Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Side 6
ÁRNI ÓLA Framhald af bls. 1. firzkur maður og mun hafa búið á Núpu felli. En árið 1471 er hann kominn til Engeyar og er þá vel fjáður maður, átti 160 hndr. í fasteignum og 60 hndr. í lausafé. Hann mun hafa andast 1488, en óvíst er að hann hafi búið í Reykja- víkvík (Kl. J.) Hann átti dóttur sem Ragna hét. Hún giftist Þorvarði Stein- móðssyni, sem taiinn er sonur Stein- móðs ábóta Bárðarsonar í Viðey. Mun hún hafa fengið í heimanmund þessi 20 hndr. í Reykjavík og á þeim parti búa þau Þorvarður um hríð og hafa þá átt heima í „suðurbænum“ í Vík. Síðan selja þau Austurpartinn Ólafi lögréttumanni Ásbjörnssyni og var vitnisburðarbréí um það gert í klaustr- inu í Viðey 22. des. 1487, og segir þar, „að Ólafur hafi afsala'ð Þorvarði hálft Bú land i Skaftártungu með upplagi og samþykki Önnu Snjólfsdóttur konu sinn ar, í svo máta, að hún skildi sér þessi 20 hndr. í jörðinni Vík með þeim skil- mála, er hann hefir keypt“. Eftir þessu að dæma virðist Anna hafa átt hálft Búland. Óiafur mun hafa verið norð- lenzkur að ætt, því að hans er getið við Miklabæarrán 1476 og var þá í liði «éra Sigmundar. Ólafur varð síðan nefndarmaður og kemur víða við skjöl og mál. Hann hverfur alveg úr sög- unni 1518. Þá mun Vigfús Erlendsson lögmaður á Hlíðarenda hafa keypt Austurpartinn í Reykjavík af Önnu, eða komist yfir hann á einihjvem hátt. En Anna gerðist nokkuru síðar próventu- kona í Viðeyjarklaustri og lagði þar á borð með sér Skrauthóla á Kjalarnesi 20 hndr. að dýrieika og 10 hndr í öðrum peningum. Samtíma ólafi Ásbjömssyni býr í Vík annar lö'gréttum.aður, er Ólafur Ólafsson hét, Ólafur Ásbjörnsson hefði búið í þeim bæ er fylgdi Austurpartinum, en hinn annar Ólafur hefir búið í aðalbænum. Sést það á vísitatiubók Stefáns biskups Jónssonar í Skálholti. Hann kom til Reykjavíkur 3. febr. 1505 til þess að vígja nýa kirkju, er Ólafur Ólafsson hafði látið reisa. Segir biskup svo: — „ . . kröfðum vér hann reikningsskapar ... og gáfum hann síðan öldungis kvittan um al!an reikningskap kirkjunnar síðan hann fyrst kom þar, og til þes þá var komið. Eru þar nú 10 kúgildi með kirkjunni“. Ólafur bjó síðan lengi í Reykjavík, eða fram til ársins 1539. , ÍN ú er að segja frá því, að árið 1519 var Ögmundur Pálsson ábóti í Við- ey kjörinn Skálholtsbiskup. Fór hann utan og fyrst til Englands og dvaldist þar um hríð. Þar var þá einnig Vigfús sýslumaður Erlendsson á Hlíðarenda. Var hann á leið til Danmerkur þeirra er- inda að ná sér aftur 1 hirðstjóm, en hirðstjóri hafði hann verið 1507-09. Sagt var um Vigfús að hann hefði ver- ið rausnarmaður og sást lítt fyrir um kostnað. Meðan þeir dvöldust í Englandi veiktist Vigfús og dó, en Ögmundur biskup greiddi allar skuldir hans þar. Þegar Ögmundur kom svo heim til fs- lands, heimti hann að Páli syni Vigfúsar skuld þessa, og er ekki að sjá að Páll hafi getað mótmælt kröfunni. Gerðu þeir þá vottfestan samning með sér og var hann á þá leið, að Páll lét Ögmund fá Laugarnes og Engey og Austurpart- inn í Reykjavík. Mun biskupi hafa þótt henbugt að þessar eignir lægi saman. En vegna þess að verð þeira var miklu meira heldur en fé það er biskup átti að Vigfúsi, lét hann Pál fá til uppbótar jörðina Arngeirsstaði í Fljótshlíð, 30 hndr. að fomu mati. Voru þeir þá sátt ir. Síðan gaf biskup Þórolfi Eyolfssyni £rá Hjalla, systursyni sínum, eignir þess ar til kvonarmundar 1538. Sumir segja aS Víkurparturinn hafi ekki fýlgt þar með heldur hafi biskup gefið Þórolfi Laugarnes og Engey. En eftir því sem