Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 11
— Blimey,
hvað ertu xneð
þarna?
— Þekkirðu
ekki gráhund?
— Hvað ætl-
arðu að gera
við hann?
— Nota hann
í veðhlaup!
— Þú vinnur
hann kannski
sjálfur ha- ha.
Nýjar Penguin bækur.
A Dictionary of Science. E. B.
Uvarov and D. R. Chapman.
Penguin 1964. 5s.
Þetta er þriðja útgáfan, aukin og
endurskoðuð. Árlega verða fram-
farir í ýmsum vísindagreinum,
ekki sízt efnafræði og eðlisfræði,
því eru endurskoðaðar útgáfur
uppsláttarbóka mjög nauðsynleg-
ar. Auk þess skapast ný hugtök
og viðhorf örar en áður í atóm-
vísindum og geimvísindum. Þetta
er álcaflega þörf bók bæði fyrir
fræðimenn í þessum fögum og
leikmenn.
A Dictionary of Building. John
S. Scott. Penguin 1964. 6s.
Þetta er ódýrasta útgáfa sem
fáanleg er um byggingartækni.
Þetta er uppsláttarbók og hand-
bók fyrir alla þá sem fást við
byggingarvinnu, bæði fyrir iðn-
aðarmenn og þá, sem eru að
byggja fyrir sjálfa sig. Myndir
fylgja.
Trúarbrögð.
The Pocket World Bible. Edited
by Robert O. Ballou. Roulledge
& Kagen Paul 1964. 6s.
Þessi bók kom út 1948 og er nú
endurprentuð. í þessari bók er að
finna megin kenningar átta
helztu trúarbragða veraldarinnar.
Hindúatrúarbrögð koma fyrst,
úrval er tekið úr helgum ritum
þeirra, Rig-Veda, Atharva-Veda,
Uphanishada-ritum, Bhagavad
Gita, ritum Sri Ramakrishna og
íleirum. Úr ritum Búddhista eru
teknir kaflar, svo sem úr Damma-
pada. Parsaritin Bundahis, Zenda-
vesta, og fleiri slík trúarbrögð
kepptu lengi við kristinn dóm,
um áhrif á Vesturlöndum. Síðan
kemur Gyðingatrú og kristnin
með köflum úr Biblíunni. Úrval
er tekið úr heilgiritum Múham-
eðstrúarmanna, Kóraninum og
Masnavi, og að lokum koma
glefsur úr ritum Konfúsíusar og
þess skóla og Taó-ista, Tao-Te
King og verk Tsjúangs Tze. Þetta
er mikil lesning og kenningum
evipar saman á margan hátt. Mjög
er vandað til valsins og bókin
gefur góða hugmynd um hin átta
trúarbrögð.
Saga, minningar.
Sardinia. Margaret Gúido. Thames
and Hudson 1963. 30s.
Það hefur lítið verið skrifað um
forsögu Sardiniu, þetta rit er það
fyrsta, sem sett hefur verið saman
um þetta efni á ensku. Fyrir
nokkrum árum kom út bók á
ítölsku og forsögu eyjarinnar;
annað hefur ekki birzt nýlega.
Höfundur lýsir fyrstu mannvirkja-
gerð á eynni, en það eru grafir
höggnar inn í björg. Þeir sem það
gerðu komu til eyjarinnar að aust-
an. Höfundur ræðir um fyrstu
menningu eyjarskeggja og síðan
Nuragisku menninguna, en það
skeið stóð frá því um 1300 til 300
fyrir Krist. Þá voru gerðar risa-
grafirnar og miklir kastalar. Sög-
unni lýkur með komu Karþagó-
manna. Lýst er nákvæmlega smá-
styttum úr bronsi af hermönnum,
fjárhirðum, kvenprestum og
fleirum. Þessar styttur eru ein-
stæðar í allri forsögu Evrópu.
Myndir af þessum styttum fylgja
ásamt öðrum ágætum myndum
frá forsögu eyjarinnar. Einnig eru
góðir uppdrættir og skýringar-
myndir prentaðar með texta. Sar-
dinia hefur til skamms tíma verið
utan við heiminn, ef svo má
segja, vegna landlægrar malaríu
og fátæktar. Þetta er nú að breyt
ast, túristasvermurinn er líka
farinn að sveima þangað. Eyjan á
mikla sögu og landslag þar er
fjölbreytilegt og litauðugt og
mannlíf eyjarskeggja og lífsform
hefur haldizt óbreytt um aldir.
