Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Side 14
frá þvl að þau litu sólarlagið, létu ekkl
lengur að stjórn.
„Þar að auki er hann Fransari,“ sagði
Ihún, „og það finnst mér sniðugast. Líka
fremur viðkunnanlegur Fransari."
Rödd hennar var óskýr og þrungin
beizkju.
„Fremur skrítið," mælti hún. „Ég kem
alla þessa leið frá Ástralíu til að hitta
hann hér og kemst þá að raun um, að
þeir hafa sent hann til Nýju Kaledoníu.
Stjórnarstarf. Stjórnkænskubragð, elsk-
an, skilurðu?“
Ég minntist eitthvað á, hve auðvelt
væri nú á dögum að fljúga yfir Kyrra-
hafið og hún sagði:
„Fæ ekki leyfi, elskan. Verð að fá
leyfi hjá Frönsurunum til að fara til
landsvæðis undir þeirra stjórn,“ hélt
hún áfram. „Auðvitað kemur hann ein-
hvern tíma aftur hingað.“
Ég sagði eitthvað um, að auðvelt væri
að bíða hér á Tahiti, þar sem hún var,
og hún svaraði:
„Fæ ekki leyfi, elskan. Verð að fá
leyfi hjá Frönsurunum til að dveljast á
Fransaralandsvæði. Fransaraskrif-
finnska, els-kan. Get ekki dvalizt hér,
get ekki farið þangað. í næstu viku
fellur leyfið mitt úr gildi.“
Ég lét í ljós samúð mína vegna alls
þessa og hún sagði:
„Allt brella, elskan. Ekkert nema
hrekkur. Faðir hans er vinur landstjór-
ans. Föðurnum geðjast ekki að mér.
Landstjóranum geðjast ekki að mér.
Óæskileg manntegund, elskan. Skilin
og drekkur of mikið. Slæmt saman. Auk
þess brezk. Breta vilja þeir ekki hingað.
Þá hafa Fransararnir fleiri Tahitistúlk-
ur til að búa með.“
Það voru, eins og vinur minn, læknir-
inn, sagði, aðallega tvær tegundir
manna á Tahiti: Þeir sem rétt litu eyj-
una, vildu halda burt næsta dag og sjá
hana aldrei framar; og þeir sem frá
fyrstu komu óskuðu að dveljast þar um
aldur og ævi. Nú hafði ég hitt þá þriðju.
„Á morgun ætla ég að leggja inn
seinustu beiðni mína um framlengingu
á dvalarleyfinu," sagði frú Eglantine.
„Þú mundir ekki vilja skrifa hana fyrir
mig, heldurðu það, England, elskan?
Það verður að vera fjári vel stílað, það
er áreiðanlegt.“
„Hvert ætlarðu að fara?“ spurði ég.
„Ef þú þarft að fara?“
„Til næstu brezku nýlendu, elskan.
Cookeyja. Bíða þar.“
Akureyri, 1. febrúar 1888.
]\íinn ágæti, góði vin! Gleðilegt ár.
Nú er kerlingin mín að koma, kl. er
12 og allir ormarnir sofnaðir umhverfis
mig. Veðrið er hið fríðasta, heiðbjart
10 gr. frost og tungl í fyllingu. Akur-
eyri í sínum þremur stykkjum bundin
saman á hölunum, eiginlega 3 höfuðborg
ir, sem innbyrðis aðskildar ekki geta
haldið einingu andans í bandi friðarins
— sízt síðan Stefán skaðaði tollsprittið
hjá þínum faktor. Lengi hefir grunnt
verið, en nú kastar tólfunum, en líklega
verður úr lögsóknum. — Sultur og
seyra, fiskilítið og ís úti fyrir, vetur
bærilegur. — Mér líður sæmiletga, ég
kenni 5-6 tíma til þess að halda lífinu
í mínu dóti, sem bráðum fjölgar. Allir
okkur góðir. Þeir bræður stóru mennirnir
sýna mér líka allan sóma, þó Laxdal
einn hafi sýnt mér höfðingsskap. Um
daginn fötluðust báðar beljur okkar og
C ookeyjar eru mjög fagrar. Niður
á langt, grunnt, hákarlasnautt lón svífa
flugbátar, niður á milli mjúkra pálma-
króna og yfir skíran, heitan og hvítan
kóralsand. í litla gistihúsinu við báta-
lægið bera afar snotrar og vingjarnleg-
ar Polynesíustúlkur á borð te og kök-
ur, flissa oft og sveifla aftur síðu, lausu,
svörtu hárinu.
