Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Side 11
— Ég verð að heiman í allan dag! —. Verður þú? —■ Verður þú? §4 erlendum bókamarkaði Huganir Markings. Dag Hammarskjöld. Translated by Leif Sjöberg and W. H. Auden. Faber and Faber 1964. 25s. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Dag Hammarskjöld, fórst 1961 í Kongó. Hann var talinn hinn ágætasti embættismaður, skyldu- rækinn og samvizkusamur og fyllti vel hið vandasama embætti að allra dómi. Margir litu á hin sorglegu endalok hans, sem fórn færða á altari friðar og mannúð- arstarfa. Eftir fráfall hans fund- ust þessi skrif, sem hér eru út- gefin ásamt bréfi til eins vina hans, þar sem hann segir að í þeim sé að finna hina einu réttu mynd af sjálfum sér. Þessi skrif eru huganir og ljóð og það sem hann nefnir „samninga sína við Guð“. Þessar samantektir verða ekki til að auka hróður höfundar sem hugsuðar eða skálds. Því miður verður að segja að hér eru samankomin banalítet og þegar bezt lætur endursögð spekiyrði miðaldamýstíkera. Frumleiki og persónulegt innsæi finnst ekki á þessum síðum. Skrifin gefa vissu- lega vissa mynd af þessum ágæta svenska manni, en hún er sorg- lega frábrugðin þeirri, sem heim- urinn hefur myndað sér af honum, sem embættismanni Sameinuðu þjóðanna. Hann hefði mátt láta það vera að varðveita þessar sam- antektir. A Parenthesis in Eternity. Joel S. Goldsmith. George Allen & Un Win Ltd. 1964. 25s. Höfundur hefur í þessari bók dregið saman inntak kenninga sinna. Höfundur telur að líf mannsins hér á jörðu sé aðeins einn þáttur tilveru hans og ekki merkasti þátturinn, þvi skyldu menn ekki binda sig um of jarð- neskum hlutum og jarðlegum skilningi. Höf. hvetur menn ekki til að forðast skyldur þjóðfélags- og jarðlegrar baráttu, en hann á- lítur að slíkt eigi ekki að vera mönnum aðalatriðið. Hann kennir á hvern hátt menn megi losna undan fargi jarðlegrar áhyggju og fá hlutdeild í þeim andlega skiln- ingi, sem er dýrmætasti arfur mannsins og ætlan. Hér eru born- ar fram kenningar um reynslu dulspekinga og trúarhöfunda á skilgóðan og greinilegan hátt, svo hver fær skilið. Kenningar höf- undarins hafa verið kenndar í ára þúsundir og eru margar hverjar inntak helztu trúarbragða. Þetta er einkar læsileg bók og mætti verða mönnum til nokkurs þroska. Höfundur hefur sett saman fjölda rita um keimlík efni og er mikið lesinn. Private Conscience — Pubic Morality. Brian Inglis. Andre Deutsch 1964. 25s. Höfundurinn er vel þekktur sjónvarpsfyrirlesari. Hann er írskrar ættar, fæddur í Dublin, menntaður á Englandi, blaðamað- ur að atvinnu. Á stríðsárunum var hann í brezka flughernum. Hefur starfað við Irish Times, Daily Sketch og Spectator. Þessi bók hans fjallar um samvizkuna og siðferðilegar kröfur þjóðfélagsins til þegnanna. Höfundur telur að samvizka manna sé sljórri nú fyr- ir ýmsu, sem talið var til ávirð- inga fyrir þrjátíu árum. í fyrsta hluta bókarinnar nefnir hann dæmi um þessar skoðanir sínar, ekki ófá. Síðan reynir hann að finna ástæðurnar, sem orsaka þessa breytingu. Hefur samvizka manna svonefnd sljófgast eða hæfa lög og reglugerðir ekki breyttum tímum og venjum og hljóta því að verða brotin? Höf- undur álítur að siðferðiskröfur séu fyrst og fremst mótaðar af millistéttinni á Englandi og spegli hugsunarhátt og viðmiðun þeirrar stéttar á vissu tímabili. Hann álítur að þessi stakkur, sem siðferðinu er með þessu skorinn sé full þröngur og hæfi ekki breyttum viðmiðunum þjóðfélags- ins, sem millistéttin mótar ekki í slíkum mæli og áður. Einnig álít- ur höfundur að ýmiskonar geð- veilur séu meira áberandi nú en áður og sér 1 lagi að bættur efna- hagur geri þær meira áberandi en fyrr. Þetta er eftirtektarverð bók. Saga Berlin. Stadtschicksal und Stadte- bau. Alfred Schinz. Georg Weser- mann Verlag 1964. 