Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 7
imvm
VETUR
Svo langt sem augað
eygir er jörðin
snævi hulin. Innsti bærinn
í dalnum er orðinn samlitur
jörðinni, þakið hulið þykku
snjólagi, snjóskaflar teygja
sig upp eftir veggjunum. A
stöku stað skjóta snjólausir
girðingarstaurar upp kollin-
um og stinga í stúf við hvít-
an lit lífvana jarðarinnar.
Bærinn hefur til skamms
tíma verið grænmálaður, en er
nú farinn að láta á sjá, enda
að vonum; þar eð veður eru
Ihér oft með eindæmum válynd,
sér í iaigi á vetrum, þegiar vind
urinn blæs nístingskaldur frá
opnu hafinu. Ber bærinn ótví-
rætt svipmót hinna óblíðu nátt-
úruafla.
Skamman spöl frá bænum
standa útihúsin, fremur lág-
ikúruleg, veggirnir hlaðnir úr
torfi og grjóti, timburþak yfir,
allt er nú snævi hulið, hvergi
sést vottur um hið minnsta lífs-
mark.
Vindurinn gnaúðar á gluggun
um á bænum og myndar annar
legan samhljóm við grát lítils
drengs, sem klórar í hélaða rúð
una með dofnum fingrum. Ekk-
ert megnar að vinna bug á sorg
!hans. Hann rýnir út yfir enda-
iausa snjóbreiðuna og hlýðir
óttasleginn á þetta gnauð, sem
myndar svo ógnþrungið undir-
spil við slitróttan andardrátt
föður hans og reglubundið tif
vekjaraklukkunnar.
Mr að var fátæklegt um að
litast í litlu stofunni. Undir
giuigiganum stóð rúmið og við
©nda þess var fornfáleg drag-
kista. Faðir drengsins litla ló
í driflhvítu rúminu, andlitið var
fölt, svipurinn bjartur og
hreinn. Hann horfði sljóum
augum á konu sína, sem kraup
við rúmstokkinn í hljóðri bæn.
Síðan sneri hann sér að syni
eínum. Hann rétti fram aðra
(höndina og sagði méð við-
kvæmni í röddinni:
— Nonni minn, þú hefur allt-
ef verið svo góður drengur. Ég
vona, að þú verðir það alltaf.
Vertu ailtaf góður við hana
snóður þína. Treystu guði, og
þá mun þér ganga allt að ósk-
um.“
Drengurinn vissi ekki, hvað
hann átti að segja, hann kink-
a'ði bara kollL
Svo horfði hann á móður sína
og sá tárin, sem hrundu niður á
vanga hennar. Hann haifði aldr
ei séð hana gráta fyrr. Hann
hélt ekki, að fuflorðið fólk gæti
grátið. f>að færðist yfir hann
undarleg tómleikatilfinning,
hann sneri sér við og fór að
virða fyrir sér frostrósirnar,
invynd sins, og það þótti
boniujHB gott að heyra, því a@
tiOMHS þótti vsenna um föðor
sinn en nokkuð annað í heim-
inum.
Þegar hann var tilbúinn að
leggja af stað, kvaddi hann móð
ur sina. Hún áminnti hann um
að fiara varlega, kyssti hann á
ennið og opnaði síðan hurðina.
Þa'ð marraði í hjörunum, kald-
ur vindsveipur næddi um hús-
ið, og drengurinn flýtti sér út.
Mr að var enn bjart af degi.
Hann hljóp niður túngarðinn;
áður en varði var bœrinn horf
inh sjónum hans. Hann lét það
ekki á sig fá, þótt hann dytti
öðru hverju, heldur flýtti sér
að koma fyrir sig fótunum á
nýjan leik. Þannig eigraði hann
láfram, barðist við ísingsblaut-
an storminn, sem kom æðandi á
móti honum, eins og gráðugur,
hungraður újfur, ýlfrandi, hivæs
aindi,þyrlaði upp snjónum, eirði
engu, leið yfir jörðina eins
og gráðug ófreskja, sem vildi
gleypa hann með húð og hári.
