Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Síða 3
Meðal fjöldans
Eftir Blas de Otero
Mig gæti skort loft,
vatn,
brauð,
ég veit að það mun mig skorta.
Loftið, sem enginn á.
Vatnið, sem þyrstur á.
Brauðið. ... Ég veit að það mun mig skorta.
Trúna, aldrei.
köf og þegar hann kom beint frá því að
leiggja að velli torunna bráð.
„Ég er svo oft einmana", sagði hún.
„Og þú ættir að athuga það, að til ea-u
annarskonar veiðisvið".
„Hver eru þau?“ sagði hann.
„Það eru til leikhús, bókmenntir, list*
ir....“
„Það eru ekki mín veiðisvið", sagði
hann með lítt dulinni fyrirlitningu.
Frægð veiðimannsins jókst. Margir
vildu fá hann með sér í veiðiferðir, en
hann hafnaði öllum slíkum boðum. „Ég
er veiðimaður", sagði hann, „ekki mað-
ur, sem skýtur dýr.“
Frægð hans náði alla leið tiil Afríku
og honum barst fyrirspurn um, hvort
hann vildi taka þátt í að safna dýrum
í villidýrasafn. Hann hafnaði boðinu.
»Ég er veiðimað'Ur, ekki dýratemj-
ari“, sagði hann.
En þegar úlfaárið mikla kom, fór
hann tii Lapplands. Hann skaut svo
marga úlfa að loks urðu menn að taka
í taumana og fá hann til að hætta.
Af dýrfrseðilegum ástæðum vildu menn
helzt þyrma dálitlum hóp af Lapplands-
úlfinum.
Á meðan veiðimaðurinn var á úlfa
veiðunum varð hún innilega og alvar-
lega ástfanginn af ungum málara. Mái-
arinn endurgalt ást hennar og það í svo
ríkuim rnæi'.i, að hann mátti ekki til þess
hugsa, að veiðimaðurinn mikli kæmi
heim til hennar aftur og yrði rekkju-
nautur hennar. Hann hvatti hana til að
sækja um skilnað.
Þegar veiðimaðurinn kom heim bað
hún þegar í stað um frelsi.
„Hvemig frelsi?" sagði hann undr-
andi.
„Fréisi mit>t“, sagði hún, „ég vi'l fá
skilnað.“
Veiðimaðurinn hristi höfuðið.
„Þú ert mín eign“, sagði hann.
„Þin eign“, hrópaði hún, „þú átt við
að ég sé þín bráð. En þér skjátlast, ég
er ekkert veiðidýr, ég er manneskja“.
Augu veiðimannsins urðu hvarflandi.
Hún sá, að bak við sitt lága veiði-
manns-enni velti hann þessu fyrir sér.
Hann skildi ekki, að bráð hans gæti haft
nokkurn möguleika til þess að sleppa
frá honum.
Svo sigu augnalok hans til hálfs og
hún sá að hann hafði komizt að niður-
stöðu. Og svar hans laust hana með
ólýsanlegri skelfingu.
Hún hafði enga kúlu fengið frá hon-
um.
Hann gekk í átt til skotfæratöskunn-
Framhald á bls. 7.
Spánn:
Veiðimaðiirinn og bráðin
Því minna loft, því meiri.
Því meiri þorsti, því meiri.
Hvorki meiri eða minni. Meiri.
Jóhann Hjálmarsson þýddi.
lengi í burtu. Hann hafði þurft að fara
til byggða til þess að fá einhvern til að
sækja björninn. Björninn hafði reynzt
vera slunginn og þessvegna var óhugs-
andi að hann gæti látið hann ganga
sér úr greipum.
Veiðimaðurinn þvoði af sér bjarnar-
blóðið, tók hrausyega til matar síns og
elskaði hana alla nóttina' með linnu-
lausri áfergju.
F
£ yrst eftir að þau giftu sig for
hún oft með honum á veiðar. Hún
komst að raun um, að mestallt árið
var hægt að stwnda einhverskonar veið-
ar. Reynslan kenndi henni líka, að til
voru reglur fyrir öllum tegundum
veiða, reglur sem veiðimaðurinn fylgdi
út í æsar. Sum dýr átti að skjóta þeg-
ar þau stóðu kyrr, önnur átti að skjóta
á hlaupum, sum dýr átti að hæfa í
hjartað, önnur í höfuðið. Og það kom
aldrei fyrir, að veiðimaðurinn missti
af bráð sinni. Einu sinni elti hann elg
með hvíta blesu þrjú veiðitímabil.
Hún stóð sjálfa sig að því að aumka
dýrið, en vissi að^ því yrði engrar und-
anikomu auðið. Á síðasta degi þriðja
veiðitímabilsins tókst honum að fella
það.
Nokkrum sinnum reyndi hún að
fyigja honum etftir um veiðisvæðið, en
varð að gefast upp við það. Veiðimað-
urinn gleymdi henni gersamlega, fór
sínar eigin leiðir og hvarf henni. Það
var auðséð, að á veiðisvæðinu var hann
í essinu sínu. Þar fór hainn ferða sinna
hljóðlaust eins og slanga, sívökull eins
og örn. Hún var að vísu orðin dálítið
hrædd við hann, en dáði hann þeim
mun meira. Svo settist hún niður og
beið þess að hann kæmi aftur, og
lengi vel taldi hún það vel þess vert
að bíða hans.
En smámsaman varð hún leið á því
að bíða hans í gisnum selkofum, bálka-
rúmum og hreysum. Hún settist að í
húsinu Siín.u í útjaðri borgarinnar og
byrjaði á ný að lifa lífi sínu á sama hátt
og áður en hún giftist. Milli veiðiferð-
anna kom hann heim og elskaði hana
eins og vera bar, en nú voru ástarat-
lot hans langt frá því að vera eins á-
EFTIR SOLVEIGU CHRISTOV
H ann biðilaði til hennar af svo
fágætri þolinmæði, að hún lét að lok-
um til leiðast. Það var heldur ekki
laust við að hún væri dálítið hreykin,
jafnvel hamingjusöm, vegna þessarar
þrautseigu ástar hins mikla veiði-
manns. Um hann stóð einskonar glit-
hjúpur hrjósturkaldrar karlmennsku,
það fylgdi honum lykt af skógi og leðri,
og návist hans fyllti mann öryggis-
kennd. Veiðimaðurinn mikli myndi á-
reiðanlega kunna að standa vörð um
brúði sína. í einni brúðkaupsræðunni
var komizt svo að orði, að hún hlyti að
vera dýrmætasta bráðin, sem veiðimað-
urinn mikli hefði nokkru sinni að velli
lagt. Og drukkinn veizlugestur sagði
líka, að veiðimaðurinn frægi hefði skot-
ið gullfuglinn. Þetta var að vísu satbt,
en veiðimaðurinn sjálfur var nú heldur
ekki á flæðiskeri staddur. Sagt var að
hann ætti víðáttumikla skóga.
Nýgiftu hjónin eyddu hveitibrauðs-
dögunum á bjarndýraveiðum. \ eiðimað
urinn átti mjög notalegan kofa í skóg-
lendi, þar sem mikið var um birni.
Jafnskjótt og þau kom.u þamgað tók
hann byssu sína og hvarf á brott. Að
fjórum dögum liðnum kom hann aftur
og bað afsökunar á því að vera svona
8. tbl. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3