Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Blaðsíða 9
I itt sinn fyrir nokkrum árum
var ég staddur um borð í tyrknesk-
um tundurspilli þótt ótrúlegt sé, og
þeir voru að kasta djúpsprengjum í
Marmarahaf. Maðurinn við hliðina á
mér, sem var stríðsfróður maður,
hélt að tundurspillinum sjálfum
mundi stafa öllu meiri hætta af þess-
um gauragangi í alvörustríði heldur
en kafbátum. Tundurspillirinn var
hinn mesti kláfur, eins og jafnval
mér var ljóst, og í hvert skipti djúp-
sprengja sprakk í kjalfari hans, þá
hristist hann og skókst stafnanna
milli, eins og olíufýringin heima hjá
mér þegar hún sprengir.
Síðan við köstuðum djúpsprengj-
unum í Marmarahaf, hafa Tyrkir
verið þeir af bandamönnum okikar ís-
lendinga sem ég hef haft mestan
áhuga á. Ég þykist þekkja þá betur
en til dæmis Portúgala, enn aðra
vopnabræður okkar í NATO. Þeir
standa þar á milli siðmenningar og
barbarisma sem verður manni
ógleymanlegt við kynni. Maður
rþkkur lýsti fyrir mér aganum í her
þeirra. Hershöfðinginn (sagði hann)
slær niður höfuðsmanninn, höfuðs-
maðurinn slær niður majórinn,
majórinn siær niður kapteininn, kap-
teinninn slær niður liðsforingjann,
liðsforinginn slær niður liðþjálfann,
liðþjálfinn slær niður óbreytta dát-
ann og óbreytti dátinn — hann
sparkar í hundinn.
E
ókum að einhverjum þeim ferleg-
asta umferðarhnút sem ég hef séð um
ævina. Umferðin var þarna eins og
þríhlaðið væri á Lækjártorg um
hádegisbil á laugardegi. En jafn-
skjótt og bíl ríka Tyrkjans bar að
þvögunni, þá opnaðist læna fyrir
honum ein.s og galdrapriki væri
veifað, og við ókum viðstöðulaust og
sigri hrósandi gegnum þvöguna. Um
um landið, og mér finnst miður
núna að við skyldum aldrei ganga
fyrir þá. Þeir voru báðir hengdir
skömmu seinna. Ég er hvorki að
spila mig kaldrifjaðan ferðalang né
blóðþyrstan blaðasnáp, því að menn-
irnir hefðu áreiðanlega verið drepn-
ir hvort sem var. Það er leið jarlanna
sem steypt er af stóli í þeim löndum
sem jaðra við barbarisma. Þeir birtu
myndir af Menderes forsætisráðherra
sem þeir létu taka tveimur eða þrem
ur stundarfjórðungum áður en þeir
létu hengja hann. Ég má segja að
ein myndanna hafi birtst í Morgun-
blaðinu. Það er verið að raka mann-
inn fyrir athöfnina.
T ið komum í herskóla þar sem
nemendurnir skemmtu okkur í leik-
l itt sinn sátum við blaðamenn-
irnir, sem vorum af ellefu þjóðern-
um, veislu hjá héraðsstjóra nokkrum,
ægifeitum. Það var borðað í garð-
inum hans, undir djúpbláum stjörnu-
himni. Forystusauðurinn í hópi okk-
ar sat við háborðið eins og vera
bar, en það kom strax í ljós að
borðdaman hans, kona héraðsstjór-
ans, talaði ekkert nema tyrknesku.
Nú sátu þau þarna fram eftir kvöldi
og grettu sig hvort framan í annað,
eftir að blaðamaðurinn var búinn að
reyna bæði ensku og frönsku. Loks
gafst hann upp og flutti sig eins
langt frá dömunni og hann gat og
drakk sig eins fullan og hann gat.
Svona áhrif hafði Tyrkland á mann
sem annars kunni sína borðsiði út
í æsar. En héraðsstjórinn sat allt
kvöldið án þess að mæla orð af
munni, og ekki í eitt skipti hvað þá
meira sá ég hann brosa. Svona
á'hrif höfðum við útlendingarnir á
hann.
E
I itt sinn var ég í bíl með rík-
um Tyrkja í Ankara. Þar kom við
leið og við fórum fram hjá lögreglu-
þjóninum sem var við stjórn, fetti
hann sig aftur á bak eins langt og
ihann gat og sparkaði saman hælun-
urn og gerði honör, rétt eins og við
ríki Tyrkinn værum soldánar. Ég
spurði þann tyrkneska strax og við
höfðum safnið að baki hversvegna
hann einn af öllum þessuim skara
hefði haft forgangsréttinn. Þá
sagði hann mér að lögregluþjónarnir
sem gættu þessara vegamóta væru
raunar á launum hjá honum. Hann
vék einhverju að þeim svosem einu
sinni í mánuði; og hann er eini öku-
maðurinn sem ég hef kynnst um dag-
ana sem mér er kunnugt um að hafi
leyst umferðarhnúta með mútum.
Ilorsætisráðherra Tyrklands var
ekki viðlátinn né heldur utanríkis-
ráðlherrann þegar við ferðuðumst
tyrknesku þjóðarinnar rrná ég segja
er ólæs og óskrifandi enn þann dag
í dag. Hvað varð um þær og skóla-
bræður þeirra sem veðjuðu á Mend-
eres og töpuðu?
