Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 6
haeflleiltann til að elska, og umbætur í þjóðfélaginu veirða að spretta af kær- leik, en ekki hatri milli manna eða stétta. í ljóðinu „The New Year’s Letter, January 1940“, sem er eitt fyndnasta og meistaralegasta kvæði enskrar tungu, fjallar Auden meðal annars um einstaklinginn og þjóðfélagið. Hann kveður fjarstætt að tala um óháðan eða algeran einstakling, þar sem við erum hver_ og einn skilgreindir ein- göngu með tilliti til mannfélagsins sean við lifum í. Við verðum einstaklingar aðeins í samskiptum við aðra menn. Þessvegna eru einstaklingurinn og þjóð- félagið hvort öðru ómissandi. 1. rátt fyrir róttækar byltingarskoð anir í öndverðu hefur Auden jafnan verið sér meðvitandi um samhengi sögu og menningar og lagt mikla rækt við andlega forfeður sína. Hann hef- ur ef satt skal segja búið sér til eins konar persónulega „goðafræði", þar sem hver þessara „forfeðra“ er tákn ákveðins viðhorfs eða eiginleika. Meðal þeirra eru menn eins og Herman Mel- ville, Henry James, W.B. Yeats, Matt- hew Arnold, Voltaire, Sigmund Freud, Ernst ToUer og Edward Lear. Hefur hann ort mörg stórbrotin kvæði um þessa og aðra andlega forfeður sína. Rainer Maria Rilke hefur haft djúp- taak áhrif á skáldskap Audens, en grunntónninn í skáldskap hins austur. ríska snillings var einmitt lofgerðin — ,,7.u preisen". Þá ber og að nefna nor- rænan uppruna Audens, því hann gerir vart við sig í ýmsum stílbrögðum hans. Hann hefur oft sótt innblástur í norræn- an skáldskap og mörg ljóð hans eru stuðluð að hætti hefðbundinna íslenzkra ljóða. Það hefur verið sagt um Auden að hann sé óstýrilátasta skáld þessarar kynslóðar og má til sanns vegar færa. Hann er Fróteifur, hinn síbreytilegi og óútreiknanlegi fjöllistamaður sem kann öll hlutverk og þekkir öll gervi. Hann hetfur ásamt Spender veitt nýju lífi inní enska ljóðlist á svipaðan hátt og þeir fé- lagar Wordsworth og Coleridge gerðu í byrjun nítjándu aldar. Og ekki hefur Auden einskorðað sig við ljóðlist- ina. Hann hefur skrifað ferðabækur, leikrit, óperutexta og kvikmyndahand- rit. Eitt merkasta verk hans, „The Age of Anxiety", sem hlaut Pulitzer-verð- launin 1948, hefur um langt skeið ver- ið einn vinsælasti ballettinn á leiksvið- um í New York. Þessi síðastnefndi ljóða bálkur er gott dæmi um stílleikni Aud- ens. Hann er skrifaður á hversdags- máli stríðsáranna, en hefur hið fasta iform fornnorræna kvæða og er stuðlað- ur samkvæmt ströngustu reglum. A uden er ennþá innan við fimm- tugt og á því að líkindum eftir að vinna mörg ný stórvirki. Hann er einn þeirra skapenda sem sífellt leita á ný mið, reyna nýjar leiðir, endurlífga og endurskapa. Hann hefur fremur flest- um nútímaskáldum gert ljóðlistina al- tnenningseign án þess þó að slá nokk- uð af ströngustu iistrænum kröfum. Hefur honum í þeim sökum dugað bezt lygileg fjölhæfni, óskorað vald yfir enskri timgu í öllum hennar sundur- leitu myndum, leikandi fyndni og síðast en ekki sízt skilningur hans og sam- úð með öllu sem lifir og þjáist. Sárin foldar gróa Framhald af bls. 14 — og sjálfsagt hefur skilningurinn á fleiri orðum í efnafræð'inni verið aftir þessu. En hvað um það. Við lærðutn mikið. Torfi var sífræðandi. Hann var kennari af Guðs náð og nemendurnir voru allir af