Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1964, Blaðsíða 3
nota sig að vild? Skríllinn er háskalegur vegna þess að hvergi er neitt mótvsegi gegn honum. Skríll ykkar er á öllum aldri, fátækur, forríkur, nafnlaus og landsfrægur. Þið eruð skríll utan örfá skáld og nokkrir sveitamenn á horn- ströndum. Og fyrir hverju eruð þið móttækilegir? Fyrir hverju er gegndar- laus gróðahýggjan móttækileg? Það er satt, ég veit raunar ekki um neitt offors eða hita nema í ást á hold- inu; það hjálpast a'ð, hold holdi. Skepnur! F. PJALLAÐ VIÐ DRYKKJU Eftir Steinar Sigurjónsson vill svo til að mig dreym ir um það sem Óg hugsa í vöku, og því er ekki furða þótt Hallgríms- kirkjumálið hafi orðið til að hreyfa við huga mínum, ekki alls ótrúaðs manns, og dulardjúp hans legðu til hráefni í draum. En þessu fór öllu fram, því nótt eina varð draumur- inn til, fullsaminn og formaður. Það vildi svo til að hann kom með gest, og sá gestur var svo kær að kirkjumyndin varð að þoka allan tímann fyrir honum. Og hann var enginn annar en Hallgrímur Pét- ursson, skáldið mikla. Og við spjöll uðum lengi saman yfir tveimur flöskum af brennivíni, þótt hér verði aðeins hafður eftir inngang- urinn, sem gerðist áður en við urð- um drukknir. mt ið eruð undarlegt fólk, sagði hann, þið trúið hvorki á guð né mann- inn, og hann bætti við í döprum tón; Ég held þið séuð ekki með öllum mjalla. Ég stóð í þeirri trú, áð skáld hans tíma hefðu fiest skorðað sig föst í formagrind um í stað þess að hverfa inn í ljóðið sjálft og syngja þar við unað, og þess vegna spurði ég hann hvort þjóð hans hafi verið nokkru betri, hvort fild hans hafi ekki veríð jafn smá í geði og okkar. Það veltur á ýmsu. sagði hann. Var ekki um sömu fátækt að ræða á öllum tímum sem ekkert hafa að segja: maðurinn verður meiri í gagnrýni en ástríðum — enda stæði gagnrýni hér með mestum blóma, því viska hennar væri auðveld, hún léti búa sig til — skólarnir sæju örugglega um hana. Ég veit að þessi veruleiki er ljótur. Hann á ekkert sem er dýrt, aðeins heilbrigði, sem menn kalla andlegt heilbrigði. Já vist vekur hann viðbjóð, ég veit það, sagði ég. en ykkar veruleiki? Hann var að vísu bágur, sagði skáld- ið. En eitt áttum við umfram ykkur, sem ég sé best nú hver fengur gat orðið. Jafnvel þótt geð okkar væri or'ð- ið lágt af lúthersku þrasi vorura við afar viðkvæm. Þú hefur ekki þau augu að þú fáir séð til okkar; hversu styrkir við vorum einmitt í því sem þú mund- ir helst veiklyndi kalla, mýk'tinni sem ekkert þolir spark — andstætt ykkur sem ekkert fær bugað. Við vorum mót- tækileg í stað þess að vera seinhrifin. Þa'ð þurfti ekki mikið til að kveikja std í okkar öld að birtan lýsti fram til ykkar, en fyrir slysni varð lítið úr þess- um eldi. Það mætti svo sem kveikja í okkur, hugsa ég. Þú ert ekki orðinn fullur. vænti ég? sagði hann. Má vekja rekinn hval upp frá dauðum? . . Nei, leyfðu mér að hella í annað glas! Ég mundi þá ekki lifa, og lifa hunda- lífi, ef ég sæi ekki von til þess. Til hvers væri þá að láta fljóta? Ég mundi fara á Klepp ef glætan er hvergi eftir nema þar. Til rifja rennur mér að sjá hve næsta vonlaust þér er að komast