Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Page 9
M aður á ekki að vera að amast við fólki sem skrifar afleitlega, af því reynslan hefur sýnt að einn góð- an veðurdag getur það eins og hrokk- ið í gírinn og byrjar þá að skrifa eins og menn, þó því auðnist kannski aldrei að skrifa eins og englar. Aft- ur á móti finnst mér sanngjarnt að láta útgefendur vita að það er fram úr hófi lúalegt að nenna ekki að lappa upp á framleiðslu þessa fólks áður en þeir fleygja henni á mark- aðinn. Eg hef í huga afskaplega slæma bók í rauðu bandi sem ég gluggaði í eftir jólin. Ég er hræddur um að höfundurinn verði að taka sér tak. Það er ótrúlegur aragrúi orða sem hann skilur sýnilega alls ekki, og þó eru þau orð jafnvel fleiri sem hann hefur sýnilega aldrei heyrt nefnd. Til daemis þekkir hann ekki jafn hversdagslegt orð eins og „aflegigj- ari“, og fyrir bragðið gerist það í sogunni að þegar söguhetjugarmur- inn heldur heim að bæ nokkrum spöl korn frá þjóðveginum, þá arkar hann „aukaveginn". ’ Svo eru lýsingarnar næsta skringilegar. Þeir göfugu eru svo göfugir að maður byrjar að flissa, og fólin eru þvilík fól að maður byrjar að skellihlægja. Loks er það til marks um ágæti og fá- heyrðar vinsældir kvenhetjunnar að þegar hún ræðst hjúkrunarkona í sjúkralhús úti á landi, „þá leið ekki á löngu þar til það var orðið fullt“. Það voru þá meðmælin! Eins og ég sagði áðan, þá er hreint ekki loku fyrir það skotið að höf- undurinn byrji einhvern góðan veð- urdag að skrifa eins og maður okkur öllum til ánægju. Hver veit nema hann verði með tímanum menning'- arbroddur hjá stjórnmálaflokki og verði látinn vita allt sem máli skipt- ir um listir. Annað eins hefur víst skeð. En útgefandinn sem hér er að verki má bókstaflega skammast stn. Úr því hann þurfti endilega að gefa bókina út, þá hefði hann að minnsta kosti átt að útvega sér duglegan mann til þess að kemba úr henni örgj ustu vitleysurnar. Ég fór að gá að nafni sökudólgsins í bókinni, en hans er þá hvergi getið. Ég hélt satt að segja það mætti ekki gefa út bækur án þess útgefandinn léti sín einhvers staðar getið. Þessi skrattakollur er bleyða ofan á allt annað. E ennþá verið að gefa út stríðsbækur í útlöndum. Þær eru tíðum ljótar, en þær eru líka nauðsynlegur lestur. Sjálfsagt er búið að skrifa meira um heimsstyrjöldina síðari heldur en nokkurt annað strið í mannkynssög- unni. Ég á ekki við doðrantana sem þessu tagi sé með öllu forkastanleg. Bretar skrifa alveg tvímælalaust bestu stríðsbækurnar: þeir eru þol- inmóðir, sauðþráir og slá ekki tíra sig, og svo hafa þeir stundum þennan prakkaralega, hálfgalna, óviðjafnan- lega- húmor. Á hinn bóginn finnst mér Bandaríkjamaðurinn ýmist of hressilegur eða jafnvel „kaldur“ eða þá of hátíðlegur, hvernig sem á því stendur. En af Þjóðverjanum er það að segja að hann vorkennir sjálfum sér einhver ósköp enn þann dag í dag hvernig hann tapaði stríðinu, og e£ hann hefur samviskubit af því seim ge.ðist þegar veldi hans var mest, þá er hann sem ég er lifandi ekki að flíka þvL J f við höldum okkur enn við bókamarkaðinn, þá er þess að geta sem margir vita að vísu, að það er hershöfðingjarnir eru búnir að skrifa og stjórnmálamennirnir. Mér virðist í fljótu bragði sem þeir háu herrar séu einungis sammála um að vera ósammála. Ég á við bækurnar sem fólkið er ennþá að skrifa sem vann skítverkin ef svo mætti að orði kom- ast. Þessar bækur eru eins og nærri má geta misjafnar að gæðum, og þó er það undantekning að bók af er þýski hermaðurinn allt í einu orð- inn fórnarlamb „viUimennskunnar“ og i þokkabót merkisberi frelsisins og réttlætisins og mannúðarinnar, brjóstvörn okkar allra (hvorki meira né minna) í baráttunni gegn „vilti- mönnunum“. Jæja, ég hefði fyrir mitt leyti kosið mér riddara nieð öllu hreinni skjöld. T Það er vægast sagt óviðkunnanlegt hvernig þýsku höfundarnir skil- greina til dæmis „villimenn“ og „villi mennsku“ þegar sögunni (eins og þeir segja hana) vikur að austur- . vígstöðvunum. Þegar Þjóðverjar fara inn í Rússland með báli og brandi, þá er þetta allt í sómanum: engin villimennska þar. En jafnskjótt og spilinu er snúið við og Rússinn öslar alblóðugur inn í ríki nasismans, þá vær þýskar stríðsbækur sem ég hef nýlega séð fjalla um kafbáta- stríðið og lofthernaðinn. Flugmaður- inn er