Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1965, Side 5
i sTaji imtXt m aj^*53 ANTE - ára afmæli Eftir Siglaug Brynleifsson SEINNI HLUTI DANTE var mjög vel að sér í flestum greinum mann- legrar þekkingar, öll verk hans bera vott um þetta. „Komedían“ er fyllt af lærdómi og endurspeglar þekk- [ngu miðalda. Suðurfranskur skáld- skapur hafði geysileg áhrif á hann og endurómur þess skáldskapar í ítalskri mynd. Trúbadúrarnir hefja kveðskap sinn á 11. öld, sá fyrsti þeirra var greifinn af Poitou, Vil- hjálmur af nafni. í kveðskap hans gætir nýrra eiginda, hann syngur um ástina, og með þessum kveðskap upphefst lofgjörð hinnar rómantísku, ástar. Kvæðin voru formföst og byggð upp eftir ákveðnum reglum; þau voru ætluð til söngs, annað hvort söng skáldið sjálft eða söngv- ari, sem hann hafði í þjónustu sinni. Uppruni þessa kveðskapar er óljós; ýmsir álíta, að þar hafi komið til arabísk áhrif. Trúbadúrarnir syngja einnig um glæsi leika fortíðarinnar, þeir kveða lofkvæði um fornar hetjur og finnst litið koma til eigin tíma. Bertran de Born yrkir um dásemdir orrustunnar og um það, ,,að nú eru engir sannir konungar lengur, yfirstéttinni fer aftur, og forn riddara- xnennska er horfin“. Þetta var yfirstétt- arljóðlist, sem þróast staðbundið í Suðuir Frakklandi, og þegar kemur fram á 13. öld, tekur þessari bókmenntastefnu að hnigna. Þjóðfélagsleg forsenda fyrir trúbadúrakveðskapnum var hrunin, form þessara ljóða var mjög þröngt og bundið, og leifar þessa kveðskapar hverfa í blóðmistri Albígensa-ofsókin- anna. En pótt þessi stefna deyi út í upp- haflegu formi, hefur hún mikil áhrif á þá stefrau í ljóðlist, seim tekur að blómstra við hirðir Nonmannahöfðingj- anna og hirð Hohenstáfanna á Suður- ílalíu. Þar og á Sikiley gætti mjög ara- hisikra áhrifa, og þar upphefst lýr- ískuir skáldisikapur á ítölsku. Við hirð Friðrikis 'keisara II voru mörg égæt skáld þessa Sikileyjarskóla. Þassi ljóðagerð frjó'vgar siðan allan ítalsikan kveðskap o.g hefur mikil éhrif á Bante, eins og kveðskapur frúbadúranna. Dante þekkti einnig forn frönsk kvæði. Hann las latneska höf- unda af miklum áhuga, og sá fremsti þeirra var að hans áliti Vingilíus, læri- meistari hans og leiðsögumaður. Verk hans höfðu mjög mikil áhrif á skáld- skap Dantes. Dante leggur þau orð Virgilíusi í munn í „Helvíti", XX kviðu, „að hann þekkti alla Eneasarikviðuna1 ‘, er sú kviða er að nokkru fyrirmynd „Komedíunnar“. Virgilius er tákn skyn- seminnar í „Komedíunni". Statíus er annar leiðsögumaður Dantes um dánar- heima, þegar leiðsögn Virgilíusar lýkur. Dante áleit, að Statíus væri kristinn, og því fær hann að leiðbeina Dante um himnaríkL Hann minnist einnig Horatí- usar, Ovidíusar og Hómers. Lívíus var eftirlætiisisiaignfræð'ingur hans og úr riti Orosíusar, Historiae adversum paganos, hafði hann landfræðilegar hugmyndir og ýmiss konar sagnfræðilega þekkingu. Þetta rit var helzta heimildarrit manna um landafræði á miðöldum. Dante minn- ist á Ciceró og Boethíus í „Veizlunni“ og vitnar einkum oft í rit Boethíusar. Aristóteles og Thomas Aqvinas voru hinir miklu meistarar miðaldamannsins, rit þeirra gengu næst Biblíunni, og Dante vitnar mjög oft til þeirra. Rit Dantes bera vitni uim mi'kinín lestiur og íhuganir, og honum virðist ekkert mann- legt hafa verið óviðkomandi. •N< lý.tt líf“ er einstakt fyrirbrigði í bókmenntum miðalda, bæði um form og inntak. Ritið er helgað vini Dantes, Cavalcanti; það vtar hann, sem hvatti Dante til þess að setja það saman á ít- ölsku, en ekki á latínu. Þetta er ástar- óður bæði í bundnu og lausu máli til Beatrice. Hann lýsir fyrstu kynnum þeirra og þeim áhrifum, sem Beatrice hefur á Dante. Sagan er sögð á einfaldian og eðlilegan hátt, að því er virðist við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð, er frásögnin fyllt táknmyndum og tákn- tölum, en þetta verður þó aldrei á kostnað stíls eða tærleika Ijóða og frá- sagnar. Miðaldabókmenntir einkennast einmitt af táknmáli; það, sem okkur virðist liggja beint við, er ekki eins einfalt og það sýnist í fyrstu; það getur verið viss merking