, tilfinningar, ástríður?“ — eða innri göfugmennska hins síðarnefnda. Hvaða setning hjá Shakespeare talar með meira persónuváldi en töfraorð Othellos: „Slíðrið sverð ykkar, annars ryðga þau í hinni björtu dögg.“ Ef mað- uiánn, til þess að lifa í friði við náung- ann, þarf að læra að viðurkenna hinn erfiða og þreytandi margbreytileik ná- unga sinna, getur hann ekki gengið í heppilegri skóla en leikhús Shakespear- es. En við slíkt fyrirtæiki getur svo far- ið, að viðurkenningin ein verði ekki nægileg. Það er erfitt að trúa því, að menn vilji berjast gegn fordómum, leggja öryggi sitt í hættu, hefja baráttu gegn vallgnónu þjóðfélagsböli og svo lifa af hörmungar þær, sem leiðir af brautryðjendastarfinu, nema því aðeins þeir geti í leiðinni fundið einhvem von- arneista, einhvern vott þess, áð'það sem þeir hafa fyrir stafni sé ekki tilgangs- laust, einhverja styrkjandi trú á það, að hið góða lúti ekki alltaf í lægra haldi eða umbætur séu ekki þjóðsaga ein, eða fórn og einlægni jafngildi ekki aðgerða- leysi eða kaldranahætti. E innig þeim er heimur Shakespe- ares skóli, svo skuggalegur seim hann er. Einhver sérstakur hugblær gengur eins og rauður þráður gegnum öll leikritin — nema „Tímon frá Aþenu“, sem höf- undurinn lauk einmitt ekld við — og er eftirtektarvert. Líklega verður því bezt lýst ,sem djúpstæðri trú á það, að hið góða sé í eðli sínu sín eigin réttlæting og að þrátt fyrir alla þoku og ringulreið í lífi manna, verði vogarskál tilgangs- leysis og ruglings þrátt fyrir allt ekki þyngri. „Lear konungur", hið ætlaða „End- game“, gefur okkur orð Edgars „Menn verða að þola brottför sína af þessum heimi jafnt og hingaðkomuna. Þrosk- inn er allt...“ Þarna sjáum við einnig gamla kóng- inn, friðsaman og sættan, vaknandi af brjálsemi sinni, til að beiðast fyrirgefn- ingar af barni sínu, Kordelíu. Hamlet- tími ringulreiðar, ósanngirni og kaldr- analegrar örvæntingar. Hann er að reyna að þreifa sig áfram til nýs skilnings á manninum og eðli hans. Þar ber mest á hinu mikilvæga atriði sem er form- legt jafnrétti manna — og jafnrétti ligg ur til grundvallar tveim áköfustu bar- dögum nútíhians: fyrir afnámi nýlendu- skipulags og eyðingu kynþáttafordóma. En rannsóknin leitar dýpra; hún reyn- ir að skýrgreina heiminn sem sameigin- leg* örlög allra manna, reynir að finna aðferðir til að kenna mönnum að lifa saman í virðingu og jafnvel vináttu, hverir við aðra, þrátt fyrir óhaggan- legan kynþáttamismun — í stuttu máli sagt að skilja þýðingu þessa bræðralags, sem helgir menn og vitringar hafa boð- að frá örófi alda, en hefur æ síðan far- ið framhjá flestum þjóðfélagsskipunum. etta er leit, sem getur ekki far- ið fram á einum saman grundvelli skyn- samlegra raka og ptólitískra umræðna. Það verður að snerta hjörtu manna, og ef til vill áður en höfðað er til skyn- semi þeirra. Og hjá Shakespeare eru tvær aðferðir mikils máttar til að skuldbinda sig. Hin fyrri er ástin — sem má næst- um kalla guðlega ást — á manninum, óbreytileguni, persónulegum í eðli sínu. Hér er vafalaust að finna hina einu hugsanlegu uppspretlu hins ótrúlega hæfileika Shakespeares til að skapa lif- andi persónur — góðar, vondar, ofsalega