Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 5
ur í bundnu máli Eftirfarandi grein var skrifuð í New York í september 1955, og birtist hún í greinasafninu „Nýju fötin keisarans“, sem út kom hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar haustið 1959. t æst T. S. Eliot hefur ekk- ert enskumælandi skáld orðið áhrifa riKara í nútímaljóðlist en W. H. Auden. Þessir tveir menn eru í senn andstæður og hliðstæður. Glettni örlaganna réð því að Eliot sagði skilið við Ameríku og gerðist brezkur^borgari, þar sem aftur Aud- en yfirgaf Bretland og settist að í Bandaríkjunum. Þeir eiga það sam merkt að í upphafi voru þeir knúð- ir til sköpunar af örvæntingu og vantrú á menningu nútímans, en liafa báðir fundið vissu sína og lífs- játningu í kristnum trúarviðhorfum. Þó Auden hafi greinilega orðið fyr- ir sterkum áhrifum frá Eliot, þá eru þessi tvö höfuðskáld nútímans hinsvegar ólík í öllum meginatrið- um. Fjölhæfni Audens er viðbrugðið, og hefur hann í þeim sökum ekki átt sinn líka síðan Byron leið. Honum verður ekki skotaskuld úr því að bregða sér í ham háfleygra mælsku- skálda, og með sömu lipurð semur hann nýtízkulega slagara. Það ljóðform ku vart vera hugsanlegt sem Auden hefur ekki fengizt við — og alstaðar sýnir hann ótvíræða yfirburði. Slík tfjölhæfni getur samt verið til tjóns engu að síður en gagns, þar sem slík- um snillingum hættir til að skrifa of mikið. Hefur sú orðið raunin um Aud- en engu síður en Byron. Magnið skygg- ir ef svo mætti segja á gæðin. Við könnumst við þetta hjá sumum íslenzk- um skáldum, t.d. Matthiasi Jocxhums- syni. E irðarleysið á Auden lika sam- eiginlegt með Byron, því hann hefur verið „heimsihornaflakkari“ í enn ríkara mæli en hinn aðalborni skáldbróðir hans, ferðazt um alla Evrópu, Ameríku og Asíu, síyrkjandi um það sem fyrir augu bar, stríð og ógnir í Kína og á Spáni, frið og sveitasælu á íslandi. Þegar ég hitti Auden á dögunum hér í New York var hann á leið til sum- ardvalar á Ítalíu eins og hans er ár- legur vandi. Ég spurði hann um ferða- lagið til íslands sumarið 1936, og lét hann vel af þvf, kvaðst hafa hrifizt af stórbrotinni náttúru landsins, og væri ísafjörður einn þeirra staða á hnettinum þar sem hann vildi helzt búa. Hinsvegar þótti honunt lítið til hangikjöts koma, kvað það minna sig á ekkert frekar en skósvei-tu. Það er eftur á móti haft fyrir satt af sumum kunningjum hans heima á íslandi, að hann hafi gengið með hákarl upp á vas- ann hvar sem hann fór og lyktað fer- lega. Auden kvaðst vera af íslenzku bergi brotinn í föðurlegg, og væri nafn hans komið af íslenzka nafninu Auðunn. Mun.u íslenzkir forfeður hans hafa setzt að í Bretlandi fyrir nokkrum öldum. . H. Auden kom fram á sjónar- sviðið ungur og vakti þá þegar athygli. Þessi mynd af W.H. Auden var tekin í s íslandi. Fyrsta bók hans, „Poems", kom út 1930 þegar hann var 23 ára gamall, og eftir það rak hver bókin aðra. Þegar hann stóð á þrítugu hafði hann þegar valdið flokkaskiptum í hinum enskumælandi skáldheimi og um hann hafði myndazt „skóli“ róttækra umbótaskálda með vakandi auga á misfellum þjóð'félagsins. Það er vert að gera sér grein fyrir hvernig umhorfs var á alþjóðavettvangi á árunum þegar Auden og félagar hans létu mest til sín taka. Eliot hafði þá þegar dregið upp mynd sína af eyði- mörk nútímamenningar í „The Waste Land“, en var ekki ennþá lagður af stað í pílagrímsför sína til trúarlegrar lausnar á vandamálunum. Hart Crane, eitt efnilegasta ljóðskáld Ameríku, hafði reynt að skapa jákvæða tákn- mynda af Ameríku íjcvæði sínu „The Bridge“ til að vega á móti mynd Eliots, en það mistókst og hann drekkti sér. Heimskreppan hafði skollið yfir, rúss- nesku hreinsanirnar voru í' uppsigl- ingu og borgarastyrjöldin á Spáni svipti hinn vestræna heim síðustu sjálfs blekkingum sínum. Þetta var bakgrunn- ur fyrstu verka Audens