Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1965, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1965, Side 4
Oscar Clauserr: PresfasÖgur 18 GODDALA-FEÐGAR um að taka allan v!ð tíl kirkjubygg- ingarinnar af rekum Hóladómkinkju, og loks lofar hans herradómur „að leggja til orð sín“ við Ábæjarsóknar- menn, að þeir styrki prest til aðflutn- inga og annars, som hann kunni að þurfa með. — En ef presfur vilji ekki taka þessu tilboði, kveðst biskup sjálf ur munu byggja kirkjuna. Hér verður sagt frá þrem feðgum, lem hver eftir annan voru prestar í Goð- dölum í Skagafirði. einu afskekktasta brauði landsins, á árunum 1713-1794, eða nærri alla 18. öldina. Fyrstur þeirra var síra Páll Sveins- eon, og var hann kominn af góðum guðsþjónum í báðar ættir. Hann var sonur síra Sveins á Barði í Fljótum, Jónssonar frá Siglunesi, en móðir hans var madama Björg Ólafsdóttir prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Erlends •onar. Síra Páll var fæddur á Barði í Fljótum 1650. Hann var fyrst látinn í Hólaskóla, en af eirdiverjum ástæðum lauk hann þar ekki námi, og brá hann sér þá nokkru síðar suður í Ská’lholt og útskrifaðist þaðan af Magister Þórði Þorlákssyni árið 1681, en var þá orðinn 31 árs að aldri. — Þá fékk hann Kjalarnesþing og vígðist þangað árið, sem hann útskrifaðist úr skóla. Þar var hann svo prestur í rúm 30 ár og bjó í Brautarholti. — Espólín segir frá því, að síra Páll hafi átt andstætt þarna syðra. Hann átti þar í miklu þrasi við sóknarbörn sín, en þó einkum við einn mektar bónda, Sigurð nokkum Núps- son á Esjubergi, enda miun hann hafa verið karl í krapinu, sem ekki varð neitt uppnuminn, þó að guðsmaðurinn i Brautarholti væri öðru megin. Að lokum fór það svo, að síra Páll gafst upp í þessum deilum við hin elskulegu sóknarbörn sín, og sagði brauðinu lausu. Síra Páll var vel að sér, en skaplyndi hans hofur verið nokkuð einkennilegt, og mun hann ekki hafa haft neitt á móti því að slá- í brýnu við rnenn ef svo bar undir. — Síra Jón Halldórs- son, hinn fróði prófastur í Hítardal, fer svofelldum orðum um síra Pál „að hann væri ekki ólærður í málfræði og skáld- skap, en stundum samvizku þungur og ætti oft í þrasi við sóknarfólk sitt“. , E ftir að síra Páli hafði sagt Kjal- arnesþingum lausum árið 1711, varð hann að flytja úr BrautarhoJti, en þá fiettist hann að í Skrauthólum á Kjalar- nesi og bjó þar brauðlaust í 1 ár. Þá vildi honum þáð happ til, að einn stéttar- bræðra hans, síra Guðmundur Eiríksson ó Sauðafelli í Dölum, hafði gjörzt brot- legur við lög kirkjunnar. Brot hans var „of fljót barneign með konu sinni“, þ.e.a.s. þessi góðu prestshjón í DöCun- uim höfðu verið of bráðlát og fljót á sér, eftir strönigustu reglum kirkjunnar, því að blessuð madaman var svo óheppin, að hafa alið manni sínum bam áður en 9 mánuðir voru liðnir frá brúðkaups- degi þeirra. — Þessi atburður þótti nú það hneyksli fyrir 250 árum, að Sauða- fellsklerkur var dæindur til að vera í útistöðu frá brauði sínu í heilt ár,- en þ.e. að hann mátti erigu brauði þjóna og ekkert embættisverk framkvæma þetta árið. — Síra Páll fór síðan vestur í Dali og þjónaði Sauðafelli í þessum leiðu forfölluim stéttarbróður síns, síra Guðmundar. Á þessu ári hefur hann ef laust kynnzt Oddi lögmanni Sigurðs- syni, sem þá bjó á Narfeyri við mikil völd, því að vorið eftir veitti lögmað- yr honum Goðdali. Þá var prestur orð- 'inn rúmlega sextugur og er veitinga- bréfið dagsett á Narfeyri 20. sept. 1713. Öllum sagnariturum ber saman um það, að síra Páll hafi verið skarp- gáfaður maður. en Daði fró'ði Níelsson hætir því við, að hann hafi verið „nokk uð óviðfelldinn og hégómlegur í sumu", og þessu til staðfestu segist Daði hafa heyrt síra Páli eignuð harla kátf.eg vísa, sem hann á að hafa mælt fram í prédikunarstóli, eitt sinn, 1. sunnu- dag ef'tir Trinitatis, en vísan er svona: Með svoddan móti