Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1965, Page 8
RITHÚND
EINARS
BENE-
DIKTS-
SONAR
Stórólfshvoli 4. nóv. 1904.
Herra bankastjóri Tryggvi Gunn.
arsson, Reykjavík.
Sem umboðsmaður mágs míns úti-
búsbankastjóra Júlíusar Sigurðssonar
á Akureyri og meðeigandi að veiði í
Grafarvog og Korpólfsstaðaá gjöri jeg
yður hjer með eptir umjtali það tiltíoð
að leigja yður eða fjelagi því sem þjer
stofnið til þess, laxveiði og aðra veiði
í Grafárvogi í Mosfellssveit fyrst um
sinn til fimm ára með rjetti til þess
innan þriggja ára að framlengja
lliAna, ^^1'***
/7) . (
ouf d
V * OuJZytuJ? iacJ: /
xÁjyu CbtjJXv kua/aUí
foir «T /tipto ifÁLc JZJJh
Cavi/uJ? <ir<£p / ur*c£: fyrP{~'
iMii 'loiusO liX ^A4aaV\ ouy(A> (KíaP^jJu /Cl ^ieu uvua cuuJÍtsiyjyK>
<V^(V/ xX~J>TCU\ 6tup\> Úcupt huUjCiA^, OdC J/Úuha,
(Uiú ‘jJý'+' 'kuo kjur tiuUpnr i
íí Jli. Pcípt4 TuUaaoUm J&mu1 Áa-tíiC*’Y meajiuc
dCyiÁtjl'U'J<K-Cyúv f <444aAu ÁtUýyj\j> (S&\
fcti+t /yyJPr CycJitvu tréujwvi <w* **.
C[ UYZUi. itH aJlJi (Jiýlu 'ít-t-cvtv-ivy ‘ja tiL/UsyJJi
J-lCt-r- ^o^Ar >
t$i (7J/~h/Cvti^~y
C'f}') Cc\ /Jn
leigutimann allt að öðrum fimm ár-
um gegn því sem hjer segir:
1. Fyrstu fimm árin borgið þjer eða
fjelagið enga aðra leigu en helming
nettoarðs að frádregnum fimm %
vöxtum af árstilkostnaði.
2. Næstu fimm ár, ef framlengt
verður, borgið þjer eða fjelagið ein-
hverja ákveðna upphæð sem sam-
komulag verður um þó ekki meira
en fimm þúsund krónur árlega.
3. Gegn þessu fáið þjer eða fjelag-
ið rjett til þess að taka niður Korp-
ólfsstaðaá í Grafarvog að óskertum
skilmálum annars eigenda að ánni
(Lambhagamanns) til þess að hafa
flóðveituveiði eða á annan hátt nota
ána til veiðiskapar einsog hún verð-
ur þá í hinum nýja farvegi.
4. Til þess að leiguskilmálar þessir
haldist verður Korpólfsstaðaáin I
síðasta lagi innan tveggja ára að vera
tekin niður eigendum veiðinnar
kostnaðarlaust.
5. Nánari atriði leigusamnings
skulu ákveðin síðar eptir samkomu-
lagi.
Með virðingu
Einar Benediktsson.
Ekki mun Tryggvi hafa notfært þau
réttindi að mega veita Korpólfsstaðaá
á sinn kostnað, en eigendunum að
kostnaðarlausu, niður í Grafarvog.
Það verk hefði orðið -að vinna með
páli og reku og orðið allkostnaðar-
samt, en ekki er að efa, að þetta
aðstreymi af fersku vatni hefði auk-
ið laxagöngur inn í Grafarvog. Þessi
hugmynd, sem í sjálfu sér var góð á
þeim tíma, hefir nú dagað uppi, þvi
stangveiði er nú orðin miklu arðbær-
ari fyrir landeigendur en netaveiði
fyrir lax. Áin mundi styttast við
þessa framkvæmd, og brattinn hjá
Grafarholti, eða Gröf, eins og bær-
inn var áður nefndur, yrði of mikili
fyrir lax, nema þar yrði gerður dýr
laxastigi. Auk þess tekur áburðar-
verksmiðjan í Gufunesi allt sitt
vatnsmagn úr þessari á.
Fæðingin er eitthvert hættu-
legasta fyrirtæki mannlífs-
ins. Mánuðurinn fyrir fæðinguna
og fyrstu vikumar eftir hana
hafa í för með sér fleiri hættur
ét áföEum en nokkurt annað lífs-
skeið.
Bandaríkjastjóm og amerísk einka
samtök hafa á síðustu árum beitt
sér mjög gegn því, sem venjulega er
kalla'ð einu nafni „fæðingargallar".
