Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 2
•Z-
Pakistan hefur á undan-
förnum vikum verið háð
hörð og að mörgu leyti athyglisverð
kosningabarátta í sambandi við for-
setakjörið, sem endanlega fer fram
í marz. En fyrstu tvær vikurnar í
síðasta mánuði fór fram kosning
80.000 kjörmanna, sem síðan velja
hinn nýja forseta í marz. Þó ekki sé
enn endanlega ljóst, hvernig meiri-
hluti hinna 80.000 kjörmanna muni
kjósa að ári, eru samt flestir þeirrar
skoðunar, að núverandi forseti
landsins, Ayub Khan hershöfðingi
(sjá Lesbók nr. 24, 1963), sem verið
hefur eiginlegur einræðisherra síðan
herinn gerði byltingu án blóðsúthell-
ingar 1958, verði endurkjörinn.
En að þessu sinni verður kosninga-
sigur hans ekki jafn auðveldlega
unninn og áður, því hann hefur
eignazt skæðan og áhrifamikinn
keppinaut, þar sem er Fatíma
Jinnah, 72 ára gömul systir hins
þekkta og dáða „föður Pakistans“,
Mohammeds Alis Jinnahs, ofstækis-
mannsins sem á sínum tíma kom því
til leiðar við Breta, að Indlandi var
skipt í tvö sjálfstæð ríki, Indland og
Pakistan, og olli með því einhverjum
átakanlegasta harmleik í sögu þess-
arar aldar, þar sem milljónir manna
létu lífið, tugir milljóna misstu
aleigu sína og ástvini, og hefur aldrei
síðan gróið um heilt milli þessara
tveggja ríkja, sem áður mynduðu
íina þjóð.
F atíma Jinnah er lítil og veikluleg
í útliti, alúðleg í viðmóti, en undir þessu
yfirborði er harður og sterkur persónu-
leiki. Hún er mikil baráttumanneskja,
eldlegur ræðuskörungur og á mikilli
hylli að fagna meðal þjóðarinnar. Hún
er ekki frambjóðandi neins tiltekins
stjórnmálaflokks, heldur allra stjórnar-
andstöðuflokka í landinu, fimm að tölu.
Þegar fyrst var tilkynnt um útnefningu
hennar, urðu Ayub Khan og stuðnings-
menn hans harla glaðir, því þeir töldu
útilokað að kona, sem auk þess væri
komin til ára sinna, gæti unnið sér fylgi
sem leiðtogi í ríki Múhameðstrúar-
manna. En í byrjun síðasta mánaðar var
komið annað hljóð í strokkinn. Milljónir
manna flykktust um Fatímu Jinnah,
hvar sem hún fór, bæði í Vestur-Pakist-
an, þar sem Ayub Khan á mestu fylgi að
fagna, og í Austur-Pakistan (1500 kíló-
metra frá Vestur-Pakistan), þar sem
Ayub Khan er mjög óvinsæll.
Uvar sem Fatíma Jinnah kom, var
henni fagnað með orðunum „mather i
millat“ (móðir þjóðarinnar), og á sú
nafngift að sjálfsögðu rætur að rekja til
þess, að hún er systir hins látna Jinnahs.
Hún hefur ekki síðustu 17 árin gegnt
neinu áberandi hlutverki í stjórnmálum
Pakistans, þó hún að vísu tæki mikinn og
árangursríkan þátt í kosningabaráttu
Bandalags Múhatfteðstrúarmanna árið
1954, en þann flokk hafði bróðir hennar
stofnað. í næstu kosningum þar á eftir
missti flokkurinn hins vegar bókstaflega
öll þingsæti sín.
Pólitisk hlédrægni Fatímu og fram-
taksleysi á liðnum árum hefur verið not-
að gegn henni í kosningabaráttunni í
haust, en hún átti samt öruggt traust og
fylgi stjórnarandstöðuflokkanna. Á bak
við hana stóðu jafnólíkir flokkar eins og
Bandalag Múhameðstrúarmanna, hinn á-
hrifamikli Nizam-e-Islam-flokkur, þjóð-
ernislegi Awamí-flokkurinn, Maulana
Bhashani sem daðrar við kínverska
kommúnista og Awamí-bandalagið sem
hallar sér að Vesturveldunum og lýtur
stjórn fyrrverandi forsætisráðherra,
Súhrawardýs.
Ekki spillti það heldur fyrir
Fatimu Jinnah, að einn af virtustu
stjórnmálamönnum Pakistans, Azam
Khan, hét henni fulltingi sínu. Hann var
á sínum tíma einn þeirra fjögurra hátt-
settu herforingja, sem gerðu stjórnar-
byltinguna árið 1958 ásamt Ayub Khan.
Hann var síðan skipaður landstjóri í
Austur-Pakistan, þar sem tekið var á
móti honum af fullum fjandskap í fyrstu,
bæði vegna þess að hann var Paþani og
meðlimur herforingjaklíkunnar, en á
skömmum tíma ávann hann sér mikla
hylli íbúanna fyrir afburðagóða stjórn
og aga.
