Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Blaðsíða 15
„Hve oft hef ég heyrt þessar púSur-
kerlíngar sprínga — þú verður, þú verð-
ur! Alls staðar er þessi Likamlegi hasi:
„Þú verður að demba þér í pólitíkina;
(það verður að tjasla upp á gömlu skolp-
ræsin — það viljum við og okkar mínir
menn, og það ættir þú að vilja,“ og
borgin gapir öll af holræsagerfti, græðgi
hrámenníngu.“
„Segðu mér eitt: Hvar ertu í pólitík?“
„Ég er í pólitík!“
„Hvað meinarðu?“
„Ég er í pólit’ík!“
>ögn.
„Það er gefið mál um alla íslendínga.
Að vera ekki pólitískur á íslandi er jafn
mikið endemi og það þætti hér að ræða
ekki við fólk eða sýngja ekki eða hafa
ekki krár að drekka á eða segja ekki
lygasögur og láta ekki tímann gleymast.
Fólk á íslandi kennir í brjósti um þá
sem ekki eru pólitískir á sama hátt og
þeir kenna í brjósti um þá sem misst
hafa kynhvötina og þykja þess vegna
ekki menn.“
Seigur sagðist verða að fara í þessu
svo að hann fengi eitthvað í svánginn,
gamla konan væri ekki vön að bíða með
á matmálstímum núna, síðan hann kom
með Stalin, eða svelta!
„Ef ég tæki afstöðu til pólitíkur
kynni hún að verða einhvers staðar
nærri hinum sósíalíska tudda þínum,“
sagði ég að lokum, „en ég vil taka fram,
að ég blygðast mín . . . Það er mjög leið-
inlegt að lifa í landi mínu, eins og þú
'hlýtur að hafa skilið á orðum mínum.“
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 10.
al á litla borðið. „Celia er alltaf mjög
góð við mig,“ sagði hún, ,,ég skil ekki,
hvað hjúkrunarkonunni mislíkar."
„Góða mín,“ mælti hr. Hartley og
rödd hans var mild og róandi, „vertu
sanngjörn. Þú veizt, að það getur ekki
verið afskaplega ánægjulegt — öli þessi
ofsaköst og erfiðleikarnir við að næra
hana, og svo á hún nú erfiðara með að
halda sér hreinni en fyrir tveimur ár-
um.“
Frú Hartley fannst talsmáti manns-
ins svo grófur, að hendur hennar skulfu.
Hún sagði samt ekkert nema „rautt á
svart.“ Þögn hennar örfaði manninn
hennar.
„Ég vil, að þú hjálpir mér, Alice, í
þessu, sérðu það ekki? Neyddu mig ekki
til að fást við það einn. Komdu með
mbr að líta á þennan stað í Dagmere,
þú hefur svo miklu betra vit á þessum
hlutum en ég.“
Frú Hartley þagði í nokkrar mínút-
ur, svo sagði hún: „Gott og vel; við ök-
um þangað á morgun.“ En hún minntist
orða dóttur sinnar: „Ég skil hana eftir
hjá þér, Mamma, ég veit, að hún verð-
ur í góðra höndum.“
C elia var uppi á þilfari skipsins,
sólin skein skært, klukkur hljómuðu,
það var blásið í flautur og bleikir hár-
borðarnir hennar blöktu í golunni. Öll
stigahandrið voru skærrauð að lit, bréfa
kassar rauðir eins og blóð, og það var
eftirlætislitur Celiu. Rautt táknar, að
við verðum að stanza, svo að Celia
stanzaði. Maðurinn í bréfberafötunum
kom til hennar. „Haltu áfram,“ sagði
hann, stattu ekki þarna gapandi eins og
bjálfi." Hana langaði að segja honum
að það væri rautt, og að hún gæti ekki,
haldið áfram en flauturnar og klukk-
urnar höfðu svo hátt, að hann heyrði
ekki til hennar. „Haltu áfram,“ hrópaði
hann, og hann sló saman höndum yfir
höfði hennar. Þegar hann sló saman
höndunum var svo hvasst, að hárborð-
arnir hennar fuku burt. Celia brast
í grát. Það væri þokkalegt, ef allar litl-
ar stúlkur grétu, þegar hárborðarnir
þeirra fykju burt,“ sagði Ramsay hjúkr-
unarkona. Hún vonaði, að hún gæti feng
ið Celiu til að hlaupa á eftir þeim, þó
að það vseri rautt og það táknar, aS
við verðum að stanza. En þarna var
Amma að benda henni og þarna voru
hárborðarnir dansandi í sólskininu
skammt fyrir framan hana — þeir voru
tvær litlar, ljósrauðar brúður, Svo að
Celia hljóp, þó að það væri rautt. Og
nú var borðstokkur skipsins horfinn og
stórar öldur risu til að draga hana í
djúpið, grænar og gráar. . „Mamma,
Mamma,“ hrópaði hún en öldurnar
hvelfdust yfir hana. Mamma ætlaði ekki
að koma og skyndilega var Mamma
þarna og teygði fram hendurnar til að
bjarga henni — Mamma öll bláklædd.
