Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Blaðsíða 7
Cald-fr mjög, en honum fannst sem þaer mundiu verða enn áhrifameiri ef þær hreyfðust. Hann fór heim til sín og tók að búa til abstrakt myndir, sem hreyfð- u«t fyrir handafli. Næst komu vélknún- ar myndir. Loksins kom Calder sér nið- ur á því að láta myndirnar hreyfast eðiilega og síðan hefur samvinna hans og náttúrunnar verið með mestu ágæt- um. L if Calders er nú á dögum eins og myndirnar hans, einfalt O'g listrænt. Þegar hann flyzt milli Caohé og Rox bui’y, tekur hann ekki annan farangur með sér en rauðu skyrturnar sínar. Að- sl-eftirlæti hans er náttúran, viðræður, cnatur og vín. „Mér þykir gaman að drekka . . . vín og þessháttar“, sagði Calder nýlega. „Við höfum ágætis vínkjallara í Saché. Við erum þarna í hallahéraðinu, og þarna er nóg af hellum og húsið ok,kar er að nokkru leyti hellismannabústaður. í k.iallaranum er hellir og arinn í öðr- um enda hans.“ Sveitahús Caldei-s í Roxbury, þar sem hann býr hálft árið, er heldur kæruleys iflega innréttað. Stólar og legubekkir eru þægilegir en ljótir, og sumt af hús- gögnunum hefur Calder sjáffur smiðað. Setustofan er fu.ll af hverskyns lista- mannadrasli, þar í taldar nokkrar svif- mvndir, tvær myndir eftir Léger og ein e'tir Miró, en yfir arninum er rauðmál- uð hauskúpa úr nauti. Calder fann hana þaina í nágrenninu. Hann hefur íika búið til gaffla, skeiðar, síur, ösku- bekka o.fl. úr matarolíudósum, og meira að segja rafmagns-brauðrist, en hún hef ur lítið verið notuð síðan hún kastaði brauðsneið ofan í kaffibollann hjá ein- um viðstöddum. ftétt áður en Calder lagði af stað til Saché fyrir mánuði, sýndi hann einum gesti húsið sitt í Roxbury. Harðneskju- lega landið í Connecticut var prýtt heilli tylft af kyrramyndum og svif- myndum, og Calder óð gegn um snjóinn og nefndi þær (Þetta eru riddararnir, þessir tveir skarfar þarna niðurfrá"). Hann stanzaði til að laga aflöguð liða- mót á stórri svifmynd, sem kallaðist Suðurkixissinn, og gekk síðan inn í slærri vinnustofuna sína til þess að svna verkfærin sín og fyrirmyndirnar. harna inni í miðju draslinu var kassi með nokkrum samanflæktum stykkjum al vírmynd, sem hafði verið endursend frá Houstonsýningunni. „Svona fara þeir með þetta“ tautaði hann og lagaði til íugl úr vír. „Allt sett í hraerigraut í einn kassa. Flestir segja þessu að fara Landans til, þegar' þeir eru búnir að fá það“. F yrir hádegisverðinn ók Calder í málmsteypurnar tvær, sem hann skiptir við í Waterbury, sem er í 12 mílna fjar- lægð. 1 þeirri fyrri hlaut hann innilegar móttökur hjá Carmen Segre, eigandan- um, sem er að steypa 10 feta háa kyrra- mynd, fyrir Calder. Mjó ræma úr stáli bafði verið lóðuð á skrokkinn á einum slað, og gesturinn lét þess getið, að sam skeytin væri vart sýnileg, jafnvel áður en þau væru fægð og máluð. — Það er eins með reikningana hans“, sa.gði Calder, „Það gæti orðið erfitt að finna út, hvað í þeim væri raunverulegt og hvað ekki“. „Hvað ætlarðu að kalla þessa, Sandy?“ sagði Segre. „Ég veit ekki“, sagði Calder. „Hv.að íinnst þér?“ „Dren.g“, sagði Segre og hristi höfuð- ið. „Þrír samsíðungar og einn marghyrn- ingur“, stakk Caider upp á en aí litiili alvöru. Næst« málmsteypu rak stuttur, snar- borulegur maður að naíni Libeiato Xer- „Hér heíur ekki verið framið morð“, sagði hann og fór höndum um enni Car- neys. „Hann hefur þegar verið dauður, er hann var skotinn. Meira að segja stokkfreðinn, gæti ég trúað“. Mennirnir fjórir störðu spyrjandi hver á annan. Þetta var allt svo óskilj- anlegt. Annar landneminn tók upp dag- bók Estelows og rétti hana lækninum. Hann las hana gaumgæfilega og gekk síðan út og rannsakaði sporin í snjón- um og gryfjuna. Þegar hann kom inn aftur, kveikti hann í pípu sinni, tottaði hana hugsandi nokkra stund, en tók svo til máls: „Líf Caldcrs er eins og myndir hans“ oi'.imo, kallaður Chippy. Þegar Calder fór til Los Angeles, til að koma þar fyr- ir mynd, sem hann kallaði „Símastúlk- ur“ tók hann Chjppy og konu hans með sér. Chippy fagnaði Calder með breiðu brosi og Calder gekk að lítilli kyrra- mynd, sem var rétt búið að undirmála. Hann leit snöggvast á hana, markaði siðan fjórðungs hringgeira i vota máln- inguna, til að sýna, hvað taka skyldi burt. „Þetta er gömul mynd, sem Ný- listasafnið á og kann ekki með hana að fara“, sagði hann, „svo að ég sagði þeim, að ég skyldi láta gera hana úr sterkari málmi. Ohippy ætiar að gera við þá gömlu og svo ætla ég að taka hana.“ A heimleiðinni sagði Calder, að Chippy hefði viljað sjá Disneyland í ferðinni. „Ég sagði honum, að allir þar væru gerðir í % stærð, svo að honum mundi finnast hann vera heima hjá sér.