Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Qupperneq 6
; - v . *
' ■VV.W - •.'■•••-.V--. -.\.-...
.-.^-■^v>-..>v........,......... .. ........_. .....
6 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS -
15. tbl. 1965.
arnar á honum, og oft eru börnin hans
spurð að því, hvort hann vinni virki-
lega fyrir sér með þessu.
Þar til fyrir eitthvað tíu árum kom
þessi tortryggni gagnvart alvöru Cald-
ers fram í verðinu á verkum hans, sem
var lágt. í dag er verðið orðið sam-
bærilegt við það, sem gerist. Það getur
verið frá $500 fyrir lítil verk fyrir stofu
borð, upp í $100.000, sem sett var upp
fyrir standmynd, 22 feta háa á núver-
andi sýningu hans, sem kallast Guillot-
ine for Eight, eða fallöxi fyrir átta
manns. Og tilsvarandi haekkun hefur
átt sér stað í hrósyrðum gagnrýnend-
anna um svifmyndir hans. Sú var tíðin,
að þær voru kallaðar „gálgatimbursleg-
ar tiltektir“ sem „hoppuðu“ og „hristu
sig“.
1 TIME var listaverkum Calders lýst
með þessum orðum og öðrum þvílíkum
árið 1937 og aftur árið 1945, en 1958
var gagnrýnivindurinn kominn á aðra
átt og þá voru þau farin að „svífa með
yndisþokka fyrir golunni“, og Calder
hættur að hrista sig og titra. Sannleik-
urinn er sá, að aðeins minnstu svifmynd
irnar hreyfa sig yfirleitt, og að Calder
ette". Calder hafði áður fyrr gaman af
að dansa, en hann vegur 220 pund, og
vill helzt dansa einn og þá eigin dansa,
og í eitt þeirra fáu skipta, sem hann
dansaði við dömu, öklabraut hann hana.
Hann er ofurlítið hjólfættur og með
slappar axlir, og þegar hann er kyrr,
likist hann mest efra parti af manni á
stalli.
En þegar hann hreyfir sig, er hann
Samt einskonar fyrirmynd svifmyndar-
innar. Hann fremur allar hreyfingar
með eðlilegri hrynjandi frekar hægt, en
þó liðlega. Þegar hann er að vinna, tek-
ur hann upp, leggur frá sér, hreyfir,
klippir og setur saman með óbreyttum
hraða. Hann var einu sinni að lýsa
hreyfingunum á hinum stærri svifmynd
um sínum og sagði að þær hreyfðust
„líkast skipi, sem er að leggjast að
bryggju", en sú lýsing á einmitt vel
við hans eigin hreyfingar.
Hann líkist þeim einnig að
því að geisla oft frá sér
gamni, sem er eins og róleg
glettni eða látalæti. Calder — sem næst-
um allir kalla Sandy — er óformlegur
í háttum sínum, vill vera í rauðum
ullarskyrtum, og lifir einföldu en góðu
lifi, á hús í Roxbury, Conn. og í Saché
í Frakklandi, og kofa í Bretagne. Hann
talar lágt en drynjandi, og byrjar setn-
ingarnar oft með því að ryðja kverk-
arnar, og svo verður það hljóð smám-
SEiman að orðum, og lýkur loks með
skríkjum. Hann hefur gaman af skrítl-
u.m og orðaleikum, sem eru ekki alltaf
fyrsta flokks. „Smíðaðirðu jafnvel þessa
stóla?“ spurði tengdasonur hans nýlega
í Roxbury. „Eins vel og ég gat“, svaraði
Calder.
Hann hefur líka unun af þesshátt-
ar gamansemi, sem á kurteisu máli er
kölluð „hispurslaus“. í eldhúsinu í hús-
inu hans í Roxbury, er vír af kampa-
vinsflösku. Með fáeinum snúningum
hefur Calder gert úr honum mann í
vandræðalegum stellingum. Frú Calder
þykir svo vænt um þennan grip, að hún
tekur hann með sér fram og aftur milli
Roxbury og Saché.
„Hann hefur mikla gáfu til að hleypa
vindinum úr háfleygu þvaðri“, segir
Klaus Pearls, umboðsmaðurinn hans,
„og oft er hann þá stuttorður og vilj-
andi dónalegur“.
Ein afleiðingin af þessari gamansemi
Calders, bæði í lífi og list, er sú, að
margt fólk hefur átt bágt með að taka
hann alvarlega. Margr ókunnugir fagna
honum með því að segja: „Ég bý líka til
svifmyndir“ og það fer hræðilega í taug
Fólk safnast í hópa og starir á furðusm íðar Calders.
sé þekktur fyrir hoppandi myndir, er
álíka og að sagja, að Clhris Mathewson
sé þekktur fyrir uppihafsköstin sín í
baseball.
V enjulegast vinnur Calder úr
alúmíni, sem er auðvelt að skera og
móta. En stærstu svifmyndimar og
standmyndirnar em gerðar í málm-
steypuverum, eftir fyrirmyndum og und
ir umsjón Calders. Hann notar engin
vélknúin verkfæri, en hefur sjálfur
fundið upp mörg handverkfæri sín, þar
með talið áhald til að finna þyngdar-
punktinn í málmstykki. Hann lætur
stykkið ramba á málmoddi, en hann er
beint undir málmarmi, sem heldur
nagla. Siðan rekur hann naglann niður
til þess að merkja fyrir miðdeplinum.
