Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Blaðsíða 3
Angus Wilson: E\amsey hjúkrunarkona stakk ó- þsegilega í stúf við snyrtilega herbergið hennar Marjorie. Vöðvamiklir handlegg- ir og fótleggir hennar virtust standa heldur ónotalega út úr rósadúksklædd- um stólnum, breiðar hendurnar með þykkum fingrum hreyfðust óíimlega innan um feneysku glersvanina og hekl- aðar silkimotturnar á borðinu. í kvöld virtist hún jafnvel líkjast meir en nokkru sinni skjaldmey í hvíldarstell- ingu. Hún var hálfsofandi eftir þreyt- andi og erfiðan dag hjá skjólstæðingi sínum en vitneskjan um, að hún þyrfti brátt að yfirgefa þægilegan ylinn á heimili gestgjafa síns og halda heim- leiðis eftir auðri þorpsgötunni, í helli- rigningu og nöprum næðingi, hélt henni óþægilega vakandi og ýfði skap henn- ar. Á stóru enninu voru gremjuihrukk- ur, varirnar samanbitnar af öfund yfir S’álfræði vinkonunnar. Það var svo sem nógu auðvelt að vera snyrtileg og alúð- leg, þegar maður átti sína eigin íbúð en aðstaða hjúkrunarkonunnar — sem var hvorki þjónn né félagi — var allt annað mál. Hún beit næstuim grimmd- arlega í súkkulaðikexið, sem Marjorie hafði raðað svo fallega á litla silfurdisk- inn og volgur ávaxtadrykkurinn jók ein- ungis ólund hennar. „Ef þau væru ekki svona auðug“, sagði hún, „yrðu þau að senda hana frá sér, þó að hún sé barnabarn þeirra. Hún er orðin algjörlega óviðráðanleg." „Ég býst við, að gamla fólkið vilji hafa hana hjá sér,“ sagði Marjorie með sinni glaðlyndis'legu, mjúku rödd. Hún sleikti súkkulaðið af fin.grunum, hverj- um af öðrum og sperrti þá á bamslegan, aðiaðandi hátt en Ramsay hjúkrunar- kona var of fýld til að taka eftir því. „Ég heyri, að hún hlýtur að vera a^alega erfið. Aumingjá gamla Joey,“ svo kallaði hún Ramsey hjúkrunarkonu, „Þú átt áreiðanlega fullt í fangi með hana. Þau hafa skemrnt hana með eftir- læti, það er orsökin.“ 5\amsey hjúkrunarkona færði sundur fæturna og þj kkt ullarpilsið smeygðist upp fyrir hnén, svo að glitti í sokkaband í arinbiarmanum. ,.Skemmd,“ sagði hún með sinni d’úpu rödd og ástralska hreimnum. „Það mundi ég álíta, ef mögulegt er að skemma sprunginn vasa. Ég hef kynnzt mörgum erfiðuim en hjartað hún Celia okkar slær allt út. Þú gætir ekki trúað því, hvað hún getur reiðst og er fúllynd og stundum beitir hún líka kröftunum; auðvitað þekkir hún ekki st-'irk sinn. Og svo eipingiörn með leikföngin — það er frú Hartley að kenna, „hvað sem hún vill, hjúkrunarkona,“ sagði hún vic mig, „verðum við að láta hana hafa; það er hið minnsta, sem við getum gert.“ Hefurðu heyrt annað eins! Auð- vitað er sú gamla að verða hálfskrítin s;,í>lf, það er nú meinið. og gamli mað- urinn ekki miklu betri. „Þú ert að b;óða hættunni heim,“ sagði ég við hana en maður gæti allt eins talað við stein- veo'g. Þú hefðir átt að hevra ólætin um daginn, bara vegna þess að hún gat efcki fundið gamla brúðu. „Ef aðr- ar litlar stúlkur bitu og klóruðu, þegar þær týna brúðunum sínum,“ sagði ég.“ Marjorie skellti upp úr. Ramsay húikrumarkona bretti brúnum; hún var olltaf svolítið spéhrædd. ..Hvað er svo fyndið í því?“ spurði hún. „O, ekkert, býst ég við,“ sagði Marj- getur sagt Jack Robinson," hafði hún sagt, þegar Celia sat á brún káetu- kistunnar og vafði gömlu ullartreyjunni um brúðuna sína. Hún kom ekki og hún kom ekki og svo var hún þarna alltaf í bláu treyjunni, og ef hún var hjá henni, var aUt í lagi. En maður varð að vera voða varkár til að leyfa þeim ekki að skilja sig frá vemd Mömmu — þau gátu gert það með því að beita valdi en bara stutta stund, af því að Amma leyfði það ekki; en það var verst, þegar þau göbbuðu hana til að tapa; Nanny hafði gert það einu sinni og þau höfðu leitað