Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Page 12
ALLIR OG ENGINN
Framhald af bls. 9.
inn á þér, steingervingurinn þinn, sagði
Enginn.
Mér þykir þú vera hrifinn af sjálfum
þér og nægjusamur ertu, sagði Allir.
Miig langar minnsta kosti ekki til að
reka hausinn á mér í himininn eins og
þig dreymir um, sagði Enginn.
Nú var Allir orðinn svangur og hann
hélt heim á leið. Hann vissi að Enginn
gæti ekki lengi dvalist í skóginum, því
hungrið myndi reka hann aftur undir
borðið.
Annar kafli
Allir bjó í glæsilegu húsi sem líktist
höll. Þar var hærra undir loft en í öllum
öðrum húsum. En salirnir voru undar-
lega tómir svo að það bergmálaði um allt
etf sagt var orð, jafnvel fótatökin berg-
máluðu um húsið.
Hús þetta hafði Allir fengið í arf eftir
forfeður sína sem voru voldugir, ríkir
og mjög stórir. En þeir höfðu ekki mátt
vera að því að skreyta húsið gulli og
gimsteinum og öðrum djásnum, því að
þeir voru herskáir. Þeir voru alltaf í
styrjöldum við forfeður Einskis, og hrvor
ugur bar sigur úr býtum. Að minnsta
kosti hafði þeim ekki tekist að útrýma
óvinum sínum, því Enginn var enn á lífi
eins og lesendur vita.
Allir var seinasti liður ættarinnar, en
satt að segja hafði hann næstum alveg
gleymt forfeðrum sínum, og ímyndaði
sér að hann hefði sjálfur byggt húsið,
lagt garðinn í kringum það, og að mynd-
imar af hinum fornu köppum í gylltum
viðhafnarmiklum römmum jem hénigu á
veggjunum, væru af sér á ýmsum aldur
skeiðum.
Eini salurinn í húsinu sem ekki var
tómlegur á að líta var matsalurinn. Þar
stóð jafnan borð hlaðið kræsingum, og
kerti í fögrum stjökum vörpuðu hátíð-
legum bjarma á réttina og á vínið rauða
sem Allir drakk með matnum til að hafa
betri lyst. Á veggjunum skörtuðu mál-
verk af undurfögru landslagi, svo Allir
fékk glýju í augun þegar hann horfði á
þau. Honum fannst þetta landslag miklu
stórkostlegra en það umhverfi sem hann
þekkti, og liturinn á himninum var svo
tær og blár að Allir fann til svimakennd-
ar sem var blandin sælutilfinningu. Hann
gat setið tímunum saman og horft á
málverkin. Eitthvað í þeim minnti hann
á drauma hans um að ná upp í himininn
og það var líkt og þau hvettu hann til
að bregðast ekki þeirri heitstrengingu.
Þeigar Allir kom heim settist hann að
snæðingi. Hann hafði sjaldan borðað eins
mikið og núna því hann var bæði þreytt-
ur og svangur eftir viðureignina við Eng-
an. Hann át fuglasteik með brúnum kart-
öflum og hafði sultutau með til bragð-
bætis, því hann elskaði sætindi. Á eftir
fékk hann sér góðan skammt af súkku-
laðibúðingi með rjóma og blönduðum
ávöxtum, hámaði í sig eina melónu og
síðan aðra, byrjaði svo að nýju á sömu
réttum, og fékk sér kaffi úr stórri krús
á eftir ásamt Napóleonsköku sem var á
stærð við kommóðu.
Meðan hann var að borða Napóleons-
kökuna og drekka kaffið, horfði hann
á málverkin og hugsaði um hvað það
væri gott að vera laus við Engan. Nú
sæti hann ekki undir borðinu og stæli
sér bita meðan hann sjálfur væri sem
hugtfangnastur af málverkunum. Og All-
ir rétti úr sínum löngu löppum og dæsti
af ánægju. Tvær fluigur hrukku svo við
þegar þær heyrðu þessi hljóð og fundu
rokið í kringum sig, að þær gleymdu
sem snöggvast að gefa sig að moiunum
úr kökunni sem lágu á gólfinu, og flugu
suðandi um allan matsalinn og settust
meira að segja á málverkin sem Allir var
að skoða.
En Allir sá þær ekki. Hann hélt bara
að þær væru einhverjir ómissandi blett-
ir í landslaginu, og dáðist að því hvað
)2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
þeim var haganlega skipað á fletina.
