Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Page 4
.. -U‘ V >
■
II
,. ? ■'2 ‘' £■■ :.' ':’:■' ''ii' i'-: ■’ '• ':""v• ^ ^ f
:|li
:;«8
:
■ ■ ■' "'■ ■ ■:
-■ I ■'«•■■■ ■; ! ■ "■"■'■'■■'Sí
mm
|8.;«I'8«.'.
.
í'ornleifarnax í Byrgishéraði eru hinar merkustu
A fornum sldðum víkin
köldum sumardegi stígum við
upp í bifreið í Kirkjuvogi og höldum
Eftir Magnús Magnússon
vestur og norður um Hrossey: för okkar
er heitið til Byrgishéraðs, þar sem jarl-
ar höfðu aðsetursstað áður en Kirkju-
vogur var og hét. Ég hef þegar minnzt
á það í þessum hugleiðingum mínum,
að vegur Kirkjuvogs heÆst snemma á
tólftu öld, en nú erum við að heim-
sækja elzta höfuðstað Orkneyja 1 nor-
rænum sið, þann stað sem Þorfinnur
riki gerði svo frægan í jarldómi sínum.
í bílnum sitjum við þöglir og hugs-
andi meðan Sigurður Nordal rekur fyr-
ir okkur dýrðarsögu Þorfinns jarls. Nor
dal rifjar upp fyrir okkur langan jarls-
feril Þorfinns, eins og sagt er frá í
Orkneyinga sögu. Um það leyti sem
bíllinn skreiðist norður eftir eyjunni,
og þá er Þingvöllur Orkneyja á hægri
hönd, minnir hann okkur á lýsingu sög-
unnar á Þorfinni: Hann var manna mest
ur á vöxt, ljótur yfirsýndar, svartur á
hár, skarpleitur og nokkuð skolbrúnn
og hinn hermannlegasti. Mannlýsing
þessi minnir óneitanlega á Skarpihéð-
in í Njáls sögu, en þessi ljóti Ork-
reyingur átti þó eftir að láta meira til
sína taka en taðskegglingurinn á Berg-
þórshvoli. „Þorfinnur var kappsmaður
mikill og ágjam bæði til fjár og metn-
aðar, sigursæll og kænn í orrustum og
góður áræðis.“ Fimm vetra að aldri hlýt
ur hann jarlsnafn, og hann er fjórtán
ára gamall, þegar hann fer að herja
á aðra höfðingja. f þá daga þurftu menn
ekki að sitja landspróf, áður en þeir
yrðu teknir alvarlega.
orfinnur jarl kemur til ríkis ár-
ið 1004 og er síðan við völd um sextíu
og fjögurra ára skeið. Hann verður jarl
sama árið og Skafti Þóroddsson gerist
lögsögumaður úti á íslandi, og þegar
völdum hans lýkur, er Sæmundur fróði
farinn að vaxa úr grasi. Á leið okkar
til Byrgishéraðs erum við ebki einvörð-
ungu að hugsa um hemað Þorfinns
jarls, heldur þarfari og mannúðlegri at-
hafnir hans. Á efstu árum fór jarl suð-
ur til Rómar og fann þar páfa. „Vendi
jarl þaðan til heimfarar og kom með
beilu aftur í ríki sitt. Lét hann þá af
Iherferðuim, lagði þá hug ó stjórn lýðs
og lands og á lagasetning. Hann sat
jafnan í Byrgishéraði og lét gera þar
Kristskirkju, dýrlegt musteri. Þar var
íyrst settur biskupstóll í Orkneyjum.“
Hvað er nú eftir af hinu dýrlega must
eri Þorfinns jarls? Við höfum þegar
lýst Magnúsarkirkju í Kirkjuvogi, sem
er einungis um það bil þrem aldarfjórð-
ungum yngri og varpar miklum glæsi-
brag yfir mikið hverfi, og brátt eigum
við fyrir höndum að skoða rústirnar í
Byrgishéraði. En það var ekki einungis
Kristskirkjan þar, sem beið mikla
hnekki við fráfall Þorfinns árið 1064.
Um daga hans nær veldi Orkneyja há-
marki sínu. Hann ræður yfir Suður-
eyjum auk Orkneyja sjálfra, töluverð-
um hluta frlands og mörgum héruðum
Skotlands. Eftir dauða hans hnignar
veldi Orkneyja brátt, og eftirveran hans
á jarlsstóli eru miklum mun smærri í
sniðum en hann.
