Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Qupperneq 11
Hann er nú eiginlega, skal ég segja þér, frekar um- ræðuefni en eiginmaður. Ævisögur. Dylan Thomas. His Life and Work. John Ackerman. Oxford Universi- ty Press 1964. í fyrsta lagi er ég Walesbúi; annað', ég er drykkjumaður; þriðja, ég elska mannkynið, eink- um kvenfólk. Þannig hefst bók Ackermans um Dylan Thomas sem Walesbúa. Höfundur álítur að hinn welski uppruni hans og um- hverfi hafi markað hann öðru fremur. í formála ræðir höfund- ur þá skekktu og bjöguðu mynd, sem dregin hafi verið upp af skáldinu af blaðamönnum. Þeir hafi ýkt og skekkt mynd hans, til þess að gera hann sem ævintýra- legastan og furðulegastan fyrir heykslunarþyrsta lesendur. Hann álítur að skáldið sé andlegt af- sprengi þeirra sérkenna, sem ein- kenni Wales og welska arfleifð, að því leyti sem slíkt sé frá- brugðið enskri. Það kemur skýrt Odda fara á fund Hákonar kon- ungs og gefa á hans vald goðorð sín. D. Lambkár Þorgilsson ábóti. Tal- ið er að hann hafi ritað presta- sögu Guðmundar Arasonar bisk- ups hins góða. 1250 D. Friðrik II keisari Þjóðverja. Með dauða Friðriks II hefst tíma- bil óstjórnar í Þýzkalandi og stendur til 1273. Fólkungaættin tekur völd i Sví- þjóð. Valdemar Birgisson tekinn til konungs, en faðir hans, Birgir jarl, var þó hinn raunverulegi Stjórnandi. Abel, sonur Valdemars sigursæla, myrðir Eirík plópening 10-8. og verður þá konungur Dana. Eirík- ur var sonur Valdemars og drottn ingar hans er hét Berengaría. Auknefni sitt plópeningur fékk hann af svokölluðum plóskatti er hann lagði á menn til að greiða kostnað af innanlandsófriði er bræður hans stóðu að. ísland. Þórður kakali fer á konungsfund og Sigvarður biskup. Þorvarður Þórarinsson fær Sól- veigar Hálfdánardóttur á Keldum en Oddur bróðir hans Eandalín- ar Filipusdóttur. fram hjá höfundi að hann álítur hið þjóðlega og sérstæða frjóvg- andi í list hans og annarra, eink- um sé þetta áberandi þegar þessi sérstæðu einkenni standi höllum fæti fyrir ásókn annarlegra áhrifa. Hann rekur skáldskaparsögu hans frá skólaárunum og allt til síðustu kvæða hans. Skáldið segir á einum stað: „í mér búa villi- dýr, engill og brjálæðingur, ég reyni að kynnast þeim og hemja þá, sigra. Viðleitni mín er sjálfs- tjáning þessa“. Ævintýraheimur Kelta, drúídar, fórn í rjóðrum, álfar, þjóðsagan, ‘býr í skáldinu, og þetta samsvarar á vissan hátt súrrealisma og sálfræði Freuds. Welsk ljóðlist á sinn sérstaka tón, tónninn, hrynjandin, er jafn- nauðsynlegur og hrá merking orð- anna, oft nauðsynlegri. Það er þetta sem einkenndi welska ljóð- list allt til loka 18. aldar. Þetta er ekki hvað minnsti þátturinn í ljóðlist skáldsins. Þetta birtist 1 welskum þjóðkvæðum hvað skýr- ast. Höfundurinn rekur mótun og þróun skáldsins, þau áhrif sem verka hvað sterkast á hann. Hann tætir sundur þá mynd, sem dreg- in hefur verið upp af honum, og sú mynd sem hann gefur lesand- anum er mynd mikils listamanns, sífrjós og vaxandi. Og aflvaki hans er welsk menningararfleifð. Tilvitnanaskrá fylgir, svo og skrá yfir verk skáldsins og verk um skáldið. Höfundurinn hefur lagt mikla vinnu í verk sitt og það er skrifað af mikilli elsku á skáld- inu og djúpum skilningi og ágætri þekkingu. Þessi bók er fáanleg í Bókabúð Snæbjarnar Jónssonar og kostar um 200 krónur. Bókagjörð. The Making of Books. Seán Jenn- ett.. Faber & Faber 1964. 