Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 8
IBN SAÚD skipun til dyravar<0a Faradisar/ um ao hleypa þeim innfyrir. R> Eftir Siglaug Brynleifsson Arabía er stórmikill skagi, sem skagar út úr Asíu í suðvestri. Skagi þessi markast af Rauðahafi, Arabíuflóa og Persaflóa. Að norðan minnist skaginn við upp- lönd Mesópótamíu og sýrlenzku eyðimörkina. Innlönd skagans eru hrjóstur og eyðimerkur, en vinjar gera þessi svæði þó byggileg nema syðst, þar sem er Khali-auðnin. Með ströndunum eru frjósöm héruð og hin byggilegustu. Fjöll skilja inn- lönd skagans frá strandlengjunni í suðri, vestri og austri syðst og hallar innlöndunum í austur allt til Persa- flóa. Veðráttan er mjög þurrviðrasöm í innlöndum skagans en vætusamari við ströndina. Það er ekki óalgengt að það líði ár án þess að komi dropi úr lofti þegar dregur innar á skag- ann. Helzta nytjaplantan er döðlu- pálminn í vinjunum, en við strönd- ina eru margar fleiri tegundir nytja- plantna. Kaffi er talið upprunnið í Arabíu svo og ýmiskonar ilmjurtir og kryddjurtir er voru mjög eftir- sóttar. Þarfasta húsdýr hirðingjanna er úlfaldinn og án hans væri mann- líf á innlöndum skagans óhugsandi, hann þolir vatns'leysi öllum öðrum dýrum fremur. Arabíski hesturinn er ættaður af þessum slóðum, en hann er talinn flestum hestum betri. Auk þessara húsdýra halda þeir sauðfé og geitur. Saga mannlífs í þessum landshlutum skiptist í tvö höfuðtímabil, tímabilið fyr- ir daga Múhameðs og tímabilið sem hefst með honum og þeim trúarbrögðum, sem við hann eru kennd. Þegar rætt var um Araba og Arabíu var oftast átt við þær þjóðir sem byggðu innlönd skagans, sem nú eru nefndar Bedúínar. Frá upphafi hafa þeir stundað ránsferðir á hendur þeim þjóðum serri strandlengjuna byggðu og einnig þeim, sem byggðu Mesópót- amíu og löndin fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Sumir sagnfræðingar álíta að frum-heimkynni Semíta séu í Arabiu, og þaðan hafi straumur þeirra legið til ná- lægra menningarríkja. A ströndum skagans komu snemma upp menningarríki og þaðan komu eftir- sóttar afurðir, kryddvörur og ilmefni. E, á 18. öld, er Waihhabisminn. Boðberi þess arar hreyfingar var Múhameð ibn’Abd ul-Wahhab, hann var fæddur 1703. Á yngri árum ferðaðist hanin til SýrLands og íraks tog tekur að boða kennímgar sin ar um 1750. Hann deildi hart á ýmiskon- ar hjátrú, sem grafið hafði um sig í Mú- hameðstrú, allt frá því að spámaðurinn hafði hafið upp raust sína á sjöundu öld eftir Krist. Hann deildi og á ýmiskonar munað og hóglífi og bauð afturhvarf til Líki Saúdannia var illLa séð af Tyrkjum. Þeir fólu A'ii Pasja, landstjóra í Egyptalandi, að berja niður villukenn- ingar Wahhabistanna, baráttan gegn Saúdunum gekk erfiðlega. Á 19. öJd gengur ekki á öðru en innanlandsdeilum og baráttu Saúdanna við Tyrki eða Bg- ypta. Á síðari hluta aldarinnar ágerðust deilur in'nan ættarinnar, og minna þær deilur helzt á síðari hluta mervíkinga- tímabilsins í Frakklandi. 