Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1965, Qupperneq 2
rsviPl
lMVNDj
Hinn heimskunni bandaríski'
hljómsveitarstjóri Leopoíd
Boleslawowicz Antoni Stokowski
er enn í fullu fjöri, þó hann sé orð-
inn 82 ára gamall (hann heldur
sjálfur fast við það að hann sé ekki
nema 77 ára). Hann er potturinn
og pannan í nýju spennandi fyrir-
irtæki sem vakið hefur mikla at-
hygli og veldur því að nafn hans
er aftur á hvers manns vörum í
bandaríska tónlistarheiminum.
Þetta fyrirtæki er „Ameríska sin-
fóníuhljómsveitin“ (American
Symphony Orchestra), sem hélt
fyrstu opinberu tónleika sína í
Carnegie Hall í New York 15. októ-
ber 1962. Áhugi, dugnaður og hæfi
leikar hins síunga töframanns virð-
ast í engu hafa látið á sjá eftir 50
ára látlaust starf í þágu banda-
rískra tónmennta.
Er helzit svo að sjá sem „Ameríska
sinfóniuhljómsveitin“ hafi orðið Stak-
owski uppspreita ferskra kraÆta. Með
henni hefur hann aflað sér nýrra hlust
enda, ekki sízt meðal æskufólks, og
fengið hljómgrunn sem aldred fyrr.
Tónlistargagnrýnend'ur hafa lofað
hljómsveitina hástöfum og áheyrend-
um farið sífjölgandi undanfarin tvö
ár. Fyrsta árið voru haldnir sex tón-
leikar fyrir fasta áskrifendur, í fyrra-
vetux urðu þeir átta, og í vetur heldur
hljómsveitin tíu mánudag/s-hljómleika
og fjóra sunnudags-tónleika. Á nœsta
starfsári eru ráðgerðir samtals 20 tón-
leikar. Velta hljómsveitarinnar hefur
aukizt að sama skapi. Fyrsta árið var
hún 117.000 dlollarar (4,8 milljarðar ísl.
króna), en verður 325.000 daLlarar (14
milljarðar ísl. kxóna) að ári.
Jr ó störf hljómsv’eitarinnar séu
enn sem kamið er að mestu unnin í
hjáverkum í þeim skilningi, að flestir
hljóðfseraleikarairnir vinna önnur
störf sér til lífsviðurværis, þá binda for
ráðamenn hljómsveitarinnar miklar
vonir við framtíðina. Fjárhagsaðstoðar
hefur verið leitað hjá verzJunar- og
iðnaðarfyrirtæikjum og hjá menningar-
stofnunum. „Við teljum enigian hlut ó-
gerlegan. Hann er öllum sem með hon-
maður hljómsveitarráðsins, „vegna
þess að Stokowski telur engan hlut ó-
gerlegain. Hann er öllum sem með hon-
um vinna mikil hvatning, hann kann-
ar nýjar hugmyndir, hann er djarfur,
og hann er fuillur af ævintýraþrá. Hann
kveikir í mönnuim eldmóð æskunnar,
og viðbrögð okkar eru í samræmi við
það.“
Sá SHokowski, sem skapaði „Amer-
ísku sinfóníuhljómsveitina" og stjómar
henni, er miklum mun hæglátari mað-
ur en oflátugurinn sem oft var í fylgd
með Gretu Garbo í gamla diaga og
stjórnaði Fíladelfíu-hljómsveitinni á
sviði sem hann hafði látið mála blátt og
silfurgrátt, svo það ætti við augu ha.ns
og hár. Hann byggði upp og stjórnaði
þeirri hljómsveit í rúman aldiarfjórð-
ung (1912-1938) og var þá mjög gef-
inn fyrir ýmíss konar leikbrögð og
Leopold
Stokowski
sýndarmenneku, sem ekki féll öfflum
í geð. Hann var t.d. vanur að láta
myrkva sviðið, þannig Eið hljóðfæraleik
aramir höfðu aðeins smátýrur til að
lesa nóturnar, en síðan kom öfiugt
kastljós framan á hann sjálfan neðan
frá („svo hljómsveitin gseti fylgzt með
svipbrigðum hans“) og varpaði feikna-
stóruim skuggum af hinum frægu hönd-
um hans á loftið í hljómleikasalnum.
