Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 1
flutt úr Örfirisey til lands. Það er þvi mjög ólíklegt, a'ö gamla konan hafi nokkru sinni séð höfuðbólið í Reykjavík, bæinn sem stóð vestan við kirkjugarðinn Hitt er aftur á móti mjög sennilegt, að hún hafi séð annan Reykjavíkurbæ. Þessi bær hefir þá þegar verið mjög gamall, því að tveir bæir voru í Reykja- vík um langan aldur, þótt mörgum hafi sézt yfir það. " egar kristni var lögtekin bjó í Reykjavík Þormóður, sonur Þorkells mána. Hann er þá allsherjargoði, því að það goðorð fylgdi ætt Ingólfs og var það komið frá Þorsteini Ingólfssyni. Alls- herjargoðinn var göfgastur allra manna, 'því að hlutverk hans var að hedga Al- þingi. Þegar kristni var lögtekin hefir Úr sögu Reykjavíkur: öfuðbólið og Austurparíur Eftir Arna Óla Me ienn hefir lönguni greint nokkuð á um hvar Ingólfur Arnarson hafi reist bæ sinn. Á þetta drepur Eiríkur prófessor Briem í neðanmálsgrein við ritgerð um Reykjavík í Árbók Fornleifafélags- ins 1914. Þykir. mér hæfa að hefja þetta mál með því að birta þessa neðanrnálsgrein, en hún er á þessa leið: — Um 1860 safnaði Sigurður málari Guðmundsson munnmælum um hvar hinn forni Reykjavíkurbær hefði verið. Önnur munnmælin voru þau, að bær Ingólfs' hefði verið á Arnarhóli, en þetta getur ómögulega verið rétt, með- al annars af þeirri ástæðu, að Arnarhóll var og hafði verið framan úr öldum ©nnur jörð en Reykjavík. Munnmæli þessi eru varla gömiul og ekki hefir Egg ert Ólafsson, sem marga vetur dvaldi í Viðey, heyrt þau, annars mundi hann hafa getið þess; en hann hefir þvert á móti sagt, að iðnaðarstofnanirnar hafi verið reistar þar sem lagði „hinn fyrsti landnámsmaður helgar höfuðtóftir." (Kvæði Eggerts Ólafssonar bls. 83). Lík lega hafa munnmæli þessi myndast af þvi, að menn hafa tekið of bókstaflega orð Landnámu, að Ingólfur tók sér bú- etað þar sem öndvegissúlur hans höíðu á land komið, en það var við Arnarhól. ö, 'nnur munnmælin voru höfð eft- ir vinnukonu, sem var svo gömul, að hún átti heima í Örifirisey þegar verzl- unarhúsin voru þar (fyrir . 1780); hún hafði sagt, að hinn gamli Reykjavíkur- bær hefði verið þar sem „gaml'i klúbb- urinn" seinna var byggður, þar sem nú er útbyggingin suður úr húsi Hjálpræð- ishersins. Um 1880 fann dr. Kaalund í háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn uppdrátt yfir Reykjavík og nágrenni hennar, gerðan af dönskum manni, er dvaldi í Reykjavík sumarið 1715; þótt uppdráttur þessi sé ófullkominn, sýnir hann þó glögglega, . að bærinn var þá vestur af gamla kirkjugarðinum. (Kaalund: Hist. topogr. Beskrivelse af Island II, bls. 400). Líklegt er þó, að eögn vinmulconunnar sé að því leyti rétt, eð á seinni hluita 18. aldar hafi bær ver- ið þar sem hún segir, er nefndur hafi verið Reykjavikurbær, en hann hefir þá verið fluttur þangað eftir að hús iðnaðar etofnananna 1752 höfðu verið reist þar, %esai Reykjavíkiurbærinn áður var. — —. ffctk** •'Vf Kort Hoffgaards 1715. Þar sést Víkurbærinn vestur af kirkjunni, hjáleigan nokkru ofax (og sunnar). en nafnlausa Við sögu þessa er ýmislegt að athuga, fyrst það, að Sigurður hefir hent hana á skotspónum. Hann hefir trauðlega get að hafa skráð söguna af munsi gömki konunnar, því að þegar hann skráir sög una eru 80 ár liðin síðan verzlunarhús- in voru flutt úr Örfirisey til Reykjavík- ur, og hafi vinnukona-n verið komin til vits ag ára, þegar hún var í Örfirisey, eins og ráða má af frásögninni, þá hefir hún tæpiega verið á lífi 1860. Annað er hér líka atihugavert, að um 30 ár voru iiðin frá því að gamla höfuðbólið í Reykjavik var rifið og verksmiðjuhús reist á grunni þess, bar til verzlunin var það því verið skylda hans að reisa kirkju fyrstur manna, og þá hefir Þor- móður reist kirkju þá, er stóð andspænis bænum í Vik um nær 8 aldir, eða til 1798. Eru til þess órækar sannanir að þar hefir kirkjugarður verið frá önd- verðu og allt þar til 1838 að hann var fhittur út á Melana. Eftir