Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1965, Page 13
Ihania Zófónías, prófastur í Viðvfk, Hall-
dórsson, en hann andaðist snemma árs
1908. Báðir vóru þetr ágætir kennarar
og mjög fróðir.
Síðari veturinn sat Jósef á Alþingi frá
nýári og kenndi þá fyrir hann Jakob
H. Líndal, síðar bóndi á Læikjarmóti.
Var hann áhugasamiir og ágætur kenn-
ari. Skólinn var því í góðra manna
höndum þessi ár.
Eg stundaði námið af kappi og meðal
margs annars skrifaði eg meira en flest
ir eða ailir aðrir úr fyrirlestruim kennar
enna. Námsbækur vóru flestar á dönsku
og norsku. Innan skamms fór svo, að
niargir mínir félagar lögðu kapp á að
fá að skrifa upp úr mínum bókum.
Varð um það allt hin bezta samvinna
og studdi að vináttu á báðar hliðar.
Þannig fór allt fram í sátt og sam-
lyndi. Þegar velja þurfti menn til ein-
hverra starfa fyrir bekkinn, þá lenti það
oftar á mér en öðrum, án þess eg sækt-
ist eftir því. Eg var m.a. kosinn í matar
nefnd, sem var allmikið og tímafrekt
vandastarf. Og þegar ræður þurfti að
fiytja á fundum eða fjölmennum sam-
komum, t. d. á þorrablóti, lenti það oft-
ast á mér öðrum fremur. Þannig gekk
þetta til loka skólatímans. Verður hver
og einn að hafa sínar hugmyndir um
það, af hverju þetta var.
En hvað sem öðru leið, þá hafði þetta
þau áhrif, að lyfta undir mitt eigið
sjálfstraust. Hafði það sínar afleiðingar
síðar meir og gerði mig djarfari en ella
að takast á hendur vsndasöm störf.
Við burtfararpróf frá Hólum vorið
1909 fékk eg hæsta tinkunn, svo veru-
ttega munaði: vóru það 135 stig, sem þá
var há fyrsta einkunn. Nsestur var Ingv
ar Guðmundsson frá Gýgjarhóli í Bisk-
upstungum, ágætur maður, 128 stig, þá
klom Franklín Guðmundsson frá Mýr-
um í Dýrafirði, einnig ágætur maður,
120 stig. Hann hafði sður gengið gegn-
um gagnfræðaskóla.
Vorið 1909 vórum við nokkrir Hóla-
menn við verklegt nám um sex vikna
skeið í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Það-
an fór eg nokkru áður en sláttur byrj-
aði og gaf mig að heimaönnum næstu
árin.
Ferðalög
Á meðan eg var á Löngumýri,
vóru ferða'.ög heldur Örðugri og hættu-
ir.eiri en nú gerist, því þá var aðeins um
tvennt að velja: annað hvort að fara
gangandi eða á hesti. Fyrsti bíllinn kom
ekki í Húnavatnssýslu fyrr en 1923, eða
sama árið og eg fluttist að Akri. En
ferðalögin áður voru einkum tvenns
konar: heiðargöngur og vorleitir inn að
jöklum og kaupstaðarferðir á öMuin tím
um árs.
Mörg haust fór eg ! göngur, bæði í
venjulegar göngur og undanreið. Venju-
legar göngur stóðu þá í fimm daga og
var lengst farið í Þjófadali, en undan-
reið stóð í sjö daga og var þá lengst
farið í Gránunes, fyrir sunnan Kjöl. Þar
var gist tvær nætur, en örðugur leitar-
dagur á mi'lli. f þeirri ferði vóru venju-
lega 80 leitarmenn, þar af oftast fimm
að norðan, hitt allt Árnesingar.
Að vera í göngum var þá sem nú
nokkuð breytilegt og fór mest eftir
veðri. Tvisvar lenti eg í stórhríð í
heiðaigöngum, í annað skipti skali hann
á að nóttu til, þegar við lágum í Þjófa-
dölum, og var víða kviðdjúp fönn á
hestum um morguninn. Mátti heita að
linnulaus stórhríð geisaði allan næsta
dag og komust gangnamenn með iilhrif-
um út að Seyðisá þann dag, skiptu sér
að vísu nokkuð, en að leitum var sára-
lítið gagn.
Annað skipti skall soman um miðjan
dag í mánudagsgóngu og náðu
menn með herkjum í Kolku-
hól það kveld, en fann-
koma var mikil. Daginn eftir var skárra
og var þá riðið til baka til leitar á stóru
svæði, en kom vitanlega ekki að fullu
gagni, enda fannst margt fé í síðari
göngum. Þegar svona vildi til, var ferð-
in örðug og leiðinleg, og ekki trutt um
að unglingar yrðu veikir af kuida og
vosbúð, en enginn dó i þau tvö skipti
sem hér er drepið á.