gallharður nasisti. Hann er með í þessu öllu frá byrjun og oft- ast í fremstu víglínu. Hann skýtur niður flugvélar og sprengir upp járn- brautalestir, hann sökkvir skipum og grandar skriðdrekum, hann kveikir í borgum. Og hann er hreykinn af hlubverki sínu. Þegar hann veikist, þá verður hann líka fárveikur af ó- yndL Hann tilbiður herra Hitler. Hann berst eins og ljón. Hann er að fná morgni til kvölds og nóttina með, hann er ugglaust mesti fullhugi, og þegar stríðinu lýkur og Þýskaland er gapandi sár, þá stekkur hann í fússi til Argentínu, gallharður, iðr- unarlaus nasisti. Kafbátamaðurinn er allt önnur manntegund: hægur og prúður og enginn orðhákur. Nafninu á nasistan- um er stolið úr mér, og ég hef ekki bókina hans handbæra, en landi hans heitif Wolfgang Frank og hans bók heitir Sæúlfarnir. Hún er satt að segja lengstaf hlutlæg og nærri því hlutlaus; og þó kemur þar að Wolf- gang Frank reynir að telja okkur trú um að Karl Dönitz stóraðmíráll, mað- urinn sem í byrjun stjórnaði kaf- bátaflota Þjóðverja, maðurinn sem síðan varð æðsti maður þýska flot- ans, maðurinn sem starfaði við hlið Hitlers og loks maðurinn sem Hitler ánafnaði ríki sitt — að Karl Dön- itz stóraðmíráll hafi ekki haft hug- mynd um það fyrr en eftir stríð h/vernig Þjóðverjar hnepptu milljón- ir karla og kvenna í þrælkunarbúð- ir og hvernig þeir útrýmdu milljón- um karla og kvenna í gasklefum og með hnakkaskotum. Ég gat þess í upphafi að stríðs- bækur væru ljótur lestur en nauð- synlegur. Við verðum að vita það sem Karl Dönitz lést ekki vita. dögunum kviknaði í bíl hjá manni sem er mér nákominn. Siðan hefur hann gaman af því að segja frá slökkvistarfinu. Fyrst bar að strætisvagn og bíi- stjórinn snaraði sér út með hand- slökkvitæki, en það var þá tómt. Þá bar að annan strætisvagn og bílstjóri hans snaraði sér út með annað handslökkvitæki, en það var þá bara líka tómt. Það vildi manninum til að það voru ekki fleiri strætisvagnar á ferð- inni, og' síðan kom slökkviliðið og slökkti eldinn. kominn að klófesta hann. Enginn von- aði að hann næði fljótlega til skógar, en þar ætlaði hanu að fela sig fyrst um sinn. Þeir nálgnðust skóginn og alltaf harðn aði leikurinn. Enginn fann stóra krumlu Allra strjúkast við bakið á sér, en um leið tókst honum að smeygja sér inn á jnilli trjánna. Og nú tók leikurinn aðra stefnu. Allir ®tti erfitt með að komast áfram í þétt- um skóginum, en Enginn átti hægt um vik vegna smæðar sinnar. AÍlir lét nú fúkyrðunum rigna yfir Engan. Hann sagðist myndi finna hann í fjöru, þótt síðar yrði. Enginn hló að Öllutn, og Allir æstist um helming við að sjá háðsglottið sem Enginn setti upp. Þér verður ekki kápan úr því klæðinu, sagði Allir. Ég slæ eign minni á skóginn, þú mátt eiga víðáttuna, sagði Enginn. Skárri er það nú gjafmildin, eða hver hefur gefið þér heimild til að slá eign þinni á mitt land og þykjast síðan ætla að gefa mér það í þokkabót, sagði Allir. Nú á ég skóginn og ég skíri hann Einskisskóginn, saigði Enginn. Þú átt ekki einu sinni bót fyrir rass- inn á þér, sagði Allir. Ég á meira en þú. Víðáttur koma eng- um að gagni, sagði Enginn. Ég banna þér að snerta á nokkru hér í skóginum því hann hefur verið mín eign svo lengi ég man, sagði Allir. Reyndu nú að gera þér grein fyrir að ég á hann og get gert við hann hvað sem ég vil, sagði Enginn. Ef þú snertir nokkuð í skóginum mun ég ekki láta nægja að koma þér fyrir í krónu trésins, heldur mun ég láta dæma þig til dauða, sagði Allir. Ég mun leynast í skóginum og sækja mér þangað næringu, sagði Enginn. Ætli ég finni ekki af þér lyktina, sagði Allir. Þú finnur hvorki lykt né annað, því innan skamms verður þú að steingervingi sem ekki getur hreyft legg né lið, ekki andað, ekki séð, í einu orði sagt ekki lif- að, sagði Enginn. Dirfist þú að vera með getgátur og spádóma um mig, sagði Allir. Hér eftir er það ég sem stjórna, sagði Enginn. Hverju ætli þú getir stjórnað, dverg- urinn þinn, sagði Allir. Líkamlegt atgervi hefur enga þýðingu. Það er heilinn sem öllu ræður, sagði Enginn. Heilinh á þér er ekki stærri en títu- prjónshaus, ságði Allir. Það er pó betra að hafa slíkan heila heldur en héila sem er búinn til úr mykju og límdur saman með tjöru eins og heil- Framhald á bts. 12. 15. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.