Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1965, Blaðsíða 5
Jónsdóttur, listmálara
Eftir Kristinu
Eftirfarandi grein skrifaði Kristín
heitin Jónsdóttir, listmálari í 3.
liefti Helgafells, 1954.
Fegðurðarþrá mannsins er eldri en
sagan sjálf. Þegar grafið er til forn-
minja finnast iðulega í jörðu einhverjir
þeir munir, sem menn hafa notað til
að skreyta híbýli sín eða sjálfa sig.
Þegar ég segi eldri en sagan sjálf á ég
við — fyrir þann tima, er færðar voru
í letur sö'gur samtíðarinmar.
Nýlega hefur fundizt í frak e'lzta iet-
ur. er sögur fara af, mótað í leirtöflur
3000 árum fyrir vort tímatal. Þar segir,
meðal annars, frá stjórnmiá'laháttuim og
riku menningarlífi, en mörgum öidum
•— mörg þúsund árum fyrir þann tíma,
þegar maðurinn er á svo frumlægu
stigi, að hann veit sér enga aðra leið
til skjóls og öryggis en að grafa sig í
hóla eða hella, þá skapast þar fyrsta
gerð myndlistarinnar, sem til þekkist.
Frummaðurinn ristir þar i mjúkan
stein hellisskúta síns það sem fyrir augu
hans ber í náttúrunni. Svo gömul —
svo frumlæg er þörf mannsins fyrir list-
ræna tjáningu á því, sem í honum hrær-
ist.
Það er naumast á annarra færi en
fornfræðinga að rekja frumsögu listar-
innar, því alltaf birtast nýir þættir í
sögu hennar, þegar grafið er í skaut
jarðar. — Borgir eyðast, lönd týnast og
þannig máist af spjöidum sögunnar, ef
til vill merkilegustu atburðir. Það er
því erfitt að seeja, hvar vagga listar-
innar hefur staðið. Ef til vill stóð hún
fyrst í skjóli hinnar kinversku hám'enn-
ingar. Ef til vill var' listinni fyrst bú-
inn jarðvegur er vestar dró.
Straumur menningarinnar er á sí-
fcildri hreyfingu, og oft ber hann sína
ávexti á hinum ólíklegustu stöðum.
Menn mega því ekki stara sig blinda
í aðdáun á aldagömlum afrekum, heldur
alltaf vera reiðubúnir að ávaxta það
pund, sem fortíðin hefur trúað þeim fyr
ir. Þegar sá síkviki straumur staðnæm-
ist til að bera ávexti t.d. í vísindum
og listum, þá verður hver þjóð að
þekkja sinn vitjunartíma. En það eru
ihinir s-kapandi andans afburðamenn
allra tíma, sem varða veg menningar-
innar, en skilningsleysi og hleypidómar
leggja dauða hönd á lif hennar og
þroska.
Á eyjunum í austanverðu Miðjarðar-
hafi og löndunum þar í kring hefur list-
in átt langt og fagurt blómaskeið. í Eg-
yptalandi hefur hún átt djúpar rætur
í duiihyggju, eða því sem gerist á djúp-
sviðum vitundarlífsins. Má greinilega
sjá það á listaverkum þessara þjóða, að
þær hafa vitað meira um dulmögn
tilverunnar en vísindin — alda gömul,
allt til vorra tíma — hafa verið fær
um að opinþera okkur.
Grikkir tóku þar við, og um aldaraðir
eru þeir fánaberar menningarinnar og
skapa m.a. stílhreina og fágaða högg-
myndalist, en ekki sálræna að sama
skapi. Rithöfundar þeirra og heimspek-
ingar héldu þar andans blysi á lofti um
langt skeið.
Rómaveldi tók síðan svo hressilega
við hlutverki myndlistagerðarinnar, að
þar mátti segja, eins og stendur í kvæð-
inu „sefur hetja á hverjum bæ“, því
þar var sem leyndust listamenn á hverju
strái. —
Þetta gerðist við Miðjarðarhaf, í þann
mund sem steinaldarmaður Norður-Evr-
ópu segir skilið við hellnamenninguna,
og við hér á norðurhjara heims, með
öllu O'kkar núverandi ágæti sem þjóð,
erum bara alls ekki til. —
En svo ég snúi mér aftur til Miðjarð-
arhafsins — til rómverska heimsveldis-
ins — þá má með sanni segja, að þar
var jarðvegurinn viðbúinn miklum af-
rekum. Þegar ferðast er um borgir Ítalíu
má segja að maður lifi þar ós'litna sögu
grózkumikillar listar, sem dafnað hef-
ur þar um margra alda skeið í skjóli
kirkju og veraldlegs höfðingjavalds. Á
15. og 16. öld nær hún þar hámarki.