hlægilegar, hlédrægar og einkennilegar, en allar -lifandi í þess orðs fyllstu merk- ingu. Það má sjá hinn óviðjafnanlega kraft mannástar vaxa með honum hjá „föstu“ persónunum í fyrstu leikritum hans. Ef til vill er> fyrsti vottur þessa í „Love’s Labour Lost“. Þorpsbúar hafa efnt til skrúðgöngu fyrir hina vandfýsnu og kaldlyndu aðalsmenn. Einn sveita- maðurinn, seim hefur fengið til meðferð ar stríðsmannsihlutverk Alexanders, hef- ur orðið fyrir óhappi og þeir gera gabb að honum. Þá kemur fram sveitamaður inn Costard, og með fáum orðum gerir hann Sir Nathaniel — og reyndar sjálf- an sig um leið — að elskulegri og aumk- unárverðri mannpersónu. „Heimskur mein.leysingi“, segir hann um veslings prestinn, „heiðarlegur maður, skiljið þér, og veikur fyrir. Hann er sannar- lega ágætis nágranni og góður í knatt- leik, en með hlutverki Alisanders, skilj- ið þér, er ofmikið á hann lagt.“ E n þetta er bara byrjunin. Áður en lýkur eru komnir fram tugir manna og kvenna, sem tekið er eftir og þeir skildir til fulls, jafnflóknar og þessar persónur eru í sarnblandi sínu af illu og góðu, vonurn og vonleysi — þær eru sprottnar lifandi úr hendi skapara síns. Jafnvel Jago er undir lokin virðulegur og dularfullur: „Krefðu mig einskis — þú veizt það, sem þú veizt. Frá þessari stundu segi ég ekki orð“. Jafnvel ves- lings Parolles fær að lifa. „Jafnvel það, Hoggmynd af Hamfet í Stratford við A von inn í síðasta þætti er sáttur og upphaf- inn Hamlet. Og allt frá elztu leikritun- um, eins og „Hinrik V“, til lokajátningar Wolseys í „Hinriki VIII“, síðasta leikrit- inu, kveður við sama tón. Hið góða er ekki utan seilingar manns ins. En vitanlega verður það ekki lagt upp í hendurnar á honum í einhverju stéttlausu þúsundárariki. Og það getur beðið hans eða beðið hans ekki í öðru lífi. En á staðnum og stundinni getur hann höndláð það, fyrir eigin heiðar- leik og sjálfsþekkingu. Líf hans er eins og hinn mikli lærisveinn Shakespeares, Keats, segir: „dalur sálsköpunarinnar11. Sálir má skapa og sköpun þeirra veitir aftur mannlegu lífi tilgang, virðuleik og heiður. Staðfastir í þessari trú á vilja og frelsi mannsins, göngum ekki út úr leik- húsi Shakespeares þrúgaðir af örlögun- um, heldur reiðubúnari en áður að tak- ast á við þau. BRÉF Framliald af bls. 9 spux-ði Redaktör, „om han ikke var en- ig með mig, at enhver, som fornærmedes paa egne, endsige, uvedkommendes Vegne, naar ingen Fornærmelse var ment, derved svang den smaalige Umand ighed op i Narragtighedens lattei'ligste Potens“ o.s.frv. Síðan tekur Morgen- bladet (vinstri blað) Telegraph fyrir og flengir hann hræðilega fyrir allar fram- farirnar. En redaktörinn bætti við bréf mitt athugasemd sinxxi svo á huldu að á milli línanna mátti lesa að hamx tryði mér ekki, og svo svarar Kaufmann, en kemst þó svo illa fxá öllu saman, að ég lýsi hann í ný-sendu bxófi (sem ég býst ekki við, að vei'ði tekið) ósanninda- mann aftur, og þvoli hann í sxnum eigin skólpum verr en fyrri. Komist ekki bréfið í Telegr. þá tekur Moi'gun- blaðið það. Þannig standa þau mál, og horfa ekki mjög ástríkislega við. Aðra smásnerru hefi ég átt í „Times“ við Rosinberg litla. Honum