„Já, það er yndisleigt,“ sagði ég. „Þú
gætir ekki valið betri stað. Hann er
paradís."
„Og þurr,“ sagði hún, „ef þú vissir
það ekki áður. Verra en algjört bann.
Maður má fá sér eitthvað sterkara en
sítrónusafa einu sinni í mánuði, elskan,
og þarf jafnvel leyfi til þess.“
Við skildum við hana undir flugu-
þöktum ljóskerjunum á veröndinni, þar
sem hún var að fálma eftir skónum
sínum.
„Dormez bien, élskurnar," sagði hún.
„Það er meira en ég mun gera.“
„Hún hlýtur að hafa verið mjög fríð
einhvern tima“, sagði konan mín.
„Hún er fríð enn“, mælti ég, „aðlað-
andi og fremur falleg.“
Fimm dögum síðar flaug hún þaðan
ásamt okkur með morgunvélinni. Þegar
við höfðum farið helming leiðarinnar til
Cookeyja, færði ég henni morgunverð-
inn og hún sagði, er hún hvolfdi hon-
um í sig: „Blessi þig, England, elskan.“
Við lónið, hjá bátalæginu, sat lítill
hópur af Polynesum, flestir konur og
stúlkur, í skuggum pálmanna, utan við
brennandi hita hvíta kóralsandsins, og
sungu kveðjusöngva ungum manni, sem
var að fara með flugvélinni.
S öngvar Polynesíu lýsa mikilli
angurværð, sem snertir menn djúpt.
Nokkrar kvennanna grétu. Þá, á síðustu
stundu, hljóp stúlka berfætt fram
bryggjuna í átt til ferjunnar, sem beið
þar; sítt hárið blakti; hún neri saman
höndum af harmí og mælti grátandi
seinustu kveðjuorðin.
Á brennheitri, hvítri kóralströndinni,
undir pálmatrjánum, var hvergi hægt
að koma auga á frú Eglantine. Og
skömmu seinna, er ferjan fjarlægðist,
gat ég ekki lengur greint hina dapur-
legu kveðjusöngva eða áleitnu rödd hinn
ar grátandi stúlku. Eftir voru einungis
í huga paér orðin, líka áleitin:
„Hinn ilmsæti rósviður, vafningsjurt-
in, hin snúna Eglantine."
MMMMMnMMMMM
SVIPMYND
Framhald af bls. 2.
engum að fá of mikil völd eða áhrif. Af
þeim sökum eru æðri embættismenn
undir stöðugu eftirliti undirmanna, sem
eru trúnaðarmenn keisarans og eiga
greiðan aðgang að honum. Ýmsir ó-
breyttir hermenn eru t.d. í beinu síma-
sambandi við keisarann, þó æðstu menn
hersins njóti ekki slíkrar virðingar.
Til keisarahallarinnar liggur sífelld-
ur straumur óbreyttra hermanna, gam-
alla kvenna og alls k'yns iðjuleysingja,
sem þurfa að tala við keisarann undir
fjögur augu. Þannig er ekki ótítt að
gömul kona, sem á aðgang að keis-
aranum og nánustu samstarfsmönnum
hans, hafi meiri áhrif og völd en for-
ingi í lífverðinum sem gætir hallarinn-
ar.
Öll helztu vopn og skotfæri landsins
eru tryggilega geymd í keisarahöllinni.
Þannig hefur Duvalier alla þræði í sinni
hendi ,en þessi skipan veldur því líka,
að herinn getur ekki brugðið við skjótt,
þegar hættu ber að höndum vegna
skæruliða. í júní í fyrra var erlendur
fréttamaður staddur hjá Duvalier, þegar
inn kom háttsettur embættismaður og
skýrði forsetanum (eins og hann nefndi
sig þá) frá landgöngu skæruliða við
Saltrou í suðurhluta landsins. Jafnframt
var honum tjáð að herinn vanhagaði
um skotfæri.