Víðlendi og voldugu ríki sínu stjóm-
aði Þorfinnur jarl frá örfirisey einni,
þangað sem gengið verður þurrum fót-
um um fjöru. En um háflæði er Byrgis-
hérað eða Byrgisey umvafinn sævi.
Þarna er forkunnargott vígi, og illt til
aðsóknar, enda var Þorfinni mikið í
mun að geta notið nokkurs friðar af
óvinum sínum. Og þar hvíla enn jarð-
reskar leifar hans. Grafarró hans í garð
inum við Kristskirkju varð ekki rask-
að fyrr en á síðustu árum.
S igurður Nordal hefur alltaf tal-
ið Þorfinn í hópi þeirra jarla, sem til
mestrar virðingar hefur unnið, og ég
held, að stjórnvizka Þorfinns og her-
kænska valdi þar mestu um. A leið-
inni um túnfögur bóndabýlin á Hross-
ey minnist Nordal á það afreksverk
Þorsteins, sem enn þykir einna eftir-
minnilegast, þótt af mörgu sé að taka.
Svo hagar til að Þorfinnur hafði lótið
taka af lífi Kögnvald jarl Brúsason,
bróðurson sinn, sem var fósturbróðir
Magnúsar góða Noregskonungs. (Nú á
dögum leggja menn ef til vill ekki sama
skilning í viðurnefnið „góði“ og stund-
um var gert áður). Og Magnús konung-
ur er einráðinn í að hefna sín á Þor-
fmni. En Þorfinnur brást svo við að
hann fer til Noregs og fer dulbúinn á
fund Magnúsar: „Reru tvö langskip í
höfnina og að skipi Magnúss konungs,
og gekk maður af skipinu í hvítum
kufli og atftur eftir skipinu og svo upp
í lyftinguna. Konungur sat yfir mat.
Þessi maður kvaddi konung og laut hon-
um og tók til brauðhleifs og át. Kon-
ungur tók kveðju hans og rétti að hon-
um kerið, er hann sá, að hann át brauð-
ið. Konungur leit til hans og mælti:
„Hver er þessi maður?“
„Ég heiti Þortfinnur“, segir hann.
„Ertu Þorfinnur jarl?“ segir konung-
ur.
„Svo er ég kallaður vestur þar,“ seg-
ir hann, „og er ég hér kominn með tvær
tvítugsessur og skipaðar heldur vel að
því, sem vér eigum kosti. Nú vil ég róa
me þenna leiðangur með yður, ef þér
viljið þiggja af mér lið, en allt mitt
lið og ég sjálfur skal á guðs valdi og
yðru, herra, fyrir þau stórmæli, er ég
Jxefi mót yðar vilja brotið.“
Magnús k'onungur átti ekki hægt með
að taka þorfinn af lífi, þar sem hann
hafði þegar neytt af brauði hans og
í annan stað boðið konungi herstyrk. En
nokkrum dögum síðar sitja þeir saman
að sumbli Magnús og Þorfinnur, og þá
kemur hirðmaður einn og segir:
„Þig er ég kominn að finna, Þorfinn-
ur jarl.“
„Hvað vilt þú mér?“ segir jarl.