1865 deyr Fei- sal og þá hefst borgarastyrjöld með laun- morðum, eiturbyrlunum pg öðrum sví- virðingum. Synir hins látna þjóðhöfð- ingja berjast um völdin. Meðan á þessu gekk, saxaðist stöðugt af riki Saúda, og eftir ósigur Abduls Rahmans föður Ibn Saúds, við AI Mulaida 1891, var veldi Saúd-ættarinnar úr sögunni um tíma. Ibn Saúd, Abd ul-Aziz ibn Abd ur- Rahman ibn Feisa/1, eins oig hann hét fullu náfni, fæddist um 1880 í Rijadii. Hinn sigursæli Ibn Saud a efn arunu I ftir daga Múhameðs þenst veldi Araba allt til Atlantshafs, þeir fara sem logi yfir akur á skömmum tírna og verða arftakar hluta rómverska ríkisins. Innan Arabíu gekk á ýmsu, landsvæð- ið skiptist milli innlendra og erlendra þjóðhöfðingja, en aldrei varð neinn þeirra það voldugur að hann réði megin- hluta skagans. Áhrifa framandi ríkja í Arabíu gætti að jafnaði lítið. Rómverjar höfðu gert út leiðangur á árunum 25—24 fyrir Krist, en sá leiðangur misheppnað- ist gjörsamlega. Portúgalar ná ítökum í Oman 1508 og Hollendingar taka að seil- ast þar til yfirráða síðar, en á 17. öld ná Englendingar áhrifaaðstöðu við Persa- flóa með aðstoð íranskra kaupmanna. Sú hreyfing, sem sterkust áhrif hefur á gang mála í Arabíu þegar kemur fram einfaldra trúarhátta og venja. Hann reisti kenningar sínar á Kóraninum og kenningum og eftirbreytnisverðu lífi spámannsins sjálfs. Mörg ár liðu án þess að kenningum Wahhabs væri veitt nokk- ur athygli. Hann var einn þessara lærðu flækinga, sem létu ljós sitt skína fyrir utan moskurnar. Svo gerðist það að ætt- arhöfðingi Saúdanna hneigðist að kenningum hans. Veldi ættarinnar þenst út, frá því að vera smá-sjeik-dæmi, þar til það spannar nær alla Arabíu. Það var hinn trúarlegi eldmóður Wahhabs og fylgjenda hans, sem orkaði þessu. Hinar nýju kenningar náðu svo vitt sem sverð Saúdanna. Samkvæmt Múhameðis trú hljóta allir, sem falla vegna trúar- innar, vist í Paradís. Því var fleygt, lík ast til af fjandmönnum Wahhabs, að her- menn Saúda hafi fengið skrifaða til- Ellefu árum síðar er hann ásamt föður sínum og ættmönnum flóttamaður í Ku- waít og lifir aif náðarbraiuði Múbaraks sjeiks. Faðir hans reyndi að ná völduim aftur, en beið ósigur við Sarif árið 1900. Eftir það fékk hann völdin í hendur syni sínum, Ibn Saúd. Og það er hann, sem heldur 1901 með aðeins tvöhundruð manna lið gegn fjandmönnum ættar sinn- ar. Honum tekst að ná höfuðborginni Ríjadh á sitt vald við fimmtánda mann. Það afrek varð á svipstundu frægt meðal hirðingjanna í nálægum héruðum og jók honum mjög fylgi og álit. Næstu árin átti hann í höggi við Tyrki og höfuðandstæðing sinm ibn Rasjid oig sigrar hvora tveggja 1904 og 1906. Næstu árim vann hann að því að skapa þjóðfélag laga og rébbar, ríki sem stæðist fyrir eigin styrk, en væri ekki ha'ichö samam með persónulegri vald- beitingu hans sjálís. Slík ætlam var miðað við allar aðstæður ofurmannleg. Hirðingjarnir vissu ekki hvað skipulegt þjóðféla.g var, fáir þeirra vissu nokkiur deili á slíkum ríkjum. Laind hans var eitt það einangraðasta í heiminum og íbú- arnir gjörsamlega ómenntaðir og einsýn ir í þokkabót, en trúaðir. Ekkert ríki hafði til þess staðið til lamgframa í Ara- bíu vegna þess að lögum og rétti hafði aldrei verið komið yfir hirðingjana. Ea Ibn Saiúd ætLaði sér að framkvæima þetta að skapa ríki, sem byggði á löiguim og rétti. Honum hafði einnig huigkvæmzt