og leitað, að minnsta kosti öll nema Nanny, og hún þóttist gera það en allan tímann gat maður séð í augunum í henni, að hún óskaði, að þau fyndu aldrei. Augnaráð Nanny hafði gert Celiu öskuvonda og hún hafði klórað, þangað til að blóðið rann. Það hafði í för með sér slæma tíma; Amma var reið og Afi hávær og harður í horn að taka og hún var neydd í rúmið og svo litlar, hvítar pillur. Nei, það var mjög áríðandi, að þær yrðu aldrei aðskildar — svo að Celia tók Mömmu og lagði handleggi hennar of- ur gætilega um háls sér, hún hnýtti þeim um rúmstuðulinn fyrir aftan sig. Það var mjög erfitt að gera það, en að lokum var hún þess fullviss, að Nanny gæti ekki sfcilið þær. Þá hallaði hún sér aftur og virti fyrir sér gult tungls- skinið frá glugganum. Gult var ljósið í miðjunni, og þegar þau sátu fyrir aftan Goddard í bílnum — Goddard, sem gaf sleikipinna — og Amma ilm- andi af blómum, voru þau vön að segja að gult, það væri miðljósið, og grænt þá förum við af stað, og rautt þá verð- um við að stanza, og grænt þá förum við af stað, og gult var miðljósið, og rautt þá verðum við að stanza.... orie, „ef þú ert vön því en ég vildi ekki vera í þínum sporum.“ „Því get ég trúað,“ sagði Ramsay hjúkrunarkona, „satt að segja sagði Lardner læknir við mig fyrir örfáum dögum: „Enginn nema þú þyldi þetta, hjúkrunarkona, þú hlýtur að hafa stál- taugar.“ Ég geri ráð fyrir, að ég sé óvenjulega....“ En Marjorie hafði lokað eyrunum fyr- ir gamalkunnri sögu. Hún var í óða önn að þurrka súkkulaðiblett af fallega, bláa crépe de Chine kjólnum sinum, renn- bleytti litla blúnduvasaklútinn sinn með munnvatni í því skyni. Æ, Joey var alltaf síkvartandi nú orðið. ★ Sigfríður Jónsdóttir: Daggarslóð Fögur eins og fjallarósin og frjáls sem blær þú varst. Og þú vannst mitt hjarta, mín vina kær. ið, og skildi hana eftir hjá Ömmu. „Ég verð komin aftur til þin, áður en þú Jt að er einfaldlega að peningarnir eru ekki til,“ sagði gamli hr. Hartley og röddin var hrjúf og þrungin gremju. Hann var ekki hrifnari af viðskiftamál- um en konan hans og samt varð hann að taka að sér hlutverk málsvarans, hins gallharða raunsæismainns, sökum getu- leysis hennar til að Skilja fjármál — Framhald á bls. 10 1. að var svo ósköp dimmt i rúm- inu, oig ef hún snéri sér í aðra áttina, datt hún fram úr, og ef hún snéri sér í hina, var veggurinn þar og hún var innilokuð. Celia þrýsti brúðunni sinni fast að sér. Hún hríðskalf af ótta; Nanny hafði ýtt og klórað, af því að hún vildi fá Mömmu í rúmið til sín. Nannv reyndi alltaf að koma í veg fyrir, að hún fengi Mömmu, af því að hún var afbrýðis- söm. En hún varð að vera varkár og biða færis, vegna þess að. hvernig sem hún beit, ýtti á og þrýsti tönnunum í handleegsholdið og sorengdi beinið, gátu þau alltaf bundið hana eins og þau höfðu gert áður og þá hiálpaði Amma henni eVki einu sinni. Þess vegna hafði hún látið Nanny halda, að hún væri sigruð, að hún gæti verið án Mömmu. En Nanny vis.si e'kki — Mamma lá í rúminu. Celia lyfti sæng- inni og horfði á kunnuglega, bláa ull- ina við tunglsikinið frá glu-gganum. „Það er allt í lagi, þegar Mamma er hjá þér, elskan,“ fyrir s-vo löngu hafði hún sagt það, áður en hún steig um borð í skip- Nóttin var mild sem móðir, og moldin svaf, og miðnætursólin signdi hið svala haf. Döggin í geislum grét. Hún geymdi sporin. Og síðan dreymir mig dísarspor í dögg á vorin. Heyrðu mig, hljóði blær, ’inn himinsvali, sem flýrð frá strönd til strandar, ó, syngdu henni sönginn minn. Dylst mín þrá í dögginni á vorin, dreymir litlu yndislegu sporin. Hvíslaðu að henni, blær, um dular nætur, dreymna þrá og um daggarslóij; I 13. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.