75s. Þetta er þriðja útgáfa þessa rits. Það kom fyrst út 1951, og er síðan eitt hið bezta heimildarrit um prentun og bókagjörð. Prentarar. útgefendur og þeir sem bókfræði stunda nota þessa bók sem hand- bók. Bókin er ætluð sem kennslu bók við bókfræðinám í háskólum. Hver þáttur bókagerðar er rædd- ur. Allt frá því að handrit kemur í hendur prentarans og þar til bók in er afhent til dreifingar. Prent- un, bókband, skreyting, mynd- prent. Auk þessa er sögð saga prentunar og bókbands frá upp- hafi og bókagjörðar almennt. Hér er allt það helzta er að bókagerð lýtur og saga þess. Fyrri hluti bókarinnar fjallar um prentun og bókband, prent- vélar, myndprent og hinar ýmsu aðferðir, koparstungu, tréstungu, stálstungu, og síðari tíma aðferðir pappírsgerð og gerðir og loks handbókband og vélbókband. Ann ar hlutinn fjallar um leturgerð, bókasíðuna og þær breytingar sem orðið hafa á formi hennar, kaflatitla, skreytingar og notkun mynda í texta, skreytingu og form bands og bókakápur. Loks er skrá valinna bóka um þessi efni. Bókinni fylgja ágætar mynd ir, bæði sérprentaðar og í texta, sýnishorn helztu leturgerða og skreytinga og myndasýnishorn frá upphafi prentlistar. Það er ekki vanþörf á slíkri bók, í svo skýru og samanþjöpp- uðu formi. Hérlendis veitir sann- arlega ekki af að útgefendur kynni sér ofurlítið slík efni. Bóka gerð hérlendis hefur verið í aftur för frá dögum Guðbrands heitins biskups. Þótt einstaka sinnum hafi ofurlítið rofað til, þá er heild arsvipur Islenzkra bóka hvað út- lit áhrærir kauðalegur og smekk- laus. Það má vera að þetta fari nokkuð eftir kaupendum bóka, sem virðast lítinn smekk hafa á formi blaðsíðunnar, leturfleti og letri hvað þá bókbandi. Hér er svart aðallitur bókbandsins, allt skal í svart og svo er hrúgað á gyllingu, og feit klúðursleg gyllt strik bæði að ofan og neðan. Vél- bókband hér er með fáum und- antekningum þriðja flokks og pappír yfirleitt hraksmánarlegur og saumur bóka ónýtur. Það er algjör undantekning að hér sé gef in út smekklega útlítandi bók. Sem sagt þessu hefur farið öllu hörmulega aftur frá því á 16. og 17. öld. íslenzkar bækur, sem Bók- menntafélagið gaf út á síðastlið- inni öld, voru þokkalegar, en síð- an hefur verið hin hraðasta aftur- för I þessum efnum. Þarna fer lík- lega saman frumstæður smekkur fyrir gulllit og kolsvartan skinn- eða shirtings-rudda, blinda á öll hlutföll og þörfin fyrir bókina sem mublu í bókaskáp og upp- burðaleysi og ef til vill vanmat útgefenda á því að hægt sé að kenna fólki góðan smekk fyrir útliti bóka. íslenzk bókagerð á 16. og 17. öld var sambærileg við þá hollenzku sem þá var hvað fremst í Evrópu. Þeir sem réðu útgáfu hér á þeim árum voru vel menntaðir og höfðu smekk. Nú er öldin önnur. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR SÚ VAR tíðin að Norðurlönd voru mörg sundurlaus höfð- ingjaríki og samskipti norrænna manna lítt friðsamileg. Með- faeddan fúsleika til að sameinast í ríkisheiidir virtust norræn- ir menn ekki hafa. Þeir voru þá heldur ekki í miklum metum hjá lærðum mönnum sunnax í álfunni. A rabie Normannor- um libera nos, o Domine! Frelsa oss, Drottinn, frá grimmdar- æði rorrænna manna. Á þessa leið báðu menn í kirkjum sumra landa fyrri hluta miðaida. En sá tími kom að bæn- in var heyrð. Glacies infidelitatis, það er ís vantrúarinnar, vék fyrir ca'or fidei, varma trúarinnar, eins og segir í mið- aldahandriti eftir ókunnan höfund. Þessi breyting varð ekki skyndilega, heldur hægt og rótega, og á annan vag en menn