vilja geiðir tii að tileinka sér kennsluna. Og verklega kennslan var mikil og hagnýt. Henni var skipt í þrennt. í fyrsta lagi var járnsmíði. Hana kenndi Torfi sjálfur, enda var hann af- burða hagur á járn, bæði útsjónarsam- ur og verklaginn. Hann var ollum stund um í smiðjunni, þegar tóm gafst til frá öðrum störfum. Og það var mikið smíð- að, s.s. plógar, herfi, klórujám o.fl. Þetta var allt eign skólans, sem hann seldi svo víðsvegar. Smíðavinna nem- endanna var borgun þeirra fyrir fa»ðið og annað, sem skólinn lét þeim í té. Svo var trésmíði. Mig minnir að Bene- dikt Magnússon frá Tjaldanesi kenndi hana. Hann var gamall ftemandi frá Ólafsdal. f þriðja lagi var svo aktygja- smíði. Það voru gerð mörg pör af ak- tygjum allt upp í 18 og menn urðu all- leiknir í smíði þeirra. Enginn nemandi var nema í einni grein verklega náms- ins. Torfi var á móti því að menn graut- uðu í öllu. Það yrði þeim aldrei til neins verulegs gagns. Betra væri að komast sæmilega niður í einni ákveð- inni grein — láta hinar svo vera. Stunduðu piltar ekki gegningar? Nei, það gei'ðum við ekki. Mikið af sauðfénu var inni í Saurbæ til þess að þurfa ekki að flytja heyið út eftir. Ær voru í fjárhúsinu niður á eyrum, en þær hirti sérstakur fjármaður. Svo var annar, sem hirti kýrnar og hrossin. Samt komst ég nú í nokkur kynni við fjósið. Það voru einar þrjár kýr, sem fengu doða og ég og annar piltur, — Halldór, Mývetningur — voruim fengn- ir til að vaka yfir þeim og gefa þeim meðal. Það voru svonefndir kransaugna- dropar. Við áttum að gefa þeim þessa dropa með 20 mínútna millibili alla nóttina. Og það gerðum við samvizku- samlega. Svo voru kusurnar staðnar upp um morguninn. — Þetta meðal fékk Torfi hjá Jónasi homopata, sem tals vert stundaði lækningar á Norðuriandi með góðum árangri. Hann var faðir sr. Jónasar á Hrafnagili. Ólafsdalur er s.a.s. slægjulaus jörð — utan túnsins. Til að framfleyta hinu stóra búi þurfti því að leita annað til að heyja fyrir fénaðinum. Og þá var ekki í önnur hús að venda en inn í Saurbæ. Þar hafði Torfi jörðina Belgs- dal og ítök til slægna mun hann hafa haft í fleiri jörðum. Sumt af heyinu var flutt út í Ólafsdal en á sumu var fóðraður fénaður inni í Saurbæ. — Þegar heyið var reitt heim í Ólafsdal fór ég á milili. Það var langur heybands- vegur. Það mátti halda vel áfram til að geta farið 1% ferð á dag. Þ5 varð að láta stíga liðugt og fara hratt með lausu hestana. Við reiddum oftast á tíu. Ég lestaði þá aldrei, heldur rákum við þá. Það var mikið léttara. Til þess að hrossin ætu ebki úr böggunum, voru settir á þau nasapokar. Það voru haus- pokar úr striga með götum fyrir nösun- um, bundnir upp fyrir hnakkann. Þeir voru settir á hestana um leið og látið var upp á þá og teknir af þeim strax og tekið var ofan. Hrossin vöndust þessu strax og þau hlökkuðu tii að fá sér tuggu strax og hauspokinn var tekinn af þeim. Margt fleira spjölluðum við Benedikt um Torfá og skólann í Ólafsdal og nám- ið þar, þótt ekki verði það hér rakið. í þeim fáu skýrslum, sem prentaðar eru um skólahald Torfa Bjarnasonar, greinir m.a. frá prófi í skólanum vorið 1897. Þá voru brautskráðir 6 nemendur. Af þeim fékk Benedikt hæsta einkunn. Skólaskýrsilan greinir frá því, að verk- lega var prófað í þessum greinum: Plæging og þúfnasléttun, framræsla