Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Síða 7
DAGBLABIi MaRGIR hafa eflaust einhvern tíma velt því fyrir sér hvernig fyrirtæki eins og dagblöðin verða til. Við lesum ef til vill að morgni um atburði, sem gerðust úti'heimi um jniðnætti og við sjáum í blaðinu ljós- mynd, $em tekin var í öðru heimshorni fáum klukku- stundum áður. Ef skilgreina ætti alla þætti, sem koma til sögunnar í dagblaðaútgáfu, væri það efni í heila bók, en hér mun aðeins Verða drepið lauslega á helztu at- riði. Fyrsta stigið er fundur, sem ritstjórinn heldur með blaða- mönnunum. Þar er rætt um J>að, sem er að gerast heima og erlendis O'g beinagrind að blað inu mörkuð. Hver blaðamaður hefur sitt ákveðna verk að vinna, sumir sjá um öflun inn- lendra frétta, aðrir um erlend- ar fréttir; enn eru þeir, sem taka viðtöj. og aðrir, sem sjá um þýðingar úr erlendum blöð uim og einn b aðamaður hefur dagbó-kina til umsjónar. Við öflun innlendra frétta njóta blaðamennirnir aðstoðar íréttaritara blaðsins - um land allt. GerisUeithvað fréttnæmt úti á landsbyggðinni, hringja fréttaritararnir óðara til blaðs- ins, en frásögn þeira er skrifuð niður á ritstjórnarskrifstofunni — og siíðan send í prentsmiðj- una. Séu stórtíðindi að gerast, senda blöðin oft blaðamann og Jjásmyndara úr þænum til þess aö fylgjast með atburðunum og hafa samtöi við folk. Oft er mikið á sig lagt til þess að ná slikum fréttum. Það er sann- kallað kapphlaup við tímann, því að fréttin á að birtast í blaðinu daginn eftir. Þess vegna verða blaðamennirnir að vera snarir í snúninguim og hafa ráð undir rifi hverju. Erlendu fréttirnar koima til blaðanna á svokölluðum fjarrit urum (teleprinter) frá erlend- um fréttastofum, t.d. banda- rísku fréttastofunni .Associated Press (A.P.) eða norsku frétta- stofunni NTB. Þessir fjarritar- ar eru sannköl.uð þarfaþing, því að fréttir um atburði, sem eru að gerast úti í heimi eru komnar á fjarritara, hjá blöðun um örskömmu síðar. Þessir fjarritarar eru þannig úr garði gerðir, að tvær ritvél- ar eru í sambandi hvor við að- ra gegnum símalínuna. Þegar starfsmaður fréttastofunnar skrifar fréttina á ritvélina, birtist hún á fjarritara blað- anna. Á sama hátt er hægt að sim- senda ljósmyndir utan úr heimi og hingað til lands. Myndin, sem senda á, er fest við vals á senditækinu, og þegar hann snýst, fer ,,fótócella“ yfir myndina. Hún tilkynnir síðan hvað hún „sér“ og við hinn enda símalínunnar tekur mot- Hnldið af stað til að afla efnis, tökutækið við boðunum og mótar myndina með örsmáum deplum á ljósmyndapappír, sem einnig snýst á va.si. ★ Strax og blaðamaðurinn hef- ur gengið fx‘á fróltinm, sendir hann hana í -prentsmiðjuna. Þar taka setjararnir við henni. Leturborð setjaravélarinnar svipar til ritvélar. Þó eru tákn in mun fleiri — og starf setjar ans er því öllu umsvifameira en vélritunarstúlkunnar. Þegar hann slær á leturborðið, losn- ar lítið mót, sem kallað er mat- risa. Þessar matrisur raða sér sjálfkrafa upp í þeirri breidd, sem dá.kastærðin segir til um. Setjaravélin steypir síðan lin- una meðan næsta lina er sett. Þegar fréttin hefur verið sett, er tekin próförk af henni, sem síðan er send til