kristnitöku virðist hag Reykja- yíkur hnigna og Þarmóður er seinasti afkoimandi Ingólfs sem nefndur er bú- andi á óðali þeirra frænda. Þó þykir líík- legt, að þeir hafi búið þarna mann íram af manni fram á 12.,ö)d, enda þótt þeir séu ekki taldir með höfðingjum. í Land- námu segir aS öndvegissúlur Ingolfs sé enn í Reykjavík á 12. öld. Telur Ólafur próf. Lárusson að þetta gæti ef til vi'll bent til þess, að þá hefði enn setáS sama aettin á ættaróðalinu og haft mæit ur á þessum ættargripum. En jörðinni Nhefir hnignað og telur hann að ástæð- an til þess muni hafa veiið sú, að land hennar hafi verið bútað suhdur &g þar risið upp ný býli, en höfuðbólið gamla misst svip sinn. Er það 02 vitað, að allt Seltjarnarnesið inn að E. .'. 'ar snemma sneitt af Reykjavíkur landi að vestan, en Laugarnes að austan. Næstu fjórar aldirnar eftir kristni- töku er ekki nefndur neinn bindi í Reykjavík, nema hvað Vilkins máldagi 1397 getur þess að þar búi bóndi sá er Þorlákur hét, en um hann er ekkert vit að. En næsta heimild um Reykjavík sýn ir, að þá eru þar tvö býli og jörðinni hefir verið skift í tvennt þannig, að anhar hlutinn er 20 hundruð að dýrleika en hinn 40 hundruð. Hinn 8. jan. 1478 var á Munkaþverá gerður kaupsammngur mi:li Einars ís- leifssonar ábóta og Árna Höskuldsson- ar. Einar ábóti seldi Árna 20 hndr. í jörð inni Vík, er liggur á Seltjarnarnesi, með öllum þeim gögnum og gæðum, sem greindum jarðarparti fylgir að fornu og nýu og klaustrið varð framast eigandi að. Sagði ábótinn að graftrarkirkju skyld væri á jörðinni Vík, og skyldi af sér að svara fyrnd og öllum reikningi á henni, nema þeim fjórum kúgildum, er þar fyigja. — E: 1 ngar heimildir eru til um hve. nær né hvernig Munkaþverárklaustur hefir eignast þennan þriðjung í Reykja- vík. Og engar heimildir eru heldur um það, hvenær jörðinni hefir verið skift í tvö býli. En um leið og sú skifting fer fram, hefir verið reistur annar bær á þriðjungnum. Þessi bær mun hafa stað- ið suður með tjarnarvikinu, um það bil þar sem nú eru gatnamót Tjarnargötu og Vonarstrætis, og mun hér síðar reynt að færa sönnur á það. Þessi bær fékk ekki nýtt nafn, hann var kallaður Vík eins og gamli bærinn. Þetta var alvana- legt þar sem tveir bæir voru á sömu jörð, að þeir gengi báðir undir sama nafni, þar sem þeir áttu land óskift, nema tún. Var þá í daglegu tali aðeins gerður greinarmunur á þeim eftir legu eða áttum, t.d. efri bærinn, neðri bær- inn, syðri bærinn o.s.frv. Hér er líklegt að bærinn suður við tjörnina hafi verið aðgreindur frá eldri bæum með^því að kalla hann „suðurbæinn" í Vík, en það hafi aldrei verið skjalfest. Og þegar minnst er í skjölum á bændur þarna, eru þeir taldir eiga heima í Vík, hvort sem þeir eru búendur á 40 hndr. og eiga heima á kirkjustaðnum sjálfum, hinu forna landnámsbýli, eða þeir búa á 20 hndr. partinum og eiga heima í bæ suð- ur hjá tjörn. Þetta hefir villt seinni tíma menn. Þegar getið er tveggja bænda í Reykjavík samtímis, telja þeir að tvíbýli hafi verið á sjálfu höfuðból- inu. En hér hafa verið tvö lögbýli á sömu jörðinni og tveir bæir um 150 ára skeið, eða ef til vill miklu lengur. í kaupbréfum er þessi 20 hndr. partur i Reykjavik nefndur Austurpartur. Gæti það bent til þess að honum hefði fylgt Austurvöllur, en hinum hJutanum fylgt Hólavöllur. Þó er ekki víst að allur Austurvöllur hafi fylgt Austurpartinurn, heldur nokkur hluti hans. Jón Helgason biskup getur þess á einum stað, að nokk ur hluti Austurvallar hafi fyrrum heit ið Tjarnarvöllur. Bendir það til skift- ingiar og gæti verið frá þeim tímum er býlih voru hér tvö. »3aga þessa Austurparts er bæði viðburðarrík og merkileg, og henni er í rauninn ekki lokið enn að fullu og öllu. Hún hefst með því, er Árni Höskulds- son kaupir þennan part af Einari ábóta 1478, og geldur klaiustrinu fyrir hann Tyrfingastaði í Skagafirði. Árni var ey- Eramihiald á Dls 6.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.