Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Síða 3
Jr au sitja þögul í eldhúsi sínu, gamall maður og gömul kona, imdir dimmu og hríð. Hann másar ofurlítið og leikur með fínigur sína á borðinu, hún prjónar við sokk og á stundum raular hún hluta úr lagi, alltaf þann sama og setur langar þagnir á milli. Við fætur hennar liggur hundur, gamall hundur, og sefur. Það er hlýtt í kríng- um þau, hitinn kemur frá eldavélinni og hann er nægur ef dyr standa ekki opnar. Veðrið skekur húsið. Myrkrið eykst. Gamli maðurinn er fyrri að tala i þögnina, segir að hann sé öara skoll- inn á með hríð, másar og leikur með fíngur sína. Það má nú 'heyra það, Bvarar kona hans, segir að það séu nú rtieiri lætin þetta, nefnir gvuð og dæs- ir. Þá leggur hún frá sér prjónana og Bokkinn, stendur þúnglega á fætur og gmigur yfir að fcldavélinni. Það trekk- ir bara sæmilega, segir 'hún, skarar í pjóðirnar þar til eldurinn rís, bætir kol- uir á og lokar. Eftir birtuna sean lék in andlit þeirra sýnist myrkrið annað en áður, er ekki bezt að kveikja, góða mín, segir gamli maðurinn og brátt lýs- ir frá olíulampanum á veggnum. Er nckkuð að gera annað en leggja sig jram að fjósi, spyr gamla konan, hag- ræðir koddum á rúmi sínu, leggst og « regur yfir sig teppi. O ætli það nokk- uð, svarar bóndi hennar, situr þó kyrr og horfir athyglislaust á fíngraleik E.'nn. Hann fær hóstakast, hljóðin eru e?ns og hann sé að kafna, hann kúgast cg skelfur, en brátt hægist honum og þá spyr hann blásandi hvort hann hafi e.vki tekið inn. Hún svarar játandi, tókst það um kaffið, segir hún og byltir sér í íúminu. Hann hóstar á ný og stynur upp að auðvitað sé það veðrið, hann ætti svo sem að vera farinn að þekkja þ- ð, má bara ekki koma út í kulda nú orðið, segir hann og eingist sumdur og prman af kvölum. Það er naumast að þú hcstar, segir gamla konan og það er allt rem hún getur sagt. Á eftir blæs hann og segist ekki vita hvemig hann fari a s þagar hann sé búinn að gefa það sem maðurinn leysti áður en hann fór. Það ré ekki margra daga verk og líkleiga ci-epi hann sig þurfi hann að leysa í í't'ðurhúsinu, myglaðan og rykfullan ój. verrann. Hún segir að það mætti nú reyna að tala við strákinn í Ási, hann væri ekki leingi að skjótast þetta á jeppanum ef færð væri góð og þætti lík lega gott að verða sér úti um svolítinn aukapeníng, úngan manninn og hraust- an. Svo gott sem það verði nokkur færð, fvarar gamli maðurinn og nú þagna þau, hún leggur aftur augun og reyn- ir að sofna, hann másar og heldur éfram fíngraleik sínum, gamall og i- reyttur maður. íminn hringir. Gamli maðurinn spyr hvort það sé híngað, en stendur upp án þess að bíða svars og haltrar í stofuna þar sem síminn hangir. Hann fálmar eftir símtólinu í myrkrinu, segir nei, það sé ekki hímgað, stendur samt kyrr og frilustar. Hann hallar sér upp að veggn- u;n, heldur armarri hendinni fyrir tal- npið og þannig stendur hann, másar og blæs í skeggið. Kröftugt hóstakast Verður til þess að hann leggur tólið frá sér aftur og þreifar sig til dyranna. Helviti er h-ann ’kaldur í stofunni, hvískrar hann og hraðar sér á sæti « :tt. Gamla konan hrekkur upp, spyr því hann hafi nú verið að standa svona leingi þarna inni, fársjúkur aumíng- jnn, hraðar sér fram úr rúminu og seg- ir að hann megi til að taka inn og vita hvort slái ekki eitthvað á þetta. Hún nær í meðalaflöskuna og matskeið, fyll- ir skeiðina á barma og ber hana skjálf- hent að munni bónda sírns. Hann sýp- ur úr henni og grettir sig, segir að þetta sé meiri bölvaði óþverrinn og þar næst að Sveinn á Geira hafi verið að hríngja. Hann hafði verið að spyrja Úlf- Maðurinn sem fór EFTIR JON YNGVA staðamenn um hrossin og þeir saigt að nú þýddi ekki annað en taka þau á X.öf, hann loki vist alveg fyrir jörð í þessum gaddi og allt veðurútlit það s&nia. Þetta segir hann blásandi og spyr því næst hvort veðrið sé ekki búið. Jú, bað er búið, svarar hún, klukkan er byrjuð að gánga sex og hann hefur víst áreiðanlega spáð því sama eða voru þeir ekki að segja það? Jú, þeir segir gamla konan lágt og tekur þétt í ábreiðurra, dregur hana nær því upp íyrir höfuð. Það er naumast. J\lukkan er lángt gengin sjö, þau standa í gaumgunum og búa sig í fjósið. Gamli maðurinn erfiðar við að fara í slígvélin sín, þau eru of þraung og sjald ?n er hann móðari en þegar harm hefur sögðu það, þeir sögðu það víst, ansar hann og er tekinn að leika með fíng- ur sína á ný, hægt og stirðlega. Hún segir að það verði nú aldeilis álag fyrir h&nn og þau bæði ef til þess komi að bera hey og snjó í tuttugu hross eða meir, orðin mannlaius og hann eins og Lann er. Það verður nú meira verkið, segir