Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 1
Hinir fjölmörgu fyrrverandi vinir
ihennar brug®ust henni í dauðanum, -
eins og þeir höfðu gert, þegar erfiðleik-
arnir hrúguðust upp kring'um ha:n.a.
Enginn krafðist þess að fá afhent lík
hennar svo að hún hefði getað fengið
virðulega útför. Það var flutt í eitthvert
borgarsjúkrahús Parísar og var þar skor
ið til fræðslu fyrir læknanema.
Allt sem eftir er af Mata Hari er ein-
hver aska, dreifð einhvers staðar í
Frakklandi — aska konu, sem hafði
byrjað ævi sína í kyrrlátu sveitaþorpi
í Hollandi, hafði elskað tónlist, skáld-
skap og rauða kjóla, en síðar peninga
og karlmenn, einkum þó karlmenn í
einkennisbúningum — og gat ekki lifað
án karlmanna og peninga.... og það
varð henni að aldurtila.
MATA HARI VAR MYRT
| 3*7. tbl. 6. desember 1964 — 39. árg.
Eigil Steinmetz:
Klukkan 4 að morgni, hinn
15. október 1917 í hrákaldri
þoku — gekk hópur manna til klefa
eins í frönsku fangelsi, þár sem Mar-
garetha Zelle, gift MacLeod, 41 árs
að aldri, þekkt og dáð, fræg og ill-
ræmd undir nafninu Mata Hari,
hafði átt óværan svefn, ásamt tveim
kvenföngum, sem höfðu verið með
henni í klefa nr. 12 eftir að upp hafði
verið kveðinn dauðadómur yfir
henni fyrir njósnir, 18 dögum áður.
Úti fyrir klefanum vakti kaþólska
líknarsystirin Leonide, eins og allar
undanfarnar nætur.
Hún fylgdist með saksóknaranum, er
!hann gekk inn í klefann, til að tilkynna
Mata Hari, sem hafði verið vakin var-
lega, að áfrýjunarumsókn hennar hefði
verið hafnað.
Fyrstu orðin, sem Mata Hari sagði,
voru við systur Leonide: „Vertu ekki
hrædd, systir, sagði hún, — ég veit
hvernig mér ber að deyja“. Meðan aðrir
at litla hópnum gengu aftur út úr klef-
ai.'um, og Bizard læknir, sem 'hafði haft
eftirlit með Mata Hari, varð einn eftir,
klæddi hún sig. Hann bauð henni lyktar
salt, en hún sagði: „Nei, læknir, þér
sjáið sjálfur, að það er engin þörf á
því ....“
Þ egar hún átti að fara að ganga
út úr klefanum, greip einn fangavörð-
urinn í handlegginn á henni, en hún
Ihristi hann af sér og sagði móðguð, að
Ihún væri ekki neinn giæpamiaður. Hins
vegar. greip hún hönd systur Leonide,
©g þær gengu svo saman til skrifstofu
á fyrstu hæð, þar sem hún var form'Ieg'a
e.fhent heryfirvöldunum. Þegiar hún var
komin inn í skrifstofuna, bað hún leyfis
til að skrifa nokkur bréf. Hún skrifaði
svo með öruggri hendi tvö eða þrjú
bréf, og var eitt þeirra til Non, dóttur
hennar. Hvað orðið hefur af þessum
bréfum, er enn í dag leyndarmál. Þau
komust aldrei til viðtakenda.
í fylgd með herlögreglumönnum, sett
ust svo Mata Hari, systir Leonide og
presturinn, séra Arboux, inn í bíl, sem
cíðan hóf hina löngu ferð úr miðri París
erborg til Vincennes, þar sem stanzað
var úti fyrir múruim Vinoenn'es-haiil'ar,
sem þá var notuð fyrir hermannaskála.
Þar v;ar Mata Hari leidd gegnuim húsa-
garðinn og út á heræfingasvæðið. Við
ennan enda þess stóð aftökustólpinn og
jneri móti tó'lf hermöninuim fná fjórðu
evabaherdeildinni í tveim röðum —
þfctta var aftökusveitin. Liðsforingi einn
tók að iesa upp dauðadóminn: „í nafni
írönsku þjóðarinnar.,,
Mata Hari meöan allt lék í iyndi.
Mata Hari neitaði að láta binda sig
við stólpann og kaðli var sveiflað laus-
lega um hana miðja. Hún vildi heldur
ekki láta binda fyrir augun á sér. For-
inginn, sem stjórnaði athöfninni, lyfti
sverði sínu og á næsta andartaki rufu
hvellirnir frá sex rifflum morgunkyrrð-
ina. Choulot lautinant gekk að Mata
Hari, sem hafði hnigið niður, til að gefa
henni náðarskotið, og dr. Robillard frá
herspítalanum vottaði, að hún væri dá-
in.
á var klukkan fimmtán mínútur
yfir sex. Sóiin var komin upp fyrir sjón-
hringinn fjórum mínútum áður en Mata
Hoiri — „Auga diagsins11, — en sú vair
merking þessa iistamannsnafns hennar
— gaf upp öndina.
E n svo er líka þjóðsagan eftir. Sá,
sem skrifar þessar línur um Mata Hari,
er hinn hollenzk-fæddi rithöfundur Sam
Waagenaar, en hann hefur nýskeð gefið
út bókina Morðið á Mafa Hari, sem
mikla eftirtekt hefur vakið.. (Útgefandi
Arthur Baker, London). Hann hefur
kafað gegnum þjóðsagnirnair oig þokuna
krinigum Mata Hari og komizt að þeirri
furðulegu niðurstöðu, sem nafn bókar
hans ber með sér.