Að hinu leytinu vóru göngurnar
skemmtilegt og spennandi ævintýr, þeg-
ar tíð var góð. Þá var oft mikill mann-
fagnaður á kvöldin í áfangastöðum. Var
þá fast etið, drukkið, kveðið og sungið,
oft farið í bændaglímur og mikið ort,
einkum af beinakerlingavísum. Stund-
um vóru heilir flokkar sendir í göng-
urnar af mönnum, sem heima sátu, en
hitt var algengara að vísurnar flygju
manna á milli eins og skæðadrífa. Og
einu sinni minnist eg þess að morgni til
við Seyðisá, að einn slunginn hagyrð-
ingur, Helgi Jónsson á Þröm, útbýtti vís-
um til hvers manns á miðum. Vóru þar
þá venjulega á þeirri tíð fjörutíu norð-
anmenn og 8-10 Amesingar. Fengu
norðanmenn i það sinn hver sinn
skammt, en um Sunnlendingana vissi
eg eigi.
Alltaf þótti það mestu varða um þetta
efni, að vísurnar væru vel kveðnar, en
hinu minna sinnt, á hvern hátt hverjum
einstökum var lýst. Nú mun þessi
skemmtiþáttur að mestu niður lagður í
heiðagöngum Húnvetninga, og svo mun
víða vera.
Langmestur gleðskapur sem ég minn-
ist var í Gránunesi, enda þar mest fjöl-
menni. Vóru Árnesingar með afbrigðum
gestrisnir og oftast öllu birgari af vín-
föngum en Húnvetningar. Má af því rétt
ímynda sér hvað þeir áttu í pokahorninu.
í undanreið var eg þrjú haust, en hve
oft eg fór í venjulegar göngur man eg
eigi fyrir víst.
ICaupstaðarferðir vóru oft örðugar
á þessum árum því alla vöru varð að
flytja á klökkum að vori, sumri eða
hausti. Mundi nútíðarmönnum ekki
þykja aðgengilegt að fást við slíkt, enda
þekkist það ekki. Allt er nú flutt á bíl-
um og vögnum. Að vetrinum var oft
nokkuð mikið flutt á sleðum og gekk
allvel, þegar færi og veður var til þess.
En út af því vildi nú oft bregða, og þá
komust menn og hestar jafnan í krapp-
andans.
Ég tók mikinn þátt í ferðalögum á
þessum árum og vóru margar ferðirnar
bæði leiðinlegar og erfiðar. Samt lenti
eg ekki í slysi utan einu sinni, og er
mér sá atburður allminnisstæður. Það
var 13. dag jóla, eða 6 janúar 1918. Eg
gisti í Sauðanesi eins og oft endranær,
en fór snemma á stað í blindhríð. Gætti
þess ekki að komið var gaddhörkufrost.
Færi var ekki sem verst og gekk mér
sæmilega fram fyrir Laxárvatn. En á
svonefndri Hafratjörn hafði mér skeik-
að um stefnu og nam villan eitthvað um
100 föðmum, og missti eg hestinn ofan í
skurðop við tjarnarbarminn. Fór hann
á miðjar síður og engin leið fyrir mig
einan að ná honum upp. Hljóp eig í æði
fram að Tindum og fann vin minn, Sig-
urjón bónda þar, sem var hjálpfús maður
og mikið hraustmenni. Hlupum við í
hendingskasti móti hriðinni og náðum
hestinum fljótlega upp. Komum við hon-
um svo fljótt sem unnt var heim að Tind-
um og þar inn í fjós, sem var hið hlýj-
asta hús. En þetta varð samt blessaðri
skepnunni ofraun. Klárinn fékk heiftar-
lega lungnabólgu og beið bana snemma
næsta dag. Vakti eg yfir honum alla
nóttina og var það ömurleg nótt.
Þó nú séu liðin 46 ár síðan þetta gerð-
ist, hef eg aldrei getað fyrirgefið sjálf-
um mér þennan leiða atburð.
Var það vitanlega óhæfilegur
glannaskapur að leggja með sleða-
hest út í það voðaveður, sem
þá var, enda var afleiðingin eftir því.
