Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPENSARI A erlendum bókamarkaði Great Britain and Little Eng- land? John Mander. Secker & Warbug, 21s. 1963. Umdeild bók, rituð í gamansöm- um alvörutón. Man and Society. John Plam- enatz. 2. vol. Longmans, 70s. 1963. Rannsókn félagslegra og pólitísk- ra hugmynda allt frá Machiavelli ■ til Marx. Bók rituð af miklum áhuga og ákefð. The Theory of Wages. J. R. Hicks. 2nd edn. Macmillan, 35s. 1963. Útgáfan 1932 að viðbættri gagn- rýni Geralds Shoves og tveim köflum höfundar. Nauðsynleg handbók fyrir félagsfræðistúd- enta. Prison. A Symposium ed. by George Mikes. Routledge, 30s. 1963. Fangelsisminningar átta manna, sem dvalið hafa I fangabúðum, herfangabúðum, venjulegu fang- elsi sem pólitískir fangar og glæpamenn, geðveikraspítala undir strangri gæzlu og á berkla- hæli. Charies Darwin . . . Sir Gavin de Beer. Nelson, 1963. 21s. Fyrrverandi forstöðumaður Brit- ish Museum (Náttúrugripasafns- deild) ritar ævisögu Darwins, ítai-lega og vandaða. Tutankhamen . . . Christiane Desroches-Noblecourt. The Conn- oisseur and Michael Joseph, 60s. Glæsileg bók, 58 litmyndasíður og 187 svart-hvítar. Höf. er sér- fræðingur í egypzkri list við Louvre-safnið, hann segir sögu rannsókna Carnavon’s og Carter’s á gröfnnni, 1922, og sögu faraósins Tutankhamens, grafarbúans. I Elements of Library Classificat- lon. Asia Publ. House, 25s, Flokkun og skrásetning. The Heritage of the English Libr- ary. R. Irwin. Allen and Unwin, ca. 35s. Þróun bókasafna frá upphafi fram á okkar daga, höf. leggur mikla áherzlu 'á áhrif og kröfur þjóðfélagsins á hverjum tíma á mótun safnanna. Humaniora Norvegica. Vol. 6: 1959-1960. Universitetsfðrlaget Oslo. Skýrsla um rit og rannsóknir í hugvísindum og þjóðfélagsfræði, auk þess skrá um: menningar- sjóði, háskólastofnanir, söín, fræðafélög og menningarfélög. Lislir Egypt in Colour. Margaret S. Drower. Thames and Hudson. £7/7. 1964. Þetta er ein bezta myndabók um Egyptaland, sem út hefur verið gefin. Myndinar eru teknar af Roger Wood. í bókinni er að finna litmyndir af nokkrum þeirra hofa, sem munu hverfa undir vatn, þegar Assúan-stíflan er tilbúin. Einnig eru myndir af ýmsum gripum úr Kaíró-safninu, sem er bezta safn sinnar tegundar í heiminum. Myndirnar gefa ágæta mynd af Egyptalandi og egypzkri menningu. M. S. Drower er fyrirlesari í fornaldarsögu við Háskólann I London. 62 litmynda síður prýða bókina. The Vatican. Jerome Carcopino. Thames and Hudson. £ 18/18 1964. Hinir frægu frönsku prentarar Draeger Freres hafa séð um allan undirbúning að þessari bók, valið myndirnar og prentað. Ýmsir beztu ljósmyndarar Evrópu tóku myndirnar, og ljósmyndunin tók upp undir þrjú ár. Vatíkanið var ljósmyndað, byggingar, neðan- jarðarhvelfingar, einkaherbergi páfa, kapellur og kirkjur. Lista- verkin voru ljósmynduð, fræg- ustu listaverk heimsþekkt, verk eftir Fra Angelico, Botticelli, Signorelli, Ghirlandaio og fresk- urnar í Sixtusar-kapellunni eftir Michelangelo og verk Rafaels. Engin fyrirhöfn var spöruð til þess að ná sem beztum árangri, og embættismenn páfagarðs veittu alla aðstoð, umbeðna og óbeðna. Einn hinna ódauðlegu, Carcopino, 'meðlimur Frönsku akademíunnar, hefur skifað text- ann. Og sjá, hér er útgefin ein hin fegursta bók, um ejtt mesta lista- safn veraldar, listilega prentuð, ágætlega myndskreytt og smekk- lega bundin, bók, sem hæfir höfuðborg kristninnar. The Connoisseur Yearbook 1964. The Connoisseur. 42s. 1963. Þetta er orðin vinsæl árbók. Þekktir listfræðingar eiga grein- ar um listþróun síðustu tíma í bókinni. Rabb um listaverka- markaðinn og kaup listasafna siðasta árið, upp eru taldar merk- ustu útgáfur listarita 1962-63. Meðal greinanna er ein um Dela- croix-sýninguna í París, sumarið 1963, nútíma spænska málaralist og þjóðlega brezka list. Bókin er ágætlega myndskreytt. Hent- ug handbók fyrir alla þá, sem áhuga hafa íyrir listum. World Architecture. Seton Sc Lloyd, David Talbot Rice, Nor- bert Lynton, Andrew Boyd, And- rew Carden, Philip Rawson and John Jacobus. Paul Hamlyn. £5/5. 