gera sér ljóst að jafnaði. Tilraun var síðar gerð (frá árinu 1389) til að mynda úr Norðurlöndunum eina heild undir einni stjórn. Árangurinn varð ekki vænlegur og óróleiki innan hinna einstöku landa lét sín e-kki lengi híða. Svíar rifu sig lausa úr sambandinu, og lengi vel voru Norðurlöndin tvæ-r heildir, ríki Svíakon- unga og ríki Danakonumga. Síðar m-eitlaðist utan úr þessum konungsríkjum fyrir margvísleg á-hrif, unz úr varð hin nú- veran-di skipan Norð-urlandanna, sem a-llir þe-kkja, Gengið hefir á ýmsu um sam-skipti þjóðanna í sögunni, o-g Sví- þjóð hefir átt sér stórveldissögu, eins ofe' kunnugt er. Margt hefir gerzt á liðnum öldum, sem til þess var fallið að spilla á milli þjóðanna. En ástæða er að fagna þeim góða anda, sem ríkjandi hefir verið milli þeirra á vorum tímum. Nor- rænar þjóðir njó-ta nú almennrar virðingar í heiminum fyr- ir mikilvæ-g framlög til g-óðra verka meðal fátækra þjóða, fyrir flóttamannahjálp, kristniboð, rauða-kross-þjónustu og veigamikinn skerf til friðarmá-'a. Menn biðja nú ekki um frelsun undan grimmdaræði norrænna manna, þeirra sem á Norðurlöndum búa. Þvert á móti koma framandi menn til þess að kynna 9ér þessar þjóðir í því skyni að læra nokkuð af þeim. Víða er þess óskað að norrænir m-enn komi öðrum til að-stoðar og greiði úr vandræðum. Spyrja mætti hvort no-kkuð sé af norrænum ráðstefnum að læra. Varla leikur nokk-ur vafi á því að no-kk.uð me-gi læra þar sem margir menn frá mismunandi löndum gera grein fyrii* reynslu sinni og þe-kkingu á málefnum, sem þeir hafa lengi unnið að. En svo segir mér hugur um að ekki muni skyn-samlegt að ganga of langt í norrænni sam- ræmingu á öllum sviðum, þótt æskilegt sé að gerð v-erði nokkru meiri samræmin-g en sú, sem nú er fyrir hendi. Þannig er- æ-skilegt að út verði gefnar bækur, sem sýna með skýru yfirliti gang norrænnar sögu, bæði .hinnar al- mennu þjóðfélagssögu,, bókmennta- og h-ugsjónasögu, listasö-giu o.fl. Hins vegar er það misskilin tryggð við liðin bímabil kon- u-nganna hér á landi að láta íslenzka unglinga halda áfram að skrifa danska stíla ár eftir ár. Skriflega dönskukennslu ber sem bráðast að leggja niður, enda mun háttarlag vort í þessum efr.um einsdæmi í heiminum, þótt e-kki sé miðað við fólksfjölda. Hins vegar þarf að ken-na æskulýðnum að lesa og skilja hin mið-norrænu mál, norsku, sænsku og dönsku. Eitt af því, sem fram hefir komið á norrænum ráðstefnum, er að það tateiá-1, sem bezt verður skilið af þátttakendum í heild, er hvorki sænska né danska, heldur norska, og er miklu skynsamlegra að kenna íslenzkum ungl- ingum að tala það mál en dönskuna. Norðmenn le-g-gja líka ræ-kt við íslenzkt nútímamá-1 á sérstakan h-átt í mennta- skólum sínum á síðari árum, og þessu ætti ekki að gleyma. Með þessum hugmyndum er ekki verið að vanmeta dans-ka bræður vora og vini, enda er sjálfsagt að lesa danskar bæk- ur og hagnýta þær, ekki síð-u-r en aðrar norrænar bækur. Kjarni málsins er aðeins sá að annað talmál en danska hentar betur í norrænum samræðum, að ólastaðri dönskunni. Norræn les-bók, ekki einhliða dönsk lesbó-k, þarf að ko-mast í hendur íslenzkra unglin.ga. Árangurinn af þessu fyrir vora þjóð yrði eðlilegt jafnvægi gagnvart norrænum frændþjóð- um. Um leið sparaðist nokkur tími til að leggja nokkra rækt við almennt mannvit í unglingaskólum íslenzku-m, en til þess virðist nú um stundir vera mjög naumur tími. 8. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.