Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 9
manna, Mekka og Medína. Þetta var
gert í andstóðu við Breta og óþökk stór
veldanna. 8. janúar 1926 var Ibn Saúd
hrópaður til konungs Hejaz í stae ,..u
mosku Mekka.
Fjárhagur ríkisins hafði verið bágbor-
inn fram til þessa og það var aðeins fyr
ir fjárstyrk frá Bretum að Ibn Saúd
tókst að forða ríkisgjaidþroti. Tekjutn
ar af pílagrimunum, sem sóttu til Mekka,
hresstu nokkuð við fjárhaig ríkisins. En
það syrti aftur í álinn á kreppuárunum,
Iþá dróg mjög úr pi'lagrímsferðum. Tekj
ur ríkisins runnu ali.lar beint í fjárhirzlu
konungs og voru taldar hains eign. Gull-
peningar var eina myntin sem gild var.
Sá sam gætti fjársins geymdi það I koff-
orti sínu undir rúminu sínu, sá hét al
Suleiman. Konungi leiddust fjármál og
taldi að tal um slíkt hæfði aðeins dónum
og prangaradóti, svo að fjánmál rikisins
voru algjörlega í hönduim þess, sem
gætti kofforts, og varð sá með timianiuim
einn valdamesti nuaður við hirðirna.
Ibn fyígdist gjörla með öillu sem
gerðist í ríki hans. Hann hafði þamn
hátt að taka á móti öllum sem óskuðu
fundar við bann, þannig hafði hann
beint saimband við þegna síma, háa siem
lága.
Hann var einnig æðsti dómari og
dæmdi eftir lögum Kóransins, réttarfar-
ið var strangt og refsingar grófar, en
engium þoldist lagabrot, og hin þungu
Harry Jblin Philby.
viðurlcig og hikleysi í fraimkvæmd dóma
skapaði virðingu fyrir lagabókstafnum.
1936 og 1939 veitti Ibn Saúd banda-
rísku olíufélagi einkarétt til olíuvinnslu
í löndum sínum. Þetta leyfi stórjók tekj
ur konungs, en spillti siðum við hirð-
ina og varð Ibn Saúd að þola ýmis leið-
indi vegna óhófseyðsilu og kauðalháttar
nákominna í meðferð fjármuna. Einfald
leiki í háttum ,og stranigur móralil eyði-
merkurbúa kaffærðist í strauimi flóns-
gullsins. Hirðin spilltist og peninga-
græðgi og vúlger smekkur taka ein-
kenna hirðlífið. Hann var þó alla tíð
ósnortinn af ósómaniuim sjáilfur, hann
fyrirleit peninga og prang, þótt hann
gæti ekki frekar en aðrir án þeirra ver
ið. Hinar miklu fúlgur sem nú streymdu
í sjóð konungs voru taldar hans eign,
sem áður, iog voru notaðir í hams þágu
og ættmenna hans. Honum kom ekki til
hugar að þjóðin ætti að njóta þessa fjár.
Honum geðjaðist lítt að framförum svo-
nefndum; menntun, sjúkraihjáiip og baatt
»r samigöngur hlutu að breyta því þjóð-
félagi, sem hann var ailinn upp í og
hafði verið svo til óbreytt ailt frá dög
nm spámannsins. Hann kaus að þjóðin
héldi fornum venjum og iðkaði fornar
dyggðir. Hann áleit að aillt það sem
fylgdi nútímamenningu myndi spilfa
þjóðinni. Hann kaus einangruin fyrir sig
og þjóð sína. Hann vildi að nýlendubú
r
jr
OG PAFA-
GAUKA-
VEIKIN
Árið 1933 gaus upp í Færeyjum sjúk-
dóniur, sem áður hafði verið óþekktur
þar í landi og varð landlægur um nokk
urt skeið. Sjúkdómur þessi virtist eins-
kcnar afbrigði af lungnabólgu. 68 manns
oils tóku veikina og fimmti hver sjúkl-
ingu. lézt af hennar völdum, einkum
varð þunguðum konum hætt. — Far-
aldur þessi blossaði jafnan upp í sept-
ember ár hvert svo Færeyingar fóru að
kalla hann septemberpestina.
Hvaða sjúkdómur var þetta og hvað-
an var hann sprottinn? Það voru þrír
vísirdamenn, sem áttu heiðurinn af því
að ráða þá gátu. Fyrst ber að nefna A.
