Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1964, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1964, Side 15
ÍSLENZKI FÁNINN Gre/n / Dagskrá 13. marz 1897 eftir Einar Benediktsson Einar Benediktsson — sýslumaður FnajmihaJd af bls. 10 lausar — þær fuku bókstaflega út í veð ur og vind. ■ Einu „fjáraflaplani' Einars man ég eft ír á þessum árum. Það var að kaupa stóra lóð við Rauðará í Reyl^javík. Hann fékk tíu efnaða Rangæinga til að kaupa lóðina — hún kostaði 16.000 krónur. Bak við eyrað á þessari ráðagerð var væntanleg stofnun Sláturfélags Suður- lands, en þegar ti.1 kom aðhylltust for- ráðamenn þeirra samtaka að kaupa frem ur lóð við Lindargötu, því að Rauðará var þá „svo langt burtu frá Reykjavík“. Meðeigendurnir í lóðinni fóru þá að deigjast í trúnni á framtíðina, en þá keypti Einar lóðina sjálfur — „Þeir hafa enga trú á framtíðinni, þessir grasasn- ar“, sagði hann. „En hana hef ég“. E inar varð vinsæll sýslumaður í Rangárþingi, enda var hann frekar að- gerðalítill í embættinu þessi tvö ár og 7 mánuði, sem hann gegndi því. Hann hafði svo mörg járn í eldinum í þá daga að sýslumannsstarfið hlaut að sitja á hakanum í hugrenningum hans. Og ég held sannast að segja, að honum hafi hundleiðzt austur þar. Honum líkaði oæði vel og illa við sýslubúa. „Ýmist eru þeir eins og keldublóð eða þeim verður snúið upp í trekk(jara“, sagði hann einu sinni. ‘ En hvað sem sýslumannstíð Einars við víkur, þá er hitt staðreynd í mótsögn við ellar „þjóðsögumar", sem áður er mjnnzt á, að vera hans í Rangárvallasýslu varð til þess að efla hugsjónir hans um efl- ingu „hins gullna gjalds, sem græði upp landið frá hafi til fjalls". Honum blöskr sði að sjá Þjórsá „beljandi þarna undir brúnni, engum til gagns en mörgum til miska“. Og úr þeirra blöskrun varð til hlutafélagið „Titan". 1 — Seinni part vetrar 1907 varð Einar fyrir slysi, brákaðist á mjöðminni, er liann reið upp að skör á Hemluvaði í Þverá. Sótti skömmu síðar um lausn frá embætti og hún var veitt. Næsta ár var Sigurður Eggerz orðinn sýslumað- ur í Rangárþingi og tók á móti konungi sumarið 1907. ■ — Löngu síðar minntist Einar oft á þessi sýslumannsár sín við mig. „Ef ég hefði haft síma og þesskonar mundi ég hafa orðið þar lengur. Því að eiginlega var gott að vera þar. Þetta var svo skemmtilega frómt fólk, sem maður hitti í Rangárvallasýslu“. Og fyrir nokkr um árum sagði frú Valgerður: „Mikið vildi ég óska, að ég væri enn á Stóra- Hofi“. Sklili Skúlason. KVÖLD í RÖM Framhald af bls. 12 gilda og hins svipula og forgengilega. Þess vegna spyr Einar Benediktsson: Eða er líking þín til hæða hafin, hærri steinsins rún og köldu myndum, grafir þínar taldar lífs hjá lindum, Ijós þíns anda í himins spegla grafin? Hvernlg svarar svo Einar þessari Spurningu? Hann hefur sérkennilegan fyrir- vara um svarið, leggur það ekki fyrir sem óyiggjandi niðurstöðu af almennri rökleiðslu. Það er fundið af þeirri æðri greind, sem eru hærri leiðir færar en vegur vitsmunanna einna. Það er byggt á því, að hugann grunar, hjartað finnur þau lögmál, sem hér eru að verki: Heimsins vél er knúð af einu aflL Af því, sem ritað hefur verið eða rætt um íslenzka fánann, er ritgerð Pálma Pálssonar skólakenn- ara (Andv. 1883) hið fróðlegasta. Hafði Sigurður Guðmundsson mál- ari þá fyrir löngu hreyft þessu máli, en nokkru eftir að ritgerð Pálma kom út, hélt dr. Valtýr Guðmunds- 9on skörulegan fyrirlestur um það í félagi Hafnarstúdenta, og er sá fyrir lestur prentaður sér (Rvk. 1885). Hjá öllum þessum höfundum og ýmsum öðrum. er rætt hafa um mál ið, þingmönnum o.fL, hefur