Sú Mata Hari, sem nafnið á er orðið
samnefni fyrir kvennjósnara, og skrif-
aðar hafa verið um óteljandi bækur,
sem iýsa léttúðarlífi hennar og ásökun-
unum um að vera njósnari fyrir Þjðð-
verja, og ennfremur kvikmyndir; hvert
þessara verka öðru meira villandi og lit-
að — var, að því er höfundur heldur
fram — alls ekki njósnari.
Hún féll á líferni sínu, eins og það
var að öðru leyti, ein þó fyrst otg fremst
á því, að það Frakkland, sem allt gekk
ötugt hjá á ófriðarárunum, krafðist ein-
hvers „fórnardýrs“. Af því að dómari
hennar, Bouchardon höfuðsmaður, hafði
komið sér niður á því fyrirfram, að hún
væri njósnari, og skyldi tekin af lifi
sem slíkur. Af því að allir vinir, elsk-
hugar og velgerðamenn, sem þyrptust
kringum hana á þessu skamma tímabili
— tólf árum — sem hún var í París og
átrúnaðargoð dansunnenda þar og í
fieiri höfuðborgum Evrópu — allir þess
ir brugðust henni, einmitt þegar hún
hafði þörf á aðstoð þeirra. Einnig vegna
þess, að Mata Hari hafði alla sína tíð
verið ófær um að greina sannleik frá
lygi, hafði lifað í ímyndanaheimi sínum,
talað sig inn í ævintýri, sem hún var að
lokum sjálf farin að trúa, og loksins tal-
aði hún sig inn í dauðann.
aagenaar fékk fyrst áhuga á ör»
lögum Mata Hari, þegar hann var aug-
lýsingastjóri hjá kvikmyndafélaginu
Metro-Goldwyn-Myer árið 1931 og var
falið að safna efni til Mata Hari-kvik-
myndar, sem þá átti að gera, með Gretu
Garbo í aðalhlutverkinu. Síðan hefur
hann leyst af hendi merkilegt rannsókn-
arstarf og dregið óvænta og ótrúlega
hiuti fram í dagsljósið. En aðalfengur
hans var þó þegar hann þefaði uppi hina
sjötugu fyrrverandi- herbergisþernu hjá
Mata Hari,Önnu Lintjens, sem gat út-
vegað honum tvær úrklippubækur dans
meyjarinnar, en þær voru nákvæmlega
færðar.
Þennan mannsaldur, sem Waagenaar
hefur fengizt við vandam.álið Mata Hari,
hefur hann ekki skotið sér undan neinni
fyrirhöfn til þess að kafa til botns í 'því
efni, sem hann hefur haft til umráða.
Hann hefur átt bréfaskipti við hrepp
stjóra í gleymdum frönskum þorpum,
þar sem hún dvaldi, grafið upp gömul
áritunarskjöl og fengið að gægjast í
leynileg hernaðarskjöl og við þessar
rannsóknir sínar hefur honum tekizt að
sanna, að bókstaflega allt, sem hingað
til hefur verið ritað um þessa framand-
legu dansmey — jafnvel af viðurkennd-
um rithöfundum, og jafnvel þeim sem
voru beinlínis viðriðnir mál hennar —
er algjörlega villandi og oftast beinlínis
rangt.
Einna harðast leikur hann — og með
réttu — hinn þekkta, þeldökka rithöf-
und Kurt Singer, ssm hefur í tveim bók-
um, og í smáatriðum, lýst því, hvernig
dóttir Mata Hari hafi fetað í „njósnara
fótspor“ móður sinnar og verið skotin
fyrir njósnir í Kóreu. Dóttirin, sem var
útlærður skólakennari, dó kornung, rétt
áður en hún átti að taka við stöðu við
skóla í hollenzku Austur-Indíum. ...
Mata Hari fæddist í þorpinu Leeu-
warden í hollenzka héraðinu Fríslandi,
7. ágúst 1876 og var dóttir hattasala,
sem var þá allvel efnaður, en var af
þorpsbúum kallaður „baróninin“
af því að hann var alltaf að reyna að
sýnash fínni, ríkari og meiri persóna en
allir aðrir, og vakti meira að segja á sér
athygli með því að gefa dóttur sinni,
sem hann tilbað, vagn með geithöfrum
fyrir! Það var faðirinn, sem mjög
snemma ól upp í dótturinni — sem var
skírð Margaretha Geertruida — smekk
fyrir óhófslifnaði, og einnig erfði hún
frá honum óstjórnlegt ímyndunarafl og
hugaróra. Eftir því sem hún óx upp,
varð faðirinn að raunverulegum baróni,
og einnig skáldaði hún upp ættarsetur,
og hún skapaði sér draumaheim, sem
hún trúði á sjálf. List hennar var í því
fólgki, að hún — sem fékk fyrsta fílokks
uppeldi, var sæmilega vel gefin og einkí-
um þó girnilega föguir — gat seinna
fengið fóJk til að trúa sögunum sínum,
jafnvel þótt þar rækist eitt á annars
horn og þær væru greinilega þversagna-
kenndar.
Fnamihald á bls. 6.