Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Síða 2
Þegar Harold Wilson heimsótti Washington í s.l. desember- mánuði, var einn starfsmaður Hvíta Hússins og sérfræðingur í utanríkis- málum spurður, hvaða mál hefðu verið til umræðu í hinum löngu við- tölum Wilsons við Johnson forseta. Sérfræðingurinn kvaðst ekki vita það, en hann gæti getið upp á einu — „pólitík. Þeir hafa báðir nokkurn áhuga á því efni“. Sannleikurinn er líka sá, að pólitíkin er allsráðandi áhugamál Wilsons, engu siður en Johnsons. Faðir hans, lyfsali utan af landi, lét smella á hann mynd á dyraþrepunum í Downing Street 10, þegar hann var átta ára gamall. Það væri nú ofmikið sagt, að æ síðan hafi hann verið að bsrjast fyrir embættinu, en þingmaður var hann orðinn 29 ára og í ríkisstjórnina var hann kominn 31 árs að aldri. Á sinn sérstaka, enska hátt verðskuldar hann fyllilega titilinn, sem William S. White gaf Johnson: „Atvinnu maðurinn“. Hann h.efur nú setið í embætti í sex mánuði og hefur áunnið sér — þótt ekki væri nema með því einu — virðingu stéttarbróður síns' í atvinnumennskunni, þar sem honum hefur tekizt að vera við vöid með meirihluta, sem Joihnson mundi — eftir sína demókrataskriðu — finnast næstum ósýnilegur. Hann hafði fimm atkvæða meirihluta í þinginu, þegar hann tck við embætti í október. Misheppnuð aukakosning skar þennan meirihluta niður í þrjá. Engin brezk ríkisstjórn hefur í seinni tíð kom- izt af með slíkan hársbreiddar-meiri- hluta fram yfir stjórnarandstöðuna. ar að getur vel orkað tvímælis, hversu vel hr. Wilson hafi stjórnað. En á hinu leikur enginn vafi, að enginn tekur honum fram í rósemi og lagni gagnvart svo sterkri andstöðu. Hann talar eins og hann væri viss um að sitja að völdum árurn saman, og hann hefur aldrei sýnt af sér neinn taugaóstyrk í stöðu, sem sérhver útfarinn stjórnmála- skrifari mundi segja, að væri óþolandi. Og það kann vel að vera, að hann hafi gaman af spennunni. Kona hans, Mary, átti viðtal við Kenneth Harris frá Obs- erver, fyrir tveim mánuðum og var spurð, hvgrnig hann hefði snúizt við stjórnmálalegri skammasennu. Hún svar aði: „Eftir fyrsta flokks rifrildi kemur hann heim, eins og hann hefði verið á golfvellinum, sér til hressingar. Hann segir mér ekki einasta, hvernig hann hafi farið með þá í þetta sinn, heldur og hvernig hann ætli að fara með þá næst. Ég veit aldrei hvenær honum finnst hann hafi haft betur og hvenær verr, því að hafi þetta bara verið al- mennilegt rifrildi er hann alltaf eins á eftir. „Sýnist hann aldrei áhyggufullur?" „Nei, ekki oft. Það mætti segja mér, svo sem einu sinni eða tvisvar á ári. Já, segjum tvisvar". Bardagagleði sina hefur hr. Wilson að líkindum frá ófriðasamasta málþingi heims, brezka þinginu. Þeir, sem ekki þekkja annað en hinar silalegu umræð- ur og málskrúðug hrósyrði öldungadeild AROLD IVIl 3r Bandaríkjanna, getur brugðið í brún er þeir koma fyrst í brezka þingið. Hrottaskapurinn, gamansemin, ópin rnilli andstæðu bekkjanna — þetta er ailt annar heimur. Og það er enginn vafi á, að hr. Wil- son hefur þennan heim í hendi sér. Sum ir halda því fram, að hann sé mesti þing skörungur síðan á dögum Asquiths um aldamótin. Oðrum finnst slíkt lof nokk- uð ýkt en þeir hinir sömu játa, að eng- inn sé hans jafningi nú á dögum. T ækni hr. Wilsons kom vel í Ijós við fyrstu meiriháttar árás íhaldsmanna á stjórn hans. Þetta var gagnrýnitillaga, sem kom til umræðu snemma í febrú- ar, þar sem fyrstu hundrað dögum stjórnar hans var lýst sem herfilegum mistökum. Aðferð Wilson var þann dag — eins og endranær — að telja beztu vörnina vera sókn. í stað þess að réttlæta verk sín, hóf hann svæsna árás á feril fyrri íhaldsstjórna. Þær hefðu hangið í em- bætti „þangað til þær ultu með skömm“. Eina kosningaloforðið, sem þær hefðu slaðið við, var að leyfa bruggurum að setja upp krár í „nýjum borgum“. Þetta hefði verið hrein „lömun“ á stjórn inni, við vershandi fjárhag meðan ráð- herrar „villtu um fyrir þjóðinni“ með því að „þykjast aldrei hafa verið sterk- ari“, Og þar fram eftir götunum. Wilson talaði í hálfa aðra klukku- stund. Eftir að hafa hamazt á íhaldinu, vítt og breitt, tók hann upp léttara hjal, þar sem hann virtist hæða það fyrir að vera yfirleitt að koma með þessa gagnrýnitillögu. „Það sem við erum raunverulega að ræða í dag, undir hulu flokka rifrildis, er að landið okkar haldi lífi.