Þegar Allir var búinn að borða nægju
sína, fór hann upp í útsýnisturninn til
þess að skoða stjörnurnar. Hann átti
heljarstóran kíki og með honum gat
hann séð langleiðina upp í himininn og
einnig vitt um ríkið. Það var vani hans
að fara upp í turninn eftir hverja mál-
tíð og reikna út hvað hann þyrfti að
vaxa mikið enn til að geta náð upp í him
ininn. Honum þótti gaman að kíkja.
Stundum dvaldist hann mestallan dag-
inn í turninum og hann varð aldrei
þreyttur á því sem fyrir augu bar.
Nú beindi hann kíkinum að skóginum
til að sjá hvað Engum liði. Enginn var
að tala við fugl sem var sýnu stærri en
hann sjálfur, og þeir virtust vera orðnir
hinir mestu mátar. Fuglinn hneigði sig
til samþykkis öllu því sem Enginn var að
segja, og Enigum var auðsýnilega mikið
niðri fyrir.
Allir þóttist vita að umræður þeirra
beindust að sér, að nú væri Enginn að
rægja sig við fuglinn. Af þessu komst
Allir í slæmt skap, og fipaðist við stjörnu
skoðunina. Þetta fannst honum Engum
líkt. Alls staðar væri hann til ama. Hann
þóttist vita að Enginn gengi um skóg-
inn og tjáði öllum sem þar byggju
hversu illur viðureignar hann væri,
ágjarn, hégómlegur og í alla staði litii-
mótlegur. Hann sá fyrir sér fuglans
leggja eyru að þessu, snákana, fiskana
í vötnunum, hérana og trén. Öll þyrsti
þau í fréttir og tilbreytingu, og yrðu
þess vegna ginnkeypt fyrir rausinu í Eng
um. Ef til vill myndi Enginn æsa þau
upp á móti honum, og það vildi Allir
ekki fyrir nökkurn mun að kæmi fyrir,
því hann var friðsamur eins og fyrr seg-
ir, þótt forfeður hans hefðu verið her-
skáastir allra.
Allir óttaðist ekki að hann yrði sigr-
aður, því hann vissi að ætt hans var
ósigrandi. En ef hann þyrfti nú að standa
í stríði við skógarbúa, tefðist hann frá
matarborðinu, og myndi þess vegna ekki
stækka á meðan. Hann fengi ekki tíma
til að skoða málverkin sín, Qg stjörnu-
kíkirinn yrði að liggja á sínum stað og
rykfalla. Þetta fannst Öllum hryllilegt til
að hugsa, og það kom stór óánægjugretta
á andlit hans.
Og nú sá hann í kíkinum að íbúar
skógarins söfnuðust í kringum Engan
og hlustuðu með sömu athygli á ræðu
hans og fuglinn. Fuglinn beindi nú orð-
um sínum að hinum fuglunum, snákarn-
ir töluðust við sín á milli, hérarnir
stungu saman nefjum, fiskarnir ráku
hausana upp úr vötnunum og ræddu sam
an á sínu máli, og trén töluðu með dimm
um bassaröddum um það óréttlæti sem
vinur þeirra Enginn hefði orðið fyrir af
óvini þeirra skaðræðismanninum Öllum,
sem væri slóttugur og óheiðarlegur, og
hygðist leggja undir sig allt landið en
léti sér ekki nægja hús sitt og garð. Öll-
um virtist bera saman um að Allir væri
hinn seki, en Enginn hvítþveginn engill,
nýtur þegn í ríkinu og til fyrirmyndar
í hvívetna.
Þegar Allir sá reiðina sem gneistaði
úr augum skógarbúa, og heyrði radd-
ir þeirra glymja í skóginum eins og
stóreflis björg yltu niður fjallshlíð, var
ekki fjarri þvi að skjálfti færi um hinn
mikla líkama hans. Hann ætlaði ekki
að trúa sínum eigin auigum, því svona
lagað hafði aldrei átt sér stað í rík-
inu svo lengi sem hann mundi, og á-
byggilega ekki meðan hinir hugum-
djörfu forfeður hans voru ofan moldar.
Allir óttaðist að innan skamms myndu
skógarbúar með Engan í broddi fylk-
ingar gera innrás í hús hans. Hann
ákvað því að draga slagbrandinn fyrir
þykka útidyrahurðina, loka öllum glugg
um vandlega og setja hlera fyrir þá.
Sjálfur gyrti hann sig löngu og frægu
sverði sem forfeður hans höfðu borið
í orrustum, fór í hringabrynju og setti
á sig hjálm. Nú gat hann tekið á móti
öllum óvelkomnum gestum, og þeir
skyldu aldeilis flá fyrir ferðina ef þeir
reyndu að skerða hár á höfði hans
Allir stóð lengi fyrir framan spegil-
ir.n og dáðist að sjálfum sér. Hver var
hermannlegri en hann, og hver jafn
sterkur og vopnfimur? Honum fannst
hann hafa vaxið að mun, og hann fór að
hugsa um að bráðum yrði of lágt til
lofts í húsinu. Ekki gæti hann gengið
um hálfboginn sjálfur hermaðurinn, því
nú var um að gera að vera beinn í herð-
um og bera sig vel.
