Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Qupperneq 10
Eftirlit 17726. — Gisti- og veitingastaðaeft- irlit ríkisins. Góðan dag. — Góðan dag, þetta er hjá Lesbók Morgunblaðsins. Er Ed« ward Frederiksen við. — Já, þetta er hann. — Hvað er helzt á döfinni hjá þér núna? — Ég er að undirbúa ferða- lög út um landsbyggðina til að athuga ástandið í veitinga- og gistihúsum, og hvað gert hefur verið til úrbóta síðan ég var síðast á ferðinni. Síðastliðið sumar og haust heimsótti ég alla slika staði á landinu, smáa og stóra, nema á Austfjörðum. Við þá hafði ég hins vegar sam band með bréfaskriftum og i síma. — Hvernig var ástandið yi~ irleitt í fyrra? — Það var mjög misjafnt, hvað varðar hreinlæti og allan aðbúnað. Á flestum stærri hót- eianna var aðbúnaður mann- sæmandi en þó eru því miðul nndantekningar frá því, jafn- vel á hótelum, sem teija sig í betra flokki. Um smærri hót- elin er það að segja, að þau fulinægja engan veginn þeim með gistihúsum kröfum, sem þeim eru settar. — Hvaða aðferðum beitir þú til að athuga ástandið? — Ég tek sýnishorn af upp- þvotti og athuga með kemísk- um aðferðum gerlagróður á borðbúnaði. Uppþvottur er yf- irleitt í lagi, þar sem hann er framkvæmdur í vélum, en ann- ars ekki. Öll vinnsluverkfæri í eldhúsi, pottar og pönnur eru athuguð með tilliti til þrifnað- ar, einnig klæðnaður og hrein- læti starfsfólks þar. Ekki sízt skoða ég kæli- og frystigeymsl- ur, svo og aðrar matargeymsl- ur. Er ærin ástæða til þess. í gistiherbergjum skoða ég sæng urfatnað, umbúnað rúmstæða o.fl. í salarkynnum athuga ég vitaskuld hreinlæti og snyrti- herbergin eru skoðuð mjög ná- kvæmlega. Þar er umgengninni í flestum tilfellum mjög ábóta- vant, en oftast má kenna það gestum fremur en veitinga- mönnum. — Hvað gerðir þú í haust til að fá úr ástandinu bætt? — Á hverjum stað, sem ég heimsæki, geri ég skýrslu um það, sem ábótavant er, og gef veitingamanninum frest til framkvæmda. Hann undirritar skýrsluna ásamt mér og heid- ur frumritinu. Hef ég um leið samband við heilbrigðisyfir- völd viðkomandi staðar og skýri þeim frá niðurstöðum skoðunarinnar. Núna mun ég athuga, hvort úrbætur hafa ver ið gerðar samkvæmt fyrirmæl- um. Sé svo ekki, mun verða farið fram á lokun í alvarlegri tilfellunum, þar til öllu hefur verið kippt í lag. — Ætlar þú að fara margar ferðir um landið í sumar? — Meiningin er að fara þrjár yfirferðir um landið, þó ekki reglulega, heldur þannig að ég komi ætíð að óvörum og sjái ástandið eins og það er venju- lega á hverjum stað. í haust mun ég svo yinna úr upplýs- ingunum, sem fást í sumar, og verður þá gerð flokkun á öll- um veitinga- og gististöðum landsins. Skrá yfir þessa staði ásamt flokkuninni verður síð- an látin í té öllum ferðaskrif- stofunum og öðrum, sem þess óska. — Hvað segir þú um starfs- fólk veitinga- og gistihúsa úti á iandi? -— Gamall málsháttur segir, að betra sé að veifa röngu tré en engu, en í þessu tilfelli er það alrangt frá mínum bæjar- dyrum séð. Engin stofnun er til í landinu, sem þjálfar hið álmenna starfsfólk til þess- arar vinnu, og vankunnáttunn- ar verður maður var á fjölda af stöðum á landsbyggðinni, einkum í móttöku gesta og um- gengni við þá. Þessi vankunn- átta kemur harðast niður á er- lendum ferðamönnum, sem eiga henni ekki að venjast, og verður það veitingamönnum á íslandi sem ferðamannalandi til tjóns, því flýgur fiskisagan. Svavar Gests skrífar um: NÝJAR PLÖTUR