safnast auður, seggir skammta úr hnefa, en þótt verði ellidauður, aldrei skal ég gefa. Ósennilegt er að vísa þessi sé rétt feðruð hjá Daða. — Síðasta hending hennar ætti að benda til þess, að prest ur hafi verið nirfill og fastur á fjár- muni, en hvergi hef ég þó fundið þess getið, að svo hafi verið. JL yrstu þrjú árin eftir að síra Páll var kominn norður í Goðdali er friður og spekt í kringum hann, en eftir það fer að hvessa. Nú er það sjáiltfur Hó!a- biskup, sem bann á í höggi við, útaf prestsþjónustinni að Ábæjarkirkju í Austurárdal, sem hafði verið annexía frá Goðdölum síðan eftir siðaskiptin. — Utaf þessu átti síra Páll í deilu við herra Stein bisikup, í 8 ár, og kom málið fyxir á 5 prestastefnum í röð, á árun- um 1716-24, en enginn fékkst botninn í því. — Prestur hélt því fram, að Á- bær hafi aldrei, lagalega séð, verið ann exía frá Go’ðdölum, heldur hafi sóknin aðeL— heyrt til Goðdalakirkju. Svona hafi þetta verið í katólskum sið og svona sé það enn, en biskup hélt hins- vegar fram skilyrðislausri skyldu Goð- dalaklerks til þess að þjóna Ábæjar- kirkju. — Vissulega var presti mikil rátt fyrir þetta góða tilboð bisk upsins, var prestur ófáanljegur til þess að ganga að því, en kvaðst halda sig hiklaust að veitingabréfinu frá Oddi lögmanni, sem leggi sér engar skyld- ur á herðar viðvíkjandi guðshúsinu í Ábæ, og getur þess um leið, að þessu bréfi lögmannsins geti enginn breytt nema hans Majestæt, eða m.ö!o. enginn nema konungurinn sjálfur. f þessu þaufi og þrasi stóðu þessir guðsmenn árum saman, eins og að fram an greinir, en loks tókst góðum mönn um með sinni „íblöndun" að binda enda á þetta stapp á milli þeirra. — Prestur sættist að lokum á það, að hann skyldi fá teikjur kirkjunnar, og byggja hana upp. — En svo þreyttur var hans herradómur biskupinn á Hól um orðinn af þessari löngu deilu, að hann setti að ski'lyrði fyrir sáttinni, að preslur mæddi sig ekki oftar með ..slíku þrasi og þrjózku," en þjóni í framtíðinni ÁbæjarKirkju átölulaust. — Þessu lofaði síra Páll og með því var málinu lokið. Um þessa þrætu má lesa nákvæmar í kopiubók herra Steins biskups. SLra Páll dó í Goðdölum árið 1736, 86 ára gamall, og hafði verið prestur í 54 ár. — Um hann sagir Sighvatur Borgfidðingur (Præ XIV, 665), að hann hafi verið „frómlyndur maður, lærður, og góður búhö!dur.“ Kona hans var vorkunn þó að hann vildi losna við að 'þurfa að þjóna Ábæ, bæði var það, að hann var orðinn gamall maður, rúm- lega sjötugur, og svo hitt, að hið mikla vatnsfall, Jökulsá, var á milli kirkn- anna. Hún var þá uuðvitað óbrúuð, og varð að ríða hana oftast í bóghnútu, vetur og sumar, hvemig sem á stóð, í hvert sinn er prestur varð að fara til messu og þjónustu í Ábæjarsókn. Var þetta erfitt fyrir Goðdalapresta, því að þetta hélzt óbreytt næstu 240 ár, eða þangað til Jökulsá var brúuð fyrir ör- fáum árum, Einn Go'ðdalaprestur í lok síðustu aldar. síra Vil'hjálmur Briem, hefur lýst þessum erfiðleikum-í ágætri frásögn, sem birtist fyrir nokkrum árum. f þessari hörðu deilu síra Páls við herra Stein Hólabiskup, gjörði hans herradómur honum það tilboð, að prest ur tæki, eins og venja hefði verið, all- ar tíundir og • ljóstoll Ábæjar, gegn þeirri skyldu, að byggja kirkjuna upp. Einnig heimilaði nerra biskupinn hon Þorbjörg dóttir Odds annálaritara á Fitjum í Skorradal. Eiríkssonar, Odds- úonar biskups Einarssonar. Þau voru 53 ár í hjónabandi og eignuðust 7 böm. Elzrt þeirra var síra Sveinn sem varð eftirmaður föður síns í Goðdala- brauði, eins og getur um hér á eftir. S íra Sveinn Pálsson var fæddur 1688, og ólst upp hjá foreldrum sínum í Brautarholti. Hann fór ungur í Skál- hodtsskóla og útskrifaðist þaðan að- eins 21 árs gamall, árið 1709. Eftir það dvaldist hann með foreldrum sínum í SkrauthóLum á Kja^arnesi næstu 2 ár- in, en vorið 1711 fór hann með þeim vestur að Sauðafelili í Dölum, eins og að