Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Side 2
dlement Richard Attlee forsæt ísráðherra fyrstu Verkamanna- flokksstjómar í Bretlandi sem hafði hreinan meirihluta á þingi, fæddist 3. janúar 1883 og er því orðinn 82 ára gamall. Fjölskyldan var dyggð- ug og vel efnum búin, faðirinn happasæll málflutningsmaður sem síðar varð áhrifamaður í borgar- stjórn Lundúna og forseti lög- mannafélagsins brezka. Frá upphafi átti hið örugga og áhyggjulausa líf miðstéttanna vel við Attlee, og þegar hann var 21 árs og hafði dvalizt fimm ár við nám í Haileybury og þrjú ár í Oxford, var hann jafnvel borgaralegri í hugsun- arhætti en faðir hans. „Ég var sann- færður um, að engir nema séntil- menn væru færir um að stjórna .... Efnað fólk naut yfirleitt forréttinda sinna vegna eigin dyggða ... Ég játaði römmustu íhalds-skoðanir.“ Þetta áhyggjulausa uppeldi setti mark á manninn. Hann hafði ekki kynnzt neinni óbamingju eða óróleik eða innri baráttu, og enda þótt hann ætti síðar eftir að hafna pólitískum skoðunum aeskuáran-na, þá bjó bann alla aevi að áhrifunum frá heimili sínu, menntaskóla og háskóla. Hann gerðist einlægur og ótrauður sósíalisti, en af- staða hans til opinberra mála og allt einkalíf einkenndist af mi&stéttaupp- eldi hans. r^aS voru kynni hans af eymd- inni og allsleysinu í fátækrahverfum Lundúnaborgar sem sneru honum tit 6Ósíalisma, en það gerðist hljóðalaust og án nokkurra dramatískra tilþrifa. Hann fór að vinna að fátækrahjálp í East End fyrir mjög lítil laun og varð þess brátt visari, að hér hefði hann fundið verðugt verkefni. Hinir strang- trúuðu foreldrar hans höfðu alið upp í honum ríka skyldutilfinningu (sem hann varðveitti alla ævi), og hann sannfærðist um, að „e’ kert í heiminum er jafnmikilvægt og að reyna að breyta ríkjandi ástandi.“ Honum var ekki fyllilega ijóst, hvernig það yrði bezt gert. Fyrst sneri hann sér til Webb- hjónanna frægu, en fannst skoðanir þeirra og bundnar við ríkið og ríkis- afskipti. „Ríkið minnti mig á fangelsi, fátækrastofnanir og allt sem var öm- urlegt.“ Hann leitaði fyrir sér hjá góð- ge.'ðastofnunum, sem honum fannst of sjálfumglaðar, samvinnufélögum og alls kyns sameignarstofnunum, en varð alls staðar fyrir vonbrigðum. Loks sneri hann aftur til Webb-hjónanna, gekk í „Fabian Society“ árið 1907 og ári síðar í Verkamannaflokkinn. Á árunum 1907 til 1914 gegndi hann ýmsum illa launuðum störfu-m í þágu félagsmála og bjó við frumstæðustu kjör. Frítíma sinn notaði hann til að tata máli Verkamannaflokksins í hverfi sínu. Hann var mjög taugaóstýrkur og fjarri því að vera mælskumaður, en hann þraukaði og yfirvann smárn sam- an óstyrk sinn. Stutlu áður en fýrri CLEMENT ATILEE heimsstyrjöldin brauzt út bauð Sidney Webb honum kennarastöðu við hina nýju félagsmáladeild í „London School of Economics“ (Hagfræðiskóla Lund- úna). Hann tók starfinu fegins hendi og var önnum kafinn við kennslu þeg- ar Þjóðverjar gerðu innrás í Belgíu. Margir félagar hans i Verkamanna- flokknum voru friðarsinnar og ýmsir leiðtogar flokksins, sem hann leit upp til, voru andvígir stríðinu. En Attlee gekk í herinn áður en mánuður var liðinn frá árás Þjóðverja. etta skref var einkennandi fyrir manninn. Hann var sósíalisti og hefði neitað að taka þátt í styrjöld milli tveggja heimsvaldasinnaðra „bla.kka”, en innrás Þjóðverja í Belgíu sannfærði hann u.m, að munur væri á styrjaldar- aðiljunum. „Hvort ég dæmdi rétt eða rangt, get ég ekki sagt um,“ skrifaði hann af sérkennilegu litillæti rúmum tíu árum seinna. „í ljósi þess sem ég veit nú held ég samt, að i stórum drátt- um hafi dómur minn verið réttur“. Attlee tók þátt í blóðugum bardög- um í Gallipoli, Mesópótamíu og Frakk- landi, og reyndist vera góður liðsfor- ingi, enda varð hann majór áður en yfir lauk. Hann sneri heim árið 1919 og komst þá að raun um, að aðstaða Verkamannaflokksins í hverfi hans, Stepney, hafði stórum batnað. Þegar Verkamannaiflokkurinn hlaut 42 af 60 sætum hverfisins í bæjarstjórnarkosn- ingum 1919, varð Attlee fyrsti borgar- stjóri Verkamannaflokksins í Stepney- hverfi. Árið sem hann gegndi þessu embætti var hann eins og endranær samvizku- samur og duglegur embættismaður. Hann var