Höggmyndir af Ataturk, stórmóg-
úl Tyrkjans á þriðja og fjórða tug
aldarinnar, voru hreint um allt. Hanu
var innan um dótið í búðargluggun-
um, hann trónaði á torgum, hann
gægðist fyrir húshorn. Bandarískur
blaðamaður í hópi okkar gerði sér
far um að klípa í nefið á honum
hvenær sem honum gafst færi. Hann
sagði að Ataturk hefði verið einræð-
isherra og harðstjóri. í Smyrnu var
hundrað þúsund Tyrkjum safnað á
mótmælafund vegna Kýpurdeilunnar
sem þá var í vexti. Herinn smalaði
nærsveitir og skilaði sveitafólkinu á
mótmælafundinn aftan á vörubílum,
en ég hjó eftir því á eftir að fólkið
fékk að labba sig heim. í ríkmanns-
garði þar sem þjónar í drifhvítum
stökkum gengu um beina, gægðust
ctádýr út milli runnanna; en rétt und
ir þakskegginu á Hiltonhóteli í Mikla
garði hýma kassafjala- og járnpjötlu-
hreysi örsnauðs almúgans.
Þ etta er ugglaust besta fólk
að upplagi, en það er samt óálitið
skrýtið að vita sig bandamann þess.
Það er ekki fyrir venjulegan íslend-
ing að skilja refskák alþjóðapólitík-
ur. Þó virðist einsætt að svart verði
stundum að heita hvítt og hvítt að
gilda fyrir svart ef svo ber undir.
Þessvegna tala ég stundum um
slæmar þjóðir og svo aftur á móti
um góðar slæmar þjóðir. Slæmu
slæmu þjóðirnar eru þær sem hafa
þesskonar stjórnarfar sem mað-
ur mundi ekki kæra sig
um að búa við — og
sem eru hinunvjgin við járntjaldið.
En góðu slæmu þjóðirnar eru þær
sem hafa þesskonar stjórnarfar sem
maður mundi ekki heldur kæra sig
um að búa við — en sem eru réttu
megin við tjaldið.
Maður verður að gera eitfhvað til
þess að halda sönsum.
fimisalnum með því að stökkva helj-
arstökk yfir nakta byssustingi. Þessi
herskóli í Ankara kom talsvert við
sögu byltingarinnar, þegar þeir af-
greiddu Menderes sáluga. Skólinn
flæktist inn í gagnbyltinguna sem
fylgir svona uppgjöri eins og dagur
nóttu. Gagnbyltingin var barin nið-
ur. Manni verður hugsað til piltanna
sem hlupu yfir byssustingina og
skólasystra þeirra brúneygðra sem
horfðu á og klöppuðu þeim lof í
lófa með gestunum. Því að það voru
líka stúlkur á herskólanum í Ankara,
nítján tuttugu ára stúlkur gæti ég
trúað, og sváfu í herskálum eins og
piltarnir og báru sama harðneskju-
lega einkennisbúninginn, grófan og
einfaldan, stálgráan en vísast hent-
ugan. Þær áttu að verða farkennar-
ar hjá hernum, en liðlega heLmingur
búið sig undir það, hugsað sig lengi
um. Og til hvers svo sem? Bað mig að
fara. Ég yrði að fara sem fyrst. Máría
-— og meistari Stalin — slíkt gæti ekki
gengið, það yrði ég að skilja. Ég yrði
að fara — með Stalin. Skiljanlega, skilj-
anlega.“
„Einmitt,“ sagði ég, „einmitt... Og þú
Hvað svo? “
„Ég fór ekki.“
„Nú? Hví ekki?“
„Hvert átti ég að fara!“ sagði hann
nú ævur og hlammaði glasinu sínu á
borðið. „Ég gat ekkert farið! Það var
það versta, að geta ekkert farið. Og
síðan heifur hvorugur þolað hinn,"*
„En hvað um Stalin — og Máríu?“
„Ég tók Stalin niður — vegna hans,
skilurðu. En hann er fúll eins og bol-
hundur. Vissi víst að ég hafði hann und-
ir rúminu, skilurðu. Það þykir víst end-
emi — Stalin í kristnu húsi. Svo ég
hengdi hann á naglann sinn — í gær.“
„Þetta kom mér á óvart,“ sagði ég.
„Ég hélt þú hefðir farið!“
„Hvert átti ég svo sem að fara! Ég
gat ekkert farið!“
„Ég held nú samt að þú ættir að fara!
Ekki aðeins úr herberginu, heldur úr
landi!“
„Það er hægara sagt en gert.“
„Er ekki hugsanlegt að þú fiengir að
njóta þessara pólitísku gáfna í Afríku?"
spurði ég og reyndi sem ég gat að fela
háðið í kæruleysislegum málrómi.
Nei, það væri vonlaust; hann hefði
orðið að hrökklást þaðan vegna ein-
hverra ókyrrða.
„Það var leitt,“ sagði ég.
„Víst er það leitt, víst er það leitt!**
„F arður til íslands!“ sagði ég.
Sjá þig Seigur, hve þér bregður við
orð mín, hugsaði ég. Heldurðu að við
séum eskimóar, eða hvað! Halda út-
lendingar að við séum eskimóar? Við er
uni ekki eskimóar — við erum pólitísk-
ir!
„Þú segir það já, til fslands," sagði
hann.
Þakka skyldirðu guði fyrir að við er-
um pólitiskir á íslandi, hugsaði ég, því
þess vegna fengirðu að njóta þessara
guðs gáfna! Hvergi af meira háfleygi
ög snilld. Ef háfleygi brygðist, þá af
því meiri myljandi hörku! Já, ísland,
þetta pólitíska flag! Þar fengirðu þó
að rótast um svo munaði, eins og grið-
úngur. Já, Frónið, þitt val meðal þjóð-
anna. Góði hafðu þig þángað sem fyrst
Það er ekki víst að þú sért það miikill
íri lengur að þú fengir ekki staðist þar.
Hana nú, þrákelkni þrasari, taktu þér
Framhald á bis. 14
13. tbl. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9