Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 8
Minnmgarspjald Gröndals um /000 ára hátið Islands — Danskir fréttaritarar hafa hneykslazt hér á landi fyrr en á Alþingishátiðinni frá Eiriki Magnússyni bókaverði i Kambryggju til Tryggva Gunnarssonar kaupstjóra ^Vrir 102 árum kom hingað til lands kornungur brezk- ur menntamaður, Geórge Powell að nafni, maður af auðugri ætt. Hann ferðaðist hér um víða. Frá Islandi varð hann samskipa Eiríki Magnús- syni síðar bókaverði í Cambridge. Tókst méð þeim vinátta, sem entist meðan báðir lifðu. Powell hafði meiri áhuga á listum og bókmenntum en' fjármálum og gáfu þeir Eiríkur út saman tvö bindi af íslenzk- um þjóðsögum á. enskri tungu. Síðara bindið koim út 1866. Framan við það birtist fyrst Fjallkonumyndin, er síðar varð víðfraeg á íslandi. Dr. Stefán Ein- arsson prófessor kemur nokkuð inn á þetta mál í hinni greinargóða aevisögu er hann reit um Eirík fraenda sinn, þó hann hafi unnið úr öðrum heimildum en þessu bréfi. vitað með því að geta hinna réttu höf- unda. Þetta leyfi hefði verið veitt um- svifalaust og það án nokkurs endur- gjalds. Hitt er svo annað mál, að úr því að í óefni var komið, var það ekki að skapi Gröndals að auðmýkja sig um of, enda sjást þess engin merki á naestu mánuðurrr, að hann hafi fengið „góða iðran“, eins og í annálum segir um suma þá syndara, sem réttaðir voru á Öxar- árþingi í gamla daga. Það var ekki fyrr en á túnaslaetti sumarið eftir, að Gröndal birtir leið- réttingu í ísafold, og þá eftir sínu eig- in höfði. Jafnframt skrifar hann Eiríki Magnússyni hlýlegt bréf. Mun móður- inn þá hafa verið runninn af Eiríki og hann og Gröndal sætzt fullum sáttum. Fjallkonan fór út um allt land og var hengd upp á'veggi á ótal heimilum til Kaupmannahöfn sveita og sjávar, sem eins konar trúnað- artákn þjóðarinnar við 1000 ára hátíðina, stjórnanskrána og Jón Sigurðsson. En ný kynslóð óx upp í þessu landi. Henni fannst Fjallkonan orðin nokkuð gamal- dags, bæði hvað snerti klæðaburð allan og hárgreiðslu. Nú er hún því komin á sinn rétta stað, orðin merkur safngrip- ur. Daninn, sem um getur í bréfinu, þarf hios vegar engrar skýringar við. K.S. En bréf Eiríks Magnússonar til Tryggva er á þessa leið: Cambridge, 24. sept., 1874. E lskulegi vin, Ég vona að þú reiðist mér ekki þó ég skrifi þér ekki eins notalegt bréf og ég vildi, því ég hefi dálítið mál að kæra f bréfi Eiríks til Jóns Sigurðs9onar frá 11. apríl 1866 segir svo: „Konu- myndin á að tákna ísland, því hún hefir ískórónu á höfði, sem eldar gjósa upp úr. Á öxl hennar situr hrafninn. íslands einkennilegasti fugl, Óðins forni vin og skaldanna eftirlæitisgoð, fréttafugl mikill og margfcunnugur. Yfir sjónum flögrar már, en yfir brimsævi tíma og sögu berast rúnakefli að landi eða upp í fang konunni, og hefir hún þegar náð einu þeirra. Þetta átti svo sem að vera symbolum (tákn) bókmennta- landsins og sögulandsins okkar. Yfir er nótt og stirndur himinn og máninn uppi. Á bak við eru fjöll, tunglroðin á eggjunum". B enedikt Gröndal skáld var drátt- hagasti maður hér á landi á öldinni sem leið, svo sem umsóknir hans til alþingis og fleiri verk hans bera vott um. Hann átti blek af öllum litum, líka í litum gulls og silfurs. Tryggvi Gunnarsson útvegaði honum það frá Kaupmanna- höfn. Mikið ár rann upp 1874 og þúsund- árahátíðin. Hér sá Gröndal sér leik á borði. Dífsbarátta hans hafði verið hörð og