hún og leggst mæðulega í rúm sitt. Já, við Sáum aldeilis að taka til höndunum, másar hann þúnglega og siðan að hann skilji ekki hvei-nig mað- urinn gat gert þeim þennan grikk að fara þegar verst stæði á, skilji það bara ekki. Mr annig situr hann enn um stund. Hann fer með vísukorn fyrir munni sér og horfir sljólega fram á hendur sinar. Þær eru rauðar og þrútnar og fíngur þeirra eru hættir að leika. Hann 'byrjar aftur að tala um manninn, segist hafa sagt honum þegar þeir kvöddust við fjósið að það væri homum ekki með ÖJlu vansalaust að gera þeim þetta, hann hafi sagsit vita það og hlaupið svo. Það má nú segja að það er ekki treystandi á þessa menn. Gamla konan ei ekki sofnuð, liún segir að þau ættu nú að vera farin að vita það, spyr hann því næst hvort hann ætli ekki að fá íér blund fram að fjósi, honum veiti vist ekki af því og eitthvað þurfi þau víst fyrr af stað en venjulega, það sé vist ekki hlaupið að húsunum núna. Hann játar því og skreiðist stirðlega í rúm sitt, dregur yfir sig sæng og hallar sér aftur. Hríðin lemur bæinn, hann segir að það sé bara að gera af- tf kaveður, það er nú meiri tíðin þetta, segir hann og byrjar fíngraleikinn á brjósti sér, en aðeins sfcutt þvi hóstinn brýsf upp á ný og hann kúgast og skelfur. Það er naumast hóstinn þetta, lokið að troða þeim á sig. Þá blæs hann og segir að það hafi nú verið ljóta hel- vítis vitleysan að kaupa þessi stígvél, stendur síðan másandi á meðan kona hans klæðir hann í úlpuna. Hún segist Ihafa lokað hundinn í eldhúsinu, ekkert hafi bann að gera út í þetta veður og sitthvað fleira segir hún á meðan hún dúðar bónda sinn, geingur því næst í búrið til að sækja mjólku.ráihölí&fc. Gamli maðurinn er með báðar hdd* irnar í höndunum, vantar þig ekki lji^ kallar hann en hún segir að þess þurfi ekki, kemur litlu síðar og er þá aðetew með dúnkinn, segir að þau geti ekki tek- ið allt í einni ferð, hún verði að kom* aftur og sækja fötuna og sigtið. Hana svarar að sér lítist nú ekki á að húa þurfi margar ferðir milli bæjar og húsa í veðri sem þessu en það er aðeins van- máttug athugasemd og nú leggja þa« af stað. Bylurinn ryðst á þau strax og dym- ar eru opnar. Þau hörfa ósjálfrátt aftur, beygja síðan höfuðin og gánga út, hann á undan því hún ætlar að loka dyrun- um. Pyrst í stað hegða þau sér eins og blindingjar, gamli maðurinn setur fyrir sig stafinn og þau snúa sér í allar áttir leitandi skjóls til að anda. En það er til einskis, hríðarkófið er sem ólgandi haf og þau taka að fikra sig suður fyr- ir garð, beygja þá upp túnið og stefna þángað sem fjósið er. Nú logar aðeins á annarri luktinni, ljós hinnar dó strax í byrjun og lukt hefur reyndar sáralitla þýðingu í beljanda sem þessum þegar varla er hægt að opna augun hvað þá meir. Þau gánga samsíða, snerta hvort annað með handleggjunum öðru hvoru og þurfi gamli maðurinn að hvíla sig eða hósta, sem skeður oft, þá geingur kona hans fyrir hann, reynir að veita honum skjól við barm sér og bíður þar til hann nær andanum á ný. Þau eru þakin fönn, andlit þeirra og föt og skegg gamla mannsins er tekið að frjósa. Færðin er þúng, það er líkast því að þau skríði þar sem skaflamir eru stærstir og gamla konan verður að draga eftir sér dúnkinn. Á stundum eru þau nærri fokin um koll. lj oks ná þau fjósinu, það er fennt fyrir dymar og þau eru leinigi að opna. Þegar inn kemur flýta þau sér að krækja hurðinni aftur, gamli maðurinn heingir luktina, þá sem logar á, opnar hina og spyr konu sína hvort hún hafi ekki eldspýtur. Nei, svarar hún, ég hélt það væri stokkur í úlpuvasanum þín- um, en þar er einginn stokkur og hún segist munu koma með einn um leið og hún sæki mjólkuráhöldin. Þú tekur þá luktina með þér, þá sem logar, seg- ir hann en hún svarar að það gagni sér ekkert eins og veðrið sé og bara til trafala, tekur dúnkinn og ber hann inn fjósið. Taktu að minnsta kosti stafinn Framhald á bls. 6. TÚNGLSKIN Eftir Dag Sigurðarson Pöddur leika í grasi. Ég sit undir sígrænum pálmalundi, fitla við ýlustrá og horfi á nýmánann klífa himinhvolfið heitt tært blátt og hella silfurgeislum yfir hlæjandi lauf og pöddur sem sprikla í grasi. Ég bíð eftir sólskinsbarni litlum grönnum ljúfum broshýrum níu ára eingli sem kemur bráðum trítlandi eftir stígnum á leiðinni heim í háttinn með stór galopin blikandi augu og hrafnsvart gljáandi slegið hár sem fellur um mjóslegnar herðar og grannan brúnan mjúkan háls sem ég mafíuþorparinn kyrki fyrir greiðslu á meðan nýmáninn kátur hellir silfurflóði yfir hlæjandi lauf og brynjaðar pöddur sem sprikla í grasi og skjótast milli túnglskinsýlustráa. 10. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.