Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 4
Spjallað við Benedikt frá Þverá um skólann / Ólafsdal og fleira egar ég ber að dyrum, heyri ég að einhver er að tala í símann inni í holinu. Hann talar með ungri og ákafri röddu eins og forretningsmaður í gróða- hug. Ég kannast ekki við þessa rödd. Ég á ekki að þekkja neinn annan í þessu húsi en mann, sem skortir bara eitt ár á nírætt. Tæplega getur hann átt þenn- an bjarta, unglega málróm. En það er nú samt svo. Þegar dyrunum er lokið upp, sé ég að það er hann, sem situr við símann. Nú eru u.þ.b. 30 ár síðan ég sá hann fyrst. Það var bjartan langan vor- dag norður í Axarfirði. Ætíð síðan hef- ur minning þessa löngu horfna dags borið að vitum mínum ilm úr grænu skógarkjarri, fegurð Ásbyrgis, hvítt heitt sólskin, ungt vor, íslenzka gest- risni. Svo liðu árin. Mörg hraðfleyg ár. Öðru hvoru bar fundum okkar sam- an, en nú er langt síðan við höfum sézt, og ég hef hug á að endurnýja gamlan kunningsskap. Og það stendur ekki á því. Mér er tekið tveim höndum inni í björtu hlýju stofunni þeirra. Þau bjóða mig velkomin bæði tvö: Kristbjöirg Stefánsdóttir og Benedikt Kristjánsson skólavistina í Ólafsdal á árunum 1805- frá Þverá í Axarfirði. Ég veit að hann hefur frá mörgu að segja af langri og reynsluríkri ævi. Til að byrja með lang- ar mig til að fræðast af honum um 97. Og nú gefum við Benedikt orðið: Vorið 1895 lagði ég af stað í skólann. Þá var ég tvítugur og hafði síðan ég var innan við fermingu verið hjá föður- bróður mínum sr. Benedikt á Gx’enjað- arstað. Ég fór út á Húsavík og beið þar víst í hálfan mánuð eftir skipsferð til Stykkishólms. Ég man lítið eftir sjóferðinni, annað en það að ég var afskaplega sjóveikur eins og alltaf þegar ég kem á sjó. Það vildi svo vel til, að ég hitti Tox-fa skóla- stjóra í Stykkishólmi. Og hann var að fara heim. Guðjón á Ljúfustöðum var líka með. Það voru skemmtilegir ferða- félagar. Þeir höfðu um margt að tala. Við fórum á bát inn í Skarðsstöð og þaðan á hestum heim í Ólafsdal. Við komum ekki heim fyrr en um nóttina, og ég svaf fram eftir um morguninn. En þegar ég kom út á hlað, sá ég tvo menn úti á túni að rista ofan af. — Ég gekk til þeii-ra og þegar ég hafði heils- að þeim fór ég að hjálpa þeim. Ég gat ekki á mér setið — raaktunarstörfin — jarðræiktin í hvaða mynd sem er, hefur alltaf verið mitt yndi. — Ég var lika vanur þeim frá Grenjaðarstað. En ekki fékk ég lengi að vera í flaginu. — Ég var sóttur og mér var sagt að það væri ekki vani í Ólafsdal, að piltar færu að vinna fyrsta daginn á skólanum. Voru ekki önnur verkfæri en rekan og ristuspaðinn notuð við ræktunina í Ólafs dal? Jú, herfið, sem tætti sundur þúfurn- ar. Það var trérammi úr plönkum og svo einn planki í miðjunni. Niður úr þeim stóðu sverir járngaddar 6-8 tommu langir, aðeins beygðir fram í oddinn til þess að þeir yrðu djúpsæknari. Annars vildi herfið fljóta ofan á. Það var mik- ið smíðað af þessum herfum í Ólafsdal og seld víða um land. Þetta voiu eigin- lega beztu verkfæri, allra mesta furða hvað þau tættu vel, eins og þetta var nú samt frumstætt og einfalt smíði. Var margt fólk í Ólafsdal? Já, fjöldi, 20-30 manns. Við skólapilt- arnir vorum einir tíu eða tólf, 5-6 í hvorum gangi. . Svo voru börn skóla- stjórahjónanna heima. Þau voru nú flest uppkomin. Svo var vinnufólk og margt af krökkum og unglingum. Ráðs- maður? Nei, það var enginn sérstakur ráðsmaður. Við piltarnir höfðum verk- stjómina sina vikuna hver, náttúrlega undir leiðsögn Torfa. En það var einn liður í náminu að læra að segja fyrir verkum, stjórna störfum á búi. Og hann ekki sá veigaminnstL Og hafði allt þetta fólk nóg að starfa? Já, ekki skorti verkefnin. Það var nú komið fram undir slátt þegar ég kom. í Ólafsdal eru engar útslægjur, ekkert nema túnið. En það var allstórt, líklega 3-4 hundr. hestar, sem af því komu í meðalári. Ef heyið var ekki nógu vel þurrt, þegar það var tekið saman, hafði Torfi þann sið að gera bólstra með sér- stökum hætti. Heyið var saxað ákaflega fast og vandlega, og föngunum raðað þannig í hring að autt rúm var í miðj- unni. Svo dróst hleðslan að sér eftir því sem ofar dró, en þó var holrúm í miðjunni eiginlega