Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Side 6
Dario Fo og eiginkona hans, Franca Rame, á leiksviSinu. ári eitt lan,gt verk sem leikflokkurinn sýndi. Fyrsta verkið, sýnt 1960, hét „Erkienglarnir spila ekki falskt“, og var þar gerð hörð hríð að skriffinnskulþrael- um og stjórnmálaimönnuim. Verkið hlaut meiri vinsældir á Ítalíu en dæmi voru til um nokkurt annað leikhúsverk. Það hefur einni-g verið leikið í Buenos Air- es, Lissabon, Madrid, Zagreb, Búkarest, Varsjá og víðar. í Varsjá gekk það sam- fleytt yfir tvö ár. En Dario Fo kærir sig ekki um að hvíla á lárviðarsveigunum og vill ekki heldur grípa til eldri verka sinna, sem hlotið hafa vinsaeldir. „Hvernig ætti ég þá að geta skrifað öll þau nýju leikrit sem ég geng með í höfðinu?" spyr hann. Meðan sýningar standa sem hæst á síð- asta verki hans, er næsta viðfangsefni farið að fá form í huga hans. Leikárið hefst ævinlega í byrjun september með frumsýningiu í Odeon-leikhúsinu við Dómtorgið í Mílanó, sem er stærsta leik hús borgarinnar, rúmar 800 áhorfendur. í nóvember er síðan lagt af stað með verkið í leikför um Ítalíu þvera og endi langa. Að vorinu, þegar leikári er lokið, sezt Fo við ritvélina sína og pikkar á hana með tveimur fingrum texta næsta verks. >á er hann búinn að ganga frá teikn- ingum af leiktjöldum og búningum. Fo sér leikrit sín áður en hann „heyrir“ þau. að tekur Fo að ja/fnaði um þrjár vikur að semja textann. En æfingar taka helmingi lengri tíma. Fo er snill- ingur orðaleiksins, hinnar margræðu merkingar, og samtöl hans minna einatt á loftfimleika eða jafnvel sjónhverfing- ar. Það gerir sjálf atburðarásin á svið- inu reyndar líka, og þannig mynda samtöl og athafnir órofa heild, sem hvergi er misbrestur á. Hin hraða at- burðarás er samtvinnuð því sem sagt er á sviðinu, og hvergi bregður fyrir setningu sem ekki sé lífrænn þáttur framvindunnar í leiknum. Segja má, að leikstjórnarfyrirmæli höfundar, sem eru rúmfrek í textanum, séu lykillinn að leikstíl hans. Þau eru eins konar hliðstæða við canovaggi, atburðalýsing- una, sem leikararnir í „commedia dell’ arte“ höfðu að uppistöðu í sýningum sínum, en síðan var þeim frjálst að haga leiknum að eigin vild og mæla af munni fram það sem bezt þótti henta í það og það skiptið. Hjá Fo eru leikstjórnarfyrirmælin þungamiðja sýningarinnar. Þar er að finna leiðbeininigar um þann kostulega lát- bragðsleik, þau upphöfnu skrípalæti sem eru sérkenni verka hans o,g rot- högg á rökvísi hversdagslífsins. Árið 1961 færði Dario Fo upp ann að langt leikrit, glæpafarsa sem hann nefndi „Hann hafði tvær skammibyss- ur með svört og hvít augu“. Sýningar urðu samtals 200 og áhorfendur alls 98.000. Heiti leiksins er tekið úr fræg- um glæpamannasöng frá Milano, og lék Fo sjálfur aðalhlutverkið, klofna persónu, sem er í senn minnislaus her- maður og alræmdur stigamaður. Árið eftir sýndi Fo farsa sem hann nefndi „Sá sem stelur fæti verður heppinn í ástum“. Hann fjallaði um æðri stétt- irnar og snobbið í sambandi við list- sýninigar og listasöfn. Dario Fo hefur hlotið mesta hylli í heimalandi sínu og löndum sem búa við rótgrónar siðferðilegar og trúarlegar hefðir, við spillingu í opinberu lífi, við pólitískt ok og skriffinnsku. Hann veldur mestu umróti þar sem yfirvöldin eru hræddust við hinn beiska sann- leika og hið heilnæma skop. Á Ítalíu hefur ritskoðunin auga með honum, því bak við skrípalætin leynist hnitmiðuð þjóðfélagsádeila. Hann er nefnilega í innsta eðli sínu tyftari og umbótamaður, hann tætir sundur blekkingavefi hins opinbera lífs og horfir á veruleikann með augum barnsins, sem sér að keisarinn er berstrípaður og veit að allt er mögulegt fyrir tilstilli ímyndunaraflsins. Að sjálfsögðu verður áhorfandinn að taka farsanum með sama hætti, því þar ríkja önnur lögmál en í daglega líf- inu eða alvarlegri leiklist. „Nema þér verið eins og börnin.....