Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1965, Side 13
an heiimilis þá er öðrum þurfti að
hjálpa, en til pess var hann manna
fúsastur. Hann var glaðlyndur maður
og gat verið gamansamur, hafði mikla
ánsegju af ljóðum, en fékkst eigi sjálf-
ur við ljóðagerð. Hann unni fornum
sögum og náði í þaer flestar þegar þær
komu út. Hann var fjármaður góður
og glöggur á fé. Var jafnan byrgur af
fóðri fyrir allan sinn fénað. Hann var
trúmaður mikill og las húslestra á
hverjum degi að vetrinum, en að sumr-
inu ekki nema á helgidögum.
Móðir mín var frábær kona, skarp-
gáfuð og vikingur til alira verka,
bæði innanbæjar og utan. Hennar
heimilisstjórn var með mikilli prýði,
reglusemi á öllum hlutum, matargerð
öli í fulikoimnasta lagi oig snyrti-
mennska í hvívetna. Hún hafði svo gott
lag á að stjórna börnum og öllu fólki,
að frábært var, og svo gjörn var hún
á að hjélpa fátæklingum að með ein-
dæmum mátti telja. Gekk líka svo
langt í því að vinna fyrir aðra, auk
erfiðustu heimií'isstarfa, að hún ætlaði
sér oft ekki af. Á yngri árum var hún
heilsuhraust og þrekið mikið, en á síð-
ari árum ævinnar fór heilsan að bila og
anun of örðug vinna hafa átt mestan
þátt í því. Hún var elskuð og virt af
öllum sem hana þekktu, og var hjálp-
fýsi hennar, góðvilji og skörungsskapur
orsökin.
Hún varð eigi nema 58 ára og var
þanameinið lungnabólga. Faðir minn
varð 77 ára gamall.
2. Hei'sufar. Gott heilsufar er eins
og allir vita, eitt aðalatriðið í gæfu
hvers manns. Og hvemig mitt heilsu-
far hefur verið, hef eg hér áður lýst
og endurtek ekki.
En eg veit að líkamsbygging og að-
húðin á fyrstu árum lífsins ræður þar
venjulega mestu um. Er það og víst
að mitt góða heilsufar er að miklu
leyti minni góðu móður að þakka.
Onnur ósjálfráð atvik ráða iíka oft
miklu á því sviði.
3. Fjölskylda og heimilishagir. Eins
og áður segir tel ég það mikla gæfu
að eg eignaðist góða konu og efnileg
og vel gefin börn svo og tengdábörn
og barnabörn. Get eg með gleði litið
yfir hópinn, þó stórt skarð hafi í orðið.
Um atvinnu mína sem bóndi get eg
eigi annað sagt, en hún hafi yfiiCeitt
heppnazt vell að þeim áföllum frá-
teknum, sem almennt gengur yfir. Eg
stundaði búskapinn í 50 ár og mun
það lengur en almennt gerizt. En eg er
sannfærður uim að þekkingin, sem það
starf hefur eflt með mér, hefur verið
mér miklu meira virði en nokkur bók-
lærdómur getur orðið. Og mín starf-
semi á opinberu sviði hefur þess vegna
verið léttari og eðlilegri en o'la mundi
verið hafa.
Vináfta og vinsœldir
að er kunnugt mál að ein mesta
garfa lífsins er að eiga góða vini og
njóta þeirrar ánægju, sem því fylgir.
I því efni hef eg margs góðs að minn-
ast, bæði innan héraðs og utan, og
hefði ella aldrei orðið sá maður, sem
eS þó er. f Austur-Húnavatnssýslu
hefur á síðustu áratugum verið mangt
ágætra manna, un-gra og eldri, karla
og kvenna. Get eg eigi annað en verið
sérlega þakklátur fyrir það, hve marg-
ir hafa verið góðir vinir mínir og fyrr
eða síðar sýnt það í verki með fylgi og
trausti. Sönnunin ligigur m.a. í því,
að eg gekk í gegnum 9 al þingiskosndng-
ar með miklum sigri. Munu og flestir
kunnuigir líta svo á, að þeir sigrar hafi
eigi nema að öðrum þræði verið flokks-
legir sigrar, heddur hafi persónulegar
Vinsældir ráðið mikiu um. Það er víst
»ð á öllu þessu tímabili átti eg marga
góða vini meðail minna andstæðinga,
þó eigi hafi þeir fylgt mér í kosning-
nnum. í>ó sumir vinir mínir yrði til
þess að bregðast um það er lauk, þá
er það í sjálfu sér ekki ný saga, því
á öllum tímum gerast undanteknigar
frá góðri reglu, og eðlilegt að það
komi fram á mér sem öllum öðrum. Eg
get því á þessu sviði verið mjög þakk-
látur m.a. vegna þess að enginn annar
hefur svo lengi sem eg verið full-
trúi Húnvetninga á Alþingi frá því að
það var endurreist fyrir 120 árum. En
hvað sem því líður, þá er það í mín-
um augum meira virði en metið verði,
að eiga góða vini , sem aldrei bregðast.