framan getur, og var þar einn árs- tíma. Þaðan fluttist hann svo með þeim morður að Goðdölum haustið 1713, en þar lifði hann lífi sínu eftir það, og fluttist þaðan aldrei eins og síðar getur. Þegar hann var orðinn 28 ára gamall, vígði herra Steinn biskup á Hóluim ihann kapelán til föður síns, sem þá var orðinn 67 ára gamall, en svo félck hann Goðdali þegar faðir hans dó, 20 ár um síðar, árið 1736. Kemur þetta heim við það, sem Steinn biskup segir í bréfi sínu til Lafrenz amtmanns á Bessastöðum þegar hainn tilkynnir amt manni dauða síra Páis gamiia. Þar get ur hann þess, að síra Sveinn hafi verið kapelán föður sins undafarin 20 ár, og mæli hann eindregið með því að honum sé veitt Goðdalabrauð, þar sem hann sé „en from, ærlig og velbegavet Præstemand", þ.e. guðhræddur, hei'ðar- legur, og vel gáfaður prestur. Eitthvað hafur séra Sveini kippt I kynið til föður síns, um deilur og þraa við sóknarmenn sína, því að á fyrsta ári eftir að hann hafði tekið við brauð inu. lenti hann í deilu útaf landamerkj- um við nágranna sinn, bóndann í Vill- inganesi. — í þessu miáli gaf biskupinn síra Sæmundi prófasti Magnússyni í Glaumbæ umboð til þess að koma fram fyrir sína hönd og lagði fyrir hann um- fram allt, að gæta þess að Goðdala- kirkja yrði ekki afskipta, eða „aflaga borin í þessari landamerkjadeilu." (Sbr. kopiubók Steins biskups). — Þegar Harboe biskup, hinn danski, visiteraði Goðdali 4. júlí 1742 segir hann, að síra Sveinn prestur hafi pre- dikað sæmilega, svo að ekkert sé út á það að setja, enda hafði Steinn biskup, eins og áður getur, sagt hann, „en vel begavet Præstemand“, en hinn danski biskup er miður ánægður með bama- fræðslu guðsimannsins í Goðdölum. Um hana farast honum orð á þá leið, að síra Sveinn sé með öllu óhæfur til hennar, en þó reyndist 31 barn, sem hann yfirheyrði, flest bókiæs. — Har- boe segir prest lítið lærðan mann og drykkfelldan og gaf biskup honum því áminningu og aðvaraði hann um að bæta ráð sitt, en hvergi er þess þó sérstaklega getið, að síra Sveinn hafi neitt breytit um lifsvenjur eftir heim- sókn þessa hádanska preláta. tf rátt fyrir þá agnúa, sem Harboe fann á embættisfærslu síra Sveins, má hiklaust telja hann með merkari prestum sinnar samtíðar, og kom þar til sérstaklega manndómur hans, diugn- aður og atorka, enda hafa þessir kostir orðið kynlægir með sfkoimendum hans til þessa dags. Skal nú sagt frá dæmi dugnaði síra Steins og framkvæmda- þreki hans til sönnunar. Á árunum fyrir og eftir miðja 18. öld voru hin mestu harðindi hér á landi. Eldgos, hafís, kúgun Dana, hung ur og sóttir herjuðu þjóðina, s1 o að landsfólkið féll úr hor í þúsundatali. Sú saga h©fur að vísu verið svo oft sögð, en þó aldrei of oft, ef vera kynni, að þetta gæti vakið núlifandi kynslóð til einhverrar meðvitundar um það, að forfeður vorir hafi ekki alltaf vaðið í peningum og getáð fleygt þeim út I fullHominni vitleysu og fyrirsjónar- leysi, eins og nú tíðkast svo mjög. — Skal nú, aðeins til glöggvunar, lýst ástandinu árið 1756, og stuðzt við það. sem Espólín segir í árbókutm sinum: ') Veturinn var mjög harður firú nýári, einkum fyrir norðan og austan land, og var hinn sjötti í röðinni af harð- indavetrum. Hafís rak um á einmánuði fyrir öllu Norðuriandi, og hlánaði aldrei til krossimessu. — Katla hafði gos ið árið áður, og varð nú megn óáran „fyrir norðan og suður um .Borgarf jörð.“ — Fjöldi fjár og hrossa féll úr hor, 'og margt manna flosnaði upp og komst á vergang. — Fjöldi fólks féll líka úr hungri og vesöid, en þó varð mann- fellir meiri vestra. — Á útkjálkum varð ástandið aumast, t.d. í Fljótunum nyrð- ra. Þar lögðust í eyði um vorið 20 jarð- ir, sem Hóladómkirkja átti .— Miklir stuldir, sagir Espólín, að hafi verið um Framhald á bls. 13. U IX, 47. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 4. töbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.