í ákveðinni tölu eða Framhald á bls. 6 canto tertio oella pr, Er mc ft U3 eclia cittaáoíenfc * OfttjRhufflcqiiúlcrdonocíie cloc jrícri! capiro p pcr mc ft m neUetbemc dolörc , búcno flan i«að£W<I/ urto" * ... t liartprinoeno dcUinarranttu’. Mafctonúlq-bfflp; pcr ntc ít ua tra lapcrduta &entc tþcn dú'g«:mu tutubtnatvm/fauimciiu fj puó pt o luRitta mofic Clittto altó tactorc ttar< <he U ttárraum cctnmtú ntl jarimo tapitoio; ctí V fccemt la díutna poccAatc ' ndutrfolonc.not{óhcnóif«choir.iottín«W: lafctarc o£nt fpcranra uoi tþcntrace p-mcnto ítlcfH-rénoulautfönoripinctbalþaðóýj jaucfteparolcditolorí obW fceffCTpfu.ToliiieiIdoclcOrloáálftr.ddm&ífcgmt-íf to r cr tínfcr nact pitr^atortotlaqtt?? uú f fii« A to inmt'potofuocorríiió.fit a( a'cto. tí<lx.-f;p’áfic.i cjucl mtk gjaátToþrakfchtamoðimoftro,'ttfeatcBtmodtcclútkýnamcnáucqutiucanamoltc thofeícrtue; jtcnk quatí apubcnmotíita ct auru'cne ctdocílus; Fhcrt (t ufcra tk í ogpi ptí öd potma non f»,pofft :;rcqutfUvAtW maxínúmctt firichicdc aíioúrij:torcckíeapttdouöque twouavxcaficnc <$iy.itrríohrp£ ■ Hcr i ncrck ftampg,inat timr.oddpottadefccnáéncHirsttrno • GútáicoCautrícopnmcre ek d«fafi t tr cUopiu cr,f;gÍ3ncrhtcdalprihapcácphi!ofopl5i t b.tc t!<: C't ritn'.nuMcnc tu! c;ud ftncu'nctice (Sc-crircchrpntsntccidúifnmcrtattta ddbhttno/dtmoflutktanitne htiKaxcdopóíamcn: fcho é>ttdk| ÍÍIÍÍlMllilllHÍfi H inoft.fínofta Byrjunin á þriðja söng „Komedíunnar“ i fyrstu myndskreyttu útgáfu verksins, scm prentu'ð var í Flórens 1483. Textinn meðfram Ijóðlínunum er skýringar. Sérfrœöiþekking er oröin svo snar þáttur í nútimálífi, aö ekkert þjóöfélag hefur efni á að spara viö sig sérfrœöinga, þó þeir kunni aö vera dýrir. íslendingar hafa misst alltof marga dýrmœta sérfrœöinga úr landi vegna misráöinnar opin- berrar sparnaöarviöleitni, og á þaöí sennilega eftir aö reynast okkur dýrara en margur hyggur. Sérfrœöingar eru dýrir en samt enginn munaöur. Hins vegar hefur' veriö nauðsynlegt aö búa þannig um hnútana á sumum sviöum, t.d. í lœknisfrœöi, að almenningur geti notiö góös af sérfrœöilcunnáttu hœfra nvanna án alltof mikilla út- gjalda. Þetta er gert meö umfangs- miklu kerfi sjúkrasamlaga og al- mannatryggtnga sem fjölskyldufeö- ur greiöa árlega til á sjötta þúsund krónur. Deila má um kosti og galla velferðarríkisins, en kostir þess á vettvangi mannúðarmála eru hafnir yfir umrœöur. Samhjálp allra t þegna þjóöfélagsins til aö létta und- ( (íf ttieð þeim, sem verða fyrir slys- um eöa búa viö böl heilsuleysis, er svo sjálfsögö siöferðileg skylda aö um liana þarf ekki aö fjölyröa. É geri ráö fyrir að flest- ir lœknis- menntaöir sérfrceöingar séu á einu máli um þetta, þó ein- hverjir kynnu aö hafa meiri áhuga á „frjálsri sam- keppni“ af fjárgróðaástœöum. Til munu þeir menn í lœknastétt, sem sjá ekkert athugavert við aö gera sér ólán annarra að féþúfu, en þeir eru sem betur fer í miklum minnihluta. Nú mœtti œtla aö meö þeirri skipan, sem komiö hefur veriö á hérlendis í sjúkrasamlagsmálum, vœri girt fyrir möguleika óhlut- vandra manna til aö hafa fé af grunlausu fólki, en því viröist ekki að heilsa, og skal hér tilfœrt eitt nýlegt dæmi því til áréttingar, dæmi sem nú er í athugun hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Fjögurra barna móðir leitar til sérfrœöings og biöur hann aö líta á œöar í fótleggjum, sem tekiö höfðu aö þrútna eftir aö hún eignaðist síö- asta barniö. Lœknirinn segir henni, aö bezt sé aö fjarlægja œðarnar strax, því þœr geti skemmt út frá sér. Henni er stefnt upp á Fœöing- ardeild Landspítalans þar sem að- geröin fer fram aö morgni dags og tekur rúma klukkustund. Fyr- ir tilmœli lœknisins liggur konan heima þá tíu daga sem hún veröur aö vera rúmföst, en aö sjálfsögðu getur hún ekki sinnt heimilisstörf- um og veröur aö koma börnunum fyrir á dagheimili. Hún veit ekki betur en hún sé aö spara Sjúkra- samlaginu útgjöld meö því að liggja heima (hefði hún legið á sjúkrahúsi heföi Sjúkrasamlagiö greitt allan kostnað viö aögerðina Framhald á bls. 6 ; l 26. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.