“ gætu verið einkunnarorð farsahöfundarins. Veru- leiki hans lýtur ekki lögmálum rökvís- innar, eða réttara sagt: hann býr yfir sinni eigin rökvísi eins otg draumurinn, seim getur virzt sannaxi en sjálfur veru- leikinn. í þeirri list að gera hið ótrúlega ekki aðeins trúlegt heldur beinlínis sann- færandi er Dario Fo óviðjafanlegur meistari. í því efni minnir hann kannski helzt á þaulæfðan stórlygara, sem aldrei breytir um raddhreim, lýsir hlutum og smáatriðum út í æsar, forðast hið óhlut- bundna og þokukennda, lyftir aldrei augabrúninni hvað sem á gengur. Kann ast menn ekki við stílinn úr kvikmynd- um Busters Keatons? il. síðustu árum hefur Dario Fo einnig fundið hijómgrunn á Norðurlönd- um. Verk hans hafa m.a. verið leikin í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki, Vasa og viðar. Og á næstunni mega reykvískir leikhúsgestir eiga von á þremur einþátt- ungum hans í gömlu Iðnó. Verður fróðlegt að sjá hvernig íslendingar bregðast við þessum snjalla og hug- kvæma höfundi, sem orðið hefur til að endurvekja forna leikhúsmenningu heimalandsins og bera orðstír hennar um alla Evrópu, og hefur þannig á sinn hátt fetað í fótspor samlanda síns, Pirandell- os, sem markaði djúp spor í leiklist heimsins eftir fyrri heimsstyrjöld. s-a-m. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. minn, segir hann þá og bætir við að það sé í rauninni ekkert vit í því að láta hana fara þetta einsamla, biður hvort hann megi ekiki koma með hienni, hér geri hann hvort sem er ekkert að gagni á meðan nema sópa frá kúnum, það sé eingrar stundar verk og geti vel beðið þar til á eftir. Hún segir að hann viti ósköp vel hvað hann megi bjóða sér, farinn maðurinn til heilsunn- ar, tekur síðan að búa sig út aftur og muldrar eitthvað um óþarfa hræðslu, þeim hafi nú ekki geingið svo illa að komast híngað uppeftir eða hvað? Hann hvílir sig við sperrustoð, beygður og þreyttur og spyr hvort henni finnist vera kalt í fjósinu. Hún segist hafa tek- ið á spenunum á henni Skjöldu og þeir séu ekki nema rétt volgir, biður hann að halla á eftir sér dyrunum, kaldur og hríðarfullur gustur og hún er farin. Hann tautar að það sé naumast sprett- urinn þetta, haltrar að dyrunum og krækir þeim aftur, stendur kyrr og másar. Þá tekur hann að sópa frá, bú hefur bara étið sæmilega Rósa min, ég má víst gefa þér góða tugigu á eiftir, svona, svona og hann strýkur upp moð- ið og muldrar og másar og muldrar og másar. IVokkur tími hefur liðið og gamla konan er ekki komin. Maður hennar stendur úti við dyrnar, heldur þeim hálfopnum og hrópar út í veðrið. Hann er búinn að hrópa leingi, tók reyndar upp á því rétt eftir að hún fór og nú er rödd hans hás og hann hóstar hvað eftir annað. Loks brotnar hann saman, hurðin fellur aftur og hann hnígur að dyrunum nær yfirbugaður af sjúkleik og skelfingu. Hann tekur að fella tár, þau spretta fram úr augunum og hann hvíslar eitthvað um manninn, bölvaður maðurinn, segir hann nokkrum sinnum, opnar síðan dyrnar og hverfur í hríðina og myrkrið. Á fornum s'óðum Framhald af bls. 1. kölluð Hirtir. En nú virðist hafa verið til annað norrænt nafn á eyjunni, Skild- ir, og það var notað á landabréfum á 16. öld. En einhvern veginn varð S-ið við- skila við annan hluta nafnsins, svo að menn töldu, að eyjan væri kennd við einhvern heilagan mann, sem héti Kilda, og hefur þessi vankunnátta því haft býsna alvarlegar afleiðingar. Margir íslendingar kannast við Pent- land Firth af siglingum til útlanda, og er það nafn ágætt dæmi um afbökun. Nor- rænir menn kölluðu sundið Péttlands- fjörð, eftir Péttlandi, sem var norður- hluti Skotlands. En á síðustu öldum var svo nafninu breytt fyrir áhrif frá hæð- unum suður af Edinborg (Pentland Hills). Á leiðinni norður rifjar Hermann einn- ig upp fyrir okkur, að svipuð urðu örlög margra norrænna mannanafna í Suður- eyjum. Þeim hefur verið breytt rnisk, unnarlaust, svo að nú eru mörg þeirra óþekkjanleg. Astæðan til þess er sú, að ensk menning var allsráðandi, og þvi rcyndu menn að apa eftir enskum sið- um. Þannig varð suðureysika nafnið Somhairle, sem er komið' af norræna nafninu Sumarliði, gert að ,3iblíunafn- inu Samuel. Raonilt (þ.e. Ragnhildur) varð að Rachel, og svo mætti lengi telja. Svipaðar breytingar áttu sér einnig stað í Hjaltlandi og Orkneyjum eftir að eyjamar komust undir skozk yfirráð um miðja 15. öld. Þá var norrænum nöfn- um miskunnarlaust breytt: Björn varð Burns, til að mynda. Og í Leirvík tók- um við eftir búðarskilti, þar sem nafnið Herculeson stóð stórum stöfum, en það er í rauninni afbökun á nafninu Há- konarson. Þannig útrýmdi gríski kapp- inn vildarnafni norsku konungsættar- innar að fornu. 6 LESBÓK MOEGUNBLAÐ SINS- 10. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.