Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Blaðsíða 8
STEINAR SIGURJONSSOl A Dag einn sem oftar þegar ég átti peníng sat ég að sumbli inná MacDaids krá. Þegar ég var að ljúka úr öðru glasinu veik að mér maður, sem ég hafði aldrei augum litið, og spurði mig hvort ég vildi ekki í glas. Ég þáði það með þökk- um, og þegar hann hafði sótt mér drykk settist hann við borð mitt og kynnti sig. Hann var þriflegur maður um fertugt, og ég kalla hann Seigan. Hann kom til að segja mér sitt af hverju meðan vfð sátum þarna á kránni, eins og títt er um íra sem maður hittir á krám, að þeir segi manni innilegar sögur úr lífi sínu. Ég fann samt brátt á horfi og lögun hugsana hans, að hann stakk eittJhvað í stúf við aðra sem ég hafði kynnst í landi hans. En bráð- um fékk ég að vita, að hann hafði verið erler.dis í nokkur ár. í Afríku sagðist maðurinn hafa verið og í Afríku sagðist hann hafa séð sitt af hverju. Þar hafði hann harðnað af ýmsu lífi og þar orði'ð þess vís, að sósíalismi væri það afl sem sigra skyldi. Ég var enn að reyna að koma mann- inum fyrir mig og svaraði fáu, fannst þó ósmekklegt af honum að ræða um slíkt við mig, komnum fyrir skömmu frá landi þar sem pólitískar þokur gera iífi'ð svo grátt, að mann flökrar. Ég hafði frá öndverðri dvöl minni í Dublin hvílst við ró sem ekki fór sér hraðar en öld, og slík hvíld var óborganleg — en sviplega kemur svo þessi geirnegldi járnhaus til að þrasa um jafn dæma- lausa smekkleysi og sósíalisma! Og Kapítalisma! Tók nú, þessi pólitíski at- verkari, að moka á borðið mitt orðum O'g hugtökum sem eitt sinn voru kannski ekki alls ósnotur, en voru nú mark- laus með öllu. Og hann mylur moðið úr sér, nefnir sósíalisma sem lausn á ein- hverju! Jr að sem mér fannst öllu mein- iegast við Seig var, að hann skyldi koma til írlands á ný, að hann skyldi láta heyra til sín þetta pólitíska múður hér. Hvers vegna fór hann ekki til Is- lands? Þar mundi engu muna um einn múðarann; og ég sagði við sjálfan mig: Ég bið þig aðeins um þetta, Seigur minn, kannski þar sem þras er óhjákvæmilegt. Á Islandi, til dæmis. ísland er fyrir- heitna landið! „Ég vona að þú verðir mér ekki gramur þótt ég tali ekki af óskeikulli þekkíngu um írsk stjórnmál," sag’ði ég, „en ég held að írum líði bezt allra — og fyrir það, að þeir eru ekki yfirþyrmd- ir af pólitsku gumsi. í stað þess að tala um kosníngar segja þeir lygasögur.“ „Þú ert svona hrifinn af okkur, já?“ „O, þið gætuð svo sem rotnað innan skamms, það er ekki það.“ ,En hva'ð. . . „Ég vona að kommúnistum hér verði hald.ið niðri!“ Þögn. Tvær auglýsíngar sögðu: Guin- ness (írskur bjór) is good for you! og Guinness for strenght! Hin þriðja, amerísk og nokkuð viðbjóðsleg: Be soci- able, have a Pepsy! „Veistu um hvað þú ert að tala!“ spudði hann. „Hver veit um hvað hann talar þegar þessi ergja kemur í tal? En það sem ég vildi segja: Hvað liggur írum á að apa eftir vélamennsku frá meginland- inu? Þeir mættu gjarnan láta timann nema staðar á kránum sínum og sjá fönlunum allt í kring fleygja fram í tímann — þann sálarlausa hvíta glans baðherbergja, eldhúsa, stofa, veitinga- húsa — meðan þeir sjálfir syngju hér í tvö þrjú hundruð ár og sköpuðu bók- menntir, eina þjóðin sem héldi sönsum þá er lyki.