Vinnustofan hans er eins og mslakista
galdramanns, þar sem allt morar af
frummyndum og svifmyndum, og stykkj
um og afklippum úr málmi.
„Ég mála úr formum", segir hann,
þegar hann útskýrir aðferðir sínar. „Ég
legg þau á borðið og hreyfi þau síðan
fram og aftur og í kring. Þetta er eins
og objets trouvés (þ.e. sú list að gera
mynd úr tilbúnum hlutum, af ýmsu
tagi). En munurinn er bara sá, að ég
bý sjálfur til hlutina“.
Að mestu er krafturinn að baki svif-
mynda Calders leyndarmál, sem hann
og vindarnir eiga saman. „Ég bý til svif
mynd án þess að hugsa verulega um,
hvernig hún muni hreyfa sig. Maður
treystir bara á heppnina og samsetning-
una á myndinni. Einhvernveginn kemur
þetta oftast ánægjulega út“. Hann getur
alls ekki skapað verk, eftir pöntun, sem
eigi að merkja eitthvað ákveðið. „Ég
fæ stundum skrítnar beiðnir um mynd,
sem á ekki að þýða annað en ástina,
en slíka mynd kann ég alls ekki að búa
til“, segir hann. Hann var einu sinni
beðinn að gera mynd, sem helzt ætti
að tákna hest, fyrir einlhverja borg í
Texas. Þegar Texasbúar sáu myndina,
sögðu þeir, að þetta líktist alls ekkert
hesti. „Nei, líklega ér það nú ekki hest-
ur“, sagði Calder. Texasbúar urðu von-
sviknir og diálítið ruglaðir og keyptu
ekki hestinn.
Ætt Calders hefur nú verið viðriðin
listina í fjóra ættliði. Afi hans bjó til
styttuna af William Nenn, sem stendur
uppi á ráðhúsinu í Philadephia, og fað-
ir hans á í borgarsafninu í New York
standmynd aif Sandy Calder, fjögurra
ára gömlum. Móðir hans var listmálari
og það er líka dóttir hans önnur,
Sandra. Hún er gift Lean Davidson, sem
er sonur myndlhöggvarans, Jo Davidson.
Louisa, kona Calders er bróðurdóttir
iþeirra Williams og Henrys James, en
þeir voru bara rithöfundar og teljast
því ekki. En svo hefur hún bætt úr
þessari vöntun með því að vefa, bæði
eftir eigin fyrirmyndum og Calders.
Ef litið er aftur í tímann má ef til
vill segja, að Calders hafi frá barn-
æsku verð ákveðinn að verða svifmynda
smiður. Hann var farinn að gera mynd-
ir úr tré og vír, fimm ára gamall og
eitt af bernskuverkum hans er ferþuml-
ungs stórt stykki úr eir, þar sem tvö
hornin eru beygð sitt í hvora áttina,
svo að það snýst þegar því er haldið
milli fingranna og blásið á það.
E n sjálfur varð Calder samt seinn
til að átta sig á liststefnu sinni, jafn
óumflýjanleg og hún þó var. Hann var
fæddur og uppalinn í Lawnton, Pa.,
stundaði verkfrseði í Stevens-sikólanum
í New Jersey, en fór siðan á flakk um
landið og stundaði þau störf, sem fyr-
ir komu. Þrem árum eflir að Calder
var útlærður, tók hann að þjóna eðli
sínu og hóf nám við listaskóla í New
York, og teiknaði fyrir „Police Gazette“.
En svo, kring um 1925, fór hann til
Parísar, til að mála. Árið 1929, þegar
hann skrapp til Ameríku hitti hann og
kvæntist síðan Louisa James, sem var
rólynd og lagleg stúlka frá Boston.
Calder hafði orðið hrifinn af sirkus-
um, þegar hann vann hjá Police Gazette
og var falið að teikna úr einum slíkum,
og í París tók hann að búa til sirkus
sjálfur, og notaði til þess vír, korktappa
og þvottaklemmur, og notaði vírana til
þess að láta myndirnar hreyfast. Þessi
sirbus var afskaplega haglega gerður.
Þarna stukku riddarar á bak hestum,
sem voru á harðaspretti. Sterkur mað-
ur úr vír lyfti lyftingajámi. Þarna var
kappakstur, magadanskona úr ull og lít-
il loftfimleikakona, sem stökk gegn um
gjörð úr pappír.
Þessi sirkus varð brátt vinsæll í lista-
mannaheiminum í París, en féikk þó
ekki eindregið góða dóma. Tbomas
Wolfe minnist hans lítt íofsamlega I
„You can‘t go home again“. í útgáfu
WoMes var sirkusinn rekinn af hr. Piggy
Logan, sem var með beyglaðan knatt-
spyrnuhjálm, í peysu með háum kraga
og með hnépúða og sýningin var óhóf-
lega löng, mest vegna þess að hr. Log-
an gat aldrei leomið sirkiusnum í gang.“
Árið 1930 kom Calder í heimsókn I
vinnustofu Piet Mondrians og það kom
honum að fullu á braut til hreyfimynda.
Hinar marglitu mjyndir Mondrians hrifu
Þegar verk Calders voru sýnd í Guggen heim-safninu urðu gestirnir fleiri en nokkru sinni áður —
a sambærilegri sýningu