Höfundur þessarar bókar er forn-
minjafræðingur og hefur starfað
að uppgrefti bæði á Englandi og
víðar.
Religio Medici and other Works.
Sir Thomas Browne. Edited by
L. C. Martin. Oxford University
Press 1964. 63s.
Sir Thomas Browne var fæddur
1605, dáinn 1682. Hann var læknir
og bjó í Norwich. Hann var vel
að sér í vísindum samtíðarinnar,
var vel lesinn bæði i þeirra tíma
bókmenntum og klassík. Hann
stóð eins og fleiri samtímamenn
hans mitt á milli miðalda og dag-
renningar nýrra tíma. Hann var
umburð'arlyndur í trúmálum en
trúði jafnframt á galdra og átti
hlut að aftöku nokkurra galdra-
kvenna. Hann hafði mikinn
áhuga fyrir hinu óskiljanlega og
fyrir þeim köflum.í Biblíunni sem
fjalla um kraftaverk og hulda
hluti. Þótt hann væri hjátrúar-
fullur og festi trúnað á hindur-
vitni var hann hrifinn af kenn-
ingum Bacons. Hjátrú og skyn-
semi blandast í ritum hans, dauð-
inn var honum brýnt umhugsun-
arefni, það kemur fríjm í riti
hans „Hydriotaphia or Urn Bur-
ial“, sem út kom 1658. Hin trúar-
lega ævisaga hans „Religio
Medici" 1642, ágætist af glæstum
stíl þar sem enskt mál er þanið
til hins ýtrasta. Setningarnar eru
langar og flúraðar orðum af latn-
eskum uppruna, en smekkur hans
á orðavali og fyrir hrynjandi er
óbrigðull. Varðandi stíl og mál-
sögu eru rit hans dýrmæt og einn
ig sem tjáning manns tveggja
tímabila. Trúmálin voru honum
efst £ huga. Hann setti saman
rit um kristna siðfræði „Christian
Morals", sem kom úr 1716 eða 34
árum eftir dauða hans. Annað
rit hans „A Letter to a Friend
upon Occasion of the Death of his
Friend", var prentuð 1690, sex ár-
um eftir lát hans. Þetta er vönd-
uð útgáfa, byggð á fyrstu útgáf-
um verka hans. 17. öldin er mikil
bókmenntaöld ekki síður á Eng-
landi en hérlendis. Sá er munur-
inn að rit enskra höfunda hafa
verið gefin út í vönduðum út-
gáfum af fræðimönnum, en hér-
lendis er það verk svo til óunnið
og er af nógu að taka. 17. aldar
skáld íslenzk eru ekki síðri hin-
um marglofuðu skáldum 19. aldar.
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
Á ÞINGVÖLLUM er grafreitur fram undan bænum og annar
austan kirkjunnar. Gefur að líta legsteina tveggja skálda í hin-
um síðurnefnda. Á annan er letrað nafn Jónasar Hallgrímsson-
ai, á hinn Einars Benediktssonar. Mér er kunnugt um þessa
steina. Á sínum tíma klippti ég gras kringum þá, sópaði af
þeim óhreindindum og lét — örsjaldan að vísu — blóm á leiði
skáldanna.
Steinar heyra veröld slaðreyndanna. Skáldin eru látin, en
minningu þeirra varðveitum vér, enda er tilgangur beggja
steinanna að vegfarendur minnist þeirra verðmæta, sem þessi
góðskáld hafa gefið þjóð sinni. Nýlega var annars skáldsins
rninnzt virðulega hér í borginni og víðar um land.