Og þá á eg einnig þess að minnast,
sem mikillar gæfu að hafa eignast
fjölda marga vini á Alþingi og utan
þess bæði í Reykjavík og víðsvegar
um land.
Allan minn tíma á Alþingi var það
mikil gæfa að flokkur okkar, Sjálfstæð-
isflokkurinn, var undir stjóm hins
ágæta foringja Ólafs Thors. Hann var
frábær maður, einstæður fyrirliði og
íslandi álíka þýðingai'mikill og _ Win-
ston Churchill Bretlandi. En Ólafur
hafði líka marga ágæta menn sér við
hlið, bæði fyr og síðar. Margir þeirra
féi'u í valinn á undan foringjanum, en
sem betur fer lifa margir ennþá, ég
minnist t.d. núverandi ráðherra, sem
allt eru góðviljaðir og vel menntaðir
hæfileikamenn. Má af þeim mikils góðs
vænta hér eftir, sem hingað til. Þeir
eru aillir á góðum aldri og við góða
heilsu. Sá elzti, Bjami Benediktsson,
forsætisráðherra, 56 ára og sá yngsti,
Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, 49
ára. Eg hef notið þeirrar haminigju að
eiga vináttu þessarra manna og margra
annara, bæði látinna og lifandi. Það
gildir meira en margir gera sér grein
fyrir.
En þess ber einnig að minnast, að
eg á einnig marga góða vini í öðrum
flokkum, sem verið hafa í samstarfi
við okkiur Sjálfstæðismenn. Þó sumir
haildi að Gokksleg andstaða þurfi endi-
lega .að va'da óvináttu meðal manna, þá
er það mikill misskilningur, enda væri
þá ólíft á Alþingi. En þannig er, að
flokkaþrætumálin eru ekki nema nokk-
ur hluti þess, sem um er að fjalla. Og
þannig er með farið að ákaflega er mis-
jafnt hvernig á er hafdið og því getur
skapazt vinátta milli allra góðra manna
hvar í flokki, sem þeir standa, þó harð-
ar deilur séu á vissum stundum.
Eg hef hér áður getið þess, að deilur
mínar og Tímans voru býsna harðar á
tímabili, en þær giltu alls ekki allan
Framsóknarflokkinn. Ber og þess að
geta að sá af riturum Tímans. sem mér
hefur alla tíð þótt ógeðþekkastur, hefur
aldrei fengið völd í flokki sínum. Kjós-
endurnir hafa séð fyrir því að hann
hefur aldrei ná'.igast það að komast á
þing, og margir af florystumönnum
flokksins hafa án efa séð, að allt hans
röfl í ræðu og riti hefur verið flokkn-
um til ógagns, en aldrei til gagns.
íJm framtíðina þýðir fátt að segja
Eg, gamall maður, er að vonum geng-
inn úr baráttunni og læt mér það veíl
líka eins og nú er' komið.
En eg reikna þó með að núverandi
ríkisstjórn eigi langan valdatíma fram-
undan. Hún er skipuð svo hæfum mönn-
um af há' fu beggja samstarfsflokk-
anna, að góðs má vænta. Og það skiptir
miklu máli að samvinna þessara stjóm-
arflokka hvílir á sterkum grunni, þó
eðlilega séu þeir um margt ósammá/.a.
Það sem þrýstir peim saman og ekki er
líklegt að breytist er, að þeir eru sam-
mála um það aðalatriði, sem islenzk
stjórnmálabarátta byggist á — sem er
afstaða til utanríkismála. Við, sem gaml
ir erum, metum þetta mikils og svo mun
einnig um alla hina yngri, setm skilja
það rétt, sem mestu máli skiptir.
M.
VIÐ LANDMÆLINGAR
Framhald af bls. 4.
riðum enn nokkurn spöl, að áningar-
staðnum í Hólmatungu, þar sem gras
var handa hestunum og ferskt vatn.