formaður „Borgarstjórafélags Verkamannaflokksins" í Lundúnum og var fyrir nefnd Lundúna-borgarstjóra sem gekk á fund forsætisráðherrans til að leiða honum fyrir sjónir hið geig- vænlega atvinnuleysi. Hann gegndi margs konar öðrum ábyrgðarstörfum og sat m.a. í stjórn Verkamannaflokks Lundúnaborgar. Það kom sér vel að starfið í Hagfræðiskólanum var ekki mjög tímafrekt. Hann hélt áfram að búa við mjög frumstæð kjör í East End, og er vert að gefa því gaum, að fáir stjórnmála- menn, jafnvel úr vinstri flokkunum, bafa kosið að búa þar. East End var raunverulegt heimkynni Attlees, ekki bara hentug „tilraunastofa" fyrir póli- tískar og félagslegar fræðiiðkanir hans. Langri dvöl hans í East End lauk árið 1922, þegar hann kvæntist Violct Mill- ar og fluttist til Woodford. j\. árunum 1922 til 1931 var Attlee mjög athafnasamur í enskum stjórn- málum, þó ekki bæri sérlega mikið á honum. Hann var kosinn á þin.g árið 1922; var aðstoðarráðherna í hermála- ráðuneytinu; átti sæti í Simon-rannsókn arnefndinni, sem fjallaði uim endurbæt- ur á indverskri Iöggjöf á áruraum 1927- 1930, og undirritaði einróma niðurstöð- ur hennar; varð eftirmaður Sir Os- walds Mosley (fasistaforiragjaras) setn ráðherra Lanca.ster-hertögadæmising 1930; og var skip-aður póstmálaráð- herra árið eftir. Nokkrum mánuðum síðar kvaddi Ramsey MacDonald alla ráðherra, sem ekki áttu sæti í sjálfu ríkisráðinu, til sín í Downing Street 10 og skýrði þeim frá þeirri fyrirætlun sinni að mynda þjóðstjórn með öllum helztu stjórn- málaflokkum landsins. Hann hélt langa og sundurlausa ræðu. Hufih Dalton bar fram eina spurningu, Attlee aðra, en síðan héldu ráðhei'rarnir, að undan- skildum fáeinum sem fylgdu MacDon- ald að málum, yfir til Transport House á fun.d þingflokks Verkamannaiflokks- ins, þar sem Artbur Henderson var kos- inn leiðtogi flokksins. Attlee var aldrei í neinum vafa um að MacDonald færi villur veigar, og eitt sinn sagði hann beisklega: „Það voru. um tíu aðrar rottur í neðri málstof- unni.“ Þegar MacDonald efndi til kosn- inga nokkrum vikum síðar beið Verka- mannaflokkurinn mikið afhroð. Aðeina 46 af frambjóðeradum flokksins náðu kosningu, og af þeim höfðu aðeins þrír nokkra reynslu sem flokksleiðtogar: George Lansbury, Stafford Cripps og Attlee. Þar sem Cripps hafði aðeins setið á þingi eitt ár, var Lansbury val- inn leiðtogi flokksins og Attlee vara- maður hans. Þessi skyndilega upphefð var afleið- ingin af óförum félaga hans í kosning- unum; að því leyti var hún hrein til- viýun. En hitt var engin tilviljun, að hann hafði náð kosningu þegar svo margir höfðu fallið. Það var ávöxtuir áralangrar þjónustu hans við ibúana í East End. Þeir höfðu fengið ærið tii- efni til að treysta honum og sýndu það í verki með því að gefa honum atkvæði sín. A árunum 1931 til 1935 vann Attlee baki brotnu bæði innan og utan neðri málstofunnar að því að reisa við orðstír Verkamannaflokksins. Rétt fyr- ir kosningarnar 1935 stóð flokkurinn andspænis annarri kreppu. Á ársþingi flokksins talaði Attlee fyrir tillögu framkvæmd-astjórnarinnar um stuðning við Þjóðabandalagið. Þessi tillaga mætti andspyrnu friðarsinnanna (undir for- ustu Lansburys) og Sósíalistabanda- lagsins (undir forustu Cripps). En hún fékk mikinn meirihluta atkvæða á flokksþinginu, og Lansbury sagði af sér. Attlee var kosinn leiðtogi til bráðabirgða í hans stað — og leiddi flokkinn gegnum næstu kosningar. Eftir kosningarnar varð þingflokkur Verkamannaflokksins — sem nú átti 154 fulltrúa — að kjósa sér nýjan leið- toga. Til greina komu þrír menn, Her- bert Morrison, Artliur Greenwood og Attlee. Niðurstaðan varð sú, að Attlee hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í annarri umferð — fékk helmingi fleiri atkvæði en Morrison. Nokkrum árum fyrr hefðu bæði Morrison og Green- wood þótt miklu æskilegri leiðtogar, en þeir lutu báðir í lægra haldi fyrir Attlee. Ein ástæða þess var eflaust sú, að á árunum 1931-1935 hafði Attlee Framhald á bls. 12. FramKvsij.: Sigías Jonsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrætl 6. Sínn 22480. Utgefandt: H.f. Arvakur. Keykjavfk. 2 LESBÖK MÖRGUNBLAÐSINS 10. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.