seinna kom fram, eru langmestar iíkur til þess, að Þórolfur hafi eignast Víkur- partinn líka, hvort sem hann fékk hann til kvonarmundar, eða á annan hátt. Út af samningi biskups og Páls lög- manns urðu síðar iangvinn málaferli, og merkilegt að því leiti, að þau sýna að lögin hafa ekki gengið jafnt yfir aila á þeim árum. Eftir dauða biskups lýsti Páll lögrnað ur því yfir undir votta á Alþingi, að hann hefði aldrei ætlað sér að halda samninginn við Ögmund biskup „sök- um ofríkis hans“, og upp frá því eign- aði hann sér Laugarnes, Engey og Aust- urpartinn í Reykjavík. Krafðist hann þess á Alþingi 1554, að sér yrði dæmd- ar þessar jarðir sem arfur eftir föður sinn og segir svo í Alþingisbókinni: „í annari grein kom fyrir oss Alþingisdóm ur með löigmannsins innsiglum og ann ara dáindismanna", þar sem meðal ann- ars var sagt að Páll hefði aldrei ætlað sér að halda sættina og samninginn við Ögmund biskup, sakir hans ofríkis. Stóð svo að leidd hefði verið vitni að þessu og svarin þessi lýsing hans“. Voru hon um þá dæmdar jarðimar þar til Þór- olfur gæti leitt lögleg vitni að því, að Páll hefði gert löglegan samning við Ög mund með vottum og handsölum. P áll Vigfúson andaðist 1570. Erf- ingjar hans_ voru tvær systur hans, Guðríður í Ási og Anna á Stóruborg. Skifti eftir hann fóru fram á þriggja hreppa þingi í Lambey 19. maí 1570 og stóð fyrir þeim Þórður Guðmundsson lögmaður í umboði Ólafs Bagge fógeta. „Lofaði Árni Gíslason vegna Guðríðar Vigfúsdóttur og Hjalti Magnússon vegna Önnu með handsölum að halda þau skifti, er dómsmenn gerðu“. Fékk Guð- riður í sinn hlut 330 hndr. í fasteignum, en Anna hlaut 410 hndr. og þar í „suð- ur við Sund: Engey og Laugarnes 50 hndr. og Víkurpartur fyrir Seltjarnar-X nesi 20 hndr.“ Hér skakkar bvorki meira né minna en 80 hndr. á systraarfinum, hvað Anna fær meira í sihn hlut. Væri of djarft að gizka á, að það hefði verið vegna þess, að jarðeigmrnar „suður við Sund“ hafi þótt vonarpen- ingur? Nú hófust málaferli mikil út af þesu og Magnús Hjaltason, sonur Önnu lagði undir sig Laugames og Engey. Og það var ekki fyr en 1599 að erfingjum Þórolfs voru dæmdar jarðirnar. Hafði verið lagður fram vottfestur samningur Páls og Ögmundar biskups og sannaðist það, að Páll hafði tekið til sín jörðina Arngeirssta'ði og haft nytjar hennar til æviloka, en hún síðan gengið til erf- inigja hans (lent í hlut Guðríðar). En þá var eftir Austurparturinn í Reykjavík. Honum hefir Þórolfur Ey- olfsson fangað á einhvern hátt, því að nú taldist eigandi hans Ásbjörn nokkur Jónsson og bjó sonur hans Jón lögréttu maður á partinum. E ftir Ólaf Ólafsson lögréttumann og kirkjubónda í Reykjavík, eignaðist jörðina (þessi 40 hndr.) Ormur Jónson sýslumaður. Hann var merkisroaður og hafði sýsluvöld bæði í Ámesþingi og Þverárþingi sunnan Hvítár nm hríð. Hann bjó á kirkjustaðnum til æviloka (1564) og húsaði bæinn mjög vei. Tveir voru synir hans, Narfi og Ög- mundur. Vom gerð arfskifti þeirra á Allþingi 5. júlí 1566. Hafði Orrour mælt svo fyrir, að Reykjavík skyldi ekki hlutast sundur, heldur kæmi hún öll í hlut Narfa. Voru svo lagðir fram reikn- ingar Orms um það hve mikið hvor þeirra bræðra hefði fengið af lausafé hjá sér, og reyndist svo, að Narfi nafði haft 22 hndr. meira úr föðurgarði en Ögmundur. Ákváðu dómsmenn að Ög- mundur skyldi fá þar til jafnaðar í sinn hlut, jörðina Gröf í Ytrahrepp 20 hndr. að dýrleika, Narfi skyldi eignast 40 hndr. í Reykjavík,, en Ögmundur 40 hndr. í Deildartungu í 3orgarfirði. „En fyrir það oss virtist jarðamunur mikill