Því njóta nú mörg böm, víðsvegar
um heim, eðlilegrar barnæsku, sem
þau hefðu e'kki notið, hefðu þau
verið fædd nokkrum árum fyrr. Til
dæmis má nefna, að nú er fáanleg
hjálp gegn hinum svokallaða „vatns-
(beila“,
Fyrir fæðinguna fer eitthvað ein-
hversstaðar úr lagi — hva'ð það er,
vita menn ekki — þannig að líkami
barnsins getur ekki tekið í sig og
haft á hreyfingu vökvann, sem um-
lykur mænuna og heilann. Afgangs-
vökvinn safnast saman undir haus-
kúpunni. Þrýstingurinn veldur stækk-
un á höfðinu, og með tímanum hefur
þetta í för með sér blindu og geð-
bilun.
Aðferð, sem nýskeð hefur verið
fullkomnuð, er í þvi fólgin að veita
vökvanum fram hjá hinum gallaða
vökvagangi, til þess að hann geti
sameinast blóðstraumnum án þess að
valda skaða.
Dr. Eugene B. Spitz' yfir-tauga-
skurðlæknir við Barnaspítalann í
Fíladelfíu, hefur staðið fyrir þessum
hættulegu uppskurðum á um 20.000
börnum víðsvegar úr heiminum.
Börnin vaxa upp eðlilega og ekkert
minnir þau á fyrra ástand þeirra
annað en sveigjanlog pípa undir
húðinni, bak við eyrað.
Mjög nýlega hefur jafnvel verið
hægt að sporna við „duldum“ með-
fæddum göllum, sem áður leyndust
þarugað til ókleift var að lækna þá.
Árið 1963 fann dr. Arthur Robinsón
við Colorádo-háskólann einfalda blóð
rannsóknaraðferð við galaetosemi,
Svipaðar tilraunir geta leitt í ljós
en það er sjúkdómur þegar lifrina
skortir efni til að geta melt mjólk-
ursykur. Af þessu leiðir, að skaðleg
efni safnast fyrir í likamanum og
skaða heilann.
Ef tilraunir sýna galactosemi, getur
barnið samt þroskazt eðlilega, ef það
neytir ekki neins mjólkursykurs.
Svipaðar tiiraunir geta leitt í ljós.
hvort foreldrarnir eru smitberar,
sem færa börnum sínum sjúkdóminn
óafvitandi.
að er þegar þekkt að greina
sjúkdóminn snemma og nýjar skurð-
aðgerðir hafa þegar verið fundnar
upp til að leiðrétta hjartagalla hjá
þúsundum barna, sem annars hafa
verið fyrirfram dæmd til dauða um
aldur fram eða txl vaxandi örorku.
Nýjar aðferðir skurðlækna —
beina- og taugasérfræðinga — geta
nú jafnvel létt af örorku, stafandi
af svokallaðri „opinni mænu“, nema
rétt hjá þeim sjúklimgum, sem lengst
eru leididir.
Sumir fæðingargallar eru erfðir
eða stafa af „slysum", sem lítið er
vitað um, jafnvel enn í dag. Sum
stafa þau af því, að væntanleg móðir
hefur orðið fyrir veirusjúkdómi, svo
sem rauðum hundum, eða þá áhrif-
um frá röntgengeislum eða öðrum
igeislum, eða þá af tilteknum meðul-
um.
Stundum getur orsökin verið lélegt
mataræði um og fyrir meðgöngutím-
ann. Annað af tímabundnum skorti
á súrefni fyrir fæðinguna, þegar barn
ið er enn háð næringarefnum úr blóði
móðurinnar til þess að geta þrifizt.
S «, - xas 9VO, að flestir
fæðingargallar eru enn dularfullir
og óþekktir. Heldur ekki er miki’ð
vitað um fæðingu fyrir tímann —.
þegar börn fæðast áður en meðgöngu
tímanum er lokið. Dauði og afbrigði
er mörgum sinnum algengara hjá
slíkum börnum sem hafa ekki náð
æskilegasta þunga og þroska.
Landsfélagið, eða samtökin sem
söfnuðu Bandaríkjaþjó'ð saman til
baráttu gegn lömunarveiki, beitti sér
árið 1963 fyrir stærsta sérfræðinga
fundi, sem nokkurntíma hefur hald-
inn verið um fæðingargalla. Á þess-
uim fundi í New Mork sagði forset-
inn, Basil O’Connor: „Ég get ekki
lengur sagt . . . að fæðingargal'lar
séu stærsta ósigraða heilbrigðisvanda
má1 okkar. Við eigum enn langt 1
land, en baráttunni er haldið áfram
me'ð vaxandi krafti“.
Nú á tímum eru meiri vonir en
nokkru sinni áður fyrir foreldra, að
börn þeirra fæðist heilbrigð — oig
að aliir geti verið þolanlega vissir
um það, sem sumir haifa kallað „rétt-
inn til að feeðast vel“.
Bætt læknishjálp við fæðingargalla
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS.
4. tbl. 1905.