Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1965, Page 9
unni ®g- konan við < vigtina hafi til klukkan.. fimm eða sjö aö kvöldi ómerkilegra taugakerfi an maðurinn — já og lenigur. í>eir atvinnurek- í gjaldkerabúrinu og konan við rit- endur aettu að athuga sinn gang vélina — að þau séu öðruvisi inn- sem láta viðgangast að starfsfóllc réttuð. Mér virðist jafnvel sem í þeirra sé ært og forheimskað með þessu felist sú frekjulega aðdróttun hömlulausu ráþtækjagauli. að þau hin fyrrnefndu séu bjálfar I guðs bænum! og fáráðar sem atvinnuirekandinn þurfi að skemmta með spiladósum ef hann eigi að fá út úr þeim sæimi- lega vinnu. Maður ansai- vitanlega ekki svona vitleysu, en ég hef gerst margorður um þetta mál af því ég get vel ímyndað mér hvílík raun það má vera hverjum sæmilega vitibornum manni að flá ekki að stunda vinnu sína óáreittur fyrir útvarpsglamri. Úbvarpið á heiður skilið fyrir að útvarpa tónúm og tali víst einar fjórtán stundir á dag að viðbættum J_j g vona ég hafi ekki verið að seilast inn á verksvið mannsins sem skrifar um útvarpið í Morgunblað- ið, þó ég minntist á ráptækin. Mikið er sá maður annars duglegur að hlusta. Hann hlýtur að vera með járnsleginn haus. Nú er eiginlega ekkert eftir fyrir okkur í aLmenn- ingnum að kryfja til mergjar á sviði bókmennta og lista. Blöðin sjá um þetta allt. Okkur er sagt. hvernig leikritið hafi lánast og hvernig hljómlistarmanninum hafi tekist og hve bókin sé meingölluð og hvernig bíómyndin hefði mátt vera betri og hvernig útvarpsfyrir- lesarinn hafi tafsað og hvað list- máiarinn hefði átt að gera og síð- ast en ekki síst hvaða frímerkjum það borgi sig að safna. í»að kemur sér að á íslandi er mýgrútur manna sem hneigist til gagnrýni. Ég leyfi mér að efast um að rvokkur önnur þjóð ha.fi þar annað eins mannval, þó ég ætti kannski fremur að segja mannhaf. Á meðan ég fékkst við ritstjórn, hafði ég ekki frið fyrir mönnum sem buðust til að leiða almenning um ríki listanna. Þetta voru ósjald- an skapmiklir menn sem brugðust heldur fálega við þegar þeir fengu ekki skiprúm. Sumir voru sérhæfð- ir, ef það er rétta orðið. Suðurnesja- maður einn skrifaði til dæmis einung is lof um Gunnar Dal og skammir um kommúnista. Þetta var nokkurs- konar skyrhræringur. Annar rauk upp með andfælum ef hann þótt- ist verða var við „útlenskusletbu“ í bók.- Hér í þessum þætti er ara- grúi forkastanlegra orða esftir kokkabókum hans: apparat, kandi- dat, traktering. Ég hefði líka fengið hirtingu fyrir orð eins og „kokka- bækur“, en sloppið skór ímynda ég mér ,ef ég hefði notað í staðinn „matreiðslumannabækur“. í>á var, sveitamaður nokkur sem skrifaði látlaust og þindarlaust feiknlöng eftirmæli um sveitunga sína. Ég tel hann til gagnrýnenda af því eftir- mælin voru mestmegnis skætingur um likið. Og síðast en ekki sist voru jólasveinarnir Sem ég nefni svo, þeir hinir orðvöru vinir og vensla- menn rithöfunda og forleggjara sem konia aif fjöilum í byrjun aðventu að segja okkur börnunum frá nýrri bók, ógleymanlegri bók, stórkost- legri bók: „kostar þrjú hundruð og finvmtán krónur með mynd af höf- undi í smekklegri kápu“ Það var enginn hörgull á listdóm- urum, og ég sé mér til ánægju að framboðið hefur síst minnkað. Eins og ég sagði áðan, þá efast ég uim að nokkur önnur þjóð geti boðið upp á annan eins ara.grúa listdómara. En það er heldur ekki víst hún kærði sig um það. ÞEGAR drukkinn maður byrjar að grenja og hrína, þá er hann lát- inn út. Þegar ruglaður maður klifrar upp á stól og byrjar að flytja ræðu, þá er hann líka fjarlægður. En þar sem „transístortækið“ ræð- ur ríkjum, þar skulu menn þegja og þola ellegar snauta burtu. korna til hugar að bjóða biskupnum upp á það að skrifstofustúlkan hans hefði ráptæki í garvgi allan lið- langan daginn. Hugsum okkur enn- fremur að Emil mætti á ráðuineytis- fundi hjá Bjarna með ráptæki und- ir handleggnum og stillti umsvifa- laust á háreystið frá Keflavíkurflug- velli. Ég er hræddur um að einhver segði eittlhvað. Þó skal það heita is grænsápu. Hér