Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 13
Þeir, sem trúa bjargfast á framhaids-
líf, vita ekkert meir um eðli þess en
hinir, sem afneita því. Menn drýgja
glæpi hver gagnvart öðrum í skjóli
þess að það komist ekki upp í lífi þeirra
eða síðar, og sú áhætta er engu minni
í jarðlífinu út af fyrir sig en þótt fram-
ha d þess væri til í einhverri mynd.
Menn þurfa því að taka afstöðu gagn-
vart hátterni sínu alveg án tillits til
fx-amhaldslífs sálarinnar.
að er ástæðulaust að rekja þann
fróðleik og hugieiðingar út frá sögu-
legri þróun sálarfræðinniar, sem bókin
flytur, en henni lýkur á þá leið, að höf-
undurinn aðhyliist kenningar Gilberts
Ryles í bók hans „The Concept of Mind“
1949. Þar er vikið áþreifanlega frá kenn
ingum fyrri alda sálfræðiniga með því
að Ryle hverfur frá þeirri skoðun að
hið sálræna sé athafnir eða viðburðir
út af fyrir sig, heldur speglist í sálinni
aðeins tilhneigingar til athafna og að-
gerða, sem líkaminn og starfsemi hans
eru undirrót að. Slíkar tilhneigingar
frá líkamianum, og þar með sá'.in, eru
því úr sögunni um leið og maðurinn
er allur. Þessi kenning aðhyllist líka
„hrausta sál í hraustum líkama“ og
öfugt. Stór sál í hrörlegum líkama er
ekki andmæli gegn skoðuninni; hún
hefði bara verið þeim mun andríkari í
hraustari líkama. Munur á mönnum og
dýrum er þannig aðeins fólginn í ein-
faldari tLhneigingu dýranna. En sálar-
líf manneskjunnar er sivo flókið og
margþætt (þroskað), og það gerir gæfu-
muninn milli manna og dýra. Líkami
getur þannig verið til án sálar, en ekki
öfugt. Allir sjúkdómar, geðveilur sem
aðrir, eru því af líkamlegri rót.
Ekki veit ég hvort þetta er skoðun
íslenzkra sálfræðinga eða heimspekinga.
Þegar ég blaðaði nýlega í bókinni „Ver-
ö d milli vita“ eftir dr. Matthías Jónas-
son, sá ég ekki spuminguna um sam-
band sálar og líkama setta fram frá
þessum sjónarhóli. En á einium stað
stendur þó: „Maðurinn er ekki klofinn
í líkama og sál: hann er siatmrunnin heild
beggja“. Táknar þetta ekki, að eitt muni
yfir bæði ganga að lökum?
A nnar félegsskapur en spíritistar
hefur trúmál á sinni kö-nnu án þess að
bendla þau við sérstök tirúarbrögð. Það
eru guðspekingar undir forustu Grétars
Fells rithcifundar.
Þeir eru sannfærðir urn annað líf,
h'álp að handan, og telja að nægilega
sterkar sannanir séu til fyrir því.
í sunnudagsbhði „Tímans“, 25.11 1982,
er viðtal við Grétar FeUs um gmðspek-
ina. Honum farast þannig orð: „Hinir
sannanasjúku menn, eins og ég kalla
þá, ættu að athuga það, að það að samna
eitthvað er ekld það sama og að gera
eitthvað satt. Það er satt eða ekki, burt
séð frá sönnuninni. Kópemíkus komst
að því, að jörðin gengi umhverfis sólu,
þó að hann gaeti ekki fært fulinægjandi
sann,anir fyrir því á þeirra tíma mæli-
kvarða, en engu að síður er það stað
revnd“.
Þetta síðasta í tilvitnuninni eru ekki
raunvísindi. Hvorki Kópemíkus né aðrir
siðar hafa komizt að því sem staðreynd,
að jörðin gengi umhverfis sói.u, og það
vex-ður ekki sannað af þeirri einfaldu á-
stæðu, að rúmið eða geimurinn hefur
engan ákveðinn standstað (viðmiðunar-
stað) fyrir visindin. Það má alveg eins
miða hreyfingar pláneta og sólar við
jörðina sem standstað eins og sóiina. En
með sólina sem standstað verður mynd-
in af hreyfingunum einfaldari í meðför
um útreikninga og sú leið er því talin
vísindalegri.
Að sanna eitthvað I raumvisindum er
að framkalla sannindi, staðfesta tilgátu
með tilraunum. Ef eitthvað „er satt,
burtséð frá sönnuninni“, þá er um sann
færingu eða trú að ræða, eins og allar
svonefndar sjálfsagðar forsendur í rök
fræði eru.