Duvalier dró þá lyklakippu upp úr
vasa sínum, opnaði skúffu hægra megin
í skrifborði sínu. Þaðan dró hann upp
lykil úr gulli. Síðan opnaði hann skúffu
vinstra megin og tók fram skammbyssu.
Þessu næst læddist hann á tánum til
dyra, mundaði byssuna, lauk upp hurð-
inni og gægðist út. Þá birtist skrifstofu-
stúlka sem tók við lyklinum. Að svo
búnu gekk hann aftur að skrifborðinu,
settist, brosti við gesti sínum og sagði
um leið og hann handlék byssuna: „Á-
gætt vopn, finnst yður ekki?“
Haítí-búar eru að eðlisfari rólynd-
ir fagurkerar með tilhneigingu til böl-
sýni. „Bak við fjöllin eru fjöll“ segir
einn málsháttur þeirra og túlkar við-
horf þeirra við lífinu og erfiðum vanda-
málum þess. Menntamennirnir eru
lamaðir af sögunni. Þeir vita að kyn-
blendingarnir, sem fóru með völd á
undan Duvalier, voru gerspilltir. Þeir
vita líka að Duvalier þóttist vera leið-
togi hinna kúguðu gegn kynblendingun-
um. En allar vonir um eiginlega þjóð-
félagsbyltingu og umbætur hafa beðið
skipbrot um sinn. Margir efast um að
Duvalier sé raunverulega vinsæll með-
al hinna frumstæðu bænda. Þeir hafa
andstyggð á framferði Tontónanna. í
fyrrasumar voru 13 bændur líflátnir fyr
ir að veita skæruliðum aðstoð, og mælt-
ist það illa fyrir. íbúar fátækrahverf-
anna í Port-au-Prince eru ekki heldur
sérlega uppnæmir fyrir Duvalier. Marg-
ir þeirra styðja enn í hjarta sínu Daniel
Fignolé, vinsælan alþýðuleiðtoga sem
Duvalier hefur hrakið í útlegð.
Næturheimsókn Tontónanna í hið fjör
mikla verkamannahverfi Belair í Port-
au-Prince gefur skemmtilega mynd af
afstöðu Haítí-búa til Duvaliers og af
sérkennilegri „illkvittni" þeirra. Þegar
vopnaður herflokkur Tontóna fór um
öngstræti í hverfinu, þreif kona nokkur
skolpfötu og skvetti yfir hann. „Fyrir-
gefðu, nágranni, ég vissi ekki að þú
værir þarna úti,“ kallaði hún strax á
eftir. „Ég er þar ekki,“ svaraði nágrann
inn handan yfir götuna. ,,Nú!“ kallaði
konan. „Þá hljóta það að vera þjófar!“
Gegnblautir Tontónarnir forðuðu sér hið
bráðasta.
J augum menntaðra Haítí-búa,
sem eiwhvern tíma eiga eftir að kljást
við yfirþyrmandi vandamál landsins, er
sjálfræði bændanna og fátæklinganna í
þéttbýlinu engin sérstök huggun. Þegar
Duvalier fellur verður það torvelt verk-
efni að bræða hinar sundurleitu stéttir
þjóðarinnar saman í heilsteypt þjóðfé-
lag, og ekkert í sögu Haítí kemur þar
að gagni.
Andstaðan við Duvalier í landinu
sjálfu er víðtæk, en forustulaus, þögul
og óörugg. Ýmsir hafa fórnað lífinu til
að reyna að ráða Duvalier af dögum
og slíkum tilraunum verður eflaust hald
ið áfram. En verði keisarinn ekki svik-
inn af skutilsveinum sínum, er fátt sem
bendir til að hann verði hrakinn frá
völdum af öflum í landinu.