afkomumöguleikar fáir, það sýna bezt bréf hans til Tryggva um þessar mundir og fleiri heimildir. Hann dró því upp minnisblaðið mikla, sem selt var um allt land, tók Fjallkonuna traustataki sem þungamiðju í þessa dráttlistarmynd, en eignar kvenlíkanið Sigurði málara, er lézt þá um haustið, en þetta voru mistök hjá Gröndal, sem Eiríkur og Powell tóku óstinnt upp, sem vonlegt var. En hvernig sem á þessu hefir staðið, virðist þó flest benda til, að hér hafi verið um óviljaverk að ræða. Ekkert hefði verið hægara fyrir Gröndal en að skrifa Eiriki Magn- ússyni vingjarnlegt bréf og biðja hann að ráðgast við Powell, hvort hann mætti ekki fá FjaLlkonuna þeirra lánaða, auð- WÆMí ***, St ■'* w <**', '' (Mji#o£ý *■ x-" v'',*.**' ■tov. '•rf. ytx*- xfí'y.-v. W yw.v-y^. for.o-.'ún-yyr.'s.-y.*/.*-* '***.#&!*>. W-m Þjóðhátíðarmynd Gröndals Fjallkonumynd Eiríks og Zweckers við þig. Svo er mál með vexti, að Grön- dal hefir gefið út „minnisblað“ þúsund ára byggingar íslands, og hefir bætt neð anmáls grein við skýringuna yfir það, þar sem hann eignar kvenlíkneskið af fjallkonunni íslands Sigurði málara, og segir að hann hafi fundið .það upp og dregið það upp. En hið sanna í því máli er það, að ég fann upp hugmyndina ár- ið 1866 í París, skrifaði langa fyrirsögn bæði um konuna og hennar attributa til þýzks málara í London, Zweoker að nafni, sem hafði „illustrerað“ fyrra bindi þjóðsagria vorra, og hann setti myndina saman eftir minni fyrirsögn, og hún kom út sama ár íraman við „Legends of Ioeland", second series. Nú hefi ég skrifað Gröndal þetta og hann játar að sönnu yfirsjón sína, en tregðast við að ganga að skilmálum mínum sem eru þessir: að athugasemdin verði dregin út úr öllum óseldum exp. af skýring- unní á fslandi og ytra, þegar er við verður komizt, að henni verði kippt burt úr öllum síðari útgáfum skýring- arinnar, eða þá gjörð sönn, og að hann seti auglýsingu í íslenzk blöð og á ís- lenzku og í „Nordisk Boghandlertid- ende“ á dönsku, þýzku og ensku, er leið rétti athugasemdina. Mín vegna hefði ég gjört mig ánægðan með linari kosti, en . þeir Zwecker og Pow urðu reiðir, —• Zweckers nafn stendur nefnilega undir myndinni skýrt — og vildu hafa tafar- lausa lögsókn á hendur útgefanda skýr- ingarinnar; en fyrir miínar fortölur gjörðu þeir sig ánægða með þessa kostL Mér sýnist nú, fyrir mitt leyti, að kost- irnir séu réttlátir, ef gætt er að mála- xöxtum; því látum vera að nafns höfund ar að listaverki sé látið ógetið, er öðr- um þykir það þess vert að nota það, en að eigna það öðrum þar ofaná er allt of hart að þola bótalaust. Gröndal við- urkenndi reyndar verkið, og kallar það óviljaverk, sem vel má vera að það .sé, þó mér þyki það reyndar ótrúlegt; en vegna þess, að hér er um óvilja-verk á prenti að ræða, sem fer um allan heim á endanum, þá verður hið einkennilega eðli yfirsjónar ekki tekið til greina, því það ber prentið ekki með sér. En nú er lakast, að ég held hann hafi firzt við mig og vilji ekki eiga nein skipti við mig lengur. Hann svaraði mér í bréfi ný lega, því eina og síðastg sem ég hefi fengið frá honum, að hann mundi leið- rétta athugasemdina í íslenzkum blöð- um, en kvaðst ekki þurfa þess, að menn legði sér orð í munn til að stíla hana. Eg svaraði aftur að það væri í eðli máls- ins, að við báðir kæmum okkur saman um formið á sættarorði okkar, og beiddi 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.