Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Side 5
nm Richard Lemon: Sviflist Alexanders Calder Alexander Calder Iaðalsalnum í Kennedy-flug stöðinni í New York hanga ■— líkast músíktónum, sem orðnir væru sýnilegir — 16 rauðar, svart- ai- og gular skífur, sem svífa hægt gegn um loftið eftir síbreytilegum brautum. Á torgi einu í Spoleto á Italíu stendur svört, fimmfætt ekepna, nó'gu stór til þess, að bílar geti ekið undir hana, og líkist mest einhverri eftirsögulegri skepnu, þar sem hún teygir örvarlagaðan haus- inn til himins. Úti fyrir nýja listasafninu í Los Ang- eles, skjóta homin á þremur stórum þrí- hyrningum út úr sér greinum, en á þeim renna og hringsnúast bjartir hnett ir fyrir golunni og bunu frá gosbrunnL Úti fyrir UNESCObyggingunni í París er heil röð af stýmm á hallfleyttum ctýrissveifum, sem brölta og sveiflast eftir súrrealiskum snigilgangi. Og ein- hversstaðar í Kansas er litil gömul kona að klippa út stjörnur og hringi úr pappa hengja þetta á vír neðan í herðatré, og skemmtir sér prýðilega. Beint eða ó- beint er allt þetta, sem hér hefur verið talið, afkvæmi hinnar frjósömu gáfu Alexanders Calder, sem hefur fengizt við höggmyndalist í 35 ár og unnið ein- angraður á sínu sérstaka sviði, en verk hans hafa sennilega náð almennustum vinsældum amerískrar listar í sögunni. Marcel Duchamp málari bjó til orðið Mobile árið 1932, yfir aðaluppfinningu Calders: Höggmyndir, sem eru hengdar upp og hreyfast í loftinu, en Jean Arp fann orðið Stabile til að lýsa þeim verk- um Calders, sem standa kyrr eins og aðrar höggmyndir. í dag er Calder á hátindi vinsælda sinna. Snemma í vetur var 361 listaverk hans safnað saman í Guggenheimsafninu í New York, þar sem meira en milljónafjórðungur manna kom að sjá þau, en það er met hjá safn- inu og varð til þess, aS sýningin stóð þrem vikum lengur en ætlað var. Hinn 21. febrúar var svo helmingur verkanna sýndur í St. Louis og hinn helmingur- inn í Milwaukee, og stóðu þær sýningar 1 mánuð. í apríl fluttu svo tvær sýn- ingardeildir til Toronto og annarrar borgar, sem ekki hafði þá verið ákveðin. Og 1. júlí kemur loks öll sýningin til Parísar og lýkur þar glæsilegum ferli sínum. L íklega er Calder eini maður fi 20. öld, sem hefur iðkað listgrein, sem hann hefur fundið upp sjálfur. Nokkrir myndhöggvarar höfðu haft hreyfingu I verkum sínum áður en Calder kom til sögunnar, en að höfundum kínabjall- anna og vindhananna undanteknum, hafði enginn búið til myndir, þar sem allt var á hreyfingu og hreyfingin var aðalatriðið. Og raunverulega hefur heldur enginn skapað svipuð verk seinna, því að verk Calders eru svo einstæð, að stæling hlyti að verða of áberandi. En það hefur annars verið nóg af þeim. Kaupmenn hafa verið að selja svifmyndir handa kaupandanum að setja saman sjálfum, í síðastliðin tíu ár, einkum þó fyrir jólin. Viðvaningar, sem gátu ekki teiknað kú, svo að í lagi færi, hafa haft það sér til gamans að setja saman sínar eigin svifmyndir — hafandi aldrei heyrt Calder nefndan á nafn. En "það er ómögulegt að fá keypta „eftirmynd" af verkum Calders, því að hann hefur búið til ein þúsund, í öllum hugsanlegum stærðum. „Ég hef búið til svo mikið af þessum litlu svifmyndum, að ég gæti það næstum blindandi“ seg- ir hann. „Það kann að vera gert í at- vinnu skyni, en það er oft gaman að því samt“. En hvort sem þær eru nú gerðar at- vinnunnar eða listarinnar vegna þá hafa myndir Calders hrifið alla, allt frá vis- indamönnum til barna. Tugir barna klifruðu upp í „mobi'l-staville“ mynd í Guggenheimsafninu, sem kölluð var „Stýrin fimm“. Albert Einstein eyddi í það 40 mínútum að skoða svifmynd með hreyfli í, sem kölluð var Alheim- ____ ui' í Nýlistasafninu, og haft var eftir