Celia hljóp í fang móður sinnar og
hvildi kjökrandi við barm hennar; nú
yrði hún ekki einmana, nú var henni
borgið. En armar MSmmu Celiu lögð-
ust um háls henni, þéttar og þéttar.
„Ekki, Mamma, ekki. Þú meiðir mig,“
hrópaði Celia og þegar hún leit upp,
sá hún, að augnaráð Mömmu var
grimmdarlegt og hvasst eins og augna-
ráð Ramsay hjúkrunarkonu. Celia æpti
og braust um en hendur Mömmu luktust
stöðugt þéttar um háls henni, mörðu
og krömdu.
í\.amsay hjúkrunarkona heyrði
hrópin, er hún kom upp myrkan stíg-
inn. Rafhlöðurnar í vasaljósi hennar
voru ónýtar og hún þreifaði sig fram
með votum runnunum. ópin náðu ekki
strax meðvitund hennar, því að hún
var þrúguð af minningunni um niður-
læging sína í Flannel Hop, þar sem
Ivy hafði gert lítið úr henni í viðurvist
Ronnie Armitage. „Þetta er sannarlega
að verða óþolandi,11 hugsaði hún fyrst í
stað. „það er ekki haegt að láta hana
eina í hálfa stund, án þess að eitthvað
komi fyrir.“ Þá kom eitthvað í hrópun-
um henni til að gréikka sporið og loks
tók hún til fótanna, skelfingu lostin
og greinar alparósanna og lárviðarins
rifu í hana eins og langir, þyrnum settir
armar.
Er hún kom í herbergið Celiu, va*
það þegar of seint. Ekkert sem vesa-
lings, gamli hr. Hartley eða jafnvel God
dard gerðu, gat aftur gætt lifi purpura-
rauðar kinnarnar og þrútinn svartan
hálsinn. Lardner læknir, sem kom
skc.mmu seiana, sagði banam.einið
ekki síður hjartabilun en köfnun. „Hún
hlýtur að hafa vaknað, á meðan hún.
var að barjast við að losa treyjuna af
hálsinum," mælti hann, ,,og hræðslaa
hefur verið veiku hjarta hennar oi-
raun.“ Þessu var auðvelt að trúa, þegar
líkið var athugað; mikil vexti ag þþís-
hærð, ekki minna en áttatíu og fimm
kíló — hún hafði stöðugt verið aS fítna
frá tuttugu og fim.m ára aldrei — stór,
blá augun hefðu máske verið heillandi,
ef augnaráðið hefði ekki lýst barnaleg-
um fávitahætti, mikið, gullið hárið vak-
ið aðdáun, ef það hefði ekki sprottiS
í lufsum út úr bústnum, ljósrauðum
kinnum og gert þennan vesalings vit-
firring dýri líkan, greint hana frá venju.
legu fólki.
Ramsay hjúkrunarkona sagði, að þetta
hefði verið skapadómur. „Ef þau hefðu
ekki verið svo þrjózk en samþykikt að
senda hana á viðeigandi hæli, væri húci
enn á lífi,“ bætti hún við. En frú Hart-
ley, sem var trúhneigð kona, þakkaði
guði þetta kvöld, að dauðinn hafði koni-
ið nógu snemma til að hindra, að hún
yrði flutt burt. „Það er nærri því eins
og móðir hennar hafi komið henni til
hjálpar, þegar hún átti í vandræðum,“
hugsaði hún.
Athugascmd
ÍÞ 11. tbl. Lesbókar birtist greiin um
Hótel ísland. Meðal mynda, sem fyLgdu
greininni (á bls. 14) var hópmynd og
í myndartexta var Jensen nokkur skip-
stjórni nefndur. Komið hefur í ljós, að
nefndur Jensen var ekki á myndinni,
heldur N. B. Nielsen, verzlunarstjóri
hjá Brydesverzlun i Reykjavík.
13. tbl. 1965-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15