þótti ég hafa hælt sér of mikið í samanbtu'ði við aðra landa sína; leggur svo rammskakka þýðingu í mín orð og byggir á lxenni höfuð mikið, en rammskakkt argument. Honum hefi ég svarað stutt og sýnt, að eins röng og þýðin.g harxs sé á orðum mín um, eins rangt sé allt hans argument. Þú sérð á þessu að ég hefi haft nóg verk fyrir vígtennur minnar gx-ályndu sálar síðan ég kom heim. Nú trúi ég að til standi athlaup frá oddborgui'um í Reykja vík og embættismönnum — þá verður nú sungið fyrst. Fyrirgefðu þetta ómerka biéf þinum trúum og einlægum vini Guömundur Guöni 1156 Fyi'sti banki stofnaður, það var í Feneyjum á Ítalíu. Island. Snorri Húnbogason verður lög- sögumaður. Er það til 1170. Naustabrenna. 1157 Blóðvei2jlan í Hróarskeldu þar sem Sveinn sonur Eiríks kon- ungs eymuna drepur gestgjafa sinn Knút Magnússon konung 9. ágúst. \ f Valdemar I kallaður hinn mikli Knútsson þá konungur yfir Jót- landi vinnur sigur yfir Sveini Guömundsson iók konungi er þá ríkti yfir Skáni, Hallandi, Bleking og Borgundar- hólmi. Sveinn var dxepinn á flótta. Knútur var sonur Magnúsar sterka er áður getui'. Á þessu sama ái'i áður en þessir atbui'ðir gei'ðust var Danaveldi skipt milli Sveins, Valdemars og Knúts, varð þá Sveinn konungur yfir Skáni, Valdemar yfir Jót- landi en Knútur yfir eyjunum. Eftir þessa skiptingu var svo veizlan i Hróai'skeldu, blóðveizl- an eins og hún er kölluð. Rússnesku stórfurstarnir flytja aðsetur sitt fi'á Kiev til Vlaði- mír. Moskvuborg reist 1157. saman Veginn Eysteinn Haraldsson kon- ungur í Noregi. Eii'íkur helgi Svíakonungur fer krossferð til Finnlands. Eiríkur lætur þá búa til sænska fánann og notar hann þá fyrsta sinn. Til er helgisaga um það, hvernig sænski fáninn vai'ð þá til. 1158 Friðrik Barbarossa fer með mik- inn her til Ítalíu og heimtar yfir ráð yfir box-gunum þar. Absalon verður biskup í Hróars keldu. Hinrik ljón endúrbyggir borg- ina Liibeck en hún brann árið áður. Fyrst var hún reist 1143 af Adólf II af Holstein. Felldur Rögnvaldur jai'l í Oikn- eyjurn. ísland. Eldvir i Heklu hinn annar 13. febrúar. Ingveldur Þorgilsdóttir selur Sturlu fjárheimtur sínar allar og fer til Noregs ásamt Þorvarði Þorgeirssyni, er var föðurbróðir Guðmundar góða. 1159 D. Hadrianus páfi IV, eini Eng- lendingurinn sem verið hefur á páfastóli. Viktor IV verður páfi. ísland. Deilur Hvamms-Sturlu og Einars Þorgilssonar á Staðarhóli á Al- þingi. D. Nikulás ábóti og skáld á Þver- á Bergsson. Hann lét rita leiðar- vísi fyrir pílagríma um leiðina til Rómar og Ílalíu. 1160 Eiríkur Svíakonungur fer kristni boðsfei'ð til Finnlands. Hann var drepinn á Kóngamöi'k nálægt gömlu Uppsölum í Svíþjóð. ísland. íslenzkir skipbrotsmenn verða úti á Grænlandsjökli. Einar Þorgilsson brennir bæinn 1 Hvammi í Dölum. Þar bjó þá Hvamms-Stui'la. 1161 Eysteinn Erlingsson vígður erki- biskup í Noregi. Eysteinn var af íslenzkum ættum. Karl Söi'kvison vei'ður konungur yfir Svíum og Gautum. Ingi kiypplingur Haraldsson kon- ungur í Noregi og Gregoríus Dagsson, er verið hafði lands- stjóri fyrir hann, falla i orustu nálægt Osló við Hákon konung hexðibreið. 14. tölublað 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.