Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 14
Mikið er landið stórt Ijíklega er engin íþrótt nú í meiri metum hjá landsmönnum heldur en hestamennskan. Og þótt undarlegt sé, á þessi mikh áhugi nútímans á hestamennsku ekki uppruna sinn í sjálfu heim- kynni hestsins — sveitunum — heldur kaupstöðunum — eink- um Reykjavík. í góðviðri um helgar á vorin og seinnipart vetrar áður en búið er að sleppa hrossum, má sjá hundruð Reyk- víkinga ríðandi fyrir ofan bæinn. Og þannig er, þetta í flestum kaupstöðum og þorpum og í öðru þéttbýli, þar eru hópar manna, sem nota marga frístund sína til útreiða fyrst og fremst. Og þetta er líka að breiðast út um sveitirnar. Flest héruð eiga nú orðið sín hestafélög, sem efna til kappreiða og hestamóta og nú orðið sér maður víða heima við sveitabæina á sumrin girðingar með hestum, sem auðsjáanlega eru notaðir til útreiða. Ber það vott um að sveitafólkið sé nú farið að meta hestamennskuna — geta veitt sér — þrátt fyrir annir einyrkjans — þann unað — þá hressandi og uppörfandi skemmt un, sem hesturinn veitir. Enda þótt útreiðar og hesta- mannamót séu aðalsamkomur hestamanna, halda félögin fundi sína og hátíðar einnig á vetrum. Svo er um stærsta og elzta hestamannafélag landsins, Fák í Reykjavík. Árshátíð þess var haldin 8. febr. 1964. Þar var flutt ræða sú, sem hér birtist hluti úr. Hún var flutt af einum stjórnarnefndarmanni Fáks, Sveinbirni Dagfinnssyni, hæsta- réttarlögmanni. Um nokkurt árabil allt fram til ársins 1955 hafði hestamennska í Reykjavík og víðar verið í öldudal. Ásgeir frá Grottorp segir í bók sinni „Samskipti manns og hests“ árið 1951: „Vér höfum nú um skeið verið að sveima í skuggahiverfi kyrrstöðu og hnignunar í tamningar- og hrossa- ræktunarmálum vorum. En von mín er sú, að vér séum að nálgast sjónarhól- inn, þaðan sem sjá má ávöxt góðrar viðleitni til framdráttar þessu metnaðar- og þjóðþrifamáli. Mín gömlu skilningar vit sjá jóreyk og heyra hrynjandi hófa tök og reiðarglaum viðreisnaraflanna, sem geysast yfir byggðir landsins. Þar eru hinir nýkrýndu riddarar vorir á ferð.“ Víst hafa hin gomlu en skörpu skilningarvit Ásgeirs skynjað rétt — hinir nýkrýndu ungu riddarar eru nú allsstaðar á ferð um reiðgötur Íslands. Félagaaukning í hestamannafélaginu Fák á undanfömum árum er mjög mik il. Ánægjulegast af öllu er að sjá, hversu mjög ungmenni hafa bætzt í hópinn. Fyrir nokkrum árum vom fé- Glaumur er einn af reiðliestum Sveinbjarnar Dagfinnssonar, Húnvetningur aS ætt, frá Glaumbæ í Langadal. Glaumur er viljugur, léttstígur töltari. Hann er nú 11 vetra. lagar flokkaðir niður eftir atvinnu- greinum. Hjá ýmsum starfshópum, sem þar voru ta.dir, hefur orðið margföld aukning. En ein stétt, sem nú er orðin all fjöl menn á hestbaki var ekki, það man ég, nefnd í þessari skrá, þ.e. húsfreyju- stéttin. Það er sérstakt ánaagjuefni, hversu miklir þátttakendur konur og yngismeyjar, — þessi pipar í lífsins plokkfiski — eins og séra Matthías r.efndi þær einu sinni — eru orðnar í hestamennskunni. Eitt sinn var kveðið: Litla jörp með lipran fót, labbar götu þvera. Hún mun seinna á mannamót mig í söðli bera. IConur í söðli sjáum við ekki leng ur. Þær hafa tileinkað sér ásetu, og í flestu búnað karlmanna þagar þær sitja hest, þannig að oft er ekki, til að sjá gott að greina karla frá konum, einkum, ef fólk er búið gegn kulda eða úrkomu. Því var það, að hagorður maður kom ríðandi að hópi fólks í áningarstað og