komið fram heitur áhugi á því að fá viður- kennt og lögleitt þjóðarmerki fyrir Islendinga. En að því er virðist, hefur þar ekki verið gjörður jafn- glöggur greinarmunur á fána íslands og merki þess sem skyldi, og sýn- ist svo sem þetta hafi valdið nokkr- um rughngi á málinu og jafnvel taf- ið fyrir framgangi þe9s. F lestir, 9em um þetta hugsa, munu einkum hafa það fyrir augum, að íg- lendingar fái lögleiddan sérstakan verzl- unárfána; um gunnfána eða sanvbands- merki í ríkisflagginu liggur auðvitað fjarri að tala. — En þessu máli um verzlunarfánann hefur verið illa bland- að saman við annað, sem sé spurning- Sama vald, sem veldur sólna tafli, veitir sér í gegnum mannsins æðar. Ein heimssál vindur strengi milli ,,lægsta djúps og hæstu hæðar“, safn- ar öllu í eina heild. Alheimsviljinn skín í líki hvers geisla, einnig þeim, er mann- dómsviljinn lætur tindra af auga karl- mennis. Á sama hátt og heili manns skynjar og skilur, skráir og geymir minningar j arðarheimsins, man og geymir „heili hnatta geimsins“. Vitund Guðs rúmar allt, sem var, er og verður, hljóm hvers sálarstrengs í lífsins ríki. Hið tímanleiga eyðist, máist, fer for- görðum, sekkur í „afgrunns unnum“, týnist í hafið eins og vatn fljótsins. Goð þín, rústir, hof og styttur hverfa, hjaðna eins og bólstrar skýjaeimsins. En allt um það, hefur Róm eiei til einskis verið til, saga hennar „merkt af hruni og reisn, af tjóni og vinning“, eiigi verið til ónýtis lifuð: Þú varðst til svo eilífð mætti erfa, anda þann, sem beindi þínu stáli, stýrði þínu afli í mynd og máli, meitlaði þinn svip í ásýnd heimsins. Og hvernig má það verða? Einar svar- ar þessari spurningu eins og postulinn forðum, sem mælti: „Það, sem af and- anum er fætt, er andi“. Það getur eigi unni um það, hvort hið illa þokkaða þorskmerki sé lögleidd á bindandi hátt fyrir íslendinga og hvort ekki beri að afmá það sem ósæmdlegt og ósamboðið einkenni lands og þjóðar. Þessi tvö málefni eru hvort alveg ó- háð og vei'ða að liðast sundur, ef ræður eða rit um það efni eiga að leiða til nokkurs árangurs. < Merki ríkja og landa eru venjulega þannig komin til, að stjórnararnir (kon- ungar, hertogar, greifar o.s.frv.) 'tóku þau upp sem tignareinkenni sín, inn- sigii eða ættarmerki, og voru merkin síðan varðveitt mann fram af manni í stjórnarættunum, þannig að þau tákn- uðu jöfnum höndum tign eða embætti stjórnarans og félagsheild þá, er stjórn- að var. Merki þessi eru oft samsett og þannig gjörtS, að þau eru alls ekki fall- in til þess að greinast glöggt langar leiðir að, t.a.m. á siglingum. Þannig eru alls konar dýr, kórónur, vopn, skildir, turnar o.s.frv. mjög tíðkanleg í þess- um merkjum, og eru þau í rauninni alveg sama eðlis eins og hin margvís- legu merki aðalsættanna, sem komið hafa upp á öllum tímum og ótöluílegur fjöldi er til af um ailan heim. Fánar eru þar á móti alls annars eðlis. Þeir eru ætlaðir til þess að sjást lang- an veg, hvort heldur þeir blakta á skips möstrum, yfir fylkingum eða á húsum, og eru fánamerkin því venjulega höfð einföld og óbrotin. En auðvitað eiga þau eins og merkin að einkenna hlutáð- eigandi þjóð eða félag, og litir þeir, sem hafðir eru á flöggunum, eru því va’dir eftir því. farið forgörðum. Það varir og er í vit- und hans, sem „kerfin bindur" og „veldur sálna tafli“, vitund Guðs: Perlan ódauðlega af hugans hafi hefjast skal af rústum þjóða og landa. Listarneistinn sem fólst í molnandi steini, „myndasmíðar andans“ í hverri mynd, sem er, skuiu standa óbrotgjarnar um eilífð, grafnar £ spegla himinins, hafnar úr veldi hins tímanlega