39 DM. Saga Berlínar verður rakin aft- ur á 13. öld, þá hefst þar verzlun og staðurinn blómgast sem einn Hansabæjanna. Borgin lá vel við samgöngum og verður snemma ein aðalmarkaðsborgin á þessum tím- um. Síðar verður borgin aðseturs- staður kjörfurstanna í Branden- burg og höfuðborg Prússakon- unga. Með vaxandi veldi kjör- furstanna vex borgin og eflist. Kjörfurstinn mikli, Friðrik Vil- hjálmur eflir borgina, reisir vígi og styður handverk og verzlun. Auk þess.a stóð borgin opin þeim, sem stukku úr sínum föðurlönd- um sakir trúarskoðana. Síðast á 17. öldinni voru Húgenottar illa séð- ir á Frakklandi og fjöldi þeirra leitaði sér staðfestu í borginni. Um það leyti er íbúafjöldinn 25 þús. þar af 5 þús. Húgenottar. Friðrik I, fyrsti konungur Prúss- lands efldi borgina og lét reisa fagrar byggingar og skipulagði borgina, næstu tveir konungar héldu þessu starfi áfram og með Friðrik mikla eflist borgin enn og fegrast. Þegar hann tekur við ríki töldust íbúar 70 þúsund, en um aldamótin 1800 eru íbúarnir 172 þúsundir. 19. öldin var mesti blómatími borgarinnar, verzlun og iðnaður eflist og hróður stað- arins eykst með vaxandi valdi og áhrifum þjóðhöfðingjanna. 1871 er borgin gerð að höfuðborg þýzka ríkisins og er það til 1945. í síð- ara stríði eyddust stórir hlutar borgarinnar í loftárásum og eftir stríðið er henni skipt í hernáms- svæði eg er nú skipt í tvo hluta með hinum fræga Berlínarmúr, sem er ekki sérlega geðugt vitni um stjórnarfar í þýzka alþýðulýð- veldinu. Þessi bók segir sögu borgar- innar og lýsir skipulagi hennar frá upphafi, byggingarlagi og legu. Þetta er fróðleg bók fyrir þá, sem sinna skipulagi bæja og borga og einnig er hún sagnfræði legt heimildarrit, 129 kort o gteikn ingar eru í bókinni. Short Stories. Luigi Pirandello. Selected, translated and intro- duced by Frederick May. Oxford Library of Italian Classics. Ox- ford University Press 1965. 25s. Pirandello er bezt þekktur sem höfundur nýstárlegra leikrita, sem rjúfa hið hefðbundna leik- listarfoi'm. Leikrit hans eru heims kunn og hafa verið sýnd um allan heim. í föðux-landi sínu varð hann fyrst frægur af smásögum sínum. Einkenni þessara smásagna hans eru, atburðirnir eru furðulegir og á takmörkum þess að vera trúan- legir og endirinn kemur alltaf á óvart. Þetta eru einkenni, sem merkja leikrit hans og sumar þessar sögur virðast vera eins og frumdi'ættir að sumum leikritun- um. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR Homo litterarum nierkir orðrétt mann bókstafa, Man oí Letters. En heitið er notað um þær stéttir manna, sem setja saman bækur af list og kunnáttu, og er ekki skammaryrði, heldur heiðursheiti utan íslands. Er hér um að ræða rithöÆ- unda, skáld, fræðimenn, sagnfræðiraga, jafnvel heimspekinga, bæði þýzka, kinverska og indverska, og menn af erm fleiri þjóðum. Hvert er hlutverk þessara manna í nútímanum? Eins mætti spyrja hvert, hlutvex-k þeirra hafi verið til forna. Sé það rétt, sem Lin Yutang segir um Han Fei-tzu, að lýsing hans á þjóð- félagi (2.300 ára gömul) hitti í mark öllu betur en nútíma- verk gerir, eða ef Carlo Schmied hefir á réttu að standa, að þau andans afrek, sem máli skipta, hafi verið imnin fyrir löngu, þá hafa fyrri tíma höfundar verið heimsljós, en homo litterarum hefir það einna þarfast að vinna í nútímanum að vera spegill, endursegja hið bezta, sem áður hefir hugsað ver- ið og sagt. Nú hefir skólabörnum verið sagt að absurdistar séu nýtízkumenn, en