Þetta var yndislegur tjaldstaður. í
norðri sást miðnætursólin, i dalnum
rann Jökulsá, þung og mórauð, en í
hlíðum dalsins óx bláberjalyng, gras og
birkikjarr.
Næsta dag riðum við aftur að Detti-
fössi. Við vorum emhesta. Við reyndum
að komast niður fyrir fossinn, en það
reyndist of bratt.
JL klettaveggnum yfir fossinum
fann ég helli, sam var nákvæmlega
hálfhringur, um 10 m. að þvermáli.
Veggimir voru úr dóló-mítsúlum, fast
samanfelldum, þakið var hvelfing úr
smáum, ferhyrndum hraunsteinum. í
miðjum hellinum var stóll úr steini.
Það var eins og þessi salur hefði verið
byggður konungi Dettifoss til heiðurs.
Frá stólnum var að minnsta kosti ágætt
útsýni yfir fossinn.
Við vorum þarna nokkra daga við
Dettifosis. Landslagið kringum fossinn
var autt og dapurlegt, aðeins sandur
og svo grátt, leiðinlegt fjall með vikri
frá eldgosum. Þar eð ekki var hægt að
komast undir fossinn, reyndi óg að
mæla hæð hans með því að nota snúru
roeð þungum steini í. Það varð fljótt
erfitt að sjá steinana í fossinum. Ég
stóð á háum steini og reyndi að fylgja
steininum, sem niður seig, í kíki. Þeg-
ar ég tók kíkinn, sá ég, að ég hallað-
ist langt út yfir brúnina, og það var
rétt þar um bil, að ég gat rykkt mér
til baka aftur. Fjallið var allt með
holum og smugum. f Dettifossinum
ýrði vatnið fram úr klettaveggnum á
mörgum stöðum.
Frá Dettifossi er 40. km. leið að
Norður-íshafinu. Við fluttum okkur
smátt og smátt niður að ósnum. Á leið-
inni sáum við lcálfa, endur og villta
svani. Við fórum framhjá Hljóðaklett-
um — Bergmálsklettunum — sem eru
stórir klettar úr basalti, í undarlegustu
myndum.
„Norskur ma&ur trá
Noregi"
Tið komum við á mokkrum bæj-
um. Bærinn stendur á miðju túni, sem
girt er með girðingu eða vegg. Við stað-
næmdumst alltaf utan túns, um 100 m.
frá bænum, og svo fór fylgdarmaður-
inn og barði með svipunni á dyrastaf-
inn. Venjulega kom gömul kona til
dyra, og ég _kom að um leið. Svo hófst
samtalið: ,,Ég er norskur maður frá
Noregi, sem á að mæla Dettifoss". Svo
heilsuðumsit við með handabandi og
sögðum: „Góðan daginn, komið þér sæl
ar“. En þá var líkia islenzkan min á
þrotum. Allsstaðar var mikil gestrisni.
Húsbóndinn lagaði sig til og hafði fata-
skipti, áður en hann bauð okkur til
stofu. Við fengum tóbak og kaffi með
kökum og húsbændurnir lögðu sig í
líma við að hafa af fyrir okkur. í bóka-
hillu á veggnum stóð biblían og forn-
sögurnar. sjaidan aðrar bækur.
Þegar kaffidrykkjunni var lokið,
reyndi ég að spyrja húsbóndann um
landamerki og þessháttar og notaði
fylgdarmanninn fyrir túlk. En á fimm
^ mínútna fresti gleymdi hann að túlka
og var farinn að tala um hesta, svo að
ég varð að reka á eftir honum að spyrja
um það, sem óg hafði áhuiga á. Þegar
við vorum ferðbúmr, þökkuðu karl-
mennimir fyrir sig og kysstu húsbónd-
ann á báðar kinnar. Þeseu var ég ó-
vanur og gsetti þess jafnan að hafa
stól milli min og húsbóndans, þegar ég
þaklkaði fyrir matinn. Ég er hræddur
um, að ég hafi ekki verið sem kurteis-
astur.
heim. Mánudaginn 15. júlí vorum við
vaktir með fregninni um það, að hest-
arnir væru stroknir, stúlkurnar veikar,
svo að engan mat vseri að fá og að
stormur væri yfirvofandi.
Við lögðum nú af stað. Rigningin var
eins og hellt væri úr fötu, en öðru
hverju stytti samt upp. Við gátum
samt mælt það, sem við höfðum ætlað
okkur, og síðan var haildið á harða
spretti þessa 70 km. til Grímsstaða.