og þau bera þess greinileg merki. Það var á þessum árum sem hann samdi eitt merkilegasta verk sitt „The íöustu viku, þegar hann kom við á Orators" sem hann afneitaði síðar (hann hefur alla tíð verið haldinn kyn- legri vantrú á gildi verka sinna). í þessari bók fjallar hann um hið borg- aralega þjóðfélag og notar um það tákn mynd óvinarins. Hér er dregin upp ljós mynd af hinni eilíifu baráttu lista mannsins við þjóðfélagið. En jafnframt þjóðfélagsádeilunni er að finna í þessu verki rödd hrópandans, hina spámann- legu viðvörun við atburðum sem síðar gerðust. Auden á spámannsgáfuna sam eiginlega rrieð írsku skáldunum Yeats og Joyce. E f skáldtferli Audens er skipt í þrjú meginskeið, þá einkennist annað Eftir Sigurð A. skeiðið af heimsflakki hans. Hann ferð- ast land úr landi og yrkir um allt sem fyrir augu og eyru ber. Þessi kveðskap- ur hefur sömu takmarkanir og margt af ljóðum Byrons, t.d. „Don Juan“ og „Day of Judgment“: hann er of bundinn stað og tíma. Af þessum sökum verð- ur sennilega helmingurinn af kveðskap Audens gleymdur eða misskilinn af ó- komnum kynslóðum. Hann hefur verið nefndur „blaðamaður í bundnu máli“ og gefur það hálfsanna mynd af mann- inum. Það má teljast kaldhæðið, að Auden hefur einkum átt vinsældir sínar að þakka umræddum „blaðamannshæfi- leikum“, þar sem hitt er jafnvíst að hann mun fyrst og fremst lifa sem skáld fyrir lýrískan kveðskap *sinn. Auden er gaaddur þeim sjaldgæfa hæfi leika að geta ort um svo að segja hvað sem er. Hann getur snúið fyrirsögnum dagblaðanna í tærasta skáldskap, oft gneistandi af háði og ádeilu, en honum tekst bezt upp þegar hann gleymir dægurmál,unum og gefur sig óskiptan á, vald hinni lýrísku skáldgyðju. Á öðru skeiði skáldferils síns var Auden enn róttækur, einskonar „en- fant terrible“ á skáldaþingi, en hann var aldrei opinberlega tengdur komm- únismanum eins og skáldbróðir hans og vinur, Stephen Spender, var um eitt skeið. Það sem dró Auden í aust- urátt var hugsjón bróðurkærleikans, og stóð hann í því efni nær frumkristn- um kenningum en kommúnisma nú- tímans. Þriðja skeið Audens mætti kannski kalla „guðfræðilega skeiðið“, því það eru trúarleg rök fremur en trúarleg reynsla sem hann fjallar um á þessu skeiði. Hann hefur ekki hina ástríðu- þungu trúartilfinningu Eliots eða Hop- kins. Trú hans er fyrst og fremst af vitrænum toga spunnin: hann veltir fyrir sér hugtökum eins og „sekt“, „náð“ „verund“ og „verðandi“. Dylan Thom- as og Eliot ski-ifa framar öllu af til- finningu, en hirða minna um það rök- ræna. Auden er bein andstæða þeirra og því oft ósannfærandi sem trúar- skáld. Hann ferðast ævinlega í heið- ríkju skynseminnar, en á ekki hið seið- magnaða rökkur trúarlegrar dulúðar. að hugtak sem setja mætti að yfirskrift yfir allan skáldskap Audens er hugtak kærleikans, elskunnar í öllum sínum myndum. Holdleg ást og andleg- ur, guðdómlegur kærleikur: eros og agaj)í. Hann leitast við að sameina það holdlega því andlega, og agapí verð- ur í rauninni lykillinn að 'skáldskap hans: kærleikurinn sem umber alit og leitar ekki síns eigin. Auden er því í enn ríkara mæli en EUot jákvætt skáld. Yeats elskaði hins- vegar engan nema sjálfan sig pg skáld- gyðjuna. Ekkert nútíðarskáld hefur gert kærleikann að höfuðinntaki eða samnefnara skáldskapar síns í jafnrík- um mæli og Auden. „Við verðum að elska hver annan eða deyja“ er kannski sú ljóðlina hans sem skýrast túlkar pelta viðhorf. Þróun Audens hefur legið frá félags- legri til persónulegrar lausnar á vanda mannsins. Hann áleit í upphafi að hægt væri að lækna kærleikssnautt mannkyn með þjóðfélagsumbótum, en komst að raun um þann dapurlega sann- leik að ríkisvaldið getur ekki þvingað menn til að elska. Hver einstaklingur verður af sjálfsdáðum að glæða með sér Magnósson 14. tölublað 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.