upp í veldi hins eilífa, þar sem Tími er svipstund ein, 9em aldrei líður, algeims rúm, ein sjón, eins dýrðarbjarmi, Slíkur var tilgangur skaparans með Róm. E inar Benediktsson var svo stór- brotinn og áræðinn andi, að hann krafði sér til handa réttarins til þess að kanna allt og skilja allt. Takmarkanir mann- legrar hyggju og skvnjanar voru honum óbærilegur fjötur. Þetta viðhorf hans birtist í hverju einasta meiri háttar yrkisefni, sem hann leggur hug og hönd að. Alvara hans er svo mikil, innra hungur hans eftir æðra skilnimgi og skynj an slíkt, að honum nægir aldrei til langframa sú lausn, sem þegar er feng- in. Aftur og aftur hverfur hann að þessum viðfangsefnum, glimir við þau frá nýjum sjónarmiðum í nýjum kvæð- E ngin siðuð þjóð hefur dýrsmynd í verzlunanfána sínum. Hið eina fána- merki, sem telja mætti hér til, er is- lenzki fálkinn, en þetta flaggmerki er ekki lögleitt hér enn og verður það að líkindum aldrei, því fálkinn er alltof ógreiniiegur í fjarðlægð, auk'þess sem hann er ósamræmilegur vfð flögg ann- arra kristinna þjóða. Þjóðlitir íslands eru blátt og hvítt, er tákna himininn og snjóinn, og þessa tvo þjóðliti eina eiga engir aðrir en íslendingax. Nú er krossinn eins og kunnugt er hið algengasta og hentug- asta fiaggmerki, og er hann auðvitað hið bezta, fegursta og greinilegasta merki, ef hann verður settur, yfir allan fánann. Danski fáninn er því með réttu talinn einn hin fegursti og frumlegasti fáni. En fslendingar geta eirumitit tekið upp fána, sem er jafn einfaldur, frum- legur og hentugur eins og sá danski. það er hvítur kross í bláum feldi. — Aftur er fálkinn fagurt og þjóðlegt merlci fyrir ísland og ætti áð setjast í stað þorsksins, sem má með réttu teljast valdboðinn sem þjóðmerki íslendiniga að þeim nauðugum og ekki löglega. En fáninn á um fram allt að vera hentugur og þó um leið þjóðlegur og í samræmi við flaggstíl Evrópumanna, en þessum skilyrðum öllum fullnægir fálkinn ekki. Plaggmálið er löggjafarmál, og lík- legt, að það vefði tekið bráðlega upp á alþingi. Að líkindum væri rétt að fara einungis fram á sérstök flaggréttindi fyrir islenzk Skip á innanlandssiglingum fyrst um sinn, eins og Norðmenn hötfðu á sínum tíma, og mundi þá varla verða langt, þangað til hægt væri að færa sig iengra upp á skaftið. um. Þetta er Jakobsglíma hans við Guð, og hann gengur til hennar með þeim hug sem segir: Ég sleppi þér ekki fyrr en þú blessar mig. Þrá hans eftir guðs- vitund var óslökkvandi og hún lét hon- um engrar eirðar auðið. Engin umsvif hins ytra lífs, engar framkvæmdir né fjáraflaráðagerðir gátu þaggað þessa rödd í brjósti hans. ekkert glæsilíf, eng- inn munaður í heimi lista eða nautna. Helzt hefði hann kosið að standa augliti til auglitis við Drottin og mega mæla hann máli. „En viðburðahringsins endalaust und- ur sézt aðeins í brotum í táranna dal“. Enginn fékk að reyna speki þessara föeTu orða sárar en Einar Benedifetsson sjálfur. Yfirburðir hans eru fólgnir í því að hann gafst aldrei upp á að leita brotánna, fella þau saman, fegra og full- gera mynd sína. Og leitin gerði augu hans skyggn og hjarta hans næmt og auðmjúkt. Þessvegna bá hann þá riku- legu umbun að lifa óumræðilega stór- kostlegar stundir. Kvæðið Kvöld í Róm er glampi frá einni slíkri stund, þegar það laukst upp fyrir augum hans, að Tími er svipstund ein, sem aldnei líður, algeims rúm ein sjón, eins dýrðarbjarmi. Það má geta þess að lokum, að þetta er mælt alllöngu áður en vísindi höfðu gert timann að einni víddinni í fjórvíðu rúmi. 33. tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.