Þegar Stokowski stjómar hljómleik-
um nú í Carnegie Hall, er allt sviðið
uppljómað og engin kastijós á honum
sjálfum. Hins vegar er Stokowski enn
sem fyrr mikill sundurgerðarmaður í
klæðaburði og hefur sérstakt dálæti á
bláa litnium, þannig að hann gengur
ævinlega í einhverju bláu, stundum
jafnvel bláuirn skóm.
eir sem til þeklkja segja að Stok
owski sé orðinn miklu alþýðlegri mað-
ur en áður, og hann hefur sýnt alveg
einstæðan áhuga á ungu fólki, einkan-
legia ungum tóniistarmönnum, enda
eru um 70% þeirra sem leika í „Am-
erísku sinfóníuhljómsvei'tinni“ undir
þrítuigsaldri. Eitt hans mesta gleðiefni
nú er hin mikla aðsókn æskufólks að
tónleikum hans.
Hitt er rétt, að áhugi hans á unguim
tónilistarmönnum á sér langain aldur.
Árið 1939 stofnaði hann „All American
Youth Orchestra" af því hann hafði
veitt því athyigli á ferðum sínum með
Fíladelfíu-hljómsveitínni, að fjöldi
ungra og efnilegra hljómilistarmanna í
borg eftir borg um gervoll Bandaríkin
hafði engiin tækifæri til að leika í sin-
fóníuhljómsveit. Síðan hefur hann hitt
meðlimi úr æskulýðshlj ómsveit sinni,
sem leystist upp vegna seinni heims-
styrjaldar, í nálega öllum hljómsveit-
um sem hann hefur stjómað í Banda-
ríkjunum. „Það nægði til að sanna mér,
að hugmynd mín var giild og á rökum
reist,“ segir hann hreykinn.
Stokowski æfir hina nýju hljómsveit
sína á morgnana, frá kfl.. 10 til kll. 12,30.
Hann er venjulega kominn á vettvang
og upþ á- stjómpallinn hálftíma fyrir
æÆingu. Meðan æfing stendur yfir, verð
ur aðeins eitt hlé. Þessar æfingar eru
sóttar af takm'örkuðum fjölda boðs-
gesita, sem eru alilt frá skóilabömum
fátækrahverfanna til aldurlhniginna
tónlistarunnenda á eftirlaunum. í hlé-
inu fer Stokowski ekki niður af stjórn-
paLlinum, heldur stendur þar og hress-
ir sig einungis á litkun bolla aif vatni.
S tokowski getur verið harður og
eftirgangssamur við menn sína, ef þeir
leggja sig ekki alla fram, að hans dómi.
Hann skammast þá stundum, en fyrst
og fremst notar hann hvatningar og
fortölur, ekki sízt þegar hann er að leit
ast við að fá fram hin sérkennilegu
hljómbrigði sem hann er frægur fyr-
ir.
Mary R'ankstein, sem er aðstoðar-
konsertmeistari hljómsveitarinnar og
ein af 34 föstum tónlistarkonum henn
ar, segir að fyrir strengjaleikara sé
það mikil og dýrmæt reynsla að leika
undir stjóm Stokowskis vegna hins
stórkostlaga hljóms se.m hann fái
fram. „Það eru einhvers konar töfrar
í hljóminum sem hann nær úr hljóm
sveitirmi. Þeir eru ekki margir sem
ná honum. En hann er mjög strangur
og veit hvað haim vill og er staðráð
inn í að fá það fram,“ segir Mary
31ankstein.
Stokowski var brautry ðj andi í því að
ráða konur að sinfóníuhljómsiveituim.