og veitugjörð, land- og hallamælingar, Iheyvinna og verkstjórn. Við prófið var einum nemanda gef- in hæsta einkunn sex í einu fagi. Hana fékk Benedikt í jarðrækt. Hún var hon- um alltaf mikið hugðarmál og áhuga- efni og svo er enn í dag. Á henni mun hann telja, að framtíðargengi land- búnaðarins byggist frekar en nokkru öðru. — Og eitt aðalatriði jarðræktar- innar er þurrkun landsins að dómi Benedikts á Þverá. Á þá að þurrka allar mýrar á ís- landi? Allar mýrar a.m.k. upp í 300-400 m. hæð. Ég held, að ef þær væru þurrk- aðar, mundi það geta gerbreytt aliri að- stöðu til búskapar og ræktunar í land- inu. Loftifj mundi þorna þegar það hætt- ir að mettast af dampinum upp úr keld- um og dýjum blautra mýra. Við það mundi hitastigið hækka um 2-3 gráður. Hvað mundi það hafa að segja? Mundi það ekki beinlínis valda byltingu í bú- skapnum? Flýta fyrir vexti skóganna og skapa skjól og hlé fyrir kuldastrekk- ingnum í þessu landi næðinganna. Það mundi gera öruggari vöxt á korni og öðrum nytjajurtum, sem nú eru ekki árvissar. Nú vantar ekki nema herzlu- muninn að svo sé.------- Svona djarfar em hugsjónir þessa bændaöldungs. Þær eru í ætt við hann sem um áldamótin sá „sárin foldar gróa — sveitirnar fyllast, akra hylja móa“. Benedikt frá Þverá er líka aldamóta- maður. G. Br. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 ur og form. — Á milli malarhnullung- anna leynast á stöku stað fallegir harð- ir jaspísar og glerhallar. Méira segja kemur fyrir, að hægt sé að finna þar ekta ópala, græna og rauða eldópala, en þetta er leyndarmál, sem enginn segir frá. Hvert fótmál í fjörunni er ný upp- götvun, nýr landafundur. Þarna er hlemmistór, vínrauður hörpudiskur og meira að segja samloka, og alveg ó- skemmd. Og svo þessi líka gríðarstóri kuðungur, meir en spannarlangur. ígul- kerabrot, krabbatrjónur og klær eru á víð og dreif. Heill bingur er á einum stað af fínspunnum kórölum, rétt eins og snjóskafl í klettagili, og á honum spígspora nokkrir hálsstuttir og herða- kýttir stelkar og kroppa sér eitthvert æti. — Merkilegast er þó litskrúð sjálfs þangsins og þaraskóganna. Þessi líka stóru og breiðu þangblöð, mannhæðar- há — og með löngum stilk eða hala. Sum eru eirrauð, önnur dumbrauð eða hvanngræn. Blöðrur þangsins eru líka margbreytilegar, sumar ávalar og græn- ar eins og vínber, aðrar hnöttóttar og rauðar, líkastar kirsjuberjum. — Fingr- um lítiilar drengjahandar þykir gaman að sprengja þær. í þessum fjöruskógi fljóta undur hafs ins og margt, sem ber með sér andblæ annarra landa. Þar er ekki átt við klof- in netakork, ryðgaðar kúlur, rauðmáluð dufl eða rytjur úr banvænum djúp- sprengjum, heldur hluta úr skipsbrú, kengi og slitur úr skipsreiða, sem ein- hvern tíma kann að hafa geymt gersem- ar, og kassa, sem tjáir sig, samkvæmt áletrun, hafa haft að geyma koníak frá Franz. I malarkambinum liggur svo sjálfur rekinn, rekaviðurinn. Það er skógur, sem er ævintýralegri en nokkur grænskógur í landinu sjálfu. Smáspýtur, velktar og tærðar af vindurh og veltingi hafsins, og svo stórtrén, sem margir menn fá varla valdið, svo ekki sé talað um þau tré, þar sem miklar rótar- hnyðjur fylgja. Þarna eru samankomn- ar ótal trjátegundir, sem rótum skutu i fjarlægum löndum. Birki og brenni •g sjálíur rauðviðurinn — það