Erlendis eru ýmsir andspyrnuhópar
sem eru lauslega tengdir saman undir
forustu séra Jean-Baptiste Georges, er
eitt sinn var heilbrigðismálaráðherra
Duvaliers. Þessi hreyfing hefur gert
nokkrar tilraunir til að senda vopnað
lið til Haítí, en bandarísk yfirvöld hafa
ónýtt þær flestar. Kennedy forseti var
mjög andvígur Duvalier og sleit stjórn-
málasambandi við hann, en Johnson for-
seti hefur tekið aðra stefnu og hyggst
sýna keisaranum vinsemd og virðingu.
lendum þeim, sem þeir Emigrantamir
kaupa, oit sumpart með samningum! Það
kvað gefast ágætlega vel, og má efa-
laust praktisera, einkum ef duglegur
maður væri sendur vestur, sem full-
mektugur heilla héraða. Um þetta má
hugsa. í London hefir nýlega verið tal-
að um að koma einni millión af verka-
mönnum vestur með 5 milliona Actiu-
Capitali. Vitur maður skrifar nýlega:
„Fari verkamenn vestur, fá 8 af 10 eða 9
af 10 kappnóga vinnu, því þar vantar
ótal millionir af höndum og munu vanta
marga mannsaldra enn.“
(Leturbreytinig blaðsins).
Guð gæti þín, gæzkan mín,
ver hýr og hress — hríni á þér vers
póetu og prests þess,
sem ann þér í anda
og ætíð skal vanda
lofköst þér til handa,
sem lengi skal standa,
þó brúki mas og mærðarfjas
þinn Matthías.
7. nóv-ember 1889.
E g nenni ekki að spandera nýrrl
örk þó ég sletti á þessa; þú þekkir mína
auðlegð sem og hérvillu — og hér vellu
skap, item þeikki ég þína art, þína sál
og fleira margt, ytri svip og innri part,
eðlisgrein og hjartaskart! Húrra, vísa,
hallelúja, heilagur Páll og María!
w
Ur bréfum Matthíasar Jochums-
sonar til Tryggva Gunnarcsonar
önnur drapst nýborin. Þá sendi Laxdal
mér 40 kr., en hinir skutu saman, svo
það varð nálega kýrverð. En einn tók
mér allra bezt. Þessi var samversfcur eða
utansóknarmaður.
Margur mér opnaði örláta hönd,
en enginn eins og þína,
sem „aldrei þekkti bönd“!
Nú gef ég þér, gullið mitt, gleðilegt ár!
Hlæi við þér hauður og himinn blár.
Náunginn þegir og nagar ei par
utan sem er meinlaust, — ég meina
nöglurnar.
Austurtrog af óþökk hann Austri
færir þér:
Éti hann sk.......og skófir, skoli
fyrst úr sér.
Legg ég á þig, ljúfi, að lyga-spjótin sár
firrist öll og flýi þig, fullhuginn knár.
Ég gjöri að ég hafi misst allt mitt
Oddabú (3-4 þús. kr.) við flutninginn og
til þess að lifa með kraðak mitt til þessa“
— eða til næsta sumars. Ég slít mér á
4-5 tíma kennslu á dag. Það gefur þó
dálítið, 0|g líklega slóri ég hér hvað dag-
legt brauð snertir. En sérðu prógrammið!
Komist það á kloppinn skal þar i standa
orð og orð þér til liðs eða sóma. Ég sé
nú hvað margir af mínum gömlu vin-
um og viðskiptamönnum vilja liðsinna;
ég sendi þeim flestum blað þetta eða
þá línu. Verst er að pappírinn vantar.
Ég geymi 200 kr. hér í sparisjóði til að
kaupa pappír fyrir ef til kemur, en ekki
þori ég að panta hann að svo stöddu.
Fróði sofnaður og „Ljósið“ logar á skari
líkt gömlum grútarlampa í lýsislausu hjá
leigukoti.
Komi nú enn hafís-ár, ættuð þi3
Holme að stofna (eins og EngLendingar)
Capital og koma Norfflendingum til Ame
ríku, segjum 500 þús. kr. og senda fólk
fyrir. Veðið, þegar svo er g.iört, taka
Englar og Ameríkumenn sumpart í ný-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
19. tbl. 1965