Það er fróðlegt að bera skoðun Grét-
ars Fells saman við ummæl,i séra Sveins
Víkings í „Morgni" (bls. 5 og 6). Eftir
að hinn síðari hefur lýst þætti um til-
raunir varðandi fjarhrif úr bók Dr.
Rhines frá 3 940 siegir hann: „En það fór
sem oftar, að eitt er að sanna og annað
að sannfæra".
Þarna er það séra Sveinn „hinn sann-
anasjúki", sem kvartar undan erfiðleik-
um á að sannfæra menn um það, sem
hann telur sannindi. Honum nægir ekki
að segja: „ Þetta er satt, burtséð frá
sönnuninni“. Svo sjálfbyrgingslegur er
hann ekki.
E itt atriði er lika athyglisvert í
viðtalinu við Grétar Fells, þegar hann
er spurður um fortilveru. Þá svarar
hann: „Já, ailt, sem mönnum er með-
fætt, er arfur frá fortíðinni — þeirra
eigin fortíð, ekki forfeðranna nema að
mjög takmörkuðu leyti. Þannig er til
dæmis með meðfædda listhæfileika.
Þeir stafa af sérhæfingu á ákveðnum
sviðum í fyrri tilveru. Þetta er senni-
lega skýringin á hinum svokölluðu
undrabörnum".
Hér hefur Grétar Fells sama háttinn
á og séra Sveinn Víkingur í fuillyrðing-
unni tiL sluðnings við tilgátur sínar
(„hin eina sennilega og eð.ilega skýr-
ing“).
En tilvitnunin í undrabömin og sam
bandið við fortilveru er ekki nauðsyn-
leg skýring á bráðþroska í bömum og
unglingum, sem kölluð hafa verið
„undrabörn". Grétar Fells gerir ráð fyr
ir meðfæddri reynslu („sérhæfingu á
ákveðnum sviðu,m“), sem stafar frá
fyrri tilveru.
Þekktur lífefniafræðingur hefur
skrifað bók um fmmeindir líkamans
(The Atprns within us, 1981) og segir
á einum stað: „Þekking líffræðingsins
stafar af uppsöfnun tii raunaárangra.
Hann verður að sýna þolinmæði við að
greina sundur hina max-gslimgnu þætti
líffrumianna (sellanna), því í fæstum
tilvikuim getur hann spáð fyrir um þá.
Þessi staðreynd skýrir fátíðni „undra-
barna“ (infant prodigies) meðal fram-
úrskarandi liffræðinga. Sérhæfingin í
tækni starfsins og söfnun þekkingar á
slikri tækni er svo tímafrek, að líffræð-
ingurinn er venjulega kominn á miðja
ævi, áður en hann öðlast upphefð í þess
ari vísindagrein. Öðruvísi hagar til með
stærðfræðinga og bóklærða eðlisfræð-
inga, sem margir hverjir eru naumast
af táningaskeiði, þegar þeir fremja
eitthvert afrek. En þeixra starf er til-
tö.ulega emfalt. Þeir fást við hina ó-
iífrænu veröid, atómin, pláneturnar og
stjömumar, en líffræðingurinn grann-
skoðar sellurnar, sem em byggðar upp
úr flestöllum sömu atómunum sem hinn
ólífræni heimur — en það er eitt atriði,
sem líffi-æðingurinn fær að auki til við-
ureignai’, hinar afskaplega margvíslegu
mótanir lífsins á hin lífrænu efni og sá
þáttur tekur tímainn sinn“.
Þroska „undrabama“ og aða’lega
námshæfni þeirra þarf því ekki að skýra
með fortilveru og meðfæddx-i reynslu,
enda fæðist þá um leið jafnóráðið við-
fangsefni, hversvegna slík reynsla hlotn
ist aðeins fáeinum útvölduan.
F ortilvem-hugmyndin er senni-
lega ævagömul. Gríski heimspekingui--
inn Platón er þannig sannfærður um
hana. í samræðuleik (díalóg) sínum,
„Menon“, lætur hann Sókrates ræða við
þræil sem aldrei hefur lært stærðfræði.
Samræðan fjallar þó um stærðfræCilegt
viðfangsefni, sem Sókrates þekkti lausn-
ina á. Hann byrjar að teikna línur í
sandinn, eins og gert er í flatarmáls-
fræði, og eiga myndirnar að sýna hvers
eðlis viðfangsefnið er. f umræðunni læt
ur Sókrates nægja að benda á rangtúlk-
anir þrælsins og missagnir, sem honum
verða á í tilrauninni til að leysa verk-
efnið. Að lokum, eftir korterstíma, ken
ur þrællinn svo með rétta lausn, þótt
Sókrates hafi eigi gefið aðrar upplýs-
ingar en þær, sem þurfti til að skil-
greina viðfangsefnið.
