Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1965, Page 13
Lágafellskirkja. ér?.\ ti'l Reykjavíkur, en fyrir hans til- fetiih mun það hafa verið, að kirkjan var skoðu'ð 1785, til þess að kveðinn yrði upp dómur um hvort hún væri nógu stór og vegleg til þess að geta heitið dómkirkja. Skoðunarmenn töldu hana óhæfa til þess. Varð það þá úr að á- kveðið var að reisa nýa dómkirkju úr steini, og henni valinn staður þar sem hún stendur enn. Þessi nýja kirkja var 8—9 ár í smíð- um og var þó ekkert stórhýsi. Hún var 35 alnir á lengd og 20 á breidd og vegghæð um 8 alnir. Veggirnir voru úr hiiggnu grágrýti, en þakið úr timbri, svo og dálitill turn og báðir stafnar fyrir oían vegghæð. Kirkjan var þegar í upp- hefi of lítil og hinn mesti gallagripur, hinum mikla turnHvar sleppt, en sett turnómynd í staðinn. Viðhald kirkjunnar var vanrækt af háiíu stjórnarinnar og eftir 30 ár var svo komið, að kirkjan var orðin bæn- um ti'l skammar. Þá var samið við Jak- ob Sveinsson byggingameistara um viðgerð kirkjunnar. Þeirri viðgerð var lokið 1879 og hai’ði Jakob þá sett á hana turn þann, er enn stendur. H ;r hefir þá í stuttu máli verið rakin saga kirknanna „með Sundum" og hver oi'ðið hafa örlög þeii-ra. Af 10 kirkjum, sem voru á þessu svæði fyrir siðaskifti, eru aðeins tvær eftir fyrir 80 árum, kirkjurnar í Reykjavik og Viðey. Aðventkirkjan í Reykjavík, því að þakið hriplak og fúnaði fljótlega. Árið 1847 kom út konungleg tilskipun um að kirkjuna skyldi stækka eftir ti'l- löguim Winstrups byggingameistara. Skyldi sett hæð ofan á gömlu kii'kjuna, kórstúka reist við austurgafl og for- kirkja við vesturgafl, en þar upp af turn mikill með spíru. Þessu verki var loki’ð 1848 að öðru leyti en því, að En af fimm prestakyfldarkirkjum er kirkjan í Reykjavík þá ein eftir. Saga þessi sýnir oss í fáum dráttum, að nokkru eftir kristnitökuna árið 1000 hefir farið öflug trúvakningaralda yfir laridíð, en með siðaskiftunum 1540 hjaðn ar hún niður aftur, og stendur svo fram undir seinustu aldamót. Mætti því ef til vill segja, að það hafi verið tímanna Kirkja Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík. Mosfellskirkja í Mosfellsdal. tákn, er fyrsta nýja kirkjan „með Sund um“ var kaþólska kirkjan í Landakoti, sem reist var árið 1898. En fyrsti boð- beri nýrrar trúarvakningar má segja að hafi verið bygging Fríkirkjunnar 1902—03. Nú er ekki um að efast, að ný trúvakningaralda er að fara yfir landfð. Samanburður á því sem var og er mun glöggvastur fást með því að virða fyrir sér myndir af hinum nýju kirkjum, sem risnar eru upp „með Sundum“, eða eru í smíðum. Því miður eru ekki til neinar myndir af gömlu torfkirkjunum, og verður því lýsing á þeim að duga. (Árbæjai'kirkja getur verið sem sýnis- horn). Sumir munu nú segja að hér sé ólíku saman áð jafna, vegna hins mikla fólks- fjölda, sem sé hér nú. Rétt er það, en iíta má á málið frá annarri hlið. Á þessu svæði, þar sem voru 10 kirkjur í kaþólsk um sið, og aðeins 2 um seinustu alda mót, eru nú 15 kii'kjur (og auk þess nokkrar kapellur) og hver kirkjan ann- arri veglegri. Stærð þeirra kemur á móti auknum mannfjölda. Það er t.d. ekki ólíklegt að hin nýja Háteigskirkja sé að rúmmetrafjölda álíka stór og allar hinar 10 torfkirkjur sem hér voru á 16. öld. Auk þess verða nýar kirkjur reistar bráðlega í Reykjavík, handa þeim söfnu'ðum, sem nú eru kirkjulausir (Bústaðasókn, Grensássókn, Ássókn). Vegna fórnfýsi og áhuga manna á því að reisa nýjar kirkjur, er ekki of djarft að álykta, að ný trúarvakning sé að hefjast í landinu og að hún muni verða engu minni en trúarvakningin á 12. öld. SVIPMYND Framhald af bls. 2. ir sameina menn. Kynþáttastefnan sundrar þeim.