“ Þegar heim kom.settist Calderfjöl- skyldan að máltið, sem var mest kalt kjöt, ítalskl brauð, sem frú Calder bak- ar sjálf, ostur, salat og tvennskonar eggjakaka, og mikið ítalskt vin úr körfu fiösku. Svo gengu Caider og gesturinn, Bsamt flöskunni, inn í setustofuna, þar sem Calder setti fram í stuttu máli trú- arjátningu sína sem listamanns. „Það er til saga um íra, sem sat i skurði og var að tína lýsnar úr hárinu á sér, þegar tveir Englendingar komu að,“ sagði hann og gaf svifmynd á borðinu ofurlítinn selbiia um leið. „Halló Pat“, segir annar Englendingur- inn, „þú ert að tina þær“. ,,Nei,“ segir Éat, „ég tek þær bara jafnóðum og þær koma“. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. íerðina enn, þá veit ég, hvað ég á að taka til bragðs“. Og aftur kafaði hann fönnina allan þann dag og reyndi í örvæntingu sinni eð hafa hemil á hugsunum sínum. Senni legast væri, að hann sæi ofsjónir, sagði hann við sjálfan sig. En geðbilaður var liann alls ekki. — Ef til vill var þetta svona sérstaklega lifandi draumur í langvarandi martröð? Hann gekk loks að skálanum og þeytti u.pp hurðinni. — Charles Carney sat á sama stað og hann hafði setið, þe.gar iiann fór út. egar nú Estelow hafði grafið Carney í þriðja sinn, þorði hann ekki að ganga til hvílu, en settist í þess stað við borðið andspænis auða stólnum hans Carneys. Þar sat hann og barðist gegn svefningum, sem ásótti hann innan tíð- ar. En þreytan mátti sín betur, og höfuð hans seig niður á borðið. Hann vaknaði í birtingu. í grárri morgunskímunni sá hann, hvar Charles Carney sat i stólnum sínum hins vegar við borðið og starði galopnum augum eitthvað út í bláinn. „Guð hjálpi mér!“ skrifaði Estelow. Það var siðasta setningin i dagbókinni. Björgunarsveitin var um það bil kom in á leiðarenda. Það voru tveir land- ennirnir kinkuðu kolli til sam- þykkis einn af öðrum. Það var ritsima- þjónninn, sem loks tók til máls. Hann talaði lágt og hikandi með óttblandinni undrun í röddinni. „Ég mundi sofa rólegri á næturnar ... ef óg gæti fengi að vita.... hvernig þessir atburðir hafa orðið.“ „Ég líka“, sagði læknirinn. „Ég get einungis gizkað. Og hafi ég getið mér rétt til, þá hefur Estelow verið svefn- gengill. Svo langt, sem ég get séð, hafa atvikin orðið með svofelldum hætti: Á næturnar, meðan Estelow svaf, gróí hann upp likið og bar það inn i stólinn, þar sem hann síðast sá vin sinn á lífi. — Hvers vegna, spyrjið þið. Skelfingin og óbærileg einveran hafa orðið honum ofraun. Þar að auki hefur sótt. að honum úr undirvitundinni sá r.agandi ótti, að hann hefði ekki haldið það hátíðlega loforð, sem hann gaf Car- r.ey, að grafa hann ekki, fyrr en dauð- inn hefði óvéfenganlega brugðið sigð- inni. Skotið gæti að minnsta kosti bent í slika átt. En eitt er þó alveg augljóst, — greftrunin hefur verið endurtekin hvað eftir annað. Þegar Carney hafði tvívegis komið tiil boka, hefur Estelow tekið þá ákvörðun rð halda sér vakandi. En náttúrulög- málið fór sinu fram. Hann sofnaði, og svefngönguástríðan ráði enn á ný tökum á honum og lagði fyrir hann sama verkefnið ennþá einu sinni. Og að lokum hefur þrek hans hrunið í rúst“. Dagbók Estelows var eyðilögð. Síðan voru jarðneskar leifar vinanna beggja vigðar til hinztu hvíldar í djúpu fjaila- vatni óbyggðanna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 nemar ásamt læ.kni og ritsímaþjóninum í North Creek. Þeir erfiðuðu upp hlíðina fyrir neóan skálann með þrúgur á fótunum. Að lokum komu þeir upp á hæðina. Þeir sáu ekkert lífsmark. Engan reyk lagði upp um reykiháf skálans. Það mótaði hins vegar greinilega fyrir djúpum spor um og traðki frá skáladyrunum og út að einhverri dularfullri gryfju í stórum skafli þar skammt frá. Læknirinn opnaði dyinar. Það var bljótt og ískalt í skálanum. Við borðið sátu tveir menn, — báðir dauðir. — rBáðir höfðu skotsár á höfðinu. Estelow lá fram á borðið í frosnum blóðpolli. Byssan lá á gólfinu beint undir hægri hendi hans, sem hékk niður með borð- inu. En Carney sat uppréttur í stólnum sínum. Augu hans voi'u galopin, og frið- ui og ró hvíldu yfir svipnum. „Morð og sjálfsmorð", varð ritsíma- þiónin.um að orði. „Vesalings óláns- rnennirnir". Læknirinn var byrjaður að rannsaka líkin. „Félagar“, sagði hann: „Vegna að- standenda hinna látnu, verðið þíð að gangast undir algert þagnarheit. Ég er eiðsvarinn. Mitt opinbsra vottorð hljóð- ar á þá leið, að Charles Carney og Stephen Estelow hafi látizt af hungrj og kulda. Er ykkur þetta ljóst?“ 15. tbl. 1965.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.