honum, að hann hefði gjarna viljað hafa hugsað þessa mynd upp sjálfur. E f listskaparar líktust eitthvað verkum sínum í sköpulagi, mætti bú- ast við, að Calder væri lávaxinn tág- grannur maður með fimlegar hreyfing- ar dansarans. Raunverulega var hann lærður sem vei'kfræðingur, og áður en hann tók til við svifmyndirnar sinar, hafði hann verið kyndari í skipi, skrif- stofumaður við timburverzlun, teiknari, vinnuhagræðari í stórverzlun, og skop- myndateiknari hjá „National Polise Gaz Um allan helm herst fólk „fyrír fööurlandiö“. Sú barátta er sem betur fer ekki alltaf háö meö vopn- um. Langtum oftar er þetta friö- samleg barátta í þess orös venjulegu merkingu. Þjónustan viö fööwrland- iö er rík hvöt meö mörgum þjóö- um, ekki sízt þeim, sem nýlega hafa hlotiö sjálfstæði — eða þjóöum, sem hafa þörf fyrir öra efnáhagslega og þjóöfélagslega eflingu. Viö finnum enga þjóð, sem ekki þarfnast dyggr- ar þjónustu sona sinna og dœtra. Þaö er líka algengt aö heyra erlenda þjóöhöföingja og stjðrnmála leiötoga rœöa um fórnir, sem fœra þurfi fööurlandsins vegna — og brýna þegnana til trúmennsku viö fööurlandið. 1 vel flestum lýörœöis- löndum er það jafnvel algengt, aö stjðrnarandstaöa lýsi yfir stuön- ingi viö stjórnina í ýmsum málum, er varöa þjóðarhag. Þar taka menn höndum saman fyrir fööurlandiö. „Föðurlandiö“ nefna íslenzkir leiðtogar sárasjaldan. Enn sjaldnar hefjast íslenzkir leiötogar yfir flokkadrcetti og nágrannaríg — og snúa bökum saman vegna fööurlandsins. Þaö er talaö um rík- issjóö, hiö opinbera, löggjafarvald, embcettismenn, daglaunafólk, al- menning, vinnustéttir, tímákaup, afkomu ríkisins, opinberar álögur —• og oft kem ur samnefnari allra þessara umrœöna fram í hraust- legu hrópi: „Niöur meö náungann“. Hver svo sem ástœöan er, þá veigra menn sér viö aö nefna þaö, sem heitir fööurland. Enda vœri þá e.t.v. hætta á aö draga mundi úr úlfúðunni, sem svo margir hafa aö atvinnu. En er þaö e.t.v. teprulegt aö nefna fööurlandiö? Eöa eru íslendingar svo langt leiddir í sundurþykkjunni, ra aö þaö hefði t för meö sér vanhélg- un á oröinu fööurland — aö nefna þaö í framfarábaráttu þeirrar þjóö- ar, sem þarfnast samstöðu þegn- anna um hag fööurlandsins frekar en flestar aðrar? Eöa nefnum viö ekki fööurlandiö vegna þess aö við erum þess meövitandi, aö viö ætl- umst til meira af samfélaginu og fööurlandinu en við erum reiöubúin aö fórna fyrir þaö. Ótálmargar þjóöir hafa oröiö aö heyja miklu harðari baráttu fyrir frélsi sínu og sjálfstœöi en viö fs- lendingar. Milljónir manna hafa fórnaö Itfi sínu í baráttu fyrir föð- urlandið á þeim liðlega sex áratug- um, sem liönir eru af þessari öld. Milljðnir hafa dáiö í slíkri fórn meö nafn fööurlandsins á vörum. Þetta þékkjum við aðeins af afspurn og e.t.v. er þaö þess vegnu, aö okkur lætur ékki vél aö drýgja dáöir fyrir fööurlandið. Nú orðiö tékur fólk það sem sjálf sagöan hlut aö aörir annist örygg- isrnál okkar og bœgi utanaökom- andi hættum frá okkar ströndum til þess aö við getum staðið ó- skiptir í innbyrðis deilum og þrasi um þaö, sem okkur dettur í hug aö rífast um í þaö og þaö sinnið. Það hefur sjáldnast veriö okkar sterk- asta hlið aö greina aðálatriöin frá aukaatriöunum á þeim vettvangi og þessvegna veröa þessir tilburöir stundum broslegir, þrátt fyrir allt. En sjáfsagt er þetta ekki eina dæmið um að vélmegun og áihyggju- lítiö Kf rœni fólk ábyrg&artilfinn- ingu og þjónustulund við Jöðurland- iö. lslendingar eru álltaf að bisa við að sýnast milljónaþjóð. En jafnvél raunveruleg milljónaþjóð, sem eyð- ir orku sinni t togstreitu og þrætur innbyröis, veröur áldrei ann- aö en smáþjóö eins og við íslend- ingar. — h.j.h. 16. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.