Það er hið svonefnda „renaisance" eða
endurreisnartímabil. Og enn færir aldan
sig vestur á bóginn. Spánverjar og Hol-
lendingar eignast nú afburðamenn á
sviði málaralistarinnar. Og þar næst
lá leiðin til Frakklands. París verður
(háborg listarinnar í Evrópu og dreifir
áhrifuim sínum um gervalla álfuna.
Þangað sækja allra landa ágætustu lista-
myndlist
Kristín Jónsdóttir
menn, og undir forystu hinna frönsku
málara rómantíska tímabilsins verður
þar undirbúinn jarðvegur fyrir hin gíf-
urlegustu aldahvörf, sem skeð hafa í
söigu myndlistarinnar. Aldamótin 17 og
18 hundruð rná kalla upphaf róman-
tísku stefnunnar. 0>g á síðustu áratugum
19. aldarinnar og allt til vorra daga eru
sífellt að skapast ný viðhorf. Nýjar
stefnur rísa, menn hafna og velja. Allt,
sem á sandi var byggt, hverfur aftur í
þessu mikla ölduróti. En það sem skap-
ast hefur af ávöxtum andleigra verð-
mæta lifir áfram, geymist, eins og dul-
vituð þekking dýrmætrar reynslu.
Þegar litið er yfir sö'gu þessa síðasta
tímabils — þennan síðasta mannsaldur
— eru það geysilegar breytingar, sem
átt hafa sér stað í myndlistinni. Og þó
það hafi skeð í áföngum, er það allt í
rökrænni þrcun. Hver áfangi hefur haft
sitt hlutverk, hefur lagt sinn skerf til
yfirgripsmeh-i þekkingar og dýpri skiln-
ings á eðli listarinnar, hinum djúpstæðu
rótum hennar og lífræna sambandi við
fegurðarþrá mannsandans.
Þessar fyrstu breytingar má í raun o-g
veru kalla byltingu, þó hún ætti sér
nokkurn aðdraganda í rómantízku stefn-
unni. En það eru hinir svo kölluðu „im-
pressionistar", sem fyrstir mörkuðu
greinileg og afdrifarík spor í litameð-
ferð, m.a. með því að setja hreina liti
litrófsins óblandaða á léreftið, og láta
þá skapa þar sitt eigið andrúmsloft í
staðinn fyrir að blanda þá á litaspjald-
inu. Þannig leystu þessir menn af list-
inni vanafjötra hefðbundins forms. Þeir
horfðu nýrri sjón á lífið, fundu verð-
mæti í deiglu gagnrýninnar. Þeir létu
litina sjálfa tala máli ljóss og forms. —
Ljós sólarinnar var ekki lerngur hvítt
eða gult, heldur tindrandi samspil milli
andstæðra lita, og dauðsvartur skugg-
inn varð í höndum þessara manna að
dularfuillu, litríku lífi. Þetta skeði þó
að sumu leyti á kostnað forms og festu
í byggingu mótívsins, enda risu fljótlega
upp þeir menn, sem nær eingöngu lögðu
áherzlu á frásagnarmö'guleika formsins,
hinir svo nefndu „kúbistar" eða forma-
listar. Þeir endurreistu — endurskópu
hið plastíska form á grundvelli litrænn-
ar þekkingar og reynslu impressionist-
anna, og sumir þeirra tóku sjálfir þátt
í þessari framþróun.
Þeim frásagnarmöguleikum, sem fel-
ast í margbreytileik litatónanna, hefur
oft verið líkt við hljómlistina. En það
er engu að síður hægt að gera saman-
burð á hrynjandinni — í formi og lín-
um — í byggingu listaverkanna. Sumir
halda því jafnvel fram, að „kúbisminn“
komist næst músikinni í lyriskri form-
hrynjandi. — Þó „kúbisminn", sem slík-
ur, sé ekki svo áberandi lengur í mynd-
listinni, þá munu þó áhrif hans — í
allri framtíð — setja svip sinn á mynd-
listina, O'g hið abstrakta listform er
beint framhald af einum þætti hans.