Þetta kald'hæðnislega ýlfur
skaut honuffl skelk í bringu,
hann reyndi að loka eyrunum
orÓFOfvann, sem hékk eins og
grýlukerti neða-n úr rauðwn
nt4breddmum, og saug svo
meira upp í neíið.
O éra Sigtryggur átti
heima handan við heiðina. Leið
in lá yfir fjailið; drengurinn
fetaði upp brattann í snjónum,
sem ýmist náði í ökkJa eða (hné.
Þrátt fyrir ullarvettlingana,
sem móðir hans hafði prjónað
og gefið honum í afmælisgjöf,
fann hann til stingandi sárs-
aukia á höndunum vegna kuld-
ans. Öðru hverju sneri hann sér
við, þá skellti hann sama hönd
unum til þess að halda á sér
hita. Hann hafði svo oft séð
pabba sinn gera það, þegar kalt
var. Nú fannst honum hann
vera orðinn fullorðinn líka.
Þessi tilhugsun veitti honum
styrk og hann bauð hríðinni
byrgin ótrauður.
Or'ð föður hans hljómuðu sí-
fellt í eyrum hans: „Treystu
guði og þá mun þér ganga allt
að óskum“. Honum fannst það
í senn óraunverulegt og óskiljan
legt. Þetta var jú pabbi hans,
eini pabbinn, sem hann átti.
sem skrýddu rúðuna með marg
breytiilegu mynstri.
Þegar hann hafði skamma
hríð staðið við gluggann, fann
hann að móðir hans lagði hönd
sína varfærnislega á öxl hans.
Hann leit spyrjandi á hana.
Hún var þreytuleg eftir svefn-
lausa nótt, hvarmarnir voru
þrútnir, hárið úfið og rytjulegt.
— Nonni minn, sagði hún, þú
vei*ður að fara til hans séra
Sigtryggs og biðja hann um að
koma, hann faðir þinn á ekki
langt eftir ólifað.
Drengurinn svaraði ekki,
enda var þess ekki þörf. Móðir
'hans var þegar byrjuð að tína
til föt handa honum. Hún sagði
að hann yrði að búa sig vel í
þessu veðri, þa'ð gæti skollið
á blindibylur, þegar minnst
varði.
Hann var tólf ára, stór eftir
aldri og kraftalegur, hárið gui-
leitt og fallega liðað, augun blá.
Séra Sigtryggur hafði oft sagt
við hann, að hann væri sönn
fyrir því og lét hugann reika
'heim.
Hann fór ósjólfrátt að hugsa
um föður sinn. Endurminning-
arnar birtust ljóslifandi í hug-
skoti hans, í senn hugljúfar og
dapurleigar; dapurlegar vegna
þess, að þær ollu honum trega
á þessari stundu. Hann minptist
'hinna ótal gleðistunda, þegar
þeir höfðu farið upp á fjallið
fyrir ofan bæinn. Hann minnt-
ist þess, þegar þeir fóru saman
upp á H'áatind, hæsta fjallið í
nágrenninu; þaðan var svo við
sýnt, að sá yfir sjö sveitir. Þessi
dagur hafði verið einn skærasti
sólargeislinn í lífi hans. Faðir
'hans hafði bent honum á öll
fjöllin í nágrenninu, og þegar
þeir komu heim, hafði mamma
bakað pönnukökur, sem þeir
fengu með spenvolgri mjólk-
inni.
Haon vafði fastiar að sér
treflinum og dró húfuna niður
fyrir eyru. Svo saug hann upp
í nefið, þurrkaði burtu vesæld-
Hvers vegna var guð svona
ranglétur? Og hvað yrði svo
eiginlega um hann og móður
‘hans?
Hann hafði ekki gefið sér
tíma til að 'hugsa um það, því
að allt hal’ði þetta gerzt í svo
skjótri svipan. Fyrr en hann
vissi, hrundu tárin niður á vang
ana. Hann fól andlitið í höndum
sér. Snjókleprar loddu við loðna
vettlingana. Hvernig sikyldi
móðir hans hugsa til hans
núna?
Hann brast i grát og skömmu
síðar hné hann lémagna útaf í
snjóinn.