Á Grimsstöðum vorum við fjóra daiga*
Ég hafði með mér vír, sem ég strengdi
yfir ána. Brcidd hennar var 112 metrar,
meðaldýpi 1.4 m. og mesta dýpi 2.4 m.
Vatnið var korgað og fullt af sandi og
vikri, svo að ekki sást til botns á
nokkuxra sm. dýpi. Ég fékk lánaðan bát
og tveir piltar, sem skildu ekki norsku,
hjálpuðu mér. Þegar þeir skildu ekki
það, sem ég var að segja, fóru þeir oft
alveg öfugt að við það, sem ég var að
segja þeim. Það var heldur betur
spennandi. Við vorum oft að því komn-
ir að fylla bátinn, og befði honum
hvolft hefði gamanið farið að kárna,
þvi að straumurinn var þarna harður
allt að 2.7 m. á sekúndu.
17. júlí mældi ég 30Ó rúmmetra á
sekúndu. :
Þegar það fréttist, að ég hefði ljós-
myndavél í fórum mínum, komu konur
og böm ríðandi langt að, til að láta
taka mynd af sér. Þau urðu heldur en
ekki fyrir vonbrigðum, þegar ég var
orðinn plötulaus.
Roy, hundur fylgdarmannsins, fékk
mat sinn í gömlum, hankalausum
koppi. En hann setti þennan borðbún-
að ekki fyrir sig. Hann dinglaði bæði
rófu og eyrum og át með beztu lyst.
400 œr á Itöö&rudal
Þriðjudaginn 20. júlí riðum við
áfram til Möðrudals og þaðan fórum
við langa ferð inn undir Vatnajökul,
svo að ég gat séð, hvernig áin kom und-
an jöklinum.
Bóndinn í Möðrudal hafði hrossa- og
fjárbúskap. Hrossin gengu úti aUt árið,
stundum í allt að 28 stiga frosti. Þeim
veitti ekki af að vera vel loðin.
Sauðkindurnar lifðu í hellum á vet-
uma. Bóndinn átti 400 ær og hver
þeirra átti sitt nafn og hann sagðist
þekkja hverja kind á svip.num.
Ferðin fram með Jökulsá hafði tek-
ið 14 daga. Lítið var um hjálpartæki
í þá daga. Landmæilingarnar voru enn
ekki farnar að gefa út kortin sín, og
vatnsmælinigar voru engar fyrir hendL
Það eina, sem ég hafði mér til leið-
beiningar, var það, að Jakob á Skinna-
stað hafði i tvö ár sent vatnshæða rmæ 1 -
ingar til Geirs Zoega landsverkfræð-
ings í Reykjavík.
Ég varð því eftir fön.gum að geta mér
til, eftir loftvog, um hæðir og vatns-
mælingar. Vatnajökull var eina upp-
sprettan á vatnasvæðinu. Hann er tíu
sinnuim að stærð á við stærsta jökul
í Noregi og Evi'ópu, Jostedalsbræen.
Það var með ýmsum fyrirvara, að ég
komst að þeirri niðurstöðu að hægt væri
að virkja Jökulsá upp á 3500 GWh.
Sjálfsagt hef ég verið þar of varkár.
Jakob Gíslason raforkumálastjóri telur,
að hægt væri að virkja Jökulsá á tveim
stöðum, Víigabergsfoss og Dettifoss, og
fá þannig meðal-ársorku 4100 GWh.
Sv'ona geysiorka er aðeins hugsanleg
til að reka stóriðnað, og sú verksmiðja
yrði að vera við íslausa höfn. Nálægasta
íslausa höfnin var Seyðisfjörður, eða
þá Reyðarfjörður, báðir á Austurlandi.
Línulengdin yrði um 150 km.
Danskir embœttismenn
Mœlingar á Grímsstöðum
I slendingar em geysifimir á hesti.
Við hittum lestir með 30-40 hestum í.
Það voru bændur ofan af fjöllum, sem
voru á leið í kaupstaðinn að selja ull-
ina sína, og kaupa vörur til að flytja
M iðvikudaginn 21. júlí hófum við
ferðina eftir línunni. Við komuimst all-
hátt yfir sjó, 600-700 m., yfir stóra, til-
breytingarlitla dali og hæðir; hvarvetna
var sandur og grjót, en einstöku gras-
toppar innan nm. Það rigndi stöðugt
svo að þetta varð kaldsamt ferðalag.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13
8. tbl. 1965.