meira að segja ríflega mannsbreiðar rótarhnyðjur. Sumir rekaviðarbútarnir, einkum þeir, sem lengi hafa legið á þurru, sýnast hafa tekið á sig kynlegustu form, sumir líkj- ast mannsandlitum, aðrir skrímslum, drekum og jafnvel fljúgandi göminum. Þetta eru miklir kjörgripir allra fjöru- barna. Þarna liggur allur þessi reka- viður, holt og bolt, sums staðar stöku bútar, á öðrum stöðum heilir kestir af stofnum. Þeir liggja þarna á berum svörmm sandinum eða í þaraþemibun- um og á fjörugrjótinu, án aðgerða nokk- urrar mannskepnu, þessar öndvegissúlur úr öðrum heimsálfum og ævintýrafleyt- ur úthafsins mikla. Þetta fannst drengn- um, sem gekk berfættur í fjörusandin- um og tíndi skeljar og kuðunga, alveg stórfurðulegt. Ekki ætlaði hann að hafa það svona, þegar hann yrði stór. Þá skyldi öllum ævintýratrjám bjargað á land, ekkert skyldi taka út og týnast. ”að er komin háfjara, stór- straumsfjara, síðasta útfallsaldan hefur hnígið frá ströndinni. — Nú fellur að, og senn fer aðfallsaldan að gjálfra við yztu skerin; þar syndir selur og skimar til drengsins í landi, krian stingur sér í lygnuna, æðurinn vaggar í mjúku öldu skvampinu, mávurinn blakar vængjum, rauðnefjaðir tjaldar trítla um fjöruna. Saltmengaður þangilmur fjörunnar fyll- ir vitin Maðurinn andar að sér hafinu, því að þetta er andi hafsins. — Hafið heillar í ógn og veldi, logamjúkum línum og litanna skrúði. — Fjaran er fótskör þess, fyrsta lending og hinzta vör. Gamall maður stígur upp í áætlunar- bifreið. Það er sérleyfisrútan norður á Strandir. Farangurinn er meðalstór slit- m handtaska, sem bundið ■ er um með snærisspotta. Hann ætlar heim. Hann ætlat að skilja fimm milljónir eftir í höfuðstaðnum. Hann Villi frá Hloti má bara eiga þær. Fyrir norðan ætlar hann að hitta lítinn dreng, sem gengur ber- fættur í fjörusandinum og tínir sprek og skeljar. Bifreiðin leggur af stað. Gamli maðurinn gýtur hornauga upp í rjáfur kolakranans. -Hann ætlar að skilja þánn svarta eftir þarna uppi. Það fer um hann velsælutilfinning. Hann lygnir aug utn, finnur þanglykt og heyrir gjálfur út- hafsöldunnar. Fyrir augum hans birt- ist stórstraumsfjaran í allri sinni lita- dýrð. — — — „Þá erum við komin til Hólmaví'k- ur“, segir bifreiðarstjórinn. Allir stíga út nema gamall maður með snjáða ferða tösku, sem bundin er saman með snær- isspotta. — Hann er örendur. — Á Ströndum syngur útfallsaldan sitt óræða þunglyndislag. Kvöldsólin roðar þang- brúskana. — Skeljabrotunum skolar upp í rni'liónahaf sandkornanna á hinni endaiausu stórstraumsfjöru. HAGALAGÐAR HANN DATT, HANN DUUS Og dettur mér í hug önnur saga norðan af Skagaströnd. Þar var þá verzlunarstjóri Pétur Duus, er seinna var á Eyrarbakka og sein- ast í KeÆlavík, en Gisli Símonsen átti verzlunina. Einu sinni rak Duus manni einum, sem verzlaði við hann, utanundir. Maðurinn var fyrir utan borðið, en Duus fyrir innan. Þegar maðurinn fékk kinnhestinn, vatt hann sér inn yfir búðarborðið, hóf Duus upp á klafbragði og skellti hon- um niðuir. Gísli kaupmaður var í næsta herbergi, heyrði hlunkinn og sagði: „Hvað gengur hér á?“ Mað- urinn svaraði: „Ekki nema það, að hann datt hann Duus.“ og svo var þeirri „senu“ lokið. (Páll Melsteð: Ævisaga) i 6 LESBOK morgunblaðsins 14. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.