alveg upp undir mæni. Þetta verkaði eins og nokkurs konar súgþurrkun og heyið þomaði eft- ir að það var sett saman. En þetta var bæði vandasamt og tímafrekt. Svo þurfti að kemba utan úr hverju fangi og vanda mæninn afar vel. Eiginlega þurfti hvert strá að „liggja rétt“ til þess að hrinda frá sér vatni, ef úrkomu gerði. Ekki voi-u yfirbreiðslumar. Og þessir bólsitr- ar vörðust vatni alveg með afbrigðum vel. Ég man ekki til að vart yrði við það gengi i þá vatn. Torfi hefur verið vandlátur með hey- verkin? Benedikt Kristjánsson Já, hann var vandlátur með það eins og annað. Hann vildi kenna mönnuin vandvirkni að svo miklu leyti, sem hún verður kennd. Hann vildi hafa bandið smátt, taldi þá hægara að koma heyinu vel fyrir í hlöðunni. Hann raðaði bögg- unum fast saman og lét þá vera, sem heillegasta eftir að búið var að taka af þeim böndin. Með þessu mynduðust smáglufur í heyinu. Þær tóku við hit- anum og komu í veg fyrir bruna. f hvert skipti sem lokið var hirðingu, var breitt torf, þuri-t torf, yfir allt heyið. Það kom í veg fyrir að bleyta safn- aðist ofan í heyið og myndaði myglu- lag í stálinu. Svona var vandað til hey- verkunarinnar. Það kom sér vel, að það var nóg af vinnuafli. Og eftir túnasláttinn? Er lokið var túninu heima í Ólafsdal var farið að heyja inn í Saurbæ. En fyrra sumarið mitt í Ólafsdal fór ég þangað aldrei. Frá því var ég löglega forfallaður. — Einn morgun þegar ég vaknaði — ég held það hafi verið seint í júlí — gat ég ekki hreyft fæturna. Ég var orðinn lamaður upp að mitti. Ég hafði keppzt við bindingu daginn áður og var þreyttur um kvöldið þegar gengið var til náða. En ekki get ég kennt því um. Ég var alvanux að leggja hart að mér við vinnu og hafði aldrei orðið meint af. Ég held alltaf, að þetta hafi verið lömunarveikin, enda þótt vís- indamennirnir fullyrði, að hennar hafi ekki orðið vart hér á landi fyrr en 1905. En það er nú saima hvað þetta var. Þarna lá ég í rúminu í sumarblíð- unni um hásláttinn, kominik á búnaðar- skóla til að læra og búa mig undir lífs- starfið og mátti mig hvergi hræra nema það sem ég gat vegið mig áifram á hönd unum. Ég fann hvergi til og eiginlega kenndi ég mér einskis meins nema mátt leysisins. En þú getur nú farið nærri um hvernig mér leið. — Ailir voru mér góðir og vildu allt fyrir mig gera. Sér- staklega rnan ég eftir því, að Ingibjörg, elzta dóttir þeirra skólastjórahjónanna, lét sér annt um mig. Hún sat oft hjá mér þegar hún þurfti ekki öðru að sinna. Var þér þá ekki lcita'd Iæknis? Jú, ekki vantaði það. Allra ráða var leitað. Það komu til nyn a.m.k. þrír læknar, en þeir gátu ekki mikið, sem ekki var heldur von. En eitt var samt gert. Það var nú víst að læknisráði. Það var sóttur sjór í stóra tunnu. Of- an í hana var ég drifinn. Þarna sat ég í sárköldum sjónum upp í mitti. Mér fannst þetta alveg ætla að drepa mig, en líklega er það nú þetta, þessi sjó- böð, sem hafa læknað mig. Strax og ég gat, nokkuð farið að dragast um, voru smíðaðar handa mér hækjur. Um jólin var ég mikið farinn að rétta við, og síðan fór mér alltaf batnandi þegar leið út á veturinn. Samt var ég lengi lin- ur til gangs, sérstaklega í öðrum fætin- um. Svo að þér hefur orðið lítið gagn að skólavistinni þennan vetur. Nokkuð svo. Ég kynntist Torfa meira fyrir bragðið og það tel ég mikinn á- vinning. Ég lá stundum á gæruskinni á gólfinu inni í stofunni þar sem hann var að starfa. Þá sagði hann mér margt og ég naut fræðslu hans í mörgu, sem ég hefði máske annars farið á mis við. Annars fylgdist ég nú nokkurnveginn með í bóklegu tímunum. Það voru tveir kennarar, Torfi og Ellert Jóhannesson. Hann varð tengdasonur Torfa, átti Ást- ríði dóttur hans, en hún dó ung eins og íleiri af þeim Ólaifsdalssystkinum. Kennslubækui-nar voru sumar á dönsku, en kunnáttan í erlendum málum var nú ekki á marga fiska. Einu sinni spurðum við þann, sem færastur þótti í dönsk- unni, hvað orðið Grundstaf mundi þýða. Ekki stóð á svarinu: grunnur stokkur, Framhald á bls. 6 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS -------------------------------------------------------------- 14. tölublað 1964 /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.