sakir húsagarða og annara aftekta, þá skyldi Narfi af sínum peningum fá ög- mundi 15 hndr. ofan á Deildartungu — eða 10 málnytukúgildi og 5 hndr. í þarf legum peningum". Má á þessu sjá að vel hefir verið hýst á kirkjustaðnum í Reykjavík um þær mundir. Nokkrar greinir urði í með þeim bræðrum út af Reykjavík, en það þarf ekki að ræða hér, en geta má þess að Narfi hélt jörð- inni. Þegar hér var komið mun honum hafa verið mjög í mun að sameina ja-ó- arpartana, svo að Reykjavík væri ein og óskift. En það voru fleiri, sem höfðu auga- stað á Reykjavík um þær mundir. Ku.i- ungsvaldið á Bessastöðum vildi ná tangarhaldi á henni, og hjá því helgaði tilgangurinn meðalið. Það táidi því Ög- mundi Ormssyni trú um,' að Ormi sýslumanni látnum, að hann ætti að taka að erfðum eftir föður sinn helm- inginn af eign hans í Reykja/vik, eða 20 hndr. Og síðan fékk konungsvaidið Ögmund til þess að afsala konungi sín- um parti í Reykjavík fyrir Hrolfsskála og Lambastaði á Seltjarnarnesi. Þessi búhnykkur konungsvaldsins var þó úr sögunni þegar arfskifti þeirra bræðra voru staðfest á Alþingi 1566. Ásbjörn Jónsson, sá er talinn var eig andi að Austurparti í Reykjavík, hafði nú misst konu sína, Þorbjörgu Guð- mundsdóttur, og hafði hann fengið scn- um sínum, Jóni og Þórði, 10 hndr. í jarðarpartinum í móðurarf, en hin 10 hndr. hafði hann veðsett þeim fyrir því, er þeim kynni að bera meira úr búiuu. Svo er það 16. september 1569 að Narfi kaupir Austurpartinn af þeim bræðrum. Voru vottar að kaupunum Sveinn Arason, Gísli Böðvarson, Jón Jónsson og Jón Þorvaldsson. Vottuðu þeir að bræðurnir Jón og Þórður Ás- bjarnarsynir „selduu Narfa 20 hndr. í Reykjavík, sem kallaðist Austurpartur- inn eða svo mikið, sem þeir máttu fram- ast eiga og sér bæri eftir þeirra sálugu móður. Tilskyldu þeir, að Narfi skyldi standa sér fyrir skuld og skaða, hvort sem hann næði þeim Víkurparti eða ekki, og því lofaði Narfi. Svo og gáfu þeir honum al!a lagasókn á þessum 20 hndr., Víkurparti, sem frekast þeir mætti með lögum gera“. að skilyrði settu þeir líka, að Narfi skyldi greiða hvorum þeirra 10 hundruð þegar í stað, og það gerði Narfi. En eins og á kaupsamningnum má sjá, hefir ekki allt verið hreint og óskorað um eignarrétt þeirra bræðra á Austurpartinum, enda hófust brátt mik- il og flókin málaferli út af þessum kaup um, annars vegar út af eignarheimild þeirra Ásbjarnarsona, en á hinn bóginn krafðist Magriús Hjaltason í Teigi þess að fá viðurkenndan eignarétt Önnu móð ur sinnar, samkvæmt skiftabréfi eftir Pál lögmann bróður bennar. En það mun hafa verið fyrsta verk Narfa eftir að hann fékk afsal fyrir Austurpartinum að sameina hann höfuð bólinu. Bæinn hjá tjörninni hefir hann látið standa og gert hann að hjáleigu. En srvo fljótt sé farið yfir sögu, þá náði Narfi eignarhaldi á þeirn 10 hndr. er þeir Ásbjarnarsynir hpfðu fengið í móðurárf. En um hin 10 hndr. fór á annan veg, því að þau kúgaði konungs- valdið af honum meðan málaferlin stóðu sem hæst út af Austurpartinum. Eru um það óyggjandi heimildir þar sem er vitnisburðarbréf Odds biskups Einars- sonar í Skálholti og Jóns prest Þorsteins sonar um framburð Tómasar Jónssonar í Skildinganesi. í því bréfi segir svo: — Vér vorum staddir í Vík á Seltjam arnesi 22. ágúst 1600 og heyrðum við Tómas Jónsson meðkenna, að það gamla bréf um Arnarhól, hvert Narfi bar fram fyrir oss með þremur innsiglum, það hafi hann séð, áður en Narfi meðtók Vík. í öðru lagi lýsti Tómas því fyrir oss, að hann vissi ekki belur en Narfi Orms son hafi nauðugur játað af sér 10 hndr. í