prófarka- lesarans. Hann á í stöðugri bar áttu við prentvillupúkann, og sjaldan tekst honum að upp- ræta hann að öllu leyti — og það, þótt vel og samvizkusam- lega sé lesið. Þegar próförkin hefur verið lesin, er hún send aftur í prent smiðjuna. Þar taka setjararnir við henni og leiðrétta viilur, ef einhverjar hafa verið. Sé svo, verður að steypa viðkom- andi líu_á nýjan leik. Þegar leiðréttingum er lokið, er frétt in tilbúin að fara í umbrotið. Og þó, ekki má gleyma fyrir sögninni. Þar eiga vélsetjararn ir engan hlut að máli, því að notast er við lausar stafagerðir, sem raðað er upp með höndun um. Þessar stafagerðir eru af ýmsum gerðum, eins og sjá má, þegar litið er yfir fyrirsagnir blaðanna — en það fellur í hlut umbrotsmannanna að „te.ja út“ — eða ákrvarða, hvað stærð af fyrirsagnarstöf- um skuli nota. Er þá dálka stærð fréttarinnar jafnan höfð í huga. Þegar fyrirsögnin hefur verið sett í sérstökum haka, er honum síðan skotið inn í vél, sem steypir stafina í blý. Ekki má heldur gleyma myndamótunum — eða klissj- unum, eins og fagmenn kalla þau, Myndamótin eru ýmist úr zinki eða plasti. Zinkmynda- mót eru algengari, en gerð þeirra er mjög flókin og mun sá próisess ekki rakinn hér. * En þá er komið að því að brjóta um, en þann starfa ann- ast sérstakir umbrotsmenn. Mik ilvægustu fréttir eru að sjálf- sögðu settar á útsíður (forsiðu eða baksíðú) en aðrar greinar inn í blaðið. Umbrotið getur oft verið mikið vandaverk. Ef tH vi:l berst stórfrétt, þegar umbrotinu er lokið, og þá verð ur að raða öllu upp á ný. Um- brotið er mjög mikilvægur þátt ur í blaðaútgáfunni, og þótt blaðalesandinn gei'i sér eí til vill ekki grein fyrir því, á út- lit blaðsins mikinn þátt í þvrí, hvort honum líkar blaðið eða ekki. Þegar dálkar (eða satsar) og myndamótin eru komin á sinn stað í stá.römmunum, sem marka blaðsíðustærðirnar, er umbrotinu lokið. Síðan er blað- síðan sett undir pressu og þrykkt í pappamót, því að hér er miðað við „rotasjónsprent- vélar“, sem prenta t.d. Morgun .blaðið. Að sjálfsögðu er hér um sérstaka tegund af pappa að ræða — pappa, sem þolir gífurlegan þrýsting og 300 stiga heitt blý. Þegar pappamótið hefur verið pressað, er það steypt í blý og er þá að lokum bogmyndað að lögun. Hinir bogamynduðu blýhólkar eru síðan settir í valsa rotasjons- prentvélarinnar. Síðan snúast va.sarnir, en rotasjón mei'kir snúningur, — prentun er hafin — og blaðið kemur á færibandi til þeirrar deildar blaðsins, sem sér um dreifinguna. Blaðamennska er í senn skemmtilegt starf og laerdóms- rikt — og það getui' líka verið spennandi: Það, er al:taf eitt- hvað nýtt að gex-ast á hverjum degi og alltaf hafa blaðamemn- imir rétt á að vera forvitnir. Góð menntun er auðvitað æski leg hverjum blaðamanni, því að viðfangsefni þeira kunna að vera af ýmsum toga. Höfuð skilyrði má telja að blaðamað- urinn hafi fullt vald á íslenzkri tungu, því að dagblöðin geta haft mikil áhrif á máifar fólks ins í landinu. Menntunin ein er ekki nóg, ef ekki koma til aðrir eigin- leikar: að vera snar í snúmng- um og hafa ráð undir rifi hverju! Fyrirsagnir eru handsettar. 34. tbl. 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.