Platon hefur skýringu á reiðum hönd
um. Þekkingarleysi þrælsins hefur snú
izt í þekkingu eingöngu af þeim sökum,
að smátt og smátt rifjast upp fyrir hon
um þekking', sem hamn hefur einhvern
tíma öðlazt, en gleymt. Bn þar eð hann
lærði aldrei stærðfræði, gat þekkingin
ekki stafað frá þessari tilveru hans og
hlaut því að vera til orðin í fyrri tiil-
veru. Ályktun Platóns vor ekki aðeins
um fortilveru mannsálarinnar, heldur
einnig tilvem að jarðlífsverunni lok-
inni, sálarlíf að þessu loknu.
Frásögnin verður að vera sönn til að
hafa nokkurt gildi, en jafnvel þótt hún
sá það orði til orðs, er skýring Platóns
ekki eina hugsanéga skýringin. Við
þekkjum öll samkvæmisleiki (t.d. út-
varpsþátt ,,vitringanna“), þar sem leið-
réttingar á rangtúlkun og ágizkunum,
sem engar jákvæðar upplýsingar gefa,
ljóstna óbeiirlínis og smám saman upp
því, sem leitað er að. í daglegu lifi kom
ast menn oft að merkilegri þekkingu
með þ\ú að prófa sig fram og reka sig
á. (Englendingar kalla það ,,by trial and
error“). Og stærðfræðiregia sú, sem
kennd er við Pýþagóras og var náskyld
þeirri lausn, sem Sókrates fékk upp úr
þraalnum, var upprunalega fundin upp
af egypzkum húsasmiðum, sem komust
að þvi að í þríhymingi með hliðum í
hlutföllunum 3, 4, og 5, var eitt hornið
rétt hom. Þetta nota húsasmiðir enn
þann dag í dag eins og sjálfsagðan hlut,
en hjá fornsmiðnum egypzka, sem komst
fyrstur að þessu, var ekki neinni stærð
fi-æðireglu til að dreifa heldur var þetta
heppnisatvik, sem nægði til síns brúks.
Aðrir fundu siða.n regluna.
(Framhald í Jóla-Lesbók).
SMÁSAGAN
Fi'aniha'd af bls. 3.
fremur skemmtan, hvað stundum þótti
þó um of, helzt ef nokkrir kátir réru
undir hann, þar hönum hafði verið
gjarnt að vera í þeirra selskap, jafnvel
þar sem. fjölmenni var, svlo sem í brúð-
kaupurn og á Alþingi, hvað vélvildar-
mönnum hans var ógeðfellt, svo að þeir
vildu halda hönum þar frá, samt tókst
það ekki að vilja þeirra, því maðurinn
var upp á slétta bændavísu í siðferði og
-háttalagi, hvar af það sést, að það hét
um hann sem aðra menm: Hvör hefur
sinn brest. Samt meðkenna og játa aliir,
sem af skynsemi tala og sannlexk- nn
vilja segja, að hann var þar fyrir utan
hinn gáfu- og andríbasti prédikari eg
hið helsta skáld á síðari tímurn hér á
landi“. Og ég furða mig á viðkvæmn-
inni sem heiðariegur sagnritarinn nær
ekki að harka af sér, því eitt orð, að
minnsta kosti, nær að bregða feimms-
roða á kinnar hans, brðið samt! Samt,
segir góðui- hugur, en á þó bágt, því
hugsunin er snúin: Jafnvel! þótt hann
væri þræll — var hann konúhgur!
Mér líður illa þegar ég hugsa um
þessa kirkju, eða réttara sagt: af hugs-
uninni um hve miklar landeyður þið er-
uð. Nú á að fara að hrúga þessu upp, en
fyrir hverja? Guðspjallagutlara með
skolp í æðum? Hefurðu ekki fyrir löngu
séð að það er vonulaust að kristna þessa
þjóð?
Jú, vonlaust.
En samt sem áður — þegar maður
hefur í hugia slag nn, þann mikia guð
—eruð þið guðlausir fanfar. Dirfist þá
að gfotta, örsnauðir.
Það þýðir ekki að æðrast. Mér skilst
að þess vegna kjósi nienn að hætta að
æði-ast, og þar með lægja geð sitt. Því
nú þykir það smekkleysa ég tala nú
ekki um sönginn, sem þó í eðli sinu er
æð'rukenndur.