mjög nýlega hafa menn fundið út að fyrri tíma menn hafi leikið fjarstæðulistina -absurd-kunsten- betur en þeir sem nú nefnast absurdistar. Hafa þá ekki tímarnir tek- ið breytingum? Vissulega, en slíkt hefir oift gerst áður, og ekki þótt tíðindum sæta. Að kasta steinum hefir sinn tíma, og að tína saman steina hefir sinn tíma. Svo segir Heilög Ritn- ing. Homo litterarum getur því sett fram skoðanir ungur og tek- ið þ^or aftur aldraðui’, og þar með unnið hið þarfasta verk. Tími er til að taka við verðlaunum, og tími er til að hafna verðlaunum. Spekingar í Japan telja nokkur tímabil karl- kyns, önnur kvenkyns, hin fyrri til að vinna styrjaldir, hin síðari til að tapa styrjöldum. Vera má að slík tímabil séu einnig í bókmennturn — og hafi áhrif á ritdóma. Erfitt er hér að sanna nokkuð eða afsanna. Vera má að homo litterarum eigi í nútímanum að vera framljós, stefnuljós, afturljós eða jafnvel hemlaljós (það er bremsuljós) til þess að fbrða því að Austrið rekist aftan á Vestrið eða öfugt. Á sinum tíma hækk- aði Hegel mannlegan hroka með skrifum sínum um Hinn Mikla Eilífa Anda eða alheimsskynsemina, sem alls staðar hafði komið sér fyrir. En svo kom Freud og lækkaði rostann í mönnum svo að u~n mu-naði. Göfug íþrótt allt frá stóuspeki og fornkristni hefir það verið að efla bræffralag mannkynsins, og liggur nú fyrir að vinna að einingu þess. Á dögum Sókra- tesar hafði Aristófanes rænu á að gera gys að mönnum fyrir að ganga í loftinu. Hve miklu meiri nauðsyn á þess konar starfi nú, þegar menn vaða í sjálfum geimnum, þyngdarlausir, meðan menn hungrar og þyrstir niðri við jörð. Allt frá Platón hefir homo litterarum kunnað að greina frá þjóðfélögum, sem ekki eru til (útópíum), en ættu að vera til, og veitir ekki af að halda því verki áfram, líkt og prestar verða að halda áfram að prédika uxn góð verk, sem ekki eni gerð, en þarf þó að gera. Annars xendir lifið í höndum tæknikrafta (techno- crats) og hagræðingarmanna, unz menn hætta að þekkja hund frá kind. Einn höfundur er mér Ijúfur, annar leiður, og læt ég þann síðari iiggja og seigi: Pax cum pulver'e tuo. Hug- svifamenn reyndu að hrifa aðra með sér inn í draumaheima, raunhyggjumenn bentu á helheima, drykkjukrár, skolpræsi, glæpabæli etc. Eru hvorugir óþarfir á vorum tímium. En það er lítilmótleg iðja að setja saman skröksögur handa skóla- börnum, dubba upp harðstjóra og herforingja á kostnað skyn- samra manna og segja við æskulýðinn: Svona er sagan, og troða heilabú þeirra full af fordómum. Auðvelt er að afsaka eiturbyrlara með þvi að þeir voru galdramenn í þokkabót, bera lof á prívatpáfa og kverúlanta, en unna ekki sannmælis ágætum mönnum á páfastóli. En til alls þessa má nota rit- snilldina, og með henni má einnig leiggjast á lúsina, sem er lítið dýr, og efla öriiinn, í allri hans stærð og græðgi. Sömu skil má einnig gera litlum rikjum og stórveldum, ef menn vilja setja sarnan bókstafi til þess. Ekki má þó ætla að homo litterarurr. hafi þá töframanns- aðstöðu, er hann áður hafði. Ljóð hafa vikið fyrir skáldsöigum, skáldsögur víkja íyrir leikritaiðnaði, sem sagar sögurnar í sundur, líkt. og kjötbúðarmaður sagar súpukjöt handa neytend- um. En óþarfur verður e'kki rithöfundurinn meðan hann hjálp- ar oss til að standa uppréttum frammi fyrir múgmiðlunar- tækjimum, þessum gráðugu hítum sem gína við öllu og vilja fá höfunda, lesendur, hlustendur og sjáendur kengbeyigða niður í allsherjar hráefna kös. Gagnvart þessum fyrirbærum þarf horno litterarum að halda uppi vörn til síðasta manns. Það er hans hlutveik í nútíxnanum. 15. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.