Þegar hann var búinn að setja hler-
ana fyrir gluggana dimmdi í húsinu svo
hann varð að kveikja á mörgum nýjum
kertum. Þessi kerti voru eins digur og
súrheystumar og á þeim logaði árum
saman. í skimunni frá kertunum varð
Allir enn ægilegri ásýndum, svo hann
þekkti naumast sjálfan sig í speglinum.
f augum hans brann fýsn í blóð og
hefndir, og vöðvamir hnykkluðust und-
ir klæðunum svo þau vom að því komin
að springa. Hann kreppti hnefana þang-
að til þeir hvítnuðu og gáfu frá sér
grimmileg hljóð, stappaði fótunum í
jörðina svo hellurnar í gólfinu létu
undan þunganum, og æddi fram og atft-
ur bölvandi þeim sem dirfðust að ógna
honum.
Þegar atf honum var runninn mesti
móðurinn fór hann aftur upp í tuminn
til að fylgjast með því sem fram fór í
skóginum. Og það sem hann sá var
ekki til að milda skap hans.
Eftir veginum kom Enginn og skóg-
arbúarnir, og þessi fylking var svo löng
að hann sá ekki fyrir endann á hennL
Fuglarnir höfðu brýnt goggana albúnir
að láta rúðurnar og hlerana fá að kenna
á sér, snákarnir hlykkjuðust áfram með
eldrauðar eiturtungur, fiskarnir höfðu
breytt farvegum ánna svo þær mnnu
í áttina að húsi Allra og þar syntu þeir,
héramir virtust gegna hlutverki ein-
hverskonar njósnara því þeir dreifðu sér
ellt í kring um húsið, og trén komu
skálmandi á eftir öllum hinum oghéldu
á öðrum trjám líklega í þeim tilgangi
að brjóta upp hurðina.
Enginn hvatti lið sitt, og það hefði
hann ekki þurft að gera, því svo var
mikil ákefð skógarbúa eins og þeir
hexðu nú loksins fengið eitthvað til að
berjast fyrir, og öll ógætfa heimsins staf
aði aðeins frá einum, vesalings Öllum
sem stóð uppi í útsýnisturninum í forn-
fálegu brynjunni sinni með gamla sverð
ið og þráði aðeins að fá meira að borða
og skoða málverkin sín í ró og næði,
vera laus frá umstangi heimsins, dagleg-
um störfum og áhyggjum, og þurfa ekki
að horfa upp á bragðarefinn Engan sem
stal öllu því gómsætasta sem hann hafði
á borðum. Nú skildi hann vel hvers
konar nöðru hann hafði alið við brjóst
sér í mörg ár. Enginn hafði notfært sér
hrekkleysi hans til að steypa honum
af stóli. Og satt að segja hafði hann
alltaf grunað Engan um græsku.
Þriðji kafli
Allir neyddist til að loka hurðinni sem
3á upp í útsýnisturninn, því hann sá
að fuglamir voru staðráðnir í að brjót-
ast inn í húsið þá leiðina. Um leið og
hann lokaði sá hann í augu fugls þess
sem fremstur var, og þvilíka heift hafði
hann aldrei séð í fuglsauga. Það var
eins og fuglinn hefði staðið Alla að
því að hafa étið ungana.
Meðan fuglarnir börðu með goggun-
um í hurðina gekk Allir að aðaldyrua-
um, því bar var gægjugat, ætlað til þess
að vir-a Áver væri úti fyrir þegar ein-
hvern bar að garði. Allir mundi ekki
etftir að hafa þurft að nota þetta gægju-
gat fyrr, því hann hafð aldrei fengið
neinar heimsóknir nema hinar tíðu
heimsóknir Engins. Og Enginn var nú
ekki að bíða eftir að sér yrði hleypt
inn eða hann hátíðlega boðinn velkom-
inn, heldur smeygði hann sér hvar-
vetna inn eins og lesendum er kunnugt.
Allir sá í gegnum gatið hvar Enginn
stóð á tröppunum með lið sitt og bolla-
lagði við forustumenn sveitanna hvem-
ig ætti að haga töku hússins. Honum
heyrðist þeir vera á eitt sáttir um að
skyndiárás væri eina leiðin, brjóta upp
hurðina og gluggana, og handsama Alla,
setja hann í bönd og varpa honum f
dýflissu fyrst um sinn, eða þangað til
þeir hefðu ákveðið nánar hvað ætti að
gera við hann. Ekki datt þeim í hug að
sá þurs gæfist upp átakalaust, en rétt
var að tala til hans svo þeir vissu hvað
hann ætlaðist fyrir.
