Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1965, Qupperneq 13
Scjur af ÁSA-ÞÓR. Úr Eddu Snorra Sfurlusonar — Teiknínqar eftir Harald Gubbergsson
ÞA n/ELTI ÞÓRft, AT ÞEiS ISO*% SKAL
HKVHC.NIR lOKAiK, 'ABft bJANN HrMI \JT.
áfram að virða hann fyrir sér eins og
eitthvert furðuverk.
Ekki er fyrir það að synja að Allir
skaut mörgum skógarbúum skelk í
bringu. Þeim fannst að þeir gsetu aldrei
sigrað þennan jötun. En Enginn reyndi
að telja í þá nýjan kjark. Hann benti
þeim á hivað þeir væru margir. Þeir
væru óteljandi, og ekki yrði mikill
vandi að sigra Alla ef þeir legðust á
eitt. Nú dygði ekki bleyðuskapur. Allir
væri bölvaldur landsins og þeir yrðu
að losa sig við hann hið skjótasta. Eng-
inn brýndi fyrir þeim hve friðsælt og
áhyggjulaust líf tæki við ef seinasti
afkomandi Allra ættarinnar yrði lagður
að velli. Þessi ætt sem farið hefði með
báli og brandi um landið, væri nú senn
aldauða, og nú hefði seinasti ættingi
hennar í hyggju að ganga sömu braut
og hinir blóðþyrstu fyrirrennarar hans.
Þarna stæði hann í þeim klæðum sem
hefðu vakið ótta hinna friðsömu íbúa
landsins áður fyrr, og í augum hans
logaði sami eldur og hefði farið eyðandi
um landið.
En hvernig sem Enginn reyndi að fá
skcgarbúa til að ganga fram til orrustu
varð þeim ekki hnikað. Aðeins fuglinn
eem hann hafði fyrst hitt úti í skógin-
um hélt áfram að berja í hurðina á
útsýnistuminum með hvössum goggin-
um.
Skógarbúar fóru nefnilega að hugsa,
og þeir komust að þeirri niðurstöðu
að Allir hefði ekkert gert á hluta
þeirra. Þeir höfðu oft séð hann á göngu
starandi upp í himininn, dreymandi á
svip, og þeir gátu ekki ímyndað sér
að hann gerði nokkrum mein. Innst
inni dáðust þeir að hve hann var stór
og glæsilegur og hvað húsið hans var
mikil völundarsmáð. Það var nú mim-
ur á því og holunum þeirra.
Þeir komust að raun um að Enginn
hafði gabbað þá, og líklegt væri það
satt að hann væri bölvaðux hrekkjalótm-
ur og þjófóttur í þokkabót, eins og Allir
hafði sagt.
f þeirra augum varð nú Allir mik-
iimennið sem hafði orðið fyrir ofsókn-
um að óverðugu, og þeim fannst nauð-
synlegt að bæta fyrir þátttöku sína í
þeirri óhæfu með þvi að játa honurn
.virðingu sina.
Þess vegna gekk virðulegur fugl fram
fyrir Alla, hneigði sig og mælti:
Herra, Allir. Okkur þykir það mjög
leitt að við skulum hafa verið tældir
í þessa för í því skyni að valda yður ó-
þægindum, og jafn vel steypa yðar há-
tign af stóli. Við sjáum nú hversu fá-
ránleg sú hugmynd er, og um leið verð-
ur okkur ljóst að þér eruð réttsýnn og
mikilhæfur, eins og verið hafa forfeð-
ur yðar í gegnum aldirnar. Við lýsum
sök á hendur Engum, sem er rógberi
og skaðræðiskvikindi, og sjáum ekkert
athugavert við þá ráðstöfun yðar að
vísa honum á burt. En til að milda dóm-
inn lítillega vegna þess að við erum
sanngjamir, og það vitum við að þér
eruð lika yðar tign, þá stingum við upp
á því að Enginn verði ekki dæmdur
til að hverfa að fullu úr landi heldur
skal hann dæmast til útlegðar um stund
arsakir að minnsta kosti, eða þangað til
hann hefur bætt ráð sitt og er fær um
að búa í námunda við siðað fólk. Hann
skal afla sér matar sjálfur og híbýli
verður hann að smíða sér, og annast
að öllu leyti um sig sjálfur eins og
flestir verða að gera nema böm og ör-
vasa gamalmenni. Við skógarbúar álít-
um það mikinn heiður að fá að búa í
námunda við jafn tignarlega persónu og
þéx eruð. Við óttumst aðeins þann dag
þegar þér verðið það stórir að við grein-
um ekki hið Ijómandi og fagurlagaða
andlit yðar. Mættu þá allir öfunda ský-
in og vinda himinsins að vera í félags-
skap jafns göfugs höfuðs. Frænda minn
þann sem hefur brýnt gogg sinn á hurð
yðar biðjum við yður að taka í sátt,
því hann veit ekki hvað hann gerir sak-
ir ofdirfsku þeirrar sem grípur hann
á stundum, og sakir þess að hann er
ungur að árum. Biðjum við yður svo
vel að lifa og allar góðar vættir blessi
hús yðar og verndi. Nú snúum við til
okkar heima, því þar höfiun við annað
og þarfara fyrir stafni en að standa
í styrjöldum, er það og ekki venja
skógarbúa að berjast öðm vísi en inn-
byrðis. Enn að nýju hörmum við það
sem hefur gerst, eða var að því komið
að gerast, og strengjum þess heit að
því líkt og annað eins muni ekki eiga
sér stað aftur.