eitt'hváð burt, undir bert loft, sagði hið mikla skáld. Hver er ekki galinn í þessu landi. hver er ekki þegar seldur, hver lætur ekki agurt er sakieysið á kinnum barnanna. augun þeirra einihver feg- urstu ljóð sem fyrir ber. Það líður ekki á löngu þar til börnin verða skepnur. Sjáðu nú myndina sem þeir ætla að gera af mér. Engin mynd gæti verið ólíkari mér en þetta kirkjuklambur. Það er satt. Ég. hef kynnst þér nógu vei til að vita, að ég má tala við þig feimnislaust um veiklyndi mitt e'ða traustleik. Þú mátt trúa því, að hinar frægu hetjur eru smámenni. Hin sanna hetja fölnar af litlu, hún er svo veiklynd að hún ber var’a sjálfa sig; það á ekki síst við um skáld. Ég veit að þú varst þræll! sugði ég. • Já, þú veist það! Ég veit það. Það þóttist finna pest af mér, eins og ur ennþá fengið jafnmikið spott og sá skáldum í dag, hló og pípti. Enginn hef sem þjóðin á afilt undir — þrællinn. Ég sé það fyrir innri auguim; Þar stóðstu, sultarlegur, gaust augum e-ns og þjóifur, og þeir hlógu að þér. En hví- líkan slag hefur þú slegið! Hann hljóm ar í höfði mér hvert sem ég fer. Stundum nokkuð skrítinn finnst ykk- ur, er það ekki? ... Ojæja, fjárinn liafi það.... Getur maður ekki orðið fullur? Gleymdist að búa til andann í vatniö? Svona, í botn fyrir skáldskapnum! í bofn! Já, kannski eittíhvað gengur út af göt- um, finnst ykkur?.... Það fer nú hvaö úr hverju að koma sálarhuggun úr þessu, önnur flasban drukkin.... Já, hvort ég þyki hafa of frjálst um dynti? Þín ljóð eru þitt, sagði ég, því ég átti ekki vit í verðugt svar, og þess vegna bætti ég engu við, því ég vissi ekkert meir en ég hafði sagt: Það er. samt Haligrímur. Það er nóg! Mmm, það gleður mig samt, þrátt fyr ir allt, að þú segir samt! Heyrðu nú hvað um þig heifur verið sagt. Iiáttu það flakka! „Hann var í söng mjög stirðraddaður, hvörsdagslega skemmtinn og glaðsinna, svo hann kastaði oftlega gamanvísu fram um ýmsa tilburði, sem tilféllu og broslegir voru, hvar af orsakaðist enn- Framihald á bds. 13. Giordano Brúnó Til Arnulfs Överlands Eftir Piet Hein Hvers vegna brenndu þeir Giordano Brúnó? Vegna þess að einlægni andans er háskaleg. Vegna þess að andríki orðsins er vopn. Vegna þoss að írelsi líísins er vald. Vegna þess að irelsi lífsins er vald sem ofbeldið stendur vanmegna gegn. Vegna þess að andríki orðsins er vopn vort gegn ofurveldi rannsóknarréttarins. Vegna þess að einlægni andans er háskaleg sérhverjum þeim sem lifir á undirokun hennar. Vegna þess að Aristgtelum er unnt að steypa af stóli og Kópe’TÚkusarnir megna að stækka heiminn. Vegna þtss að hin langa vegferð mannkynsins til móts viö nýja margbreytni og lífsfyllingu, sem stjórnað er af auömjúkri hreinskilni hugans sprengir allar þrældómsviðjar. Þess vegiía bionndu þeir Giordano Brúnó. Þess vegr;a. — Vegna þess að maðurinn er stærri en dýflissUKlefinn sem hann er kvalinn í, voldugri en vopnin sem beitt er gegn honum, voldugri en peir kraftar, sem hlóðust svo máttarvana gegn hugsun Gioidanos Brúnós. Þess vegna lifa þeir ekki, heldur hann. Ragnar Jóhannesson þýddi. 37. tbl. 1964. LESBOK morgunblaðsins 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.