Waag lækni, sem skráði nákvæma lýs-
ingu á þessum 68 sjúkdómstilfellum, og
14 árum síðar voru honum veitt heið-
ursverðlaun fyrir það verk. Annar var
danski læknirinn R.K.Rasmussen. Hann
komst fljótt að þeirri niðurstöðu, að
allir þeir, sem veikina tóku, höfðu feng
izt við að reyta fýl eða fýlunga, sem
Færeyingar veiddu um þessar mundir
í þúsundatali. Fannst lækninum sjúk-
dórrur þessi minna grunsamlega mikið
á hina svonefndu páfagaukaveiki, sem
iandlæg er í Suður-Ameríku, þótt ó-
trúlegt mætti virðast að hún hefði
borizt til Færeyja. Tók hann því nokkra
fýla, bjó um þá í innsigluðum málm-
kassa og sendi með skipi til Kaup-
rnannahafnar, en þaðan var kassinn
sendur með flugvél til raninsókinarstþfu
í Berlín. Þetta var sumarið 1938.
Niðurstaðan lét ekki á sér standa,
í hræjum fuglanna fundust veirur þaer,
sem valda páfagaukalveiki, en þær eru
það stórar, að þær verða greindar í
smásjá.
Jafnskjótt sem þessi vitneskja varð
heyrum kunn, voru samstundis bann-
aðar allar fýlaveiðar í Færeyjum.
Heiibrigðisstjórnin hér á landi, sem
fylgzt hafði með þessu máli, lét sams-
lconar bann koma til framkvæmda hér-
lendis, því vitað er, að þessum flugfráa
fugli verður ekki skotaskuld úr því að
flakka milli landanna. Þó er grunur
um, að umrædd veiki hafi stungið sér
niður í Vestmannaeyjum.
En hvernig komst hitabeltissjúkdómur
i hánorrænan fuglastofn?
Hugmyndina um sambandið við páfa
gaukaveikina í Suður-Ameríku ber
aftur á móti að þakka þriðja manninum
ar. jL inni Salomonsen. Páfagaukarækt
c-r arðvænlegur atvinnuvegur í þeirri suð
lægu álfu,því þessir skrautlegu fuglar
eru seldir ár hvert í þúsunda og tugþús-
undatali bæði til Bandaríkjanna og
Norðurálfu. En árið 1933 gaus upp pest
í fuglastofninum í Argentínu, svo fram-
ielðendur þar í landi sáu þann kost
vænstain að srvíkja hann sam fyrst imn á
kaupendur, og sendu því í einu 5000
íugla með skipi til Evrópu. Svo sem
væntr. mátti drapst fjöldi þeirra á leið
inni, var hræjunum varpað fyrir borð og
flutu þau víðsvegar um hafið. Þar kom
ust íýlarnir bæði í æti og smitun., sem
þeir báru heim í varpstöðvar sínar.
Færeyingar voru fátækir á þessum ár
um eins og fleiri, og var þeim mikið
tjón að missi þeirra hlunninda, sem fýll
inn hafði þeim veitt, en áður hafði veið
in numið um og yfir 100.000 fuglum á
ári.
Nú hefur verið fundið upp öruggt
varnarlyf gegn áðurnefndum sjúkdómi,
og eru birgðir af því jafnan fyrir hendi,
ef veikin kynni að gjósa upp aftur, líka
í þeim byggðarlögum, sem læknislaus
er u. Fuglaveiðar þessar hafa því aftur
verið 'leyfðar, en aflamagnið beifur þó
aldrei nálgazt hið fyrra hámark, bæði af
ótta við veikina og af öðrum ástæðum.
Talið er og að það veiti aukið öryggi
gegn veikinni, að fiðrið sé bleytt, áður
en fuglinn er reyttur.
★
Fræðimenn telja, að fuglategund
þessi hafi breytt um lifnaðarhætti fyrir
tilverknað m.anna.nna. Hafi fýllinn áður
ao mestu leyti lifað á svifi er hann
fann í yfirborði hafsins, en eftir að far
ið var að reka hvalveiðar í stærri stíl
í norðurhöfum, og sér í lagi eftir að
skúiuveiðar og síðar togveiðar hófust
í stórum stíl á þeim slóðum, hafi fugl-
inn farið að halda sér að skipunum og
lifa á slógi því og hvers kyns úrgangi,
sem mokað var fyrir borð. Hann gerðist
líka fylgispakur fiskimönnum og bezti
vi-iuir þeirra. Um sumartímann ferðast
hann langt norður 1 höf, allt til 85.
breiddargráðu.
