Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 3
„Hann skuldar mér fimm milljón- ir, — hann skuldar mér fimm milljón krónur, hann Villi frá Holti,“ segir öld- ungurinn í úlpunni, sem stendur á horni gamla kirkjugarðsins við Aðalstræti á þessum napurkalda janúarmorgni. — Hann býr á Frelsishernum, er norðan af Ströndum og fer snemma á fætur. — Hann heldur tautinu áfram og leggur leið sína niður að höfn. Þar er enn nátt- myrkur og kaldranagjóstur. Fullt tungl með rosabaug stendur yfir örfirisey, en að neðan slær upp Ijósi frá kýraugum og hafnarluktum. Yfir öllu hvílir kyrrð nývakins dags. En mávurinn vakir, þótt menn sofi. Mávarnir koma svífandi með Ægisgarði að Bakkanum. í fyrstu eru þeir sem dökkar flygsur í sortanum, en skyndi- lega koma þeir inn í ljósbjarmann og þá ber hvíta við blásvartan himininn. Þeir svífa undurmjúkt í loftlögunum — varla bærandi sina breiðu vængi, fæt- urnir lagðir þétt aftur með stéli. Þeir hreyfa alls ekki vængi sína til flugs, vega aðeins ögn salt með þeim til jafn- vægis. Vindhviða mætir þeim í króknum milli garðs og bakka, þá sveigist hægri vængurinn upp, og þeir bregða á niður- svif. Þegar þeir nálgast vatnsborðið, gripa þeir til flugs, bera vængina ótt og tíct, stöðva sig svo til í loftinu, láta fæurna síga niður og teygja höfuðið sömuleiðis niðurávið. Senn nema fætur og nef við vatnsborðið. örhratt draga þeir fæturna undir sig og beina höfðinu upp á við. Nokkur víðfem vængtök upp í næsta útstreymislag, og von bráðar svífa þeir út á höfn. Svartar útlínur hins mikla vængjahafs dofna og hvítur fugl hverfur sem skuggi inn í sorta skamm- degismorgunsins. Einn fugl fylgir öðr- um, og allir halda sömu leið. — En áður en varir djarfar fyrir dökk- um díi utan úr hafnarmyrkrinu. Hann stækkar og nálgast óðfluga, og senn mót ar fyrir hreinskornum útlínum mávs, sem svifur á innstreymislagi. Hann tek- ur á ný hamskiptum í ljóshafi hafnar- bakkans og verður sá hvítfugl, sem hann er. Hann hnitar hringa, nokkur væng- tök — og svo á ný stórsvif frá landi. Og enn koma fleiri fuglar sömu leið. — Þetta myndspil frá svörtu í hvítt, frá hvítu i svart orkar eins og ljóð án orða, tónverk án hljóma, hljóðlátur und anfari hins hávaðasama iðjudags hafn- arinnar. Höfnin er vöknuð. Dyrum vöfuskemm anna hefur verið lokið upp. Það fellur ljósglæta úr dyragættunum, og í þeim standa hreyfingarlausar skuggamyndir, verkamenn, sem bíða þess að vinna hefjist. Kranarnir eru komnir í gang, gulir kranar og rauðir kranar, sem stynja eins og þeir kvíði striti dagsins. Karlarnir taka ofan af lúgunum, og það marrar í freðnum yfirbreiðslunum. Spil- in hefja sinn söng, og hvíta gufustróka leggur upp af þeim. S yfjulegur sjómaður gengur um boi-ð í Selfoss. Það er háflæði, og land- göngubrúin stendur beint upp. Samt tekur hann hendurnar ekki einu sinni úr vösunum, gengur upp beinn í baki raeð sígarettu í munninum. Hún stend- ur alveg lárétt út úr honum. Það er nærri eins og hann noti sígarettuna sem jafnvægisstöng, þegar hann gengur fcrúna. Það er rétt alflætt yfir Kolbeinshaus. Mávur og skarfur floginn. Rótlaust þang rekur í Króknum. Ferska þanglyktina ber að vitum gamla 'mannsins. Honum verður hugsað heim, norður á Strandir. Efiir Birgi Hann sér svartan skugga klífa hátt uppi í kolakrananum i morgunskímunni. Hon- um fmnst það vera hann sjálfur. Hann horfir á sjálfan sig klífa Hegrann. — Klífa til einskis. — Hann ætlar að skilja þennan svarta mann, sjálfan sig, eftir þarna uppi. — Hann ætlar heim til fjör- unnar sinnar. Minning hennar hafði stöðugt leitað á hann þau tiu ár, sem hann hafði troðið malbik höfuðstaðarins. — Það var minning, sem aldrei dofn- aði, heldur varð stöðugt áleitnari með hverju árinu, sem leið.... að var enn meira logn en kvöld- ið áður. — Himinn var gráskýjaður, þó ljóraði í bláhimininn og ljósýrur voru milli skýja. Handanfjarðarnesin voru daufblá, enda greinilega súld á útnesj- uny en nærstapinn var dökkur í morg- unsárinu. — — Þetta voru allt aukaatriði. — Það som máli skipti var fjaran. — Þar sem áður var aðeins grár sandkraginn eða nokkrir hrúðurkarlaðir fjöruhnullungar, stóð nú breiður og bylgjukvikur gul- grænn þangskógurinn, svo sem nýsprott- ið grængresi að grósku, en liturinn lík- astur runnagerði í öðrum og suðlægari