Enginn gekk upp að hurðinni og kall-
aði:
Heyrirðu til mín, Allir?
Víst heyri ég, sagði Allir.
Hingað er ég kominn með otfurefll
lifL, sagði Enginn. Ef þú ekki gefst
upp strax og hefur þig á brott úr land-
inu verðurðu bundinn á höndum og
fótum, keflaður og dreginn niður í myrk
asta helli skógarins til að dúsa þar uns
dómur verður upp kveðinn í máli þínu.
Það er best fyrir þig að snauta á brott,
því þú kannt ekki að berjast og allra
síst við ofurefli liðs. Þú hefur merar
hjarta og leggur þess vegna ekki hend-
ur á aðra en þá sem eru minni máttar
en þú. Ég Og félagar mínir álítum að
þú sért dragbítur á okkur, og nú er
sæng þín upp reidd. Þinn eini kostur
er að hafa þig á brott.
Allir sagði:
Ekki hefðir þú getað lifað eða borið
þig svo borginmannlega nema af mat
þeim sem þú hefur stolið í húsi mínu.
Hef ég umborið þig af prúðmennsku,
og launar þú mér það með að stefna
berjum að húsi minu. Er sagt að sjaldan
launi kálfur ofeldi og á það við um
þig. Ég hefði átt að sjá fyrr hvern mann
þú hefur að geyma, og væri réttast að
ég færi með þig eins og eina maðka-
flugu, dræpi fingri á þig, og þar með
værir þú úr sögunni.
Allir sótti nú í sig veðrið, og það var
eins og honum vitraðist öll saga lífsins
í sjónhendingu. Hann hélt því áfram:
Forfeður mínir voru miklir hermenn
og hafa löngum átt í útistöðum við þitt
hyski. Þið gátuð aðeins flúið undan og
varist með kænskubrögðum og fjöl-
kyngi, en aldrei þorðuð þið að mæta
okkur augliti til auglitis á orrustuvell-
inum. Þess vegna ert þú enn á lífi.
Fortfeður þínir dóu úr elli og leiðind-
um, sagði Enginn, enda voru þeir
heimskastir allra íbúa þessa lands, þótt
þeir væru stærstir.
Nú er nóg komið, sagði Allir.
Og í þeim töluðum orðum hratt hann
upp þungri hurðinni og snaraði sér út
fyrir. Var hann svo stór að ský sem
sigldi hjá rakst á hann og lyppaðist við
þat' niður. Skógarbúar höfðu ekki fyrr
tekið eftir því hve Allir var ægilegur
ásýndum, og Enginn skaut sér undan
hið snarasta og leyndist að baki þeim.
Allir ætlaði að draga sverðið úr slíðr-
um og veifa því eins og sigurtákni yfir
höfðum skógarbúa, en því miður var
sverðið svo gamalt og svo langt síðan
það hafði verið notað, að það var ryðg-
að fast við slíðrin og varð þess vegna
ekki hreyft. í staðinn fyrir sverðið rétti
Allir fram sínar löngu hendur og vöðva
miklu handleggi, og sýndi afl sem hann
hafði aldrei fengið að nota. Og nú
fannst honum nýr máttur streyma um
sig, og hann var þakklátur fyrir að fiá
tækifæri til að berjast við óvini sína.
Hann minntist nú þeirra sagna sem
hann hafði heyrt af afreksverkum feð-
ra sinna í bernsku, löngum herferðum
þeirra um landið þar sem þeir ráku
flóttann, og hvernig þeir lögðu undir
sig öll landsvæði: alla skóga, öll fljót,
alla sanda og urðu ókrýndir konungar
landsins og allir óttuðust þá og litu upp
til þeirra. Honum fannst hann vera jafn
oki þeirra, og að einu leyti taka þeim
fram. Hann var áreiðanlega mun stærri
en þeir höfðu verið, því ættstofn hans
var alltaf að vaxa. Þeir höfðu ekki haft
tíma til að borða eins mikið og hann.
Og Allir var svo stoltur af ætt sinni og
eigin ágæti að hann gleymdi stund og
stað. Hann bara stóð þarna í öllu sínu
veldi og hugurinn hvarf að matarborð-
inu með kræsingunum og vínimum; og
veggjunum með hinum óviðjafnanlegu
málverkum. Tíminn leið og ekkert gerð-
ist annað en það að Allir var á sínum
stað og skógarbúar og Enginn héldu
15. tbl. 1965.