Auðið er að færa sönnur á að ofangreindir steinar eru
fyrir hendi. Ef einhver kynni að neita því þá gætum vér sann-
að vort mál. Það mætti t.d. fara með afneitarann til Þingvalla
og sýna honum steinana. Það mætti senda lögreglumenn og lög-
fræðinga og fela þeim að mæla steinana, lýsa lögun þeirra og
lit, skrifa um þá staðfesta skýrslu og taka myndir af steinunum
ásamt viðstóddum mönnum. Vinnuflokk og tæki mætti einnig
sendu og finna þyngd steinanna. Reikna mætti út flatarmál
þeina og telja þá bókstafi, sem á þeim eru. Að skýrslunni feng-,.
ihni væri fyrir hendi sönnunargagn, sem gilt yrði tekið af skóla-
speki nútímans, nothæft í vísindaritgerðum, skólabókum etc.
Vér gætum uppfyllt hinar þrjár meginkröfur Galileis: Að mæla,
vega og telja — og betur þó: Vér gætum kallað til vor erlenda
sérfræðinga og fengið vottorð frá þeim um tilvist steinanna.
Þá þyrftum vér ekki að ganga öllu lengra til að fá óvefengjan-
legar sannanir.
Eftir alla þessa fyrirhöfn myndi það koma óþægilega við
oss að hitta existensjalista eða persónalista, sem segðu blákalt
að þessir steinar væru ekki til, heldur væru þeir aðeins fyrir
hendi. Samkvæmt hugsun þeirra hafa steinar ekki tilveru
(Existens), heldur aðeins tilvist (Vorhandensein), þeir eru fyrir
hendi, en eru ekki til. Steinarnir hafa ekki unnið, heldur hafa
þeir verið unnir og liggja á sínum stað unz eitthvað kann að
raska stöðu þeirra. Vorar nákvæmu sannanir um „tilveru“
steinanna yrðu í eyrum og augum persónalista og existensjal-
ista gaspur og reykur. „Haldið áfram með sannanir um alla
steina í ölluin heimi, og það verður ekki sannað að neinn þeirra
sé til. Steinar eru fyrir hendi, en skáld voru til og eru til“.
Með þessari róttæku aðgreiningu á tilvist hlutar og til-
veru manns vilja existensjalistar og persónalistar draga athygli
manna að verðmætaheimi og áhrifasviði. Þeir kynnu að spyrja
oss hvort hefði meira gildi fyrir oss, boðskapur skáldanna (Ást-
kæra, ylhýra málið) eða steinarnir á gröfum þeirra — og sum-
ir e.t v. að vera svo ósvífnir að spyrja hvoru vér líktumst meir,
hvort á oss væri unnið, eins og steini, eða vér ynnum eitthvað
á, líkt og steinsmiður. Eða þeir kynnu að spyrja hvort vér vær-
um ems konar mjöl undir kvarnarsteinum auglýsingamyllunn-
ar og skemmtanaiðnaðarins, eða hvort vér gætum sjálfir skapað
css og öðrum ánægju án þessa iðnaðar, t.d. með því að lesa og
lifa oss inn i fögur ljóð. Einn þeirra kynni að spyrja hvort vér
séum fremui að bera vitni lifandi Guði með því að vera lifandi
guðsmynd eða steinrunnu skurðgoði, sem ekki getur fundið til.
Til eru að vísu svonefndir „existensjalistar", sem eru fullir
af hluta-fyrirlitningu og staðreynda-andúð, og eru þeir ‘sízt til
iyrirrnyndar. Hlutir og staðreyndir gera oss gagn meðan þeir
hvorki þrælka okkur né drepa. Existensjalisminn er upphaflega
dönsk-þýzk heimspeki (frá Kierkegaard, Heidegger og Jaspers),
er nú einnig komin til Frakklands, tekin að úrkynjast þar og
„halda fram hjá“ ýmsum aðalhugsjórium sínum. í bókmennta-
heiminum er hann orðinn frönsk útflutningsvara. En margt í
existensjalisma og persónalisma heldur þó gildi sínu (einnig í
Frakklandi) og án vitneskju um þessar hreyfingar verður sam-
tið vor ekki skilin. Og það skiptir máli hvort vér teljum pen-
inga vora eða daga vora, hvort vér erum „lifandi bréf með
holdi og blóði“ eða líkir litlum steinum á vegarbrún, sem auð-
veldlega veiður velt eða þeytt niður í næsta skurð.
37. tbl. 1964
LESBOK MORGUNBLAÐSINS \\