heilsaði: „Sælir piltar“, en var bent á að í hópnum væru einnig stúlkur, að hann sagði: „Hér á landi hafinn nýr er siður. Hrundar klæðin gömlu leggjast niður, herraföt og hnakkur eru þing. Hefst nú vandi hal frá vífi að þekkja, hattur, frakki, buxur augað blekkja, síðast dugar aðeins áþreifing“. En við munum þreyja þorrann og með hækkandi sól hverfa úlpumar og hetturnar og þá sjáum við kvenfólkið vonandi sitja gæðinga sína í litfögrum búnaði. Þær setja sinn fegrandi svip á hóp- inn og við karlmennirnir sitjum hnarr reistari í hnakknum þegar þær eru með. II. Hlutverk hestsins sem þarfasta þjónsins er lokið í íslenzku þjóðlífi. Sam skipti okkar í dag við hestinn eru af annarri rót sprottin heldur en kyn- slóðanna, sem gengnar eru. Hann var þeim fyrst og fremst stoð og stytta í lífsbaráttu í harðbýlu landi, en hann veitti mörgum vissulega samtímia mikla gleði. Davíð Stefánsson segir: „Hjartað heimtar meira en húsnæði og brauð.“ í dag eigum við hesta og umgöngumst þá vegna þeirrar gleði og þess unaðar, sem samskipti við hestinn veita okkur, og fyrir það, að meðan við dveljumst með honum er af okkur létt fargi hins daglega amsturs. Við erum frjáls þær stundir. Fyrr á öldum brúaði hesturinn tor- leiðir og straumþungar elfur. Hann skilaði húsbændum sínum á áfangastað, eða bar björg í bú. Leið hefur vanda fákaflokkur, fólki handa rutt, milli stranda og með okkur, allt vort landnám stutt. mt essu hlutverki hestsins er lokið, en hann gegnir öðru mikiu hlutverki í dag. Hann brúar bilið milli manna. Við, sem hér erum stödd í kvöld, kom- um úr hinum margþættu greinum at- vinnulífsins og höfum án vafa ólík sjónarmið á ýmsu. En eitt eigum við öll sameiginlegt. Það er þelið hlýja til hestsins og gleðin af samskiptum við hann. Þannig hefur hesturinn brúað bilið milli okkar, faert okkur nær hvort öðru. Það er einnig trúa mín, að ferða- lög á hestum hafi kennt flestum okkar að meta landið okkar meira, kennt okkur að nema náttúrunnar mál og skynja með Jónasi Hallgrímssyni að: Tign býr á tindum en traust í björgum fegurð í fjalldölum • en í fossi afl. Við lifum á tímum hraða og þekking ar. Flestir nota sér tækni nútímans óg fara hraðfari milli byggðarlaga eða fara jáfnvel hraðar en hljóðið á yfir- reið sinni á skýjafákum þeim, sem mað- urinn hefur með hugviti sínu fram- leitt, og víst er oft þörf og nauðsyn að nýta sér þessa tækni. Þá hyerfa fjar- lægðirnar og heimurinn verður smár. Ungan mann vissi ég segja, er hann var í fyrsta sinn á ferð á hesti: „Mikið er landið stórt og margt að sjá“. Én landið fannst honum stórt vegna þess að nú sá hann það í fyrsta sinn af nyjum sjonarhóli, sá að það var margt, sem áður hafði horfið honum fyrir hraða bifreiðar hans, eða í rykmekki þjóðveganna. Hann fékk skilning á þeim orðum skáldsins, sem ég var að fara með, naut hvíldarinnar í birkilaut meðan hestarnir gripu niður, skynjaðl fegurð grasanna, sem við götuna greru og hreinleika náttúrunnar. Þeim hóp sem hér er inni og öðruni þeim, sem gleðjast hverja stund, sem þeir eiga með hestum sínum óska ég sem flestra unaðsstunda á ókomnum árum með hestum sínurn og félögium, ja,fnt í byggðum dala, og upp til fjalla- sala. Aðálliturinn í félagsfána Fáks er blár. Ég óska félaginu og félagsmönn- um þess, að glöð birta vorblámana megi ætíð vera yfir starfi félagsins. 14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 37. tbl. 1904.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.