★
Þtð er ekki nema hálf önnur öid síð-
an íýllinn nam land í Færeyjum. Kom
hann fyrst í Suðurey um 1813, en fór
hracfjölgandi og lagði hann fljótt undir
sig allar eyjarnar. Hann verpir í björg
um, sem kunnugt er, og er þar allráð-
rikur. Aðrir fuglar vita það af biturri
reynsiu, að bezt sé að fara að honum
með allri gát, því hann á sitt leynft/opn
og spýr lýsi á alla aðsteðjandi óvini.
Glöggur og reyndur veiðimaður hér á
landi hefur látið svo ummælt, að minik-
ur líti t.d. ekki við fýl og láti hann alger
iega í friði. Hann vill síður en svo fá
daunilla gusu í sinn dýrmæta feld.
Aðalvarpstöðvar fýlsins hér á landi
erj ; Vestmannaeyjum og undir Eyja-
íjöllum, og meðan byggð var í Hjörleifs
höfða, hinni fögru eyju á Mýrdalssandi,
var hann veiddur þar í stórum stíl.
Hjöileifshöfði var hins vegar ekki mikil
heyskaparjörð, svo bændur komu þang
að með heylestir, bæði að vestan og
oustan, en fóru aftur með klyfjar af fýl
til sinna heimkynna.
Fýllinn er ljúffengur ti! átu, bæði nýr
og saltaður, og reyktur þykir hann
herramannsmatur. Sagt er því, að sum-
um Vestmanneyingum hafi þótt súrt í
broti, er bannið við fýlaveiðum gekk í
gildi, hafi þeir ekki viljað trúa neinu
mijjöfnu um svo góðan fugl, og hafi því
blótað á laun, en til vonar og vara látið
þær konur reyta, sem orðnar voru nokk-
uð aflóga og búnar að lifa sitt fegursta
hvort sem var. Ráðlegast mun þó að
leggja engan trúnað á þær sögusagnir.
Löngu áður en fýllinn tók sér aðsetur
í Færeyjum, spáði því öldungur einn
þar í landi, að nýr fugl mundi lcoma í
björg eyjanna, sem yrði ennþá ljúffeng
ari á bragðið en nokkurntíma lundinn.
Færeyingar geymdu þennan spádóm í
hjarta sínu, og svo fór að lokum, að spá
sö-nm rættist.
K. S.
arnir og hirðingjarnir héldu fornum trú
arbrögðum og lifðu jafn flekkilausu og
einföldu lífi og forfeðurnir. Hann hafði
komið á friði innanlainds, lögin voru í
heiðri höfð og allir gátu komið til hans
Pg fært fram kvartanir sínar. Hatrn
hafði gert slcyldu sína. Hann hafði litla
löngun til að sjá þessa stoltu en fá-
tæku hirðingja verða að vúlgerum og
peningagráðugum bæjarholuskríil. Hug-
myndir hans voru reistar á kenningium
Kóransins og hann fylgdi þeim sjálfur
út í æsar. Hainn var alltaf trúr þeim
skoðunum, sem hann var ailinn upp við,
og til hinztu stundar var hann strang-
trúaður Wahhabisti og sjálfum sér trúr.
eir Vesturlandaibúar sem áttu
skipti við hann á síðari árum Ijúka ail
ir upp einum munni um skarpleika hams
og gáfur, aukiþess var hann gasddur
kímnigáfu í ríkum mæii. Gjafmildi hans
var viðbrugðið og 'þjóð hans leit á hann
sem föður. Hann stjómaði í eigin per-
sónu. Hann var vissulega miðaldafursti,
en á tuttugustu öild tákst honum að
skapa víð'ent ríki og koma yfir það lög
uim og reglu.
Síöustu ár hans voru dapurleg, sið-
spillin.gin jókst og sú viðbjóðslegasta
græðgi allrar græðgi, peninga.græðgin,
holgróf ríki hans. Hann var orðinm
þreyttur og sjúkur og þráði lausnina.
Hann dó í svefni af hjartaslagi 9. nóvem
ber 1953. Hann var grafinn í Ríjadih,
og gröfin ekki einkenmd, samkvæmt
venju Wahliaba. Þar mun,a nú fáir hvar
hann er grafinn og enginn vitjair grafar
hans.
37. tbl. 1964.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9