TT veir stjórnarandstöðuflokkanna
vildu bjóða fram Azam Khan, en hann
lagði til að Fatíma Jinnah yrði heldur
höfð í fylkingarbrjósti. Síðan tóku þau
upp sameiginlega baráttu og varð mikið
ágengt. Þó enginn viti með vissu, hvernig
atkvæði kjörmannanna 80.000 falla í
marz, er talið sennilegt að Ayub Khan
eigi fylgi meirihlutans, þó vitað sé um
marga kjörmerm, sem sóru við Kóraninn
að greiða Fatímu atkvæði sín. Hins veg-
ar er Fatíma Jinnah og stuðningsmenn
hennar ekki í nokkrum vafa um, að hún
hefði unnið glæsilegan sigur í kosning-
unum, ef þær hefðu verið beinar og allir
fengið að greiða atkvæði, eins og tíðkast
í Indlandi. Það var Ayub Khan sjálfur
sem kom því til leiðar, að í stjórnar-
skrána var sett þetta ákvæði urn 80.000
kjörmenn, sem ráða skyidu úrslitum um
K .setakjörið. Nefnir hann þetta kerfi
„grundvallarlýðræði" og telur það bezt
henta þjóðum sem eru á lágu menntun-
arstigi.
mt ví neitar víst enginn, sem til
þekkir, að stjórn Ayubs Khans er þess
konar „upplýst einræði", sem skapað
hefur þjóðinni ákveðna velmegun og.
flýtt fyrir framförum. Hann hefur tekið
upp hlutleysisstefnu, sem tryggt hefur
honum aðstoð bæði frá Bandaríkjunum
og Sovétríkjunum, og auk þess bætt sam-
búðina við Kína. En þessar framfarir
hafa allar orðið á kostnað almenns
frelsis, mannréttinda og þingræðis.
Blöðin hafa lengi verið ritskoðuð, and-
stöðuflokkunum hefur á ýmsan hátt ver-
ið gert erfitt fyrir, og sumir þeirra hafa
hreinlega verið bannaðir. Svo var t.d.
um rétttrúnaðarflokkinn Jamaat-i-Is-
lami, og var þó bannið lýst ólöglegt af
Hæstarétti Pakistans. Ayub Khan hafði
þann dóm að engu.
■Khan heldur því fram, að Pakist-
anar séu ekki enn orðnir nægilega þrosk-
aðir fyrir algert lýðræði, og því sé enn
þörf á sterkri „forsetastjórn“ til að halda
áfram umbótum og endurreisn í landinu.
Fatíma Jinnah kveðst hins vegar
stefna að því að fá stjórnarskránni breytt
og lýðræði aftur tekið upp í Pakistaru
Stjórnarskrárbreytingin krefst tveggja
þriðju hluta allra atkvæða á þingL
Fatíma leggur áherzlu á að hún sé ekki
fyrst og fremst að berjast gegn Ayub
Khan persónulega, heldur gegn kerfinu
sem hann hefur komið á. Hana langar
ekki að taka við embætti hans, helaur
vill hún einungis útrýma „forsetastjórn-
inni“ sem hann hefur þvingað þegnana
til að samþykkja.
Fáir virðast vera þeirrar skoðunar
að Ayub Khan velti úr valdasessi, og þar
sem enginn efast um að hann sé þjóð-
hollur og duglegur leiðtogi, sætta menn
sig í sjálfu sér við forustu hans. Hins
vegar er enginn vafi á því, að Fatíma
Jinnah hefur skapað svo mikla ólgu og
óánægju í landinu, að „forsetinn" og ráð-
gjafar hans hafa um nóg að hugsa á
næstunni, bæði að því er snertir sjálft
kerfið og kröfur fólksins um aukið frelsL
Þó Fatíma bíði kannski formlegan ósigur
í marz vegna hins óréttláta kosninga-
kerfis, kann barátta hennar eigi að siður
að verða til blessunar landinu, m.a. með
því að þvinga valdhaf'ana til að milda
stjórnina, gera hana lýðræðislegri og
réttlátari. Ayub Khan hefur sennilega
ekki gert sér ljóst fyrr en í þessari kosn-
ingabaráttu, hve óvinsæl stjórn hans er.
Hann er slægur og raunsær stjórnmála-
maður og mun eflaust draga þarfa lær-
dóma af þessari reynslu.
Hver veit nema Fatíma eigi þá eft-
ir að koma því til leiðar, sem hún hefur
alla tíð lagt áherzlu á í kosningabarátt-
unni. „Ég er ekki sólgin í völd eða í for-
setaembættið“, segir hún. „Ég berst
gegn herra Ayub Khan (hún nefndi hann
aldrei forseta) til að fá ykkur aftur lýð-
ræði. ... Ég vil skila þjóðinni aftur öll-
um þeim réttindum, sem hafa verið
hrifsuð frá henni“.
Utgeíandl: Jri.l. Arvakur, Beykjavflu
Framkv.stJ.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Stgurður Bjarnason frá Vlaur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Aml Garðar Kristlnsson.
Ritstjórn: Aðalstræti S. Sími 22480.
2 LESBOK MORGUNBLAÐSIJNS
37. tbi. 1964.