Hvort á ég að fara að halda að veríð
sé að bíöa? Þetta stýri lífinu hér, því
engin önnur hugboð gera jafntítt vart
við sig. En eftir hverju? Klerkar eftir
að einhver byrji að trúa? Nú byggi þexr
kirkjur til að sýrxa að þeir séu reiðu-
búnir þegar eitthvei-t líf kviknar? Eða
í örvæntingu séu að tryggja kirkjur áð-
ur en trúin týnist, laun við rekstur
þeirra? Og annað eftir því, stjórnmál-
in, til dæmis? Allir þjónar séu að bída
fyrir eða vegna biðarinnar? Aðeins til
þess að fá að hánga við hagnað í pví
sem tórir enn, eða á að tóra, bíði bar
hljóðir meðan ekkert aili er til og er.g-
inn andi? Og þess vegna sé allur þessi
holi, grafai-hljóði skrækur, sem ég heyri
frá ykkur, og það glott ailt sem honum
fylgir? Allir séu landeyður af því ekk-
ert megnar að verá td? Er þá kannski
verið að bíða eftir einhverju úr fjai-ska'’
Ameríku? Rússlandi? 3ölvuð þögrt!
Bölvað glott!
Hvað vilt þú að við gerum?
Ég hef ekki trú á meiri efnishyggju
og matarást. Jafnvel þótt skríllinn
kynni að leggja stund á mannát og æt-
ist til muna, yrði það ekki til annars en
að það sem eftir lifði dasaðist í náðuxi
kviðfyllinnar. En í nafni þeirra væfta
sem ölva og hrifa: Byggið Óðinshof!
Hvílík 'hugmynd!
Timi Óðins er kominn.
Hann mundi lenda sti-ax í þrasi og
engu koma til leiðar, fyrst löggæslunni,
síðan blaðastrákunum og guttunum sem
fylgja þeim með myndavélai-nar, og
allt í einu er ásinn orðinn að einlhverj
um Óla Magigadon innan um klúrar
greinar og íþróttir dagblaðanna. í mesta
lagi ef aðallinn nauðaði á honum uin
fræðslu í norrænu og sliku snatti.
Þú verður að skilja hann maklega.
Kvernig á ég að skilja hann?
Vegna ykkar sem enn eruð fagrir og
ég elska: Gefið honum það sem hans
er: ijóðið og sönginn! Skilyrðislaust!
Ég skil!
A.uðvitað skal hann strax settUr
svimhátt ofar öllu sem faigurt er talið
hér; síst af öllu má gefa gi-úskinu færi á
að fara höndum um dýrlega ásýnd hans
mæla hana og skrá. Þessi guð er svo
glæsilegur fulltrúi skáldsbaparins að
það er blygðun að minnast á ýlduflögin
ykkar og pá.itísku forarnar í sömu and-
rá.
Hvað er ekki for? Hún nær til enda
heiims.
En hér kem ég að aðalatriðinu, pví
það er vélrænna og vöðvameira, bess
vegna vinsælla og líkltTgra til að aila
skjóts fylgis, arðbært eins og sláturhús.
Hvað er það?
Einnig guð fyrir hrottann, fyrir hið
dæmialausa þjóðlega jafnaðargeð: Gefið
dótinu Þór!
Þú hefur sagt það.
Þór fyrir harkið klúra. Látið matar-
ástina dánkast í guðsó-tta skrokksins:
látið þessar skepnur herja hverjar aöra
í mannáti úr því það er óhjákvæmilögt
— og hverfa lengra inn í vitfirringuna
og dauðann!
Þú segir satt — ég finn að land.5
hristist undan orðum mínum. Ég kann
ast við storminn.
Gættu sjálfs þín — að kafna ekld í
fyririitningu! En tefldu þeim fram
Óðni fyrir sönginn, Þór fyrir belj xnJi
nautin!
Þú segir það sem blífur: Það er von-
laust að bjóða Óðin — og þýðir þó!
Eitt æði er betra en ekkert, eitt hneyKSÍi
betra en ekki, kannski ómetanlegt, ef
það á rasinu fram næði að gefa ærlega
á kjaft. Dauðakippurinn er ekki alveg
jafndauður og dauðinn. Betra eða meira
lífi gaett er það skap sem ekki léti sar.
á sama standa ef því yrði ekið út á
hauga einhvern daginn heldur en það
sem lætur moka sér niður bakkarm.......
Já_—• óðin!
Eg segi ekki meira að sinni. Láttu
þánkaim taka við! (Það gerist a!diei
neitt nema í draumi! Það er enginn sann
leikur hvort sem er — nema draumui!)
37. tbl. 1964.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J3