virðist það sjónar- mið ríkjandi að maðurinn í smiðj- U tvarpið er eflaust mesta þarfaþing, en það er með það eins og brennivínið sem hressir og kæt- ir: það er ugglaust best í hófi. Sú var tíðin að þessi hófsemi kom eins og af sjálflu sér. Þegar heyrðist i apparatinu, þá var Útvarp Reykja- vík oftast í frii, og þegar Úbvarp Reykjavík setti í gang, þá var allt eins líklegt að ekki kæmi bofs úr béuðum ekkisin kassanum. Þetba mega hafa verið notalegir dagar fyrir hlustendur. Eitt árið útvarp- aði útvarpið alls engu eina dag- stund: starfsiíólkið v-ar í skemmii- ferð. Aftur á móti er ástandið þan.n- ig núna að menn eru unnvörputn að hugsa um að láta stinga gat á eyrna- himnurnar í sér. Maður sem ég sé ekki ástæðu til að rengja, trúir mér fyrir því að hann hafi ekki fyrr gengið að vinnubekk sínuim árla morguns en upp hefjist fyrir norðan hann je-je-je af hroðalegusbu gerð, en í úbsuður frá honum byrji ofsa- reiður búfræðikandidat að flytja áróðursræðu gegn halastýfingu naut- gripa. Þannig gengur það til kvölds að maðurinn hefur alls engan vinnu frið. Það er miskunnarlaust messað yfir honum úr tveim áttuim. Og þó ég hafi ekki kunnað við að nefna það við hann það sem af er, þá hef ég tekið eftir því að hann er orðinn þunnur á vangann og uppstökkari en hann átti vanda til, og er þar að auki fai'inn að drekka portvín fyr- ir hádegi á sunnudögum, af því honum hefur ekki kornið dúr á auga síðan í fyrradag. IfJ.ér sýnist tími til kominn að halastýfa fólkið með ráptækin, sem að vísu munu heita transistortæki í daglegu tali. Það er gott og bless- að allt þetta frjálsræði sem menn eru sífellt að guma af, en meiin eiga ekki að hafa frjálsræði til að gera menn vitstola með skarkala. Nú veit ég raunar fyrir víst að þessu frjálsræði til sálarmorðs er þannig varið að einungis sumir og hvergi nærri allir skulu réttdræpir. Engum lifandi manni mundi koma til hugar að bjóða skrifstofumanni upp á það að hann ynni með Ringo emj- andi í vinstra eyra á sér frá morgni til kvölds og búfræðikandi- dat þrumandi í hægra eyrað á sér. Engum heilvita manni niundi iieldur jarðarförum, en ég þori að fullyrða að ekki einn einasti af starfsmönnum þess ætlast til þess að dagskráin sé látin dynja á fólki miskunnar- Íaust frá klukkan átta að morgni allt hæfileg traktering iðnaðarfólki og verkafólki, það sem engum dettur í hug að bera á borð Pyrir bókara eða bánkafólk skulum við segja ellegar bissnesniann sem framleiðir til dæm- Þá var nautaatið náttúrlega löngu úti og í staðinn komnir tveir sberkir menn að fljúgast á og berja hvor annan. tr jóðhátíðardaginn notaði ég að mestu til að sikrifa kunningjum mín- um út um allar jarðir: A. Farid í Kab- úl, Arjones í Buenos Aires, G. Guz- mán 1 Juares, dr. Ber Cherrington í Denver oig svo framvegis. Að því búnu fór ég að gá hvort ég_ fyndi skrifstofu Loftleiða í 47. stræti. Ég fann hana, en hún var auðvitað lokuð í dag, eins og aðrir góðir staðir, en í fyrramálið mundi ég geta gengið þangað króka- laust og fengið farseðilinn minn full- giltan. Tveir mestu boxarar í heimi höfðu nýlega verið að berjast, þeir Ingim.ar Johanson og Floyd Patterson. Nú datt mér i húg að horfa á þá slást í ein- hverri bíóhöUl, en þeigar ég fór að at- huga verðlistann, þá sá ég að aðgöngu- miðarnir kostuðu frá 5 og upp í 100 dollara! Þar með snéri ég huga mínum frá heimsmeisfurunuim í þungavigt og gekk burt. unnudagurinn 5. júií. Dagurinn reyndist mér nokkuð langur og aðeins miðlungi skemirntilegur. Eg yar eigin- lega farinn frá Ameríku þó ég væri þar ennþá. Það var ekkert að gera, það var ekkert eftir, nema bíða þess að degin- um lyki og morgundagurinn rynni uipp — þegar ég mætti leggja af stað heim. Þeir vöktu mig með bjölluihljóm.i £ morgunsárinu, klukkan sjö. Ég klæddi mig og gekk niður á strætið, þaðan upp annað stræti, þangað til ég kom í 15 West, 47. Þar var þá lokað óg ekk- Framhald á bls. 12. ’LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 10. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.