löndum. — Fjaran, fjaran, þessi furðuheim- ur. — I senn útþrá og heimþrá, aðkenn- ing hins óræða, hylling hins fjarlæga, rótfesta hins blífanlega bjargs, ramma- taug útlagans, endurminning æskunnar. — Fjaran kallar, hún kallar til eilífðar- nóns á þá, sem hafa skynjað hana. — Það var útfall. Eilítil alda skolaði að ströndu nokkrum sandkornum, — hvítum og svörtum og rauðum: sum voru líka blá og mógræn. Þau bláu voru brotakorn úr bláskel og rauðu kornin úr hörpudisk og humarkló. — Maður hugs ar um afdrif eins skeljarbrots, eins sand- korns, hvar skyldi það lenda, þarna snarsriýst þessi ögn í sjóleysunni, ör- deyðunni, þokast upp með slímugum smáhnuliung, kúvendist niður í litla þaragróna gjótu, flýtur aftuh út, skolar meö næsta öldufalli upp í sandinn og hverfur þar til sinna systkina, verður ein ógreinanleg agnarögn í sandhafinu mikla á strönd við bláan fjörð og er þó engu að siður einstaklingur með per- sónumerkjum, bláskeljarbrot með óreglu legum brotköntum og fagurlegu ljósbroti í einum títuprjónshaus af gljáðu inn- hvolfi. Sandkorn, sem á slíkt geislabrot, t Kjaran á sitt stolt og týnir að minneta kosti aldrei sjálfu sér. — Það er sandkornið í fjörunni. — Og fjaran ann sínum korn- um úr skel og bergi, því að hún veit, að hún er sjálf ekkert nema safn sand- korna, sem hún með aðstoð hafsins hef- ur haldið til haga, sigtað úr, — svarf og sora lét hún sökkva handan við nes og sker eða lét hún úthafsölduna bera út í hagsauga. Fjaran er stórlát, hafið miskunnarlaust. Hvert sandkorn á strönd ir.ni er því gersemi valin af hörðum höndum, fullkomin í allri sinni smæð, lítill spegill tilverunnar, sem getur aldrei speglað heilt andlit, en þó endur speglaC ljósbrot sjálfrar sólannnar 1 ölium regnbogans litum, eitt dýrðlegt smáunnur úr ski'íni móður allra jarðar- barna. — A.ldan féll að met dálitlu muldri, kitlaði mjúklega hála fjörusteina og smellti kossi á kinnbein klappanna. Féll svo frá, rann út með saltfroðu í aug- um. — Hún kom á ný, en komst ekki jafn háfct, bar færri korn á ströndina, því að nú nálgaðist háfjöru, — stór- straumsfjöru — þetta kynjaástand, þegar hafið sýnir hið dulda, afklæðist, svo að bein og ber bringa koma í ljós. Þar sem áður voru úfnir brimskaflar, lóna nú mjúkir þararunnar, og hinir svörfcu steinar í grænu hafsauga,' sem rétt örl- aði á í norðanrysju, reynast vera hnýflar mikilla klettaskipa. — Fjaran var sem endranær og þó öðrum dögum fremur dulúðug í dag. Fjaran er öriagahöfn. Þar mætast landið og sjórinn. Á bakk- anum blómstrar nú í ágústbyrjun mýra- sólcy og geldingahnappar. Alls staðar þrífst hann, — jafnvel í fjörusandinum innan um það, sem sjórinn endursendi landjörðinni: kindarkjamlna, herðablað úr kú og hauskúpuna af Trygg gamla, sjávarsorfna og hvítþvegna' með eina vigtönn í efri skolti. A llt er þetta þó fátæklegt saman- borið við uppskeru hafsins sjálfs og rr.inningar þeirra ævintýra, sem það skolar á yztu strönd. Litskrúði sjávar- gróðursins er vandlýst. f fjöruborðinu vaggar úthafsaldan grænu blöðruþang- ir.u. Raunar er það hvorki grænt né gult, heldur í óteljandi grængulum litasamsetningum, og sama er að segja um stærð og gerð þangblaðranna, — fjöl- breytileiki þeirra er meiri en kastað verði tölu á. — Helzt líkjast þessir þang- og þaraskógar birkikjarri í haust- skrúði. — Svo er það fjaran sjálf, sand- urinn, grjóturðin og malarkamburinn fyrir ofan. Sandurinn er af margskonar kornastærð og litasamsetningum, og fjörugrjótið slípað I forkunnarfínar lín- Framhald á bls. C „Lít gestur Eftir W. H. Auden I Lít, gestur, þetta eyland sem stökkfimt ljósið birtir þér til yndis, stand stöðugur og þögull ver, svo um farvegi hlustanna rási einsog rennandi fljót seiðandi niður sjávarins. Hér við útjaðar akurreinarinnar þar sem krítarveggurinn fellur að löðrinu, og háir klettastallar andæfa súgi og höggum sjávarfallanna, og fjörumölin hrifsar til útsogsins, og mávurinn tefur andartak í þverhníptu vængtaki. 1 fjarska, einsog fljótandi-fræ, skipin sem tvístrast til brýnna og sjálfboðinna erinda; og gervallt útsýnið kynni að komast inn og hrærast í minningunni einsog þessi ský sem líða yfir spegil hafnarinnar og reika sumarlangt. undir vatnsborðinu. Sigurður A. Magnússon þýddi. 14. tölublað 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.