„Ég vil vita, hverju þú vilt bæta
mér bróður minn, er»þú lézt drepa
vestur í Kirkjuvogi með öðrum hirð-
rnönnum Magnúss konungs.“
„Hefir þú eigi heyrt það,“ segir jarl,
„að ég er ekki vanur að bæta þá menn
fé, er ég læt drepa? Finnst það í því,
a.ð mér þykir víðast sakar til hafa verið,
er ég hetfi mennina drepa látið.“
„Engu skiptir mig, hversu þú hefir
við aðra menn gert, ef þú bætir þenn-
en, er ég á eftir að mæla. Lét ég og þar
fé nokktut, en ég var leikinn sjálfur
háðulega. Verður mér það skyldast að
rr.æla eftir bróður minn og mig. Vil
ég hafa þar sæmdir fyrir, en konungur
má það upp gefa, er til hans er gert,
ef honum þykir það einskis vert, er
hirðmenn hans eru leiddir út og höggn-
ir niður sem sauðir.“
Jarl svarar: „Skil ég það, að það mun
mína kosti hér fram draga, er þú átt
ekki völd á mér. Ertu eigi sá maður, er
ég gaf þar grið?“
„Að vísu,“ segir hann, „kosti áttir þú
sð drepa mig þar sem aðra menn.“
Þá svarar jarl: „Það er satt sem mælt
er, að marga hendir það er minnst var-
ir. Ætlaði ég þá, að ég mundi hvergi
þess boma að ég mundi þess gjalda, að
ég væri of friðsamur við óvini mina
en nú geld ég þess, er ég hefi þér grið
gefið. Eigi mundir þú hrópa mig fyrir
höfðingjum í dag, ef ég hefði þig drepa
látið sem aðra lögunauta þína.“
Konungur leit við jarli og mælti: „Þar
kemur þó enn, Þorfinnur jarl, að þú
þykist of fáa menn drepið hafa mína
hirðmenn óbætta.“
Eftir þetta sá Þorfinnur sinn kost
vænstan að komast sem lengst burtu
frá Magnúsi konungi, og daginn eftir
tókst honum að sigla skipum sínum
vestur um haf til eyja. Sýnir frásögn
þessi ekki einungis hugrekki Þorfinns
og dirfsku, heldur gefur hún oss einn-
ig dálitla hugmynd um þá grimmd, sem
stórveldi hans var byggt á.
Rústirnar í Byrgishéraði hafa nú
verið kannaðar rækilega, og er unnið
að greftri þeirra undir stjórn Raleighs
Radfords, sem allir sérfræðingar í forn-
leifafræði víkingaaldar kannast svo vel
við. Nú þegar er búið að hreinsa rústir
Kristskirkju, hins dýrlega musteris. Og
einnig er búið að grafa upp biskups-
höllina við hliðina á kirkjunni og nokk-
ur önnur íveruhús í nánd.
En það er aðeins fyrir örskömmu, að
Radford hefur hreinsað af rústum mik-
illar byggingar, sem hann telur tví-
mælalaust hafa verið höll Þorfinns
jarls. Allir fomleifafræðingar sem fást
við uppgröft í Orkneyjum eru þaul-
kunnugir Orkneyinga sögu og beita
henni óspart til að skýra þau fyrirbæri,
sem þeir grafa úr moldu.
Þorfinnur byggði höll sína fram á
sjávarhamri, en þær öldur sem áður
fyrr höfðu verndað bústað hans og að-
setur, hafa nú fyrir löngu étið burtu
stóra sneið úr berginu, svo að hluti af
höllinni er nú löngu horfinn og sú
jörð, sem hún stóð á forðurn. En leif-
arnar af rústunum eru þó nægilega stór-
fenglegar til að sýna, að Þorfinnur
hefur haft rnikinn höfðingsbrag, því
höllin hefur verið stór og vel búin.
Sigurði Nordal léttist heldur en ekki
brúnin, þegar hann sá, að Þorfinnur
hafði bætt sér upp hafskuldann með
því að leggja miðstöð í höllina. Aftan
við drykkjuskálann, þar sem Þorfinn-
ur og hirðmenn hans kneyfðu bjór og
vín um löng vetrarkvöld, er mikill orn
og veggur á milli hans og skálans. Úr
cfninum lágu síðan stokkar inn í skál-
ann, undir steingólfið báðum megin við
langeldana. Þannig gátu hirðmennimir
legið á setum og drukkið í hlýjunni af
heitu loftinu fná ofninum.
Mf orfinnur lét sér einnig annt um
gott frárennsli, og enn sér glöggt fyrir
vatnsleiðslum, sem hann hefur gera lát-
ið. Hann hafði og guÆubað, í litlu her-
bergi bak við skálann. Það hefur ver-
ið einangrað með torfi. f því voru hitu-
steinar, sem vatni var skvett á, þegar
bað var tekið, og víkingarnir létu gutf-
una skola af sér sivitann.
Við félagarnir settumst í rústirnar,
þar sem Þorfinnur hafði hlýtt á messu
og skriftað syndir sníar eftir blóðugar
herfarir til Suðureyja og írlands. Nú
er þetta allt breytt. Umihverfis rústirn-
ar vex hátt gras og kjarnmikið. Þar
sern jarlar höfðu áður haft aðsetur, er
nú einhver bezta sauðbeit Hrosseyinga.
F I M M T I
H L U T I
A LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
15. tbl. 1965.