MÚSÍK-FRÉTTIR. Fyrir Anthony Newley og Leslie nokkru sömdu þeir félagar ,3ricuss nýjan söngleik, heit- ir hann „The roar of the greasepaint, the smell of the crowd“ og var frumsýndur í New York fyrir skömmu. Bendir allt til þess að hann muni njóta sömu vinsælda og fyrsta tilraun þeirra fé- laga „Stöðvið heiminn, hér fer ég út“. Annars virðast brezkum söngleikjasmiðum standa allar dyr opnar í Am eríku um þessar mundir. Þar er verið að sýna, á vest- urströndinni, brezka söng- leikinn „Pickwick“, sem taka á til sýninga í New York með haustinu, en þessi söngleikur var sýndur í London í tvö ár samfleytt. Þá var annar brezkur söng- leikur frumsýndur í New York fyrir stuttu. Hann heit ir „Half a sixpence" og hlaut mjög góða dóma. .Að- alleikarinn þar fékk skín- andi dóma en það er enginn annar en Tommy Steele, sem söng „Water, water ev- erywhere“ inn á plötu á sínum tíma og týndist svo íslendingum. En Tommy hef ur haft nóg að gera síðan. Hann hefur leikið í nokkr- um enskum miðlungskvik- myndum, en hvar sem hann kemur fram á leiksviði er honum fagnað, svo líklega hallar hann sér að söng- og gamanleikjum í framtíðinni. Lögin úr öllum framantöld- um söngleikjum hafa verið gefin út á plötum, en söng- leikjaplötur seljast mjög vel í Ameríku. Til marks um það má nefna, að platan með lögum úr ,,My fair lady“ hefur verið á lista yf- ir metsöluplötur samfleytt í átta og hálft ár! Hinni árlegu danslaga- keppni í San Remo á ítaliu lauk fyrir nokkru, en þar fengu á sínum tíma verð- laun lög eins og ,,Volare“, „Romantica“ og fleiri sem síðan urðu heimskunn. Lag- ið sem verðlaun fékk 'í ár heitir „Se Piangi, se Ridi“. Önnur danslagakeppni, sem síðustu árin hefur vakið allt eins mikla athygli og San Remo-keppnin, er Eur- ovision, en hvert Evrópu- landanna (flestra) sendir listamenn, sem kynna lögin, og þar vann að þessu sinni ung söngkona frá Luxem- borg með laginu „Poupee de cire, poupee de Son“. Kornungur, amerískur þjóðlagasöngvari, Bob Dyl- an að nafni, hélt tvenna hljómleika í Albert Hall í London fyrir stuttu. Húsið tekur u.m sjö þúsund manns og seldist upp á hljómleik- ana á örfáum klukkustund- um mörgum vikum fyrir- fram. Kvikmyndin, sem The Be- atles hafa verið að gera síð- ustu vikurnar verður senni- lega frumsýnd samtímis í Englandi og Ameríku í ág- ústmánuði (og þá sennilega Tónabíói daginn eftir?). Ringo Starr hafði gefið henni nafn eins og hinni fyrri og átti hún að heita „Eight arms to hold you“, en líklega hefur þeim ekki þótt það nógu gott, því nú er talað um að hún eigi að heita „Help!“ Lögin úr kvik myndinni verða gefin út á LP plotu um svipað leyti. Sala á LP plötum, eða 33 snúninga plötum, hefur auk- izt mikið í Englandi síðustu mánuði en sala á 4 snúninga plötum dregizt saman. Vilja plötuútgefendur kenna þann samdrátt hinum svonefndu sjóræningjaútvarpsstöðvum, sem leika nýjustu plöturnar svo oft, að unga fólkið legg- ur það ekki á sig að kaupa þær. Mest seldu plöturnar í Englandi um síðustu helgi voru: Tioket to ride (Beatl- es), 2. King of the road (Roger. Miller), 3. The min- ute you‘re gone (Cliff Rich ard), 4. Here comes the night (Them), 5. Bring it on home to me (Animals), 6. Pop go the workers (Barr- on Knights), 7. A world of our own (Seekers), 8. Little things (Dave Berry), 9. Catch the wind (Donovan) 10. True love ways (Peter & Gordon). essg. 19. tbl. 1965 10 LESBÓK; MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.