1963. Undanfarið hefur verið mikið um útgáfur bóka um byggingarlist, bæði í Englandi og á meginlandi Evópu. Þessi bók hefur það sér til ágætis, að höfundar eru marg- ir, enda væri það ofætlun einum manni að rita sögu byggingarlist- ar frá upphafi og fram á þennan dag. Meir en eitt þúsund myndir prýða bókina, og útgefendur hafa á allan hátt gert hana eins vel úr garði og hægt er. Jóhann Hannesson: L ítill drengur liggur á grúfu í malarbing milli veggs og malbikaðrar götu. Hann er að hvíla sig eftir leik sinn í mölinni og horfir á umferðina, þunga og niðandi í götunni. Við hlið hans liggur lítil skammbyssa og tvö gul hjól undan litla barna- bílnum hans. í mölinni vex ekki stingandi strá. Engan fugl er að sjá og ekkert dýr. Allt umhverfið er steinrunnin eða vél- knúin verkleg menning. Mölin er hið einasta, sem er eins og hún var tekin úr ríki náttúrunnar. Allt hitt er KULTUR. Bráð- um fer mölin líka sína leið og eftir verður slétt moldin — unz hún verður að víkja fyrir steinsteyptu plani. Úti í hinni víðu veröld brjóta menn heilann um sjálfs- morð og rita um þau bækur.xHér þarf þess ekki, þar eð þau eru slys á voru landi. Það fylgir sögunni af einni þessara bóka, að menn hafi ekki vitað hvort þeir áttu heldur að gera, gráta eða hlæja út af bókinni í þeim löndum, sem hún fjallaði um. Hverjir át'tu, að dómi höfundar, sökina á því að menn .sviptu sig lífi? Svarið var: Mæður þeirra, þær sömu konur, sem höfðu borið börnin í þennan heim, haldið í þeim lífinu og komið til þroska. SANCTA SIMPLICITAS, sögðu menn fyrrum, það er heilög einfeldni, en hér nægir síðara orðið. Franskur fræðimaður, Émile Durkheim, ritaði litlu fyrir aldamót bók, sem fræg er orðin og sígild og ber heitið Suicide, en það merkir sjálfsmorð. í þann tíð var ekki iðnvæðingin komin til vor, en gömul og gróin hjá öðrum. Durkheim vai- ekki róttækur á neinn hátt, hvorki í stjórn- málum né trúmálum. Ævinni varði hann til að rannsaka þjóð- íélög. Iðnaðarþjóðfélag vorra tíma, segir hann, hefur því tij vegar komið ad einstaklingar og féiög hafa liaett að lifa efflilegu lífi. ANOMIE er komin til sögunnar. Þetta er ekki nafn á franskri stúlku, heldur því ástandi, sem einkennist „af hvíldar- lausri hreyfingu, skipulagsvana sjálfsþróun, lífsstefnu, sem ekki á sér neinn mælikvarða verðmæta, og hugsar sér ham- ingjuna ævinlega í framtíðinni, en aldr'ei í neinum núverandi árangri". Keppikefli manna er að eiga alla veröldina að við- skiptavini. „Loks fyllist hann viðbjóði út af fánýti endalauss eltingarleiks" og mannfélagið verður „sundurlaust duft af'ein- staklingum”. Annar höfundur hefur ritað bók um hið gráðuga þjóðfélag. „Meðan forfeður vorir trúðu á skurðgoð úr tré og járni, héldu þeir að þau gæfu uppskeruna og veittu sigursæld í styrjöld- um.... og þegar vér höfum komizt svo langt sem að halda að vor skurðgoð séu orðin lifandi, er kominn tími til að brjóta þau“. —-------Á íslandi er sams konar trú að finna í mál- tækinu: Peningarnir eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Væri svo, þyrftum vér ekki að hafa áhyggjur af verkföllum. M 1T-“-eð uppeldi barnsins milli malbiks og múrveggja erum vér að framleiða með vorri þjóð það sundurlausa duft, sem Durkheim talar um. Vér pöntum vélar til að mala mannaduft og gróðursetjum endalausa óánægju í þessu dufti. Barnið í möl- inni á sér að vísu móður, ef til vill góða móður, en það á sér ekki Móffur Náttúru. Það elst upp í náttúruleysi. Og þegar það sér önnur börn Náttúrunnar, kettlinga, hvolpa og hunda, verða þau ægilegir óvættir í augum þess, jafnvel eftir að það kemst á legg. Blágresið blíða, Brekkusóley og Gleym-mér-ey verða leiðinleg nöfn í bók til að þreyta börn í skóla. — Ef einhver krakki tekur ástfóstri við blóm, þá fær hann viðurnefnið „bölvaður náttúrufræðingur". Vera má að drengurinn í möl- inni eigi sér föður. En oft dregst úr hófi fram að kynna lionum sinn himneska Föffur — og takist það, þá eru margir aðilar, sem vilja slíta drenginn úr sambandi við Hann fyrir eða eftir ferminguna. Rofið samband við Náttúruna, slitið samband við Guð, samkeppni-samband við náungann, græðgi-samband við hlutina í heiminum einkennir veraldarhyggju vorra tíma. Menn verða þannig án friðar við Guð og menn og án friðar í sálinni og sam- vizkunni. Menn verða ekki sjálfum sér likir, heldur framandi sjálfum sér. Og síðan óttast þeir sjálía sig og leggja á flótta undan öllu, hlutum sínum, náungum sínum og þjóðfélagi sínu, í stað þess að leita hinna eilífu linda, þar sem þeir geta hlotið hvíld og orðið NÝIR MENN. ÞANKARÚNIR 14. tölublað 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 1J(

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.