“ Hann hélt svo áfram með mikilvægar yfirlýsingar — áætlanir sínar um niðurskurð í flug- vélaframleiðslu, nýtt skipulag á stjórn vinnukraftsins og strangari lcggjöf gegn íélaga samsteypum. Þessi ræða stakk al- g.iörlega upp í stjórnarandstöðuna. Stefnuumræður af þessu tagi gera miklu meira skurk, en sjálf lagasam- þykktin, sem hefur tilhneigingu til að komast upp í vana, nema rétt í stór- deilumálum, eins og þjóðnýting’u stál- iðnaðarins. íhaldsmenn hafa jánkað flestum venjulegu.m frurnvörpum án nokkurrar andstöðu. í kappræðum er meinfyndnin aðal- vopn hr. Wilsons. Þegar til dæmis for- ingi stjórnarandstöðunnar, Sir Alec Douglas Home hafði lokið framsögu- ræðu sinni fyrir gagnrýnitillögunni í íobrúar, stóð hr. Wilson upp og sagði: „Flest af því, sem hv. þm. sagði, var tekið upp úr ftugriti frá miðstjórn í- haldsins, sem ég hef hér hjá mér. En roér fannst hann hlaupa yfir mikilsvert atriði á bls. 45“. itson sleppir aldrei neinu tæki- færi til að vera meinlegur á kostnað Sir Aiecs, og flokksforingi íhaldsins er o£t- ast heldur daufur í þinginu, enda þótt hann kunni vel að meta skop í einkalíf- inu. Þannig stóð hann nú upp, eftir hríð Wilsons og kvaðst nú hafa lesið bls. 45 og hún væri ekkert lík ræðunni sinni. Þegar aðrir íhaldsmenn reyndu að leggja spurningar fyrir Wilson i um- ræðunni, neitaði hann að svara þeim, en sagði: „Ég skal láta þetta eftir hin- um svokallaða formanni andstöðunnar, en ekki eftir formannsefnunum“. Fleira gerði hann að gamni sínu í sambandl við hina vaxandi togstreitu innan íhalds flokksins um að komast í sæti Sir Alecs, þegar hann bætti við: — „Það sem við erum nú að fá hér, c-r úrvalsfundur íhaidsins, en konurnar eru bara ekki með........Við (verka- mannaflokkurinn) erum aftur á moti einhuga um að styðja framboð háttv. Þm. (Sir Alec) og það er meira en sagt verður um alla háttvirta þingmenn hinu megin í salnum.“ Minni forsætisráðherrans er víðfrægt. í umræðum um stefnu í flugmálum, á- snkaði Peter Thorneycroft, fyrrum varn armálaráðlherra íhaldsins hann um að svíkja kosningaloforð um að smíóa TSR-2 herflugvélar, og las upp fyrir- sögn úr gömlu blaði svohljóðandi: „Verkamannaflokkurinn ætlar ekki að hætta við TSR-2". Hr. Wilson mundi þegar í stað þessa mánaðagömlu sögu og mæltist til þess, að hr. Thorneycroft læsi hina beinu tilvitnun í greininni en ekki íyrirscgnina. Hr. Thorneycroft neitaði þessu, en þegar þingmenn verkamannaflokksins gerðu cp mikið að honum, fleygði hann loksins blaðin.u, sem var gamalt eintak af Daily Express, yfir bórðið, sem var milli fremstu bekkjanna, til hr. Wil- sons. Loksins las forsætisráðherrann, sem hafði þess orðið áskynja, að andst .ð an var ekki læs, sjálfur sin eigin kosn- ingaorð, þar sem lofað var að halda á- fram með TSR-2 áætlunina, „þó þvi að- eins, að hún standi við öll sín loforð um nothæfni, og verði ekki óhóflega dýi“. Þegar annar íhaldsmaður reyndi að brýna hann á óhófseyðslu á opinberu fé, og spurði, hversu mikið viðgerðirnar á Downing Street 10 hefðu kostað, svaraði hann: „Það hefur verið settur upp snagl bak við svefnherbergishurðina. Kosn- ingaauglýsingar íhaldsins, sem voru til óprýði í borðsalnum hafa verið teknar niður og veggirnir hreinsaðir. En þetta kostar þjóðina ekki neitt, þar eð það var sjálfboðavinna“. „Þingið vill gjarna hafa dálítið sítrónu br-’gð að umræðunum" sagði einhver þaulkunnugur þinginu einhverntíma, og hr. Wilson er einmitt maðurinn til að leggja það til. Stundum eru athuga- semdir hans svo hvassar, að í t.d. a.mer- ískum eyrum eru þær fremur rudda- legar en skemmtilegar. E inhverntíma svaraði hann einurn spyrjanda frá ihaldinu þannig: „Ég er viss um, að allt þingið verður fe- ið þegar háttvirtur þingmaður og hátt- virtir flokksbræður hans fara að beita sér að stjórnmálum í staðinn fyrir svotia Framhald á bls. 10. FramKv.stj.: Sigfas Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vicur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgefandi: H.t. Arvakur. ReykjavHc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. tbl. 1065.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.