“ „Þetta finnst mér þröngsýnt í meira lagi,“ sagði Seigur. „Ég er líklega jafn þröngsýnn og véla- mennskan. En hváð sem því liður vona á réttum stað þegar ég skírskotaði til ír? — því ég gat ekki hugsað um íra án þess að hugsa jafnframt til kaþólskrar trúar, og það með virðingu? Því þrátt fvrir alla rýni veit ég að írsk skáld eiga allt því að þakka að írar eru og hafa verið írar, þar með kaþólskrar trúar. Mr að var einhvern góðan sumar- dag að Seigur kom með skipi a’ð strönd feðra sinna, framaður maður og þrosk- aður af beimsreynslu, og settist að í húsi föður síns. Hann gerði sér það að góðu, heimsmaðurinn, þótt hann vissi ég að kommúnistar nái ekki að láta til sin heyra! Ég vildi að helgur Patrekur gæfi, að írar fengju að halda áfram að vera írar, Um leið og þeir hættu að vera írar lángaði mig hvorki að heyra til þeirra né sjá þá.“ Þegar til kom varð ég að meiri múð- ara en Seigur. Hann sagði nú aðeins, hugsandi og lágt: „O, þú ert bara á ferð hér um. . .“ „Irar eru miklu meiri írar,“ greip ég fram í, „en íslendingar íslendingar". Seigur bar þrátt fyrir allt ekki brigð- ur á að írska þjóðin væri eða gæti verið sæmileg, hváð íra snerti almennt fóru þeir oft með orð um landið sem ljóm- uðu vel í eyra og lýstu ást þeirra á þvi: Auðnan fylgi þér (í hinum fram- andi löndum) og megirðu deyja á ír- landi! Megirðu eignasl skuldlaust land, llfa lengi og deyja á írlandi! og fleira með endingunni. . megirðu deyja á ír- landi! Hvað Seig snerti átti hann nokkra samúð með öðrum þjóðum, og samúð sem var harla gagnslaus hér, og þess vegna átti gremja hans til að bitna á ískri þjóð, eða foreldrum hans. •D agan sem hann sagði mér er brosleg, og skrítið er að hann skyldi segja mér jafn bera sögu um sjálfan sig og gamlíngjann föður sinn, og ég spyr sjálfan mig' Hvað varð til þess að hann fór áð segja mér þessa sögu? Lík- Iega hef ég gert honum gramt í geði með afturhaldssemi minni, þótt mér sjálfum fyndist hún lagleg? Eða var það vegna þess að mér fannst trúin vera að land hans var grey eitt hjá hinum stóru löndum sem eflt höfðu ráð sitt af kappi með tilstyrk hinna mestu tröll- véla sem völ var á. Irlandið litla var jafn rólegt sem fyrr. Ekkert hafði breytst. Ekki einu sinni drykkjulagið né talið á kránum. Hér sátu menn fyr- ir framan arineldinn og sögðu lygasög- ur, súngu og skáluðu. Hann umbar þetta allt með stökustu þolinmæði fyrst um sinn enda var hann vel framaður. En þar kom að hann eyddi peníngum sín- um, og þá fór honum að leiðast litir daganna. Hann hafði orðið að vinna í heimslöndunum, en til hvers væri það svo sem að vinna hér þar sem allt var svo lángt á eftir tímanum? Þvuh! Sunnudagsmorgun einn kom Neill inn í herbergið sonar síns og spurði hann með blíðu hvort hann mundi ekki vilja verða þeim gömlu hjónunum samferða í kirkju til að finna hjarta guðs. Seigi kom þetta nokkuð á óvart nú, eftir fleiri ára reynslu í framandi heimi. Nei, auðvitað færi hann hvergi. Til hvers væri að halda áfram að hjakka í gömlu fari? „Nei pabbi, ég fer ekki í kirkjuna þína!“ „Þú ert þó ekki orðinn það sterkur með árunum að þú treystist til að standa einn án guðs?“ „Ég er búinn að týna trúnni, já. Á heldur enga rótfestu í landinu. Æ, til hvers er Irland! Ég er löngu búinn að lifa allt hér!“ „Ha, búinn að týna landi þínu — og guði?“ og faðirinn horfði á Seig þar sem hann lá endiLángur í rúmi sínu. „Einnig búinn að misisa trú á landinu þlnu!