“ Trúarleg afstaða Shrivers á án efa drjúgan þátt í árangrinum sem hann hefur náð með friðarsveitunum, og hún mótar einnig viðhorf hans við hinum stærri vandamál-um þjóðarirmar. Ekki alls fyrir löngu sagði hann: „Rómanska Ameríka vill ekki fyrst og fremst fá peninga eða vélar frá okkur, heldur virðingu. Sama er að segja um blökku- menn. Það ætti að skýra tilvist „Svörtu Múhameðstrúarmannanna“. Shriver talar bæði opinberlega og í einkaviðræðum um þörf Bandaríkja- manna á að sjá land sitt og þjóð með nýjum augum, ekki með augum peninga byggj unnar, beldur með augum hug- sjónanna og fórnarlundarinnar. í þessu sambandi minnist hann gjarnan á hinn fallna forseta, John F. Kennedy, og áhrifin sem sá maður hafði um heim allan. Og Shriver spyr: „Hvernig stóð á- því að Kennedy, einn einasti maður, gat náð til leyndustu afkima jax-ðar- innar með árangursríkai’a og áhrifa- meira hætti en allt áróðursbákn Banda- ríkjanna síðastliðin 20 ár? Við þurfum öll að kynna okkur, hvað það var sem hann gerði eða sagði — og hvers vegna okkar eigið þjóðfélag átti svo bágt með að skilja hve mikil áhrif hann hafði.” Shriver hefur sínar eigin hugmyndir í þessu sambandi. Harm segir að Kenne- dy hafi vakið hjá fólki tilfinnigu fyr- ii því, að hann væri maður sem hefði áhuga á meimskum mönnum og vand- kvæðum þeirra, hugsjónamaður sem hefði ekki aðeins áhuga á völdum til handa sjálfuim sér eða landi sínu. Hann var friðarboði. Hann var ungur, eins og meirihluti jarðarbúa er. Harrn var hugrakkur. E ins og mágar hans, Kennedy- bræðurnir, er Sihriver framtakssamur og býr yfir nukilli orku. Þegar hann lenti einu sinni á afskekktum flugvelli . Nepal og komst að raun um að und- irbúningur undir komu hans hafði ein- hverra hluta ve-gna fai'ið í handaskol- um og að enginn kom til að taka á móti honum, lagði haxm land undir fót og gekk til næsta þorps, 12 kilómetra vega- lengd. Hann þarf lítinn svefn og hefur orðið frægur fyrir þá siðvenju að fá sér blund á gólfum flugvéla. Áhugamál Shrivers eru fjölbreytileg. Hann hefur mikinn áhuga á myndlist og á gott safn nútímamálverka, sem hann hefur safnað í tvo áratugi, einkum afstrakt málverka eftir menn eins og Josef Albers og Mark Rotliko. Hann kaupir mikið af bókum og hlustar á tónlist hvenær sem hann hefur tíma, fcinkum tónlist 19. og 20. aldar, frá Beethoven til Bartoks, en hefur ekki áhuga á Bach eða Mozart. Hann hefur sérstakan áhuga á byggingarlist og stóð að sýningum á húsateikningum og hús- búnaði, þegar hann var í Chicago. Húsameistarinn frægi, Minoru Yama- saki teiknaði fyrir hann hús í Chicago, fyrsta íbúðarhúsið sem hann hafði teiknað í mörg ár og jafnframt það síðasta, en það var reyndar aldrei Teist, því árið 1930 fluttist Shriver frá Chi- cago. E agum blandast hugur um, að Shriver varrn minnisvei't afrek með því að koma friðarsveitunum banda- rísku á fót og gera þær starfhæfar. Fjöldi þjóða hefur nú tekið upp þessa starfsaðferð með góðum árangri. En þeir sem til þekkja segja, að friðar- sveitimar hafi ekki verið nærri eins torvelt viðfangsefni og hið nýja starf Shrivers, baráttan við fátækt og skort innan Bandaríkjanna. Þar mimi fyrst reyna vei-ulega á hann. Hann hefur þegar kvatt sér til aðstoðar hæfa menn, sem kunnugir eru öllum hnút- um, og þeir munu vinna að lausn vand- ans undir leiðsógn Shrivers, sem verð- ur eftir sem áður yfirmaður friðar- sveitanna, þannig að hann mun ekki sitja auðum höndum næstu árin. 0. tbl. 1968. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.