Það miá vissulega segja að gleðileg er
sú grózka, sem hefur verið í myndlist-
inni siðasta mannsaldur, og að listin
nokkurn tíma standi í stað er raunar
jafn óhugsandi og að þróun mannkyns-
ins allt í einu tæki upp á því að synigja
sitt síðasta vers. Sú stefna eða hreyf-
ing, sem nefnd er ,,expressionismi“ er
ekki ný, þó henni yrði fyrst gefið það
nafn á því tímabili, er hennar miklu
frásagnarmöguleikar voru kannaðir til
hins ítrasta. Það sem innifelst í orðinu
„expression“ í þessu sambandi mætti
helzt skýra svo, að það sé sá brennandi
kraftur, sem leysir úr læðingi þann guð-
dómsneista, sem í manninum býr. „Ex-
Framhald á bls. 6.
Flugsamgöngur innanlancLs og viö
útlönd hafa sennilega breytt lífinu
á íslandi og viöhorfum íslendinga
til umheimsins meira en flest annaö
á síöari árum. Hagur og þróun ís-
lenzkra flugmála er því málefni,
sem varöar alla þjóöarheildina. Meö
áframhaldandi eflingu efnahags- og
menningarlífs landsmanna í liuga
veröur vart litiö fram hjá þeirri
staöreynd, aö greiöar samgöngur
innanlands og viö önnur lönd, á-
framháldandi þróun í samgöngu-
málum, er þar eitt af grundvallar-
atriöunum.
En á sama tíma og aörar þjóö-
ir gera áœtlanir um stórfelldari flug
hafnábyggingar en nokkru sinni
fyrr — til þess aö dragast ekki aft-
ur úr hinni öru þróun og veröa ekki
af þeim margvíslegu straumum, sem
samgöngur nútímans bera meö sér
— eru okhar menn aö velta vöng-
um yfir því hvaða holur eigi aö
fylla á Reykjavíkurflugvelli.
Skipuö var innlend sérfræöinga-
nj H nefnd og fcer-
I ustu erlendir
sérfrœöingar
|H|| Fpjlj voru hvattir
■H til og þeim fál
I ið aö rann-
I saka og gefa
|1|1 góö ráö varö-
andi flugváll-
I armáliö svo-
I nefnda. Allir
munu hafa
veriö sam-
mála um, aö þaö svaraöi varla
kostnaöi aö lappa meira upp á
Reykjavíkurflugvöll. Ennfremur, að
ra
Kefavíkurflugvöllur kœmi eklci til
greina sem aöálflugvöllur höfuö-
borgarinnar.
Tilfinningasemi og eiginhagsmunir
einstakra stétta, starfshópa eöa ein-
stáklinga geta ékki ráöiö úrslitum
í jafn mikilsveröu máli. Tölulegar
niöurstööur, ráö sérfrœöinga og heil
brigö skynsemi hljóta aö hafa úr-
slitaáhrif hvaö svo sem menn hugsa
eða segja um máliö áöur en öll lcurl
koma til grafar.
Aö stinga einu sérfræöingaálit-
inu af ööru niöur í skúffu og bíöa
morgundagsins gerir lausn þessa
máls enn flóknari og erfiöari, því
sá dagur kemur aö marka veröur
stefnuna og hefjast handa. Þaö horf
ir ekki til farsœldar aö stinga höfö-
inu í sandinn.
Álitsgerö þess erlenda sérfrœöings,
sem síöast kannaöi máliö, hefur
ekki veriö birt. En samkvœmt góö-
um heimildum telur hann nauösyn-
legt aö verja mörgum milljónum
til endurbóta á Reykjavíkurflug-
velli til þess aö hálda
honum í nothœfu ástandi nœstu þrjú
árin. Þar veröur tjáldaö til einnar
nœtur eins og oft áöur, því þaö mun
kosta jafnmikiö aö gera Reykjavík-
urflugvöll nothœfan til frambúöar
og þaö kostar aö byggja nýja flug-
höfn á Álftanesi. Hvort upphœöin er
350 eöa ýOO milljónir skiptir ekki
mestu mál, heldur hitt, aö þrátt
fyrir állar þœr endurbætur yröi
Reykjavíkurflugvöllur áldrei nerrva
annars eöa þriöja flokks völlur
vegna mannvirkja og náttúrulegra
hindrana í nœsta nágrenni. Álfta-
Framhald á bls. 6.
13. tbl. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5