“ „Það eru lönd og það eru menn og það eru guðir... “ „Ég þykist vita það!“ sagði faðirinn. „Þú hefur ekki einúngis kastað guði, og væri það ýfrið nóg Jorherðíng, held- ur hefurðu villst inn í trú á bláókunn- ugan villimanninn Jósef Stalin! — ekkl nema það þó! — sem ekkert þykist — — eða þóttist, því hann er vist löngu dauður — þurfa treysta á annað en manninn, ho ho — þó galinn af græðgi, umkríngdiur græðginni á alla vegu!“ „Láttu mig í friði!“ sagði Seigur og vissi að ekki þýddi að eyða orðum á gamila manninn, og nú snýr hann sér að mér, íslendíngnum: „En hvað sé ég í því að hann lokar hurðinni á eftir sér! Er þá ekki búið að hengja mynd af Maríu á vegginn, rétt hjá hurðinni, þar sem ég hafði hengt upp mynd af meist- ara Stalín!“ „Jæja,“ sagði ég. „Og hvað gerðir þú?“ „Ég kallaði auðvitað á hann. Má ég spyrja þig að einu, sagði ég — hefuf þú hengt upp þessa mynd?“ „Já,“ sagði gamli maðurinn. „Og má maður svo sem spyrja þig um hvort þú vitir um Stalin?“ „Hann er á sínum stað,“ sagði gamli maðurinn með þykkju. „Þá var mér nóg boðið,“ sagði Seig- ur við mig. „Viltu vera svo góður að taka þessa Máríu þína niður af veggn- um og hengja meisjarann upp á sinn stað, þar sem hún er nú, ha!“ „Ekki nema það þó!“ sagði gamli mað urinn. „Þú heyrðir hvað ég sagði: Upp me<5 meistarann!" Þá sagði gamli maðurinn: „Ekki með- an ég ræð hér í húsum!“ „Jæja“, sagði Seigur þá og fór ekki að lítast á blikuna. „Ef þú ekki tekur Máriu niður af veggnum og setur Stalin á sinn stað — skal ég drepa þig! og sonurinn greip í jákkalafið hans föð- ur síns og hélt honum upp við vegg- inn um stund. „Ætlarðu að setja Stalin á sinn stað — eða ekki!“' sagði somur- inn og sýndi gamla manninum hnef- ann. S ■ eigur var orðinn rauður og þrút- inn þegar hér var komið og mig grun- aði að ekki mundi allt ándskotalaust á heimili þeirra feðga. „Og hvað varð úr?“ spurði ég. „Auðvitað gekk ég of lángt,“ sagði Seigur. „Allt of lángt. Hvernig byrjaði allt þetta hark? Æijá, það var æði að legg.ja hendur á karlinn, ég var ekki með sjálfum mér ... .En hvað var hann þá að jagast — honum var bara nær — hvern fjandann var hann að jagast? Hvað vissi hann um rússa eða Afriku eða heiminn?" „Líkleg ekki mikið,“ sagði ég. „Hann var þrárri en skrattinn, og við vorum að þar til ég barði hann. Ekki fast. Samt nógu fast til þess að hann lét undan.“ „Jæja?“ „Já. Hann kom með Stalin, tók Máríu sína niður af naglanum og stillti henni varlega upp við vegginn á meðan hann var að koma Stalin á naglann sinn ,ekki mátti skemma Máríu, onei onei. Já, tók svo að hengja Stalin upp á naglann, fór sér afar hægt, skilurður, með ólund; þó kannski hræddur, þorði líklega ekki að kasta henni á gólfið og méla hana af ótta við mig? Nei ónei — stillti Stal- in þarna í Máríu stað á naglann sinn. Fór sv(o út.“ „Þetta hefur orðið honum mikil raun, gömlum manninum," sagði óg. „Hvað var hann þá að jagast, hvern fjandann var hann þá að jagast!“ „Það er svona þetta gamla fólk,“ sagði ég, „viðkvæmt.“ „Það er víst!“ „Og svo?“ „Ekkert,“ sagði Seigur. „Hann kom. síðar um daginn inn til mín, löngu síð- ar. Það var engiu líkara en hann haö 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 13. tbl. 1965,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.