aðferðin til að koma þessu í krí.ng. Hluti hirðimgjanma yrði að leggja niður hjarðimennsku og gerast bændur. Hirð- inginn þarf ekki að fara að lögum, en sá sem erjar akur og bíður uppskerunn ar þarfmast friðar. Lögin skapa friðinn. ríkisvaldið setur lögin og verndar frið- inn. Við ríkjandi aðstæður var tómt tal að ætlast til þess að hirðingjiarmir, sem rásuðu um merkurnar með hjarðir sinar, áttu í stöðugum deilum sín á milli og fýlgdu þeim þjóðhöfðingja, sem vold ugastur var það .'ðnnið að málum, hlýddu lögum. En fengjust þeir til þesis að festa byggð sína og tækju að erja landið og lifðu við meiri hægindi en áður, þá myndu þeir hlýða lögum. Ibn Saúd hugðist setja upp nýlenduV í vinj um ríkis síns, koma þar fyrir fólki af ýmsum ættflokkum,þar sem trúarbrögð in eða Wahhabisminn kæmi í stað ætt flokksins, hollustu þeirra væri bundin konungi og guði í stað sjeiksins eða ætt arhöfðingjans. Þessi veralldJegu og trú- arlegu samfélög skyldu nefnast Bræðra lagið. Hann virkjar meðfætt ofstæki og einsýni hirðingjanna í trúarlega þjóð- erniskennd og kemur yfir þá löguim og reglu. Hér haifði hann einnig hið bezta hráefni í hollan og dugmikinn her. Hon um veittist auðvelt að færa út Landa- mæri ríkisins á kostnað Tyrkja. Þ að er undrunarefni að honium skyldi detta þessi lausn í hug. Hann hafði not- ið meiri fræðslu en almennt var á þesa um slóðum, en sú fræðsfa var öll sniðin að kenningu strangtrúaðra Wahhabista. Hann var ekki og varð ekki víðförulll, ölil lifsreynSíla hans fraim til þessa var bundin eyðimörk og eyðimerkurhernaði. Hugmyndir ha.ns um siðun hirðingjanna. eru ekki til komnar af annarlegum á- hrifum. Má vera að fyrirmynd hains séu kenningar spámannsins sjálfs og eigin grufl. Samband hans við umheiminn var til þessa mjög takmarkað. Hann haifði saim band við sendifulltrúa Breta við Persa flóa, Cox, Knox og Shakespear. Þetba voru ái'lt hinir ágætustu menn og þau afskipti sem þeir höfðu af málum Ara- ba og Ibn Saúds urðu báðum til góðs. Enn einn Englendingur kemur mikið við sögu Ibn Saúds. Það var Harry John Philby. Ha.nn gerðist maður Ibn Saúds og dvaldi með honum til æviloka. Hann var ráðunautur hans í utanríkismáluim og ráðgjafi um margvísleg mál. Philby skrifaði fjölda bóka um Arabíu. Hann var einsýnn, sérvitur, þrjózkur og þras gefinn, hin furðulegasta persóna. Hainn tók að lokum múhameðstrú og konung urinn sjálfur var guðfaðir hans. Hamn var sá eini af hirðmönnum Ibn Saúds sem þorði að deila við hann og hann vair honum alLltaf hollur, einnig eftir að Ibn Saúd varð einn af auðugustu mönnium heims. Þær heimildir um konunginn, sem til eru frá þessum tíma, eru frá þesn um mönnum kom,nar. Ibn Saúd reyndist glöggskygign og skarpur í utanríkismálum o/g það vair viðurkennt aif þeim, sem bezt vissu. Cox sagði einhverju sinni að hann vissi ekkl til að Ibn Snúd hefði nokkru sinni bek- ið skakka ákvörðun. c kJ kömimu eftir fyrri heimsistyrjölld leggur Ibn Saúd undir sig Hejaz, en það var aiuðugasita ríki skaigans og þar voru hinar helgu borgir múhameðstrúor 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37. tbl. 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.