í þessari hrið rak hinn forna fjanda
íslendinga, hafísinn, í fjörur um allan
Húnaflóa og víða norðanlands og var
hinn eftirminnilegi slysadagur hinn
fyrsti þeirra heljarfrostdaga, sem mestir
hafa orðið á minní <tevi. Náðu þeir há-
marki 21. sama mánaðar, Þá var 36
gráðu frost og það meira að segja í lág-
sveitum. Hin voðalegu harðindi urðu þó
eigi mjög langvinn í þetta sinn, því bat-
inn kom og ísinn fór um miðjan ein-
mánuð. Vorið var gott og góð skepnu-
höld, en mesti grasbrestur þá um sum-
arið, því víða hafði öll grasrót gegn-
frosið í þessum gífurlegu frosthörkum.
TT veimur árum síðar, þ.e. 1919—20,
kom svo hinn óskaplegasti snjóavetur,
sem eg hef lifað. Mátti heita bjarglaust
öllum skepnum frá því snemma í nóvem-
ber og þar til mánuður var af sumri.
Ekki vissi eg þó um felli sem neinu
næmi í Húnavatnssýslu, en fóðurbætis-
kaupin vóru svo stórkostleg, að margir
bændur biðu þess aldrei bætur fjárhags-
lega, meðan þeir lifðu. Síðan hefur eng-
inn harður vetur komið í Húnavatns-
sýslu og vita því fæstir bændur, hvað
harðindi eru. Óttast eg líka, að illa
muni fara hvenær sem að því rekur
næsta skipti. M.
PRESTASÖGUR
Framhald af bls. 4.
allt land, og var það víst mest rnatar-
hnupl hungraðra förumanna, en há-
mark eymdarinnar segir hann hafa ver-
ið, að menn tóku að leggja sér hafossa-
kjöt til munns! —
Hafísinn lá landfastur allt sumarið
fram á hundadaga &g var því eðlilegt
að vorið væri kalt, enda var veðrátta
auk þess óstöðug. Engin skip náðu
höfnum fyrir Nor'ðurlandi um sumariS
og var lítill afii, og batnaði aildirei veðr-
áttan á þeim missirum. Kaupskipin,
sem áttu að koma til Hofsóss og Höfða-
kaupstaðar, sneru til baka vegna ísa-
laga og kom því enginn útlendur varn-
ingur eða kornvara til Norðurlandsins
i heilt ár. — í júlímánuði var álnar-
djúpur snjór á Melrakkasléttu, og var
ekki farið að slá fyrr en seint í ágúst.
Var þá sáralítið gras sprottið, og svo
varð nýting mjög slæm vegna sífeflldra
illviðra og vætu. — í Skaiftafellssýslu
var allt umtumað af jökulhlaupum og
öskufalli, og var ástandið þar orðið
svo alvarlegt, að heita mátti að tvö
höfuðsetrin í sýsiunni, klaustrin gömlu,
Kirkjubær og Þykkvibær, væru nærri
í eyði. — Veturirm eftir (1757) batn-
aði svo tíðin, og voru þá oft góðviðrl
á sunnan, svo að kaillað var að hallær-
inu væri lokið.
G eta má nærri um það, hversu
hagur manna hér á landi. og þá eink-
um á Norðurlandi, hefur verið bág-
borinn á þessum árum, og hversu reynt
hefuir á þrek þeirra og duignað til þess
að bjarga sér, svo að hungurvofan
gripi þá ekki köldum faðmlögum. —
Það er um síra Svein í Goðdölum sagt,
að hann væri mikill „atorku- og að-
dráttamaður”, og reyndi nú á þolrif
hans, enda kom í ljós, að á þessu sviði
vair hann ekki neinn meða'lmaður. Hon
um hefur þá lika, ef til vill, verið i
huga hið forna spakmæli: „Sveltur
sitjandi kráka, en fljúgandi fær“. —
Og skal nú sagt frá alveg eindæma dugn-
aði og hugkvæmni síra Sveins til þess
Lausn myndagátu í Jóla-Lesbók
A þessu ári urðu stjórnarskipti austan tjalds og vestan. Höfðingjar féllu. Félagi Kr
úsjeff rekinn frá vðlldum og Alec beið ósigur.
05 '/ A.
Cl R.
Hér birtist lausn verðlauna-myndagátunnar í Jóla-Lesbók. Mikik' fjöldi ráðn-
inga barst. Þegar dregið var um verðlaunin kjomu upp þessi nöfn: Kr. 1000,00 hlýt-
ur: Kristín Ámadóttir, Oddeyrargötu 34, Akureyri. — Kr. 500,00 hljóta: Ámi Ósk-
arsson, Gufuskálum við Hellissand og Erla Sigurðardóttir, Álfheimum 5, Reykjavík.
4. tbl. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13