Hann stóð ekki upp strax.
Honum fannst það dásamleg
hvíld að liggja í mjúkri fönn-
inni og virða fyrir sér hvæs-
andi stormskýin, sem þutu yfir
'höl’ði hans og hurfu síðan út í
endalaust tómið. Hann reyndi
að gleyma og varpa frá sér öll-
um áhyggjum.
Hann horfði á grámuskulega
skýjabólstrana, sem héngu eins
og siaeður yfir snjókrýnðum
fjöllunum þarna lengst útí 1
fjarskanum. Hann hlustaði á
storminn, hiustaði á þetta ýlf-
Ur, sem endurtók sig í sífellu,
það gróf um sig í vitund harvs
og honum fannst hann vera svo
óendanlega lítill í samanburði
við allt það, sem augu hans og
eyru urðu vitni að.
Mr egar hugur hans batzt
umhverfinu og raunveruleikan
um á nýjan leik, var skollið á
svartamyrkur. Ef til vill hafði
hann sofnað. Hann vissi það
ekki. Koldimm nóttin grúfði
yfir honum eins og vofa, og
stormurinn vaj- kominn í al-
gleyming. Hann reis á fætur og
skjögraði af stað. Stígvélin
þrengdu að honum og hann gat
í hvorugan fótinn stigið vegna
sársaukans. Hann dróst áfram
með veikum burðum.
Skyndilega varð hann þess
áskynja, að hann var orðinn
blautur í fætuma, og um leið
fann hann til nístandi kuida á
fótleggjunum, . hann ri'ðaði á
fótunum og pataði höndunum
máttleysislega út í loftið. Svo
lá hann endilangur í ísköldu
vatninu. Hann saup hveljur og
reyndi að standa á fætur, en
datt aftur. Nístandi kuldi læsti
sig um hann allan, tennurnar
glömruðu í munninum á honum,
hann skalf og nötraði, hann
klóraði í bakkann með dofnum
og máttvana fingrunum og
neytti síðustu kraftanna til að
komast upp úr helköldu vatn-
inu.
Honum tókst það u.m siðir, og
svo lá hann á ísnum, bara lá og
gat ekkert gert. Hann reyndi
að hugsa, en hann gat það ekki,
hann gat ekki einu sinni gráti'ð,
— hálfkæfð stuna brauzt fram
á varir hans, hann umlaði eins
og ski:mingsvana fáviti — og
einmitt þá litu svipsljó augu
hans ljós einhvers staðar í fjar-
lægðinni.
Hann reyndi að rísa upp á
olly.gana og mjaka sér áfram,
en handleggirnir létu ekki að
stjórn viljans, hann lyppaðist
niður eins og tuska. Hríðin
lamdi miskurmarlaust helblátt
andlitið, og stormurinn ýlfraði
ólhuignanlega eins og jafnan
fyrr. Það var eins og hann vildi
hæðast a’ð drengnum, sem lá
þarna hj'álparvana, en var þó
það eina, sem móðir hans átti.
Og skyndilega barst honum
til eyrna rödd föður síns, mátt
ug.ri og nálægari en nokkru
sinni fyrr. Hann leit upp og
'honum fannst hann standa Ijós
lifandi fyrir framan sig og
segja við sig: „Treýstu guði, þó
mun þér ganga allt að óskum“.
Hjarta drengsins litla fyllt-
ist fögnuði og dauft bros færð-
ist yfir fölt andlitið, „pabbi
minn“, hvíslaði hann hásum
rómi, „ég er að koma til þín,
elsku paibbi minn . . .“
■í\ð morgni næsta dags eT
hrí'ðinni slotað. Jörðin er snævi
hulin, fjöllin hvítkembd í miðj
ar hlíðar, allt er hljótt, svo
undarlega hljótt, þar til 9Ólin
brýzt fram úr skýjunum og
varpar gullnum geislum sínum
yfir lífvana jörðina og líkama
lítils drengs, sem liggur um-
komulaus úti á viðavangi og
horfir opnum augum á fegurc'
himinsins, en getur samt ekki
skynjað hana. —ai—
37. tbl. 1964.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7