SVIPMYND
Framhald af bls. 10.
þennan nauma meiriíhluta, en sú afsök-
un getur bara ekki gilt til eilífðar nóns.
Hans viðkvæma hlutverk er nú að
s'eppa úr þessum vanda, með þvi ann-
aðhvort að grípa réttu stundina og efna
til skyndikosninga, eða þá að stjórna
roeð festu, rétt eins og hann hefði örugg
an meirihluta. Til skamms tíma héldu
fiestir, að hann mundi taka fyrri kost-
inn, nauðugur viljugur. En nú, eftir
örugga meðferð hans á flugvélamálinu
og fjárlögunum, eru menn teknir að
hallast að þeirri skoðun, að hann ætli
sér að stjórna um óákveðinn tíma og
færast í fang erfiðari og erfiðari við-
fangsefni. Pólitiska áhættan er mikil,
því að nýr ósigur gæti sent verkamanna
íiokkinn inn í langa framtíð nöldrandi
stjórnarandstöðu. Ef hr. Wilson getur
haft tök á innlendum og erlendum
vandamálum, haldið flokki sinum sam-
an og annaðhvort lifað, af á sínum
tæpa meirihluta, eða unnið í hættuspili
nýrra kosninga, verður hann áreiðan-
lega í sögunni talinn meðal undramanna
brezkra stjórnmála.
TUNGLIÐ
Framhald af bls. 1.
vafalaust skekin af endurteknum jarð-
skjálftum og endurteknu hraunflóði,
sem færir skorpuna í kaf. Loksins hef-
ur sólin betur í þessari togstreitu, flóð-
bungan fer fram úr hámarki, aðdráttar-
afl jarðarinnar getur ekki lengur dregið
hana saman, en í staðinn varpar jörðin
frá sér stóru stykki af sjálfri sér. Hinn
byrjandi máni, því að þetta er hann,
getur ekki sloppið alfarið frá jörðinni
og fer því á braut umhverfis hana. Sjálf
stætt þyngdarafl hans tryggir það að
hann verður undir eins að hnetti. Stór
stykki sem fylgt hafa mánanum ná í
hann og klessast niður á yfirborð hans
og mynda um leið hina geysistóru giga,
sem við nú sjáum. Þegar svo loksins
jörðin kólnar, verður Kyrrahafið eftir
eins og heljarstórt ör, sem tunglið hef-
ur verið skorið út úr.
E nda þótt kenning Sir George
Darwins hafi ýmislegt forvitnilegt til
síns ágætis, hafa vísindamenn haft mörg
mótmæli gegn henni tiltæk. Það er ekki
í samræimi við reglur himingeimsins, að
jörðin hafi getað komið tunglinu þannig
á braut með því að „hleypa því af stokk
unum“ svona allt í einu. Sá kraftur, sem
nauðsynlegur er til að losa nógu stórt
stykki myndi einnig setja það á svo
mikla ferð að það slyppi alveg frá jörð-
inni og færi á braut kring um sólina.
eins og sólkerfis-gervihnöttur, frekar en
á braut um jörð eins og nútíma gervi-
hnöttur. Og jarðeðlisfræðingar halda
því fram, að jörðin hafi verið of lím-
kennd til þess að flóðbungan yrði nægi-
lega há til að brotna frá og mynda tungl
ið.
Framhald á bls. 14.
15. tbl. 1965.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13