„Þegax leikrit eru sýnd, eru konur
jafn mikilvægar og karlar,“ segir hann,
„og sama á við um kvikmyndir. í óper
um er sópraninn alveg jafn mikilvæg
ur og tenórinn, f listdansi er dansmær
in jafnvel mikilvæigari en dansherr-
ann — svlo hvers vegna skyldi þvl
ekki vera eins farið um tónlist?“
„Ameríska sin£óníuhljómsveitin“ var
að sögn Stokowskis stofnuð til að
skapa vettvamg fyrir gáfaða tórulistar-
menn, án tillits til aidurs, kyns eða
litarháttar, og til að flytja góða tón-
list á hljómleikum sem allir hafa
efni á að sækja. Hljómsveitin er öll-
um opin, en menn verða að vera mjög
góðir til að fá inngöngu, segir Stokow
slcy til skýringar.
Verkefnaval hljómsveitarinnar er
bæði nútimalegt og mjög frjálslegt,
enda hefur Stokowski um langt árar-
bil verið einn halzti baráttumaður
nútímatónlistar. f vetur fiytur hljóm-
sveitin m.a. verk eftir núlifandi banda
rísk tónskáld eins og Alan Ilovlian-
ess, William Schuman, Peter Mcnnin,
Morman Dello Joio og Paul Creston.
í april verður svo frumflutningur á
fjórðu sinfóníu hins látna banda-
ríska tónskálds Charfes Ives, sölu-
mannsins sem var langt á undan sinni
samtíð og kom fram með nýjungar
sem seinna voru teknar upp af ev-
rópskum byltinigarmönnum meðal tón-
skálda. Undirbúningur frumflutninga
ins á fjórðu sinfóníu Ives hefur verið
torveldur og seinlegur, vegna þess a8
tónverkið var aðeins tiil í frumdrátt-
um, sem tónlistarfræðingar við Yale-
háskóla hafa verið að yfirfara og fella
í eina heiild.
Nú um stundir eru aðstæður ti‘1
að kynna nútímaverk aililar aðrar og
miklu betri en þær voru árið 1916,
þegar Stokowski varð fyrstur til að
kynna í Bandaríkjunum áttundu sinfó-
níu Mah'ers með rúmlega 1000 manna
liði: 110 manna hljómsveit og rúm-
lega 900 manna kór. Stokowski hlaut
mikið lof fyrir framtak sitt við þetta
tækifæri, og var það gleðileg fram-
för frá blístrinu og hrópunum sem
hann haifði vakið meðail áheyrenda við
önnur tæikifæri, þegar hann stofnaði
stöðu sinni og vinsældum í hættu með
því að taika tiil flutnings verk eins og
„Le Sacre du Frintemps" eiftir Stra-
vinsky, „Gurrelieder“ eftir Natanael
Berg og hljómsveitarverk eftir þá
Prókofíev og Sjostakóvitsj. Margir
gerðu sér auðvitað far um að fylgjast
með tímanum og komast til botns f
hinuim nýstárlegu verkum, en aðrir
létu sér nægja að blístra, hrópa, tala
hástöfum eða ganga út. Stokowski
fyrirleit þennan lýð en saigði, að betra
væri að ganga út heldur en trufla þá
sem vildu hliusta, og blístur væri alla-
vega skárra en fullkomið sinruuleysi.
Stundum tvíléik hann sama verkið i
von uim að gera áheyrendum það að-
giengilegra, og hefur hann leikið sama
bragð nýlagia, þagar hann flutti
„Canticum sacrum'- eftir Straivinsky
en slík hugulsemi er ekki ævinlega
jafn val þegin af áheyrendum.
Framhald á bls. 8.
Framlcv.st3.: Slgfús Jónsson.
Ritstjórar: Slgurður Bjarnason frá Vleur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Utgefandl: II.f. Arvakur, Reykjavfk.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
3. tbl. 1965.