Vík í tíð höfuðsmannsins Lauritz Kruz, því Narfa hafði verið hótað stokki, og hann grátandi verið þá hann lagði fram þann sama part í höfuðsmannsins va-ld,- Tengdir voru með þeim biskupi og Narfa, því að Gísli bróðir biskups átti Þórnýu dóttur Narfa. Má á þessu sjá, að biskup mun hafa ætlað að reyna að rétta hlut Narfa, þótt ekki tækist það. En um þessa kúgun höfuðsmannsins seg ir Klemens Jónsson svo í sögu Reykja- yíkur: „Þetta sýnir áþreifanlega ósvífni Bessastaðavaldsins; rosknum, vel metn- um lögréttumanni og sýslumanni er þröngvað, með hótun um likamlegt of- beldi eða gapastokki, til að láta af hendi part af föðurieifð sinn“. I grein um Narfa í Lesbók Morgun blaðsins 11. nóv. 1956, gat ég þess til, að vera mætti að höfuðsmaður hefði ekki beitt þessu ofbeldi til þess að ná þessum 10 hndr. undir konung, heldur hafi hann gert það íyrir einhvern ann- an. Hafði ég þá helzt í huga Magnus Hjaltason og að þetta hefði verið nokk- urs konar sárabætur fyrir hann að fá þennan part. En þetta mun ekki vera rétt. Höfuðsmaðurinn hefir séð sér leik á borði þegar málaferlin stóðu sem hæst til þess að gera kröfur í Vikurland vegna Arnarhóls, sem konungur hafði þá slegið eign sinni á. Dreg ég þetta bæði af orðalagi í frásögn Tómasar í Skild- inganesi, og eins af hinu, að 11. og 12. september 1600 iét Þórður iögmaður Guðmundsson gera áreið á landamerki milli Víkur og Arnarhóls. Segir í é- reiðardóminuim, að landamerki milli Vík ur og Arnarhóls sé eftir því sem haldið hefir veri'ð og það innsiglað bréf inni- heldur, sem Narfi Ormsson bar fram.— Var þetta síðan samþykkt daginn eftir á rétturn þingstað í Kópavogi með lófa- taki alls almennings. Joachim Solke um- boðsmaður á Bessastöðum og löigmað- urinn spurðu eftir hvort menn vissu ekki önnur landamerki sannari, en því var svarað, að enginn vissi sannara. Þrátt fyrir þetta fékk Narfi ekki hlut sinn réttan. Það voru Hlíðarhúsin, sem þá gengu undan Reykjavík, og urðu sjálfstætt lögbýli, en höfðu áður verið hjáleiga. Annars virðist svo, sem Narfi hafi afsalað sér þeim 10 hndr. úr Ás- bjamarsona parti, sem seld vom með fororði, en höfuðsmaður heldur viljað fá Hlíðarhús en helminginn úr Austur- partinum. En hvernig sem það hefir verið, þá helzt þó konungi ekki lengi á HMðarhúsunum, og virðist það hafa verið vegna þess, að ekki voru enn út- kljáð málin út af samningi þeirra Fáls lögmanns og Ögmundax biskups. Narfi sýslumaður Ormsson andaðist 17. júlí 1613. Þá greip Herluf Daae höfuðsmaður tækifærið og fékk ekkju hans til þess að selja konungi jörðina fyrir jarðirnar Bakka, Laugarvatn og Kiðafell. Þá er Reykjalvík ekki talin nema 50 hndr. og sést á því, að Hlíðar- húsin eru þá gengin undan hennL IVÍeðal barna Þórolfs Eyolfssonar frá Hjalla var Jarþrúður, kona séra Jóns Krákssonar í Görðum. Dóttir þeirra var Margrét kona Gísla lögmanns Há- konarsonar, og bjó hann fyrst í Laugar- nesi og Engey, eins og fyr segir. Aftan við IV. bindi Alþingisbókar stendur þessi athugasemd viðvíkjandi árunum 1615-1616: „Þegar höfuðsmanna og Bessastaða- valdið var að ná undir sig til hlítar jörð- inni Reykjavik á Seltjarnarniesi, hefif Gísla lögmanni Hákonarsyni verið lítið um það gefið, því að hann átti stórjarð- ir í nágrenninu, Laugarnes og Engey x) Hafa orðið greinar út af því á Alþingi. 1615 og 1616, þó að full skil